Reykjavík

Tölublað

Reykjavík - 13.04.1912, Blaðsíða 2

Reykjavík - 13.04.1912, Blaðsíða 2
/ 58 En það er meira blóð í kúnni! „ThoreMélagið tjáir ráðherra, að „Mjölnir“ fari ferðina í stað „Asks“. En sá hængur var á, að „Mjölnir* var í Noregi með sdltfarm til viðskiftavina Þór. Tul. á Vesturlandi. Félagið segir, að það hafi engin ráð með kol, svo að „Mjölnir" geti komizt til Kaup- mannahafnar. Hann verði því að fara frá Noregi til íslands, án þess að koma til Hafnar. Og þetta á að vera ferð „í staöinn fyriru „Ask“-ferðina, sem samningum samkvæmt átti að fara frá Kaup- mannahöfn og Leith til íslands! En í Kaupmannahöfn lá skipsfarmur af vörum, sem áttu að fara með „Ask“ og kaupmenn hér höfðu keypt í því trausti, að félagið héldi orð og sam- ninga. En það er ekki fyrsta sinni sem það hefir reynst valt að reiða sig á efndir og orðheldni „Thore“-félagsins. Kaupmenn hér á landi hafa beðið stórt íjártjón við þetta. Er svo á þeim að heyra, að þeir muni ekki gleyma því. ' Margir aðrir hafa fyr og síðar beðið fjártjón við að trúa félaginu. Ef traust á því hér á landi dofnar eða hverfur jafnvel til fulls og alls, hverjum er þá um að kenna? Engum, nema félaginn sjálfn og ráðlagi þess. J. Ó. Bökmentaleg stigamenska. Altítt er það, að menn þurfa að margfalda handrit sitt að einhverju, án þess að vilja þar fyrir birta það almenningi. Þannig prenta menn stundum fá eintök, sem menn hafa til að gefa nokkrum vinum sínum. Um kennara við æðri skóla er það altítt, að þeir lesa fyrir nemendum sínum, en þeir rita upp, það sem kenna skal. Þetta er einkum títt um kenn- ara fyrstu kensluár þeirra, meðan þeir hafa enn ekki fært málefni í þann búning, sem þeir eru ánægðir með eða vilja láta koma öllum almenningi fyrir sjónir. Flestir slíkir kennarar lesa þannig fyrir í fyrstu. En það er mikil tímatöf fyrir nem- endur að rita upp fyrirlestra, enda ná þeim misjafnt. Því er það að kenn- arar láta stundum ritprenta (autografera eða cyclostylisera) fyrirlestraiha og selja nemendum eintök. Stundum eru ein- tökin reglulega prenluð, en sett á titil- blaðið: „Prentað sem handrit8. Með þeim orðum lætur höfundurinn í Ijósi, að verk sitt sé að eins lausleg drög til rits eða uppkast; að það sé að eins ætlað til sérstakra nota, en ekki að svo komnu lagt undir almennings álit. Þessi réttur höfunda þykir svo sjálf- sagður, að hann er þegjandi viður- kendur meðal allra mentaðra þjóða. Slík rit hafa á sér helgi privat- lífsins. Þau eru friðheilög fyrir dóm- um. Það verða að minsta kosti að vera alveg sérstakar óvanalegar ástæð- ur fyrir hendi, til að réttlæta það, að það sem er „prentað sem handrit“ verði gert að umtalsefni á prenti gagn- vart almenningi. Að öðrum kosti er það, að gera pau að umtalsefni opinberlega, skoðað sem skerðing á friðhelgi prívatlífsins — sem bókmentaleg eða blaðaleg stiga- menska. Út af þessari almennu reglu um REYKJAVÍK Regnkápur af öllum stærðum, miklar birgðir, mjög ódýrar. Sturla Jónsson. friðhelgi handrita lifandi höfunda er hrottalega brugðið í síðasta (4.) tbl. afturgengins „Sunnanfara". Þar er ritdómur(l) um „íslenzkan sjórétt" eftir prófessor Jón Kristjáns- son, en sú bók var „prentúð sem handrit“ fyrir 2 árum. Þetta eitt út af fyrir sig, að fara að dæma opinberlega rit, sem prentað er „sem handrit" og ætlað til kenslu í stýrimannaskólanum, af því að eDgin bók var til á íslenzku um efnið, %en ótækt að eyða tíma nemenda þar til fyrirlestra-skrifta. Jafnframt mun höf. hafa ætlað hana sem grundvöll við kenslu sína á háskólanum. En svo mikið sem móti því mælir, að dæma þannig opinberlega bók, sem ekki er