Reykjavík

Tölublað

Reykjavík - 13.04.1912, Blaðsíða 1

Reykjavík - 13.04.1912, Blaðsíða 1
1R k \ a v> t k. XIII.* ís Laug'ardag' 13. Apríl 1912 XIII., 15 Vandaðastar, fjöibreyttastar og ódýrastar X efnaðarvörur kaupa menn hjá Austurstræti 6. Nýjar birgðir með „Sterling“, „Bergenhus“, „Austra“ og „Vestra“. Stoía til leigu frá 14. Maí. Upp- lfsingar í „Gutenberg“. IV. „Riget“ flutti 13. Febr. eina af venjulegum óþokka-greinum Knnd Berlins um heimastjórnar-flokkinn (og mig sér- staklega). Hólt því fram að vanda, að ekkert væri að marka, hvað vér heimastjórnarmenn segðum, því að vér töluðum þvert um huga vorn við Dani. Værum því miklu hættulegri og meiri viðsjálsgripir, heldur en sjálfstæðis- menn, sem væru hreinskilnir í sínum ósvífnu kröfum o. s. frv. Það var hvorttveggja, að mér barst þessi grein ekki í hendur svo fljótt sem til stóð (ég held ekki Riget), enda hefði mér ekki þótt hún svaraverð gagnvart löndum mínum. Það vill líka svo til, að vinir vorir i „sjálfstæðis“-flokknum Jýsa oss heima- stjórnarmönnum af og til í blöðum sínum, lýsa oss sem skríðandi og hráka,- sleikjandi Danavinum, samvizkulausum mönnum, sem enga ást höfum á ætt- jörðu vorri og þjóð, en svíkjum þau fyrir danskar fé-mútur. Vér erum þannig milli tveggja elda. En af því að skammyrði Knud Berlins og skammyrði „sjálfstæðis*- blaðanna — hvortveggju um oss heima- stjórnarmenn — slökkva hvor önnur, þá stiknar ekkert hár á höfði voru milli þessara elda. „Tiden“ (bl. J. C. Christensens) flytur 16.Febr. alla grein mína í „Rvík* frá 30. Des. f. á. um „Óheiðarlega blaðamensku*, óbreytta og óstytta. — Sömul. flytur blaðið lítinn kafla úr grein hr. Einars Hjörleifssonar í ísaf. 24. jan. þ. á. um „Dani og ráðherrann*, og annan kafla lengri eftir sama höf. í sama bl. um „Dani og ríkisráðsákvæði stjórnarskrár- frumvarpsins*. „Kebenhavii“ flutti 15. Marz ágrip af grein minni 16. Desbr. f. á. um ííkisráðsákvæðið. Auðvitað var þetta ágrip og þannig stytt. En þýðandinn (hr. Magister Holger Wiehe) skildi mig alveg rétt og ágripið er í alla staði slíkt, að ég kannast við sem mína skoðun alt sem þar er eftir mér haft, sérstaklega það sem hann hefir eftir mér um gilcú stöðufaganna (frá 1871). En í „Tiden“ 1. f. m. ritar Knud Berlin prófessor langa grein um „Jón Ólafsson og stöðu- lögin 1871", og telur ágrip hr. Wiehe (sem að ofan er nefnt) rangt í ýmsum atriðum. M. a. heldur hann því fram, að ég kannist ekki við „gildi* stöðulaganna, og þykist sanna, að sú sé mín sanna skoðun, með því að vitna til „rök- studdrar dagskrár*, er ég flutti á síð- asta þingi og vildi láta koma í stað þingsályktunar-tillögu „ sj álfstæðis* - manna. En í þeirri rökstuddu dagskrá stóð að eins, að með ]>ví, að ganga fram hjá öllum stöðulaga-atriðum í breyt- ingum við Stjórnarskrána, hefði nefndin ekki haft þann t.ilgang að viðuikenna gildi stöðulaganna, eins og líka Alþingi hefði aldrei samþykt þau. Þetta ér hvorki að neyta „gildi" stöðulaganna, né heldur að játa því. Það er að eins fyrirvari um það, að með þessu hafi Alþingi ekki fremur en áður samþykt stöðulögin, og jafn- framt neitun þeas, að viðurkenna að stöðulögin sé bindandi að lögum fyrir ísland. Engin lög, sem gefin eru án sam- þykkis íslendinga, eugin valdboðin lög getum vér kannast við, að bindi oss að lögum. Stöðulögin höfum vér aldrei samþykt (þau hafa aldrei verið lögð fyrir þingið til samþpkkis), og vér höfðum aldrei gefið ríkisþinginu neina heimild eða umboð til að samþykkja þau fyrir vora hönd. En hitt e*r alt annað mál, að stöðu- lögin gilda fyrir oss íslendinga engu að síður — þótt að ólögum sé. Þau giltu frá upphafi að eins fyrir vald þess, sem meira mátti sér — sem valdboðin lög. Þau giltu síðan fyrir hefð og venju, og — fyrir óbeina faktiska viðurkenning vora, þótt aldrei höfum vér formlega samþykt þau að lögum. Stjórnarskrá vor er á þeim bygð; hana viðurkennum vér og höf- um ávalt viðurkent, enda veitti Alþingi 1873 konungi fult umboð til að gefa hana oss sem lög. Að því leyti til er alt þetta stöðu- laga-þref ekki annað en þref „um keisarans skegg“, og öll mótmæli gegn faktisku gildi þeirra „selbiti í vasanum*. Þótt stöðul. sé því ólöglega til orðin, þá hefir ekkert það þing verið háð á íslandi síðan þau komu