Reykjavík - 06.04.1912, Blaðsíða 3
REYKJAVÍK
55
i
SANNFÆRANDI
Engin rök fyrir
ágæti Sunlight-
sápunnar geta verió
meira sannfærandi
en það, aó reyna sápuna sjálfa.
SUNLIGHT SÁPA
2*286
Simskeyti Jrá konnngi,
meðtekið 2. apríl.
1 Anledning af det sörgelige Bud-
skab om Fiskekutteren »Geirs«
Forlis, hvorved 27 Fiskere har
fundet deres Död, beder jeg dem
overfor de efterladte, al udtale min
hjerteligste Deltagelse. Hvis Ind-
samling foregaar önsker jeg at
yde mit Bidrag.
Frederik R.
[Á íslensku: Vegna hinna hryggi-
legn fregna um það, að fiskiskipið
„Geir" hafi farist og þar druknað 27
fiskimenn, bið jeg yður að tjá hin-
um eftirlatnu hjartanlega hluttekning
mína; sje samskotum safnað, óska
jeg að leggja fram minn skerf].
Þetta símskeyti Hans Hátígnar
konungsins gjörist hjer með öllum
hlutaðeigendum kunnugt.
Kristján Jónsson.
Hinn 3. þ. m. fjekk ráðherra aftur
■símskeyti frá konungi, og gefur hann,
og drottningin, til samskotanna 2000
krónur.
Nöfn og nýjung'ar.
Látin er hjer í bae aðfaranótt 31. f. m.
ungfr. Laufey Guðmundsdóttir,
dóttir Guðmundar prófasts Helgasonar,
tæplega hálfþrítug að aldri. Hún hafði verið
kennari við Landakotsskólann, og var sjer-
lega vel gofin stúlka og vel látin.
Bankamálið. Jón Magnússon bæjar-
fógeti hefir samkvæmt beiðni verið leystur
frá rannsóknardómara-störfum í bankamál-
inu nýja, vegna annríkis við önnur em-
bættisstörf. í hans stað hefir stjórnarráðið
skipað cand. jur. Magnús Guðmundsson,
aðstoðarmann í stjórnarráðinu. Honum til
aðstoðar við rannsóknina eru þeir Þorsteinn
Þorsteinsson cand. polyt. og Georg Ólafsson
cand. polyt.
LetkhúsiO. „Ræningjarnir“ voru leiknir
í síðasta skifti á sunnudaginn var, Nú er
verið að undirbúa .Sherlock Holmes',
leik sem bæjarbúum er kunnur áður og
margir hafa óskað að sýndur yrði aftur. í
ráði er að hann verði sýndur í fyrsta skifti
á annan í páskum. Bjarni Björnsson leikur
aðal-hlutverkið, Sherlock Holmes.
Látin er hjer í bæ 28. f. m. frú Sig-
ríður Þorkelsdóttir, ekkja sjera
Þorkels sál. Bjarnasonar á Beynivöllum.
Hún vur 77 ára að aldri.
Larsen kjötsali fundinn. Þess hefir
verið getið áður í blöðunum, að Larsen
kaupmaður í Esbjerg hvarf nokkru fyrir
jólin i vetur, og hugðu menn hann hafa
fyrirfarið sjer. Nú er sagt að frjettzt hafi
til hans suður i Ástralíu. Hann hafði á
hendi sölu á íslenzku saltkjöti fyrir Slátur-
fjelag Suðurlands og kaupfjelög ýms, og er
sagt, að þau hafi átt hjá honum um 24,000
kr., þegar hann hvarf. Má sjálfsagt telja
það fje tapað.
Dáinn er 29. f. m. Ó 1 a f u r P j e t u r s-
s o n stúdent, sonur Pjeturs Sigurðssonar í
Hrólfsskála. Banamein hans var bei'kla-
veiki. Hann varð stúdent 1907, og tók þá
að lesa læknisfræði við háskólann í Khöfn.
Hann var mesti efnismaður.
„Bíó“. Þar verður byrjað að syna nýja
mynd eftir hátíðina, sem án efa verður vin-
sæl mjög. Það er mynd af Mormónapresti, sem
ginnir unga stúlku til að fara með sjer til
Utha. Sjerlega tilkomnmikil og hrífandi
mynd; sjálfsagt bezta myndin, sem hjer hefir
verið sýnd.
Settur sýslumaður. SigurjónMarkús-
son cand. jur. er settur sýslumaður í Snæ-
fellsness- og Hnappadalssýslu.
Bæjarstjórn Reykjavíkur.
Fnndur 21. mnrz 15)12.
(Niðui-h).
