Reykjavík

Tölublað

Reykjavík - 15.06.1912, Blaðsíða 1

Reykjavík - 15.06.1912, Blaðsíða 1
1R k \ a\> t k. Laugardag 15. Júní 1913 XIII., 84 | „Útlendar fréttir“. Dr. phil. Helgi „Péturss" (þ. e. Péturs- son) ritar grein í síðasta „Ingólf" með þessari fyrirsögn. Dr. Helgi er fluggáfaður maður, og því jafnan gaman að iesa það er hann ritar, þó að hann hafi ekki ávalt rétt fyrir sér í öllu í sínum sundurlausu hugleiðingum. Hann skrifar oft og um margt, og þá stundum um hluti, sem hann skortir næga þekking á. Lætur hann þá stundum ímyndunaraflið koma í þekk- ingarinnar stað, því að hann er skáld, þótt hann yrki ekki. Ber þá hugar- flugið hann stundum ærið afleiðis. En oft bjargar honum hans merkilega hugboð (intuition). í grein þeirri sem hér er um að ræða („útlendar fréttir") grípur hann á að- finna að frásögn íslenzkra blaða um tvö atriði, um frásögn þeirra um deilu Tafts og Roosevelts, og um Lloyd •George. í báðum tilfellum hefir hann rétt í .því, að engin mynd er á frásögn ís- lenzkra blaða um þessi efni. En í hvorugu tilfellinu hefir hann sjálfur réttan skilning á því sem hann ritar um. En fyrst vil ég taka það fram, að það er undarlegt, að Dr. H. P. tekur þessi tvö atriði til, eins og þau sé eitthvað sérstök í fréttasögu íslenzkra blaða; í stað þess að benda á, hver afmán oll útlend fróttasaga blaða vorra er, og benda á, hvernig hún eigi að vera og hver se skilyrðin fyrir, að hún geti góð verið. Það er enginn, alls enginn fróð- leikur í mörgu því hrafli, sem blöðin flytja, og oft er það líka óáreiðanlegt, sem von er til, þegar lapið er úr aJlra- -ómerkilegustu blaðsneplum, eins og „Spegjelen“, og það alveg dómgreindar- laust. Sá sem úílendar fréttir á að segja, svo að sæmilegt sé, þarf að vera vel að sér í sögu inna síðari ára eða jafn- vel síðustu 130 ára. Hann verður ekki að eins að þekkja söguna af almenn- um kenslubókum, en hann verður að hafa lesið stór sögurit og fjólda tíma- ríta-ritgerða, svo að hann skilji sög- una. Hann þarf að þekkja þær grund- vallarskoðanir, sem uppi eru í stjórn- málum og viðskiftafræði, því að af þeim skapast sagan. — Skorti hann þessi skilyrði, verður öll fregnsaga hans skilningslaus. Og þegar hann segir frá tíðindum, þarf hann að gera meira en að herma viðburði; hann verður að sýna fram á rót þeirra í fortiðinni og samhengi þeirra við skoðanir samtíðarinnar. í „Skírni" fyrir árin 1896—1902 gerði ég í sjö ár tilraun til að segja fregnir frá útlöndum eitthvað á þá leið, er fyrir mér hefir vakað um það, hversu sú fregnsaga ætti að vera. Og svo mikið sem mig skorti til að gera þetta svo vel væri, varð ég þess þó var, að fréttir mínar mæltust vel fyrir. Auðvitað er það nokkuð annað að rita ársyfirlit yfir útlendar fregnir, eða að rita í blöð, sem oft koma út. Engu að síður mæltust þó vel fyrir útlendar fréttir í „Reykjavík", meðan ég reit þær, og þœr veittu blaðinu þá miklu útbreiðslu, sem það náði á þeim árum og varð meiri en dæmi eru til hér á landi (2800—3000 eint.). Það skyldu fregnritar varast að taka eftir norðurlanda-blöðum önnur tíðindi, en þau er á norðurlöndum gerast. Og jafnvel um þau mál þarf maður að lesa blöð frá gagnstæðum hliðum, því að norðurlanda-blöð eru, undartekn- ingarlítið, lygin og hlutdræg um inn- lend mál. — Þýzk blöð eru flest við- sjál í útl. fréttum. Eitthvert áreiðan- legasta fréttablað og fróðlegasta er „Times“. Viku-útgáfa af honum kost- ar ekki nema 12sh. 6d. um árið, frítt send hingað. „Public Opinion“ er og mjög fróðlegt blað. Þá er eitt vikublað í Ameríku, sem er fyrirtaks-gott; það er „Independent“, vikublað (N. Y.). Það er heil bók á hverri viku og kostar 15 kr. hingað sent. Ég býst nú við að „Reykjavík“ taki þeim stakkaskiftum við