Reykjavík

Tölublað

Reykjavík - 13.04.1912, Blaðsíða 4

Reykjavík - 13.04.1912, Blaðsíða 4
60 REYKJAVIK Klœðevxver €ieling, Viborg, Danmark sender portofrit 10 Alen sort, graat, inkblaa, inkgrön, inkbrun finulds Chevi- ots Klæde til en Hot Damekjole for kun 8 Kr. 85 0re, eller 5 Alen bredt sort, inkblaa, graanistret renulds Stof til en solid og smuk Herre- dragt for kun 13 Kr. 85 0re. Ingen Risiko! Kan ombyttes eiler tilbage- tages. Uld köbes 65 0re pr. Pd. Strikkede Klude 25 0re pr. Pd. ÐTTOMBNSTEDf dcunska smjörlihi er be$t. Biðjið um \e$urd\rr\ar ,Sóley” M inyólfur " „ Hehla " eóa Jsofold' Smjörlikið fœ$Y einungij fr<a: Offo Mönsted vr. Kaupmannahöfn og/lrósum i Panmörku. Skófatnað selur beztan og ódýrastan JSturla JónsHon. og af peim orsökum lentu börnin í margs konar hættum og erflðleikum. Því var vel tekið, að reyna að bæta úr þessu vandamáli að einhverju leyti, með því að vinna að löggjöf, er ákvæði launalágmark; hins vegar sáu menn, að nauðsynlegt væri að fara gætilega, eg fá aðstoð góðra manna í því efni. Stungið var upp á að 20 centa borg- unin, sem nú er lágmark um klukku- stundina handa almennum verkamönn- um, verði hækkuð, svo að hún nálgist betur nauðsyn margra kvæntra verka- manna. Skoðanir fundarstjóra J. H. Brocks. Fundarstjóri benti á hættuna sem væri í því fólgin, ekki einúngis fyrir einstaklinginn, heldur líka fyrir þjóð- fjelagið, að gera verkamenn að öreig- um, en leitast á hinn bóginn við að hjálpa þeim með gustukaverkum. Eina ráðið væri, að hjálpa mönnum til þess að hjálpa sjer sjálfir með því að vinna fyrir sjer, og að þeim sje greitt skynsamlega hátt- kaup. A þennan hátt væri hægt að leysa úr þessu vandamáli, og ábyrgðarskyldu og írelsi manna væri um leið borgið. Hann talaði líka um þá vaxandi hættu, sem væri samíara vinnu barna og ung- linga. Pleiri tóku til máls, og voru samrnála ræðumanni, og töldu aðstoð nauðsynlega frá öllum stjettum, til þess að útvega verkamönnum lífvænlegt kaup í stað gustukaverka. Fundarstjóri var kosinn formaður í 7 manna nefnd, er falið var að útvega betri upplýsingar í málinu og gefa skýrslu á fundi bráðlega, þar sem ráðg- azt yrði og ákvðrðun tekin um það, hvernig vinna skyldi málinu sem bezt gagn, og ná samvinnu við stjórnina, bæjarfjelagið, og alla þá sem málinu væru fylgjandi í huga, svo að fram úr því yrði ráðið og takmarki því náð, sem drepið var á við umræðurnar. Mörg brjef voru lesin frá mönnum, sem ekki gátu mætt á fundinum, og lýstu þau áhuga og fylgi við málefnið. Fjöldi málsmetandi manna var við- staddur, og var auðsætt að þeir fylgdu málinu með miklum áhuga. Nöfn og nýjungar. Nýjung. Það er bæði hugðnæmfog fróð- leg skemmtuu, sem Magnús Olafsson ljóe- myndari býður bæjarbúum í kvöld í Báru- búð, til ágóða fyrir ekkjur og börn þeirra, sem drukknuðu á „Geir“ — og hún er auk þese alveg ný. Það er gaman, og fróðlegt líka, að ferðast um fegurstu hjpruð íslands á sólheiðum sumardegi, og ekki væri það síður skemmtilegt, ef það væri fyrirhafnar- laust með öllu. En það er einmitt slikt fyrirhafnarlaust ferðalag um landið sem Magnús Ólafsson býður bæjarbúum að taka þátt í. Magnús Ólafsson á orðið ósköpin öll af landslagsmyndum eftir sig af flestum fegurstu svæðum landsine. Hann hefir áður breytt ýmsum þeirra í skuggamyndir, og hefir hann sýnt sumar þeirra við ýms tæki- færi og hlotið lof fyrir. Nú hefir hann auk- ið skuggamyndasafn sitt að mun, og tekið upp það sem er algerð nýjung hjer á landi, en það er, að lita skuggamyndirnar með náttúrlegum fitum, og honum hefir tekizt það svo snilldarlega, að mönnum finst alveg eins og þeir sjeu komnir á staði þá, sem myndirnar oru aí, og horfi á fegurð náttúr- unnar sjálírar. Það eru þesoar litmyndir, sem menn eiga nú kost á að sjá, og það af ýmsum fegurstu og svipmestu hjeruðum landsins, svo sem frá Breiðafirði sunnan- verðum, úr Fljótsdalshjeraði, Þjórsárdalnum, Fljótshlíðinni, Þórsmörk, undan Eyjafjöllum og víðar að. Menn ættu að fjölmenna í Bárubúð í kvöld. Þeir fá þar bæði holia og góða skemmtun, og styðja um leið samskot- in til veslings ekknanna og barnanna föður- lausu. Bráðkvðdd varð hjer i bæ 3. þ. m. ekkjan Sœunn Sigmundsdóttir, móðir Ólafs Rósenkranz leikfimiskennara. Hún var á níræðisaldri, og hafði verið heilsuhraust alla æfi. Myndarkona