2. Fasteignanefndargerðix-. Samþykkt að
mæla Sveini Jónssyni, Brekkustíg 10, út
erfðafestuland, um 2 dagsláttur, austanvert
við Kaplaskjól. Ræktunartími 5 ár og venju-
legir erfðafestuskilmálar. — Beiðni Vilhjálms
Bjarnarsonar á Rauðará um að mega breyta
400 ferálnum af Rauðarárlandi vestanvert
við nr. 115 við Laugaveg, í byggincarlóð,
og selja hana Kristni Asgrimssyni fyrir 75
au. feralin hverja, var samþykkt með því
skilyrði, að 20°/o af andvirðinu greiðist í
bæjarsjóð, og að lóðin verði ákveðin minnst
16 álnir meðfram götu og 25'/= alín á dýpt!
-t---Samþykkt, að hafna forkaupsrjetti að
erfðafestulöndunum Melstaðabletti og Bráð-
ræðisbletti, sem Jóhannes Magnússou selur
H. P. Duus með sama verði og hann hefir
keypt þau, Melstaðablett fyrír 1000 kr. og
Bráðræðisblett fyrir 950 kr.------Út af
beiðni, sem komið hafði frá H. P. Duus um
að mega breyta Bráðræðisbletti og Mel-
staðabletti i fiskþurkunarreita, og byggja á
þeim þurkhús til afnota við fiskverkunina
og til fislcgeymslu, var samþykkt svohljóð-
andi tillaga frá Jóni Jenssyni: „Bæjar-
stjórnin leyfir að á landinu verði gerður
fiskverkunarreitur, en að öðru leyti haldist
erfðafestuskilmálar fyrir landinu óbreyttir
með öllu. Um leyfi til byggingar á land
inu verður ákveðið siðar, er tillögur frá
byggingarnefnd liggja fyrir samkvæmt nýrri
ákveðinni beiðni þar að lútandi“.
3. Hafnarmál. Fundargerðir hafnarnefnd-
ar frá 13. og 19. þ. m. lesnar upp. Beiðni
hafði komið frá Fiskveiðafjelaginu „Alli-
ance“ um leyfi til að gera bátabryggju við
lóð sína á Ananaustabletti, og lagði hafnar-
nefndin til að leyfi þetta yrði veitt með
þeim skilyrðum, að þegar höinin er komin
upp, verði greidd öll hin sömu vörugjöld af
þeim vörum, sem fluttar eru á land eða úr
landi við þessa bryggju, eins og ákveðin
verða af vörum þeim, sem fluttar verða í
iand eða úr landi við höfnina sjálfa, svo og
að almenningi sje heimil notkun bryggjunn-
ar, að svo miklu leyti sem eigi kemur í bága
við notkun eigendanna sjálfra. — Tillaga
þessi var samþykkt.------H. P. Duus hafði
sótt um leyfi til að gera bólverk fyrir fram-
an Melstaðablett og bryggju þar. Hafnar-
neíndin lagði til, að umsækjanda vrði leyft
að gera bátabryggju á þessum stað með
sömu skilyrðum og fjelaginu „Alliance“ (sjá
hjer næst á undan), og að honum yrði leyft
að gera bólverk undir umsjón bæjarverk-
fræðingsins, með þoim skilyrðum, að bærinn
eigi eftir sem áður landið frá núverandi
mörkum og út að bólverkinu og undir því,
og að óhindraður aðgangur verði meðfram
sfónum á sama stað og nú. — Tillaga þessi
var samþykkt.
4. Um hreinsun salerna. Álit og tillög-
ur nefudarinnar lagt fram, en málinu frest-
að til næsta fundar.
5. Kosning 6 manna í landsdóm. Kosn-
ingu hlutu:
Sighvatur Bjarnason,
Sigurður Briem,
Þorleifur Bjarnason,
.Tón Gunnarsson,
Guðm. Magnússon,
Þorleifur Jónsson.
6. Úrskurður á kæru yfir kjörskrá. Sam-
þykt að bæta 9 mönnum inn á'kjörskrá, og
stryka 24 menn út af skránni.
7. Kosning nefndar til að semja auka-
alþingiskjörskrá. Kosnir voru:
Boi-garstjóri,
Lárus H. Bjarnason,
Jón Jensson.
8. Klemens Jónsson beiðist lausnar úr
gasnefnd. Samþykkt að veita honum lausn,
og kosinn í hans stað:
Kristján Þorgrimsson.
9. Páll Magnússon og Kristján Sigurðs-
son sækja um námurjettindi i Yatnsmýrinni.
Vísað til fasteignanefndar.