næstu mánaða- mót, að hún flytji beztar iitlendar fréttir allra blaða vorra. Mig hefir lengi langað til, að hún yrði aftur bezta fréttablaðið, og vona ég að það rætist, þó að ég hafi ekki tíma til að vinna það verk fyrir hana. Þetta var nú um útlendar fréttir alment sagt. En svo kem ég að Dr. H. P. aftur. Hann flnnur að því, að talað sé um þá Taft og Roosevelt „eins og það væru jafnir menn; en ég hygg Taft lítils verðan hjá Roosevelt", segir hann. Og af hverju dregur hann þetta? Jú, „Roosevelt les góðar bækur“, segir hann, t. a. m. eftir H. G. WelJs, og hann hefir mætur á Huxley. Þettá er mjög mikið hrós um Ameríkumann, því að í Bandaríkjunum er menningin langt um skemmra komin en í Evrópu“. Það er nú svo! Er Dr. H. P. svo kunnugur amerískri menning, að hann geti um þetta dæmt? Vitanlegt er það öllum, að menning Ameríkumanna er yngri en Evrópu- manna. En af því leiöir ekki, að hún sé „skemmra komiu“. Auk þess sem þeir er til landsins hafa flutt alment, hafa flutt með sór Evrópu-menning- una (menn eins og Agazzis hafa verið meðal þeirra), þá hefir þjóðin fram- haldið menningunni og aukið við hana; enda er alþýðumenningin meiri í Ame- riku en í Evrópu, yfirleitt, og í tlestum visindagreinum standa þeir Norðurálfu- þjóðum ekkert að baki, í sumu framar. í náttúrufræði og læknisfræði t. d. standa þeir engum að baki (í sumum greinum í fremstu röð); í stjörnufræði standa þeir allra þjóða fremst. í nyt- semdar-fræðum (applied science — useful arts) og hugviti standa þeir þjóða fremst. í fögrum listum standa þeir Norðurálíunni enn að baki. Af því að ég sé, að Dr. H. P. telur það menningarvott að lesa H. G. Wells og hafa mætur á Huxley, þá furðar hann væntanlega það sem ég nú segi honum, að Huxley er margfalt meira lesinn í Ameríku, en í Englandi. í Ameríku hafa ódýrar útgáfur (alþýðu- -útgáfur) af Essays hans selst í upp- lögum hundruðum þúsunda saman, og þá geta bókasöfnin þar í landi einnig um það borið, hve mikið hann er les- inn og af hve mörgum. H. G. Wells mun og vera mjög mikið lesinn þar, þó að mér sé ekki eins um það kunnugt. Ég er hræddur um, að Dr. H. P. geri sér ekki sem réttasta hugmynd um „menninguna“ í Ameríku. Af því nú að Roosevelt er bæði skraffinnur og skriffinnur og vitnar í það sem hann hefir lesið (sjálfur hefir hann víst aldrei frumlegt orð sagt né ritað), þá hefir Dr. H. P. séð, að hann hefir lesið Huxley. En hvaðan veit hann, að Taft hafi ekki lesið Huxley? Taft er hámentaður maður, og hann er únítari. En únítarar eru, þótt ekki sé fjölmennir, „salt jarðar" í Banda- ríkjunum. Og ég hefi aldrei þekt mentaðan únítara, sem ekki hefir lesið Huxley. Ég hygg Roosevelt lítilsverðan hjá Taft. Hvað liggur merkast eftir Roose- velt í forsetastöðunni ? Aðallega tvent. 4 Hann sætti Rúsa og Japana, þegar báðar þjóðirnar vóru svo efnalega á nástrá komnar, að þær gátu ekki haldið út lengur og þráðu báðar frið. Það var gott verk, sem hann gerði þar, en létt og vandalítið. Þetta verk gerði hann í hagsmunaskyni fyrir Bandaríkin, en alls ekki af friðarást. Og fyrir það fékk hann alls ómaklegur friðarverðlaun Nóbels. Og þó hefir líklega enginn maður, sem nú er uppi, unnið jafn-mikið ó- gagn friðarmálinu eins og Roosevelt. Hitt stórvirkið, sem hann vann sem forseti Bandaríkjanna, var það, að brjóta allan þjóðarétt á þjóðveldinu Columbia og svíkja samninga við það ríki. — Columbia var nokkuð dýr við hann og erfið á leyfi til að grafa Panama-skurðinn. Roosevelt gerði sér þá lítið fyrir, mútaði nokkrum foring- jum í herliði Columbiu til að gera uppreisn, og slíta suðurhluta Colum- biu frá ríkinu, og stofna af þeim hluta nýtt ríki, er þeir nefndu Panama. Uppreisnarstjórnin hafði fyrir fram lofað Roosevelt öllu því landsvæði og yfir- ráðum, sem hann vildi Bandaríkjunum til handa, enda varð Panama þegar frá öndverðu ekki annað en skjólstæðings- ríki Bandaríkjanna og leiksoppur í höndum Roosevelts. 