Reykjavík

Tölublað

Reykjavík - 15.06.1912, Blaðsíða 3

Reykjavík - 15.06.1912, Blaðsíða 3
REYKJAVÍ K 95 SANNFÆRANDI Engin rök fyrir ágæti Sunlight- sápunnar geta veri6 meira sannfærandi en þa6, að reyna sápuna sjálfa. SUNLIGHT SÁPA 2286 B Æ KUR Watermans-sjálfblekunga innlendar og útlendar. — Pappir og Ritföng. Þetta kanpa allir í Bókaverxlun iigfúsar Eymimdssonar Lækjargötu S. I.aust prestakall. Sandfell (Sandfells- og Hofssóknir) í Austur- Skaftafells prófastsdæmi. Veitist frá far- dögum 1912. Heimatekjur kr. 107,40. íbúðarhússlán kr. 1500,00 með lánskjör- um laga 1907. — Umsóknarfrestur til júliloka. Lausn Irá embætti var Por- valdi Pálssyni, hjeraðslækni i Horna- fjarðarhjeraði veitt 1. þ. m. án eftirlauna. Laus læknishjeruð. Hjeraðs- læknisembættið í Rangárvallasýslu. — Árslaun 1500 kr. — Aglýst 8. þ. m. — Umsóknarfrestur til 10. sept. næstk. Hjeraðslæknisembættið í Hornafjarð- arhjeraði. — Árslaun 1500 kr. — Auglýst 12. þ. m. — Umsóknarfrestur til 10. sept. Mælingamennirnir dönsku, 8 undirforingjar og 18 dátar undir stjórn Jacobsens höfuðsmanns, komu með Sterling 11. þ. m. Látin er á Akureyri 11. þ. m. Snjá- lög Porvaldsdóttir, kona Sigurjóns bónda Jóhannessonar frá Laxamýri, og móðir Jóhanns skálds Sigurjónssonar og þeirra systkina. Matthias Jochumsson er væntanlegur hingað með »Flóru« þessa dagana snöggva ferð. Sveitamenn næstk. og „Lögregla**. Nafnið er gamalt og stórt, og bendir til að eitthvað mikið búi undir. En jeg hefi oft veitt því eftirtekt, að fátt er það í hin- um fámenna höfuðstað landsins, sem öllu leiðara er og af káralegra, en framkoma lög- regluþjónanna — sumra þeirra að minsta kosti. Jeg skal nefna dæmi: Er það ekki óvið- kunnanlegt, að sjá sjálfan yfirlögregluþjón- inn ríða upp á gangstjettirnar, sjá hann tvístra þar með harðri hendi hópum sak- lausra bama, sem auðvitað hafa ekkert fyr- ir sjer gert? Jeg vil skjóta þeirri spurningu til manna hjer, hvort þeir hafi nokkursstaðar annarBstaðar kynst svipaðri framkomu lög- regluþjóna. Mjer er það og í fersku minni, þótt langt sje um liðið, þegar áminztur virðulegur lögregluþjónn tók sveitadreng, alókunnugan, sem ekki þekti neinar bæjar- reglur hjer, þreif all-óþyrmilega í öxl hon- um og barði hest hans með staf sínum, dró síðan drenginn fyrir bæjarfógeta, og vildi að hann fengi sekt. En sök drengsins var sú, að honum hafði orðið það á, að ríða (hægt) um gangstjett- ina frá Pósthússtræti að ísafoldarprentsmiðju, þangað er hestinum var ætlað. Pógeti, sem vitanlega leit rjettilega áþetta mál, vildi ekki fella sekt á drenginn, og hefir víst þjóninum líkað það miður. Um að gera, að halda sig við framhleypn- ina og hörkuna, án þess að vita hvað verið er að gera. Oftast finna „spormenn“ þesBÍr hvöt hjá sjer til snarræða gegn sjómönnum, sem má- ske hafa fengið sjer helzt til mikið í staup- inu eftir langa og stranga útivist á sjónum. Þeim er ánægjulegt, að draga slíka menn í fangahúsið og setja járn á hendur þeirra, ef þeir vilja ekki ganga með þeim góðfús- lega að fangelsinu, og jafnvel hvort sem heldur er. — Og þess eru dæmin, að 3 lög- regluþjónar treystast ekki að ráða við einn mann dauðadrukkinn, án þess að fá til þess hjálp frá öðrum út í frá. Væri þetta þó tæplega ofraun fyrir jafnmarga kvenmenn. En