10. Brunabótavirðing samþ.: Yerkstæði
landsíjóðs kr. 7196,00.
11. Nefndarkosning viðvíkjandi Lækjar-
torgi. Málinu vísað til veganefndar.
Bmadarsamband
Kjalarnessþings.
Fyrsti aðalfandur „Búnaðarsam-
feands Kjalarnessþings" verður haldinn
í „Iðnó“ (Iðnaðarm.húsinu) í Reykja-
vík, mánudag 20. maímán.næstkom.,
kl. 12 hád. Tekið fyrir:
1. Frumvarp til laga fyrir sambandið.
2. Inntaka félaga og einstakra manna.
3. Önnur mál, sbr. 6. gr. frv., 4.—9. lið.
F. h. bráðab.stj. samb.
Grafarholti, 2. apríl 1912.
Björn Bjarnarson.
Xolamanna-verkjallið.
í morgun er símað frá Khöfn:
„40,000 atkvæða meiri hluti móti
verkfallslokum.
Almenn vinnubyrjun væntist samt
á næstunni eftir ráðum foringjanna“.
Blöð og rit.
Æskan, barnablað með myndum, XIII.
árg. „Æskan“ er gott blað fyrir börn og
unglinga. Hún flytur margar góður hug-
vekjur og margt til skemtunar og fróðleiks.
í þe8sum árg. eru milli 30 og 40 myndir,
flestar ágætar. Allur frágangur blaðsins er
mjög góður. „Ælskan“ er svo ódyr, að enga
foreldra munar ura að gefa börnum sínum
hana, og börnin mundu bæði hafa gaman
og gagn af henni.
Sögukort fyrir börn og unglinga til not-
kunar við lestur mannkynssögunnar. Útg.
Guðm. Gamalíelsson. Þetta eru 6 smá-
uppdrættir: Heimurinn í fornöld, Evrópa á
undan þjóðflutningunum, Evrópa um 600,
helztu landkönnunarferðir á miðöldunum,
Evrópa á siðabótartímanum og Evrópa 1815,
Kort þessi eiga að fylgja mannkynssögu
handa börnum og unglingum eftir Þorleif
Bjarnason, en eru einnig höfð til lausasölu.
Þau bæta úr brýnni þörf, því að hingað til
hafa barna- og unglinga-skólar orðið að
kenna sögu kortalaust. Þau eru gefin út
með sfyrk úr landssjóði.
11
Jeg hafði naumast áttað mig á því, að hið þýðingar-
mikla augnablik væri komið, þegar hún allt í einu fjell á
knje írammi fyrir hörkulegum, hermannlegum gömlum
manni, er sat á veröndinni á lágum, indverskum stóli. Jeg
hatði hugsað mjer nákvæmlega, hvernig jeg ætti að koma
fram, til þess að láta sjá á mjer þann rjetta iðrunarblæ, án
þess þó að auðmýkja mig beinlínis eða gera á annan hátt
lítið úr mjer. Fyrst i stað var lítið fyrir mig að gera, annað
en það, að standa álengdar og dást með sjálíum mjer að
því, hve ágætlega konan fór með hlutverk sitt. Annað augna-
blikið grjet hún ákaft eins og barn, en hitt augnablikið hjelt
hún þrumandi ræður yfir gamla manninum. En að lokum
þagnaði hún í bili, og gaf mjer bendingu, og þá fjekk jeg
tækifæri til að segja nokkur orð með fullri djörfung, en þó
ákaflega kurteis og lotningarfullur. Og jeg get hrósað mjer
af þvi, að það voru einmitt þessi orð, sem sigruðu gamla
manninn að fullu.
Jeg ætla ekki að þreyta þig á að segja þjer frá öllum
smáatriðum leiks mins, en þú getur hugsað þjer hann af
afleiðingunum. Tíu mínútum eftir að við hötðum farið inn
í garðinn, sátum við sitt við hvora hlið hershöfðingjans, og
höfðum bæði fengið fullkomna fyrirgefningu hans.
Þessi nýi »tengdafaðir« minn er allra mesti heiðurs-
maður, hörkulegur, hermannlegur og auðsæilega funi i skapi,
reglulegur »þrumu- og eldinga«-maður, eins og Þjóðverjar
komast að orði, en — sem sagt — allra mesti sómakarl.
Og þegar hann hafði á annað borð fyrirgefið okkur, þá þótt-
ist hann aldrei geta verið nógu góður við dóttur sína — Ellu
kallaði hann hana — og við mig. Hann vildi gera allt til
þess að skemmta okkur, og láta okkur í ljósi ást sina, alúð