ætluð almenningi, og ekki nema tilteknum nemendum, þá hefði þó fremur mátt fyrirgefa það, ef dæmt hefði verið hlutdrægnislaust um bókina með alvöru og sæmilegum orðum. — Sérstaklega hefði mátt vænta þess, að dæmt hefði verið fremur um efni bók- arinnar, en mál, ef málið væri ekki sýnu lakara en alment gerist. En um fram alt hefði mátt vænta þess, að ritdómurinn væri svo sannorður, %ð hann færi ekki með víssvitandi ósann- indi. En allar slíkar vonir svíkur ritdóm- urinn. Allar aðfinslur höf. að efni, eru annaðhvort mállýta-aðfinslur eða hár- toganir. Sérstaklega er það sem höf. segir um þinglýsingar samkv. 1. 16. Nóv. 1907 og um „farmenn" ekkert annað eiTútúrsnúningur. Enginn, sem les bókina í samhengi, en slítur ekki lausar einstakar setningar, villist á því. Sömuleiðis er það hártogun ein, er höf. finnur að skilgreining sjóréttar, að hann sé „lögin um siglingar". Það sem höf. ritd. segir um, að veðsetn- ingar og eignrétt skipa, sé ekki „sigl- ingafyririnæli", er útúrsnúningur. — Sjóréttinum mun vera óviðkomandi lög um eign og veðsetning skipa, sem sett eru á þurt land til að höggva þau upp, af því að þau eru ófær til siglinga. En annars heyra slík fyrirmæli til sjórétti, af því að þau varða skipin sem siglinga-tæki. ;(Niðurl. næst). Jón Ólafsson. Ritzau’s fregnbúr hefir flutt héðan óhtutdræga og nokkurnveginn rétta skýrslu um það mál til Hafnar. En „Potitiken“ hefir flutt hvert lyga- skeytið eftir annað um málið, og önn- ur blöð eftir því blaði: sagt gjaldkéra „uppvísan“ um „svik“ og „fjárdrátt“ o. s. frv. Ekki hefir þó gjaldkeri kannast við neitt slíkt. Enginn af þeim, sem rann- sökuðu reikninga hans, hefir borið þær sakir á hann. — Bæjarins stærsta úrval — ITýkomiö. Sturla jónsson. i?éfíar-rannsókninni í málinu er ó- lokið, og fréttist ekkert af þeim enn, sem ekki er við að búast; málshöfðun er auðvitað ekki fyrirskipuð (þótt „Polit." segi svo) — getur ekki orðið fyrirskipuð að óloknum frumprófum. Þetta er alt ein tilraun til að út- breiða ærumeiðandi óhróður um gjald- kera að óprófuðu máli. En ef gjaldkeri reynist nú sýkn af allri sviksemi, hvar standa þá þau blöð, sem slíkt flytja? J. Ó. „jlíjólknrraálií“ liennar Grasa-Guddn. Forraáli til lesarans. Einbverri masgjarnri konu, er nefnir sig „G. Björnsdóttir", hefir orðið „mikið um það“, að jeg gerði í „Rvík“ 23. f. m. tilraun til að skýra svo nefnda „reglugerð fyrir mjólkursölu í Rvík“. Pilsaþytur. hennar er í „Lögr.“ 3. þ. m. Minnstu máli skiftir hver kona þessi er. Sökum nafn-líkingarinnar og þess, að hún segist hafa verið mjólkursali, halda sumir, að þetta sje Guðrún B., sú eí eitt sinn var bæjarfulltrýja í Rvík. Því trúi jeg ekki; álít þá konu greindari en svo. Jeg gæti betur trúað, að þetta væri eftir frauken Grasa- Guddu; hún getur hafa átt við mjólkur- sölu, og þekkt þann brúsaloka-umbúnað m. fl., sem hún lýsir, á þeim kafla æfi sinnar, sem liggur milli hestrass- pelatímabilsins og mjaðmarskekkjunn- ar. Það fellur líka vel saman við söguna af horfellis-prestinum og mjólkur-þynninguna í skáldsögu Jóns Thoroddsens. Af því kona á í hlut, virði jeg hana svars — hm — þori ekki að eiga það á hættu, sem annars gæti orðið, að það álitist óvirðing sýnd ritstarfsemi kvenna. Mætti jeg þá búast við að fá allar rúður í kofa mínum brotnar, eða jafnvel að á mig yrði skorað að „ganga á buxum“, ef gremjan kæmist á hæzta stig. Svar til franken Guddu. Þjer hefir, kæra frauken Gudda, allra- mildilegast þóknazt að nefna grein mína „endileysu". Sje fyrri hluti orðsins myndaður af stofninum : andi—vit, má þetta til sanns færa; því þá er annað eins lagaviðrini