þjónarnir þykjast bara „menn að meiri“, ef þeir hafa komið einhverjum í „steininn11. Þeir eru ekki að fást um það, þótt þessir menn sjeu ef til vill illa til reika, og geti beðið heilsutjón af hörkulegri meðferð — eða jafnvel mist lífið, eins og dæmin hafa sýnt. — Alloft er það byrjun til óeirða á strætum hjer, að drukknir menn fara að erta lög- regluþjónana, þegar þeir sjá þá. Því virð- ingin er ekki meiri en svo, sem borin er fyrir þessum herrum. — Eins og jeg hefi áður minst á, brúka þjónar þossir oft sjerstaka áreitni við börn, sem eru venjulega að skemta sjer á saklaus- an hátt, — flæma þ*x eins og kindur og tvistra þoim í allar áttir. Sá, sem mest að því gerir, stendur að metorðum næstur þeim æÖBta meðal þjónanna. — Mundi ekki bæj- arstjómin vilja útvega honum „Bifreið“, svo að hann mætti aka á eftir barnahópnum til að hafa hendur í hári þeirra, í líkingu við það, sem Erakkar hafa nú látið lögreglu- þjóna sína gera, til að elta bófa og morð- varga. Heppilegast væri máske, að gera þjón þennan að ökumanni (Droskekúsk), þá mundi honum koma að góðu loðhúfan mikla, sem hann ber hálft árið, líkt og svipaðir starfsmenn gera í útlöndum. — En sleppum nú gamninu. — Það væri óskandi að lögregluþjónar vorir löguðust brátt, yrðu mannúðlegri og myndarlegri, svo að menn þurfi ekki að blygðast sín fyrir þá gagnvart annara þjóða mönnum, sem hingað koma. Ól. Jónsson. „Reykjavík“ hefir ekki viljað neita grein þeBsari upptöku, jafnvel þótt henni sje alls ókunnugt um sakir þær, sem hjer eru born- ar á lögregluþjónana. Nöfn og nýjungar. Leikhúsið. Danski leikaraflokk- urinn, undir stjórn hr. Fritz Boesens, kom hingaö með Botniu frá ísafirði 11. þ. m., eins og til stóð. Hefir hann þeg- ar leikið hjer tvö kvöld, miðvikudag og fimtudag, sama leikinn í bæði skiftin, »Förste Violin«, gamanleik eftir þá Gustav Wied og Jens Petersen. Hjer um bil húsfylli bæði kvöldin. Leikur- inn er einstaklega fyndinn og fjörugur, en allt of efnislitill til þess að vera eins langur og hann er. Leikendunum tókst yfirleitt vel, þótt helzti mikil fiflalæti gerðu leikinn sumstaðar æði ósennileg- an. Gervin voru flest góð og sum ágætf þó höfðu sumir, t. d. hr. Boesen sjálfur, ekki varað sig á þvi, hve ljósin eru sterk og húsið litið, og sást því greini- lega, að andlitin voru ekki ekta. Yfir höfuð lítur út fyrir, að þeir danskir leikarar, sem hingað hafa komið, sjeu vanir ööruvísi ljósaútbúnaöi á leiksviði og veikara ljósi, heldur en hjer tíðkast, því að þeir flaska iðulega á þessu sama. Allur útbúnaður leiksviðsins var í ágætu lagi þessi kvöld, og geröi stofuna vist- íega, þótt fornfáleg væri. í kvöld og annað kvöld verður leik- inn hinn alkunni ádeiluleikur Holbergs, »Jeppe paa Bjærget« (Jeppi á Fjalli), og verður það án efa ágæt skemmtun. Á eftir leiknum segir frú Boesen æfintýri eftir Andersen gamla, og spillir það ekki til. Á þriðjudaginn verður svo byrjað á hinum fræga leik Ibsens, »En Folke- fjende« (fjóðníðingurinn«), og verður það líklega síðasti leikurinn, sem flokk- ur þessi sýnir i þetta skifti. Par Jjeikur Árni Eiríksson gamla hlutverkið sitt, Ás- lák gamla prentara, og leikur hann það á íslenzku. Boesen leikur sjálfur lækn- inn, en hr. Lundquist sútarann gamla. »Oi-ðiil>ólím-l jelan’ið h/í.