út (ekki einu sinni mótmæla-þingin 1871 og 1911), að ekki hafi, ég held ég megi segja nærri því hver einasti þingmaður tal- að um „sérmál* vor íslendinga og 400 alklæðnaðir ^ sérlega vandaðir að efni og utliti, eru nú nýkomnir, og verða ^ seldir með hinu alþekta lága verði hjá j Jlsg. S. Sunnlögsson S Qo. „sameiginleg mál* vor og Dana. En á hverju er það bygt, að tala um nokkur „sérmál* og nokkur „sameig- inleg* mál? Á engu öðru en stöðulögunum 1871. Hvergi eru í neinum öðrum lögum nein „sérmál“ Islands ákveðin. Hvert sinn sem vér nefnum þannig „sérmál* vor, (og það hefir hver ein- asti þingmaður gert, bæði utan þings og innan), þá játum vér og viðurkenn- um með því orði „gildi* stöðulaganna — játum, viðurkennum, að stöðulög- unum hlýðum vér pg hlítum, þótt þau sé ólöglega til orðin (og því eigi gild að lögum); játum þau gild fyrir vald- boð, sem vér beygjum oss undir — f^fir rás viðburðanna — fyrir hefð og vana. Hafi Dr. Knud Berlín ekki skilið það fyrr, þá skilur hann það vonandi nú, að sami maður getur vel bæði neitað og játað „gildi* stöðulaganna, en tal- ar þá vitaskuld um „gildi* í tveim merkingum, sinni í hvort sinn: ífyrra tilfellinu neitað því, að þau hafi form- legt lagagildi, en í síðara tilfellinu ját- að, að þeim hlýðum vér og könnumst við, að vér séum þeim háðir orðnir. Engum íslendingi dettur í hug að brjóta þau; engum dettur í hug að gera uppreisn gegn þeim. Það má með miklum sanni segja um þessar tvær merkingar á „gildi", að neitunin á gildi stöðulaganna sé að eins fræðimannleg (teóretísk) skoðun, en viðurkenningin á gildi þeirra sé í raun og framkvæmd (praxis) skoðun vor íslendinga — marg-viðurkend. Og ég skal bæta hér nokkru við: að undanteknu ákvæðinu um upphæð árgjaldsins úr rikissjóði, og að með því sé öll skuldaskifti Danmerkur og íslands á enda kljáð, innihalda stöðu- lögin ekkert ákvæði, sem ekki haii verið formlega samþykt á Álþingi — þó að lögin í heild sinni (með ár- gjdlds-ákvæðinu þannig löguðu) liafi aldrei verið samþykt þar. En alt þetta stöðulaga-þref, hvort heldur af vorri hálfu eða Dana, er i mínum augum algerlega marklaust fyrir framtið vora. Því að þótt vér hefðum samþykt stöðulögin 1871 og oftar, þá gætu þau (eftir eðli slikra laga) ekki bundið hvorki oss né Dani á þann hátt, að vér hefðum ekki fylsta rétt til, að heimta þær breytingar á þeim, og fá framgengt, sém breytiþróun tímans, sjálfra vor, gerir nauðsynlegar sem skilyrði fyrir framtíðar-þroskun vorri. Slíkur siðferðislegur réttur ’er æðri o^ sterkari en öll þinglög og sam- leikfjelag Reykjavikur: Skikk Oolics. Leikur í 5 þáttum eftir Walter Christmas. Snnnudaginn 14. apríl kl. 8 síðd. í Iðnaðarmannahúsinu. ningar, svo vissulega sem náttúrunnar lög eru helgari og sterkari öllum manna lögum. „Tiden“ 22. f. m. flytur mæta-vel ritaða grein frá herra Mag. H. Wiehe — svar gegn dr. Berlin og vörn fyrir mig og heimastjórnar-flokkinn. Það er mikið og göfugt verk, sem sá ágætismaður (Mag. H. W.) hefir unnið fyrr og síðar til að vera á verði fyrir ísland og íslendinga, hvenær sem réttu máli er hallað gagnvart þeim í dönskum blöðum.1) Auk velvildarinnar til alls sem ís- lenzt er, sem ávalt andar að oss í öllu, sem hann ritar, lýsa ritgerðir hans svo undraverðum skilningi á öllum málum vórum og högum. Það væri skömm fyrir oss íslend- inga að láta þann mann aldrei heyra né sjá neinn þakklætis-vott. J. O. Orðheldni og sannsögli „Thoreí(- félagsins. í stað þess að senda „Ask* til Reykjavíkur og Vesturlands 16. Marz samkvæmt, áætlun og samningi, sendi félagið stjórnarráðinu skýrslu um, að það gæti ekki sent „Ask* þessa ferð sakir kolaleysis ; hann lægi í Bretlandi og hefði ekki næg kol til að íara til Reykjavíkur og út aftur. En samtímis hleður félagið „Ask“ með salti og lætur hann fara með það til verzlana hr. Þórarins Tuliniuss á austurlandi og norðurlandi (þeirra verzlana, er hann á þar, og verzlana, sem fá vörubirgðir sínar frá honum). Til þess skorti ekki kol, að sigla til verzlana hr. Tuliniuss uiri alt austur- land og norður á Akureyri, og svo til útlanda aftur. Þá bagaði ekki kolaleysi. l) Vér skulum meðal annars minna á það sem hann ritaði út af bók Thit Jensens.

x

Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.