mesta. Um mannskaða á Islandi hjelt Guðm. Björnsson landlæknir fróðlegan fyrirlestur á annan i páskum, og rann ágóðinn í „Geirs“- samskotasjéðinn. Ágrip af fyrirlestrinum hefir nú verið prentað í „Lögrjettu11. Kvenfjelagið Hringurinn hefir leikið síðastliðin þrjú kvöld danskan leik, sem nefnist „Tviburarnir“, og rennur ágóðinn til styrktar berklaveikum fátæklingum. Leik- urinn er efnislítill en fjörugur, og ungfrúrnar fara vel með hlutverk sin, sumar snildar- lega vel, svo að áhorfendur hafa skemmt sjer ágætlega. Húsfylli hafa þær haft öll kvöldin. „Shorlock Holmes'' var leikinn í fyrsta skifti á annan í páskum. Húsið var troð- fullt, og áhorfendur virtust skemmta sjer mjög vel. Næst verður hann leikinn annað kvöld. Frakkneskt fjelag til fyrirtækja á ís- landi. „Ingólfur“ frá 6. þ. m. skýrir svo frá: „Hið frakkneska rannsóknarfjelag (La Société d’ Etudes francaisej sem stofnað var í fyrra i þeim tilgangi, að rannsaka og at- huga skilyrðin fyrir ýmsum fyrirtækjum á íslandi, og stjórnað var af hr. Brillouin konsúl, hefur nú nýlega verið sniðið um, og úr þvi myndað nýtt hlutafjelag, með nafn- inu „Sosiété d’ Entreprise en Islande“ (starfrækslu eður fyrirtækjafjelag á íslandi). Standa að fjelagi þessu tveir stórir bankar í París, „Banque Francaise“ og „Banque Transatlantique“, og ennfremur hópur nokk- urra peningamanna og atvinnurekenda. Er hr. Brillouin ætlað að stjórna þessu fjelagi“. €ggert daessen, yflrréttarmálaflatniiigsniaðnr. Póstliússtr. 17. Talsíml 16. Venjulega heima kl. 10—11 og 4—5. Fiskburstar reglalcga góðir, fást hjá Jes Zimsen. TsekifEerishaup iæst nú á nokkrum íbúðar- og verzlunar- húsum hjer í bænum. Mjög langur afborgunartími. Gisli Þorbiarnarson. Appelsínur ágœtar hjá Jes Zimsen. feikijirj öll af allskonar nýjum vörum, er nú komið til ýsg. 6. Gnnnlögsson 2 Co. Sveinn Björnsson yfirdóm8lögmaður. Hafnarstrœti 1<5 (á sama stað sem fyr). Skrifstofntímf 9—2 og 4—6. Hittist venjulega sjálfnr 11—12 og 4—5. ágætar nýkomnar til 3es Zimsen. ar sem hljóðfæri er til, þurfa líka Alþýðusönglögin hans Sig- fúsar Einarssonar að vera til. Fást hjá öllum bóksölum, kosta kr. 1,25. Munið að kaupa Bændaförina 1910; kostar kr. 1,50. Fæst hjá bóksölum. Bókauerzlun Sigf. Eymundssonar. E G O ódýr hjá Jes Zimsen. Jbúðir til leigu. tíisli Þorbfarnarson. Verzlun Jóns Zoöga selur ódýrast neftóbak, munntóbak, rcyktóbak, windla, cigarettur o. m. fl. TnlSfmi 128. Bankastræti 14. ílvar á að kaupa öl og vín? En í Thomsens M a g a s í n. Ritstj. og ábyrgðarm.: Stefán Runólfsson. Prentsm. Gutenbcrg. 14 »Þetta fer að verða dálítið einkennílegt«, mælti jeg. »Bíddu ofurlítið við, og þá skal það verða enn þá ein- kennilegra«, svaraði Montagu. »Jeg varð svo forviða á því, að sjá þessa blíðlyndu, fallegu og viðkvæmu konu vera að gera svona undarleg kaup, að jeg hypjaði mig frá glugganum, og beið álengdar eftir því að hún kæmi út úr búðinni. Þá veitti jeg henni eftirför, til þess að sjá hvað hún hefðist nú þessu næst að. Þegar hún hafði haldið spölkorn áfram, fór hún inn til lyijasala eins. Gluggarnir voru svo fullir af alls konar ilm- efnum, kynjameðulum og fleiru, að jeg átti mjög illt með að sjá, hvað hún hafðist að þarna inni. Og til þess að svala forvitni minni, tór jeg inn í búðina á eftir henni, og heyrði þá, að hún bað um tvö lóð af »laudanum«. Jeg var svo nærri henni, að jeg heyrði hana segja að hún ætlaði að nota meðalið við tannverk, og hún tók ekkert eftir mjer, fyr en hún var búin að skrifa nafn sitt og heimili í eiturbókina. Þegar hún sá mig, heilsaði hún mjer svo ókunnuglega og kuldalega, að það var auðskilið, að hún ætlaðist ekki til að jeg færi að tala við sig. Þegar hún var farin, varð jeg að gera mjer það til er- indis að kaupa eitthvað smávegis. Eiturbókin lá þá enn opin á borðinu. Blekið var tæplega orðið þurt. En nafnið var ekki frú Lovell, heldur Maud Curtice, og heimilið var Victoríustræti nr. 87, Albert Mansions. Nú fer þú líklega að skilja aðstöðu mína. Til þess að vinna mjer inn peninga hefi jeg hjálpað konu til að fremja svik, sem jeg þá hjelt að væri saklaus leikur. Kvöldið áður en hún á að fara í heimboð, sem jeg hefi að meira eða minna leyti hjálpað henni til að fá, kemst jeg að því, að hún kaupir

x

Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.