« heitir hlutaijelag eitt, sem nýlega hefir verið stofnað hjer i bænum. Formaður þess er prófessor Eiríkur Briem, gjald- keri Benedikt kaupm. Pórarinsson, og skrifari Jón Ólafsson rithöfundur. Fje- lagið gefur út »Orðabók íslenzkrar tungu að fornu og nýju« eftir Jón Ólafsson. Er prentun hennar byrjuð fyrir nokkru, og verður það afar mikið rít, eins og áður hefir verið skýrt frá hjer í blaðinu. Söngíjelagið VY. júní syn'gur á mánudagskvöldið — afmæli Jóns Sig- urðssonar — kl. 9, á svölunum á Hótel Reykjavík. Meðal annars syngur það þar Vorvísur Hannesar Hafstein með lagi eftir Jón Laxdal. Pær visur söng fjelagið á þessum sama staö i fyrra á aldarafmæli forsetans, en allt of fáir vissu þá af því. Nú hafa vísurnar með laginu verið prentaðar, og fást í bóka- verzlunum. i Jón X^íUhkoii, söngfræðingur frá Winnipeg, kom hingað í kynnisför meö Sterling 11. þ. m. ásamt konu og barni. Hann hefir nú veriö 16 ár i Ameríku. bœjarbúar. Eins og að undanförnu byrjar <• Simiar-útsala mánudaginn 17. júní n. k., í verzlun c7éns cJCelgasonar frá Hjalla. 100/o—300/o afsl. Á V efnaðarvörum, Olíufatnaði, Gfler- og emal. vörum o. fl. Sigurður Jólinimesson skáld var einn þeirra Vestur-íslendinga, sem kom hingað í kynnisför með Botníu 2. þ. m. Hann er einn af elztu vesturför- um, hefir verið í Ameríku i 40 ár. Hann dvelur hjer á landi til hausts, og máske lengur. a' ’ 'uu; m trwv' ; brúkuð íslensk, alls- konar borgar engínn betur en I Helgi Helgason (hjá Zimsen) Reykjavík. 29 bera heldur tapið með þögn og þolinmæði — fyrst um sinn — en að gefa þeim frekari astæðu til að gruna mig. Jeg fór þvi að sofa. Og svo lagði jeg af stað hingað undir eins og jeg hafði borðað morgunverðinn. En eitt er það, sem mjer finnst kynlegast af öllu i þessu dularfulla máli. Jeg var við, þegar líkið var rannsakað, og jeg er alveg viss um, að þær átta perlur, sem vanta, voru ekki á líkinu. Af þessu er auðsætt, að sá, sem drap Simmons, hlýtur einnig að hafa tekið af honum þýfið — nema þessa einu perlu, sem var í hendi líksins. Þjer sjáið því, að mál þetta hefir i raun rjettri tvær hliðar. Ef þjer finnið morðingja Simmons, þá losið þjer mig ekki einungis við þennan órjettláta grun, sem á mjer hvílir, heldur eruð þjer þá og kominn vel á veg með að útvega mjer aftur perlur þær, sem stolið hefir verið frá mjer. Jeg get sem stendur ekki tilkynnt lögreglunni að þeim hafi verið stolið, því að ef jeg gerði það, þá ætti jeg á hættu að verða kærður um morðið. Það er býsna flókið mál, þetta, eða finnst yður það ekki?« mælti Fremantle að lokum með uppgerðar- mikilmennsku. En i raun og veru kveið hann auðsæilega fyrir að sjá og heyra, hver áhrif saga hans hefði haft á mig. Hið ytra útlit höfuðsmannsins mælti ekki með honum, og öll framkoma hans bar vitni á móti honum. En samt sem áður var næst mjer að halda, að hann segði í aðalatrið- unum satt frá. Annars varð jeg auðvitað að athuga málið vandlega frá báðum hliðum, því að það tilheyrir ekki min- um verkahring, að hjálpa glæpamönnum til að komast hjá maklegri refsingu. Það var vel mögulegt, að Fremantle höfuðsmaður hefði sjálfur falið perlurnar, þegar hann var búinn að drepa mann- inn, til þess að varpa mjer, og auðvitað yfirvöldunum líka,

x

Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.