eins og mjólkursölu- reglug. er skýrt rjett eftir orðanna hljóðan, er ekki við anda eða viti að búast. Af „enda“ getur „leysan* ekki stjórnazt, því sjeð var fyrir enda greinar minnar; enda er 15 sentímetrum—lág- stikum, neglum, skorum eða hvað það nú heitir — lengra enda milli á grein þinni en minni — (dálksmál). Þú ert, frauken Gudda, eins og kunn- ugt er, mesta starfskona, og hefir því. ekki gefið þjer tíma til að lesa reglug. Eða maður gæti hugsað, ef ekki væri vetur, að þú hefðir verið á grasafjalli síðan reglug. kom út. Þú hlýtur að fara eftir óáreiðanlegri sögusögn ef þú hyggur, að reglug. „tryggi" nokkrum manni „rjett“ fremur en áður var. Hvað dýralæknis-vottorðið áhrærir, eru það að eins þeir, er „gerast vilja“ mjólkursalar (eftir að reglug. kemur í gildi), sem það þurfa að sýna, og svo allir bæjarbúar, sem framleiða mjólk. Og þú gerir allt of mikið úr þýðingu vottorðsins, sem nýju mjólkursalarnir eiga að heimta af framleiðendum. Jeg geri ráð fyrir, að dýralæknir geti með 5 mín. dvöl í fjósi sjeð, hvort „fjós og nautgripir eru í góðu lagi“. Hann kann að hitta svo á, að þann 5 mín. tíma, einu sinni á ári, sje allt i lagi; en er það trygging fyrir því, að aldrei komist þar ólag á, hinar 525,595 mín. ársins? Nei, þessi eina skoðun á ári er marklaus hjegómi, Gudda góð! Reglugerðin heimilar „áreiðanlegum mjólkursölum að kalla mjólk sína barnamjólk*. Þeir, sem það ekki leyfist, verða sama sem úrskurðaðir „óáreiðanlegir". Því getur þú ekki borið á móti, kæra Gudda. „Þar að lútandi reglug.“, sem ekki er til, „en hlíta verður", nær jafnt til allra. Ekki víst, að þeir, sem eigi fengju uppfyllt skilyrði þau, er hin ófædda reglug. kann að setja, væru hinir óáreiðan- legustu. Þær hafa látið það út berast, systur þínar, kæra frauken, sem jafnan eru fróðastar um slíka hluti, að land- fysikusinn muni þegar hafa getið barn, barnamjólkur-reglug. við konu einni, í sMatnaðarTerzliin Jóns Stefánssonar Laugaveg 14 gerast þau beztu kaup, sem hægt er að fá i bænum. T. d.: Kvenstígvjel á 5 kr. Karlm.stígvjel á 6 kr. 50 a. bæjarstjórninni, og Ijósan, stjórnar- ráðið, væri farin að búa sig til að taka á móti króanum. Vilt þú nú ekki, hjartagóða Gudda, leggjast á bæn fyrir hlutaðeigendum um það, ef sú „lútandi* skyldi fæðast, að það þá yrði ekki með öðrum eins dauðans-harmkvælum nje slíkur óskapnaður eins og alsystir hennar, mjólkursölu-reglug. ? Reglug. segir : „Fita skal minnst... á nýmjólk 3,2b°/o“. Hvergi eitt orð um það, að nýmjólk með lægra fitu- magni megi ekki selja í bænum með nýmjólkurverði. Ef eitthvað hefði staðið í reglug. í þá átt, mundi jeg óðar hafa birt það fyrir kúnni minni, sem jeg er að kvelja mig fyrir að selja hreytuna úr, svo hún gæti þegnsam- legast hegðað sjer eftir því. Sá, sem hefir sagt þjer það, Gudda mín góð, að jeg „vilji fá leyfi til að seijá súra mjólk", hefir verið að skrökva. Að eins þætti mjer ómannúð- legt, að sekta einhvern volaðan náunga okkar um 200 kr. fyrir að selja „súra mjólk“ í bænum undir rjettu nafni: súrmjólk. En seldi hann súra mjólk undir nafninu: „nýmjólk", mætti hann mín vegna fá skell; en til þessa tekur reglug. ekki. 5. liður 3. gr. ræðir um sölubann- aða „nýmjólk“,, en íyrri liðirnir um „mjólk“, þar á meðal súra, sem því lítur út fyrir að taki til súrmjólkur. Þú heldur, kæra Gudda, að jeg hafi átt bágt með að skilja 4. og 5. gr., og þakka jeg fyrir vorkunnsemina. Konur eru ætíð svo undur tilfinninga- næmar. 4. gr. skil jeg svona: Á vetrum skal láta mjólkurílátín út strax eftir að búið er að mjólka, á t

x

Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.