4—5 dögum eítir að uppreisnin var hafin „viðurkendu" Bandaríkin ið nýja ríki, Panama, og Roosevelt sendi herskip og herlið til liðs við það, og hét Columbiu ófriði, ef hún reyndi til að bæla uppreisnina. Þetta þrælsbragð vann verðlaunaði friðarhöfðinginn. Þá er Taft. Ekki skal ég neita því, að honum hafi orðið ýmsar smáyfir- sjónir í innanlandsstjórn sinni, einkan- lega tel ég þar til framkomu hans í toll- málinu. En yfirleitt hefir hann verið mjög nýtur forseti. Ég gæti talið margt upp, sem vottar réttsýni hans og framsýni. En ég sleppi því að minnast hér á annað en stærsta af- reksverk hans — eitt ið mesta sem unnið hefir verið í heiminum. , 34 Þetta var samningur hans við Breta um gerðardóm. Eftir þeim samningi skyldi allan ágreining undantekningar- laust, er upp kæmi milli Bandaríkja og Breta, leggja í gerðardóm í Haag. Enginn ágreiningur skyldi þar verða undantekinn, þó að varðaði „heiður* ríkjanna eða landsyfirráð. — Danir höfðu, undir stjórn Deuntzers, verið fyrsta þjóð í heimi, er slíka undan- tekningarlausa samninga höfðu gert, en að eins við smáþjóðir. En jafn- framt og menn um allan heim lofuðu Dani fyrir þetta, var það almannaróm- ur, að það gæti ekki um langan ald- nr komið til mála, að nokkurt stór- veldi gæti gengið svona langt í friðar- áttina. En þarna tókst Taft að koma slíkum samningi á milli tveggja stærstu og voldugustu stórvelda heimsins. Það er ekki nóg með það. Undir eins og það var hljóðbært, að Banda- ríkjamenn og Bretar höfðu gert slík- an samning, þá kom Japan, Frakk- land og meira að segja Þýzkoland og óskuðu að vera með í sams konar sam- ningum. Hugsi menn sér að eins, hvað það hefir að þýða, að fimm voldugustu stórveldi heimsins gera slíkan algerðan gerðardóms- eða friðarsamning. Og þar á meðal Þýzkaland, sem hingað til hefir verið eldkveykjan, sem jafn- an hefir ógnað heimsfriðinum. Þetta var svo stórt spor í alheimsfriðar átt- ina, að fyrir liðugu ári hefði engum manni í heiminum dottið í hug, að það gæti komið til tals næstu hundrað árin. Eftir að fimm slík stórveldi höfðu gert slíkan samning, var næsta sporið — sporið til fullkomins alheimsfriðar, til- tölulega auðstigið; en það var, að samningaríkin stofnuðu bandaher (og flota) til að gera aðför að lögumgegn hverju því ríki, sem eigi vildi hJýða úrskurði gerðardóms. En svo illa vill til, að þegar forseti Bandaríkjanna gerir samninga við út- .lend ríki, þá þarf samþykki efri máls- stofu Bandaþingsins til þess að þeir verði gildir. En þar í landi eru, eins og hér og víðar, ýmsir landvarnar- menn eða skýjaglópar, sem telja frið- samlega samninga við önnur ríki skerð- ing á fullveldi ríkisins. Roosevelt, sem nú er í ritstjórn blaðsins „Outlook", hamaðist gegn þessum samningi; vildi hann undanþiggja öll þau mál, er snertu „heiður“ ríkisins; með öðrum orðum: hann vildi hafa hann eins og allir aðrir samningar annara ríkja eru nú, þannig, að þegar einhver þjóð vill liefja ófrið, þá þarf hún ekki annað en að segja, að hún telji málið varða heiður sinn. Þá er hún laus allra mála. Lengi var tvísýnt, hvorir yfir- sterkari mundu verða í þinginu, þeir sem vildu samþykkja samninginn, eða hinir, sem vildu breyta honum. Með tilstyrk Roosevelts í ræðu og riti marðist það af, að spilla samningnum í þinginu með breytingum, svo að hann varð að eins örlítil umbót á þeim samningi, er Bandamenn og Bretar höfðu áður sín á milli. Þetta er ið versta spillvirki, sem unnið hefir verið í friðarmálinu, og

x

Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.