Reykjavík

Eksemplar

Reykjavík - 29.06.1912, Side 1

Reykjavík - 29.06.1912, Side 1
1R k ] a\> t k. Laugardag 29. .líini 1913 XIII., 36 Arni Eiríksson Austurstræti 6. Ódýrastar, vandaðastar og smekklegastar Vefnaðarvörur i bænum. Alltaf eitthvað ngtl með hverri skipsferð. F“ Mikið ngkomið núna með ,Ceres‘ og ,Vestu\ XIII., 36 M E Ð næsta blaði skiftir »Reykjavík« um ritstjóra. I stað hr. Stefáns Runólfssonar tekur hr. cand. jur. Björn I * á 1 s h o n (Ólafssonar skálds) við ritstjórn blaðsins að öllu öðru leyti en stjórn- málum. Um þau ritar fyrst um sinn Jón Ólafsson alþm. eins og áður. Daginn og veginn. FlokJcaskifting og þingrmöi. Hr. Björn Kristjánsson, alþm. og bankastjóri, ritar í „ísafold* 22. þ. m. grein með þessari yflrskrift. Höfundur kemur víða við, og er sumt í grein hans sem þarfnast nánari athugunar. Hann byrjar á því, að flokkaskift- ing á þingi hafi byrjað hér 1897; „var hún talin nauðsynleg", segir hann, „til þess að sá sæti jafnan að völdum, er meiri hluti þings og þjóðar bæri traust til“. Hér hefir einhver ruglingur á orðið hjá höfundinum. Hér var flokkaskipun á þingi miklu fyr en þetta. Þegar á dögum Jóns Sigurðssonar var oftast nær ákveðin flokkaskipun á þingi. Ég man til dæmis glögt eftir þingárunum 1867—’73; þá voru jafnan tveir, og stundum þrír, flokkar á þingi. Ég sat á þingi 1881, 83, 85, 86, 87 og 89, og á öllum þeim þingum var mjög ákveðin flokkaskipun, og á sumum þeirra flokksfundir haldnir næstum daglega. Ekki getur það heldur verið rétt hjá höfundinum, að orsökin til þess að flokkaskifting hófst á alþingi hafi verið sú, að hún væri nauðsynleg til þess, að sá sæti jafnan að völdum, er meiri hluti þings og þjóðar bæri traust til. Slík nauðsyn á sér ekki stað, nema þar sem þingræðisreglan er viðurkend. En eins og kunnugt er, var það fyrst er Hannes Hafstein tók við völdum 1905, að hann fékk konung til að viðurkenna þingræðisregluna í opnu bréfi til alþingis það ár. Áður var það reglan, að fylgi þingsins var að engu haft, og hafði engin áhrif á, hver við völdin var. Hitt má segja, að eftir 1874 lét landshöfðingi sér ant um að koma sér saman við meiri hluta þingsins. Svo að þótt ráðgjafarnir hefðu öll þessi ár vantraust þingsins, þá hafði þó meiri hlutinn á þingi talsverð áhrif á stjórn- ina í mörgu fyrir tilstyrk landshöfð- ingja. Þingflokkar mynduðust hér á þingi alls ekki sem nein eftiröpun eftir út- löndum, heldur kendi reynsla alþingis sjálfs alþingismönnum það, að flokka- skiftingin var í sjálfu sér nytsöm. Það er og alls ómaklegt af höfund- inum að kenna svo nefndum lærðum mönnum á þingi um það, að þeir „eigi örðugt með að líta praktiskum augum á hlutina", og að þeim „hætti við að taka hér upp ýmislegt, sem geti verið gott og hagfelt hjá milíóna- þjóðunum, en geti alls ekki átt hér við“. Hver sem vill gaumgæfilega kynna sér þingsögu vora, getur ekki annað en gengið úr skugga um það, að það eru einmitt inir svo kölluðu „lærðu menn“ á þingi, sem ekki að eins hafa verið frumkvöðlar að öllum framför- um, sem frá þinginu stafa, heldur meir að segja verið þeir mennirnir, sem lengst af gerðu það einir auðið, að halda uppi nokkru alþingi, sem nokkur mynd væri á. ' Þetta var og eðlilegt framan af, því að í fyrstu höfðu leik- menn hér enga hugmynd um fyrir- komulag þinga, og þeir beztu að eins óljósa skímu af því, hvert réttskilið ætlunarverk þingsins var. Þeir voru aldir upp við eiuveldis stjórn og lifðu lengi fram eftir í einveldishugmyndum. Það er eins og Jón Sigurðsson segir á einum stað í bréfum sínum, að það getur verið mikið gott að hafa bænd- ur á þingi, en þar verður þó að vera einhver, sem er fær um að skrifa nefndarálit. Undantekningarnar fram að 1875 eru svo fáar og einstakar í sinni röð, að þær staðfesta að eins regluna. Tökum þá burtu Einar í Nesi og Jón á Gautlöndum, ásamt öllum lærðum mönnum, og hugsum oss svo, hvers konar þing það hefði orðið, sem hinir hefðu háð. Það hefði orðið hrafna- þing, hlægilegasta skrípamynd af þjóð- fulltrúaþingi; það hefði væntanlega orðið sjálfdautt eftir eitt ár. Með þessu er ekki sagt, að ekki hafi fund- ist amlóðar á þingi -einnig meðal skóla- genginna manna. Nú er þetta nokkuð breytt. Nú eigum vér á þingi nokkra leikmenn, sem færir eru til hvers sem vera skal á þingi, jafnvel menn eins og Jón í Múla, sem ekki standa skóla- gengnum mönnum í neinu að baki; vér eigum nú leikmenn á þingi, sem standa framar en sumir skólagengnir þingmenn. En jafnan eru þetta þá menn, sem á einhvern hátt hafa aflað sér nokkuð almennrar og veigagóðrar mentunar, þótt ekki hafi þeir sótt hana á mentaskólann né embætta- skólana. Ég hefi fjölyrt svo um þetta af því, að það bólar víðar á þessari skoðun, að skólagengnir menn geti ekki verið eins praktiskir, og því ekki eins hollir á þingi eins og leikmenn. Hins er ekki gætt, að mentunin gerir mann- inn víðsýnni, og þar af leiðandi einatt praktiskari, heldur en hina, sem ment- unina skortir, og hafa ekki annað en hversdagsreynslusínaogsjóndeildarhring hennar við að styðjast. Nú játa það allir, sem til þekkja, að vér íslend- ingar stöndum öðrum þjóðum að baki að praktiskri þekkingu í flestum grein- um. En nú geta kynslóðirnar skrá- sett reynslu sina og þeir sem það lesa, öðlast þaunig annara manna reynslu og þekkingu til viðbótar reynslu sjálfra sín. Sá sem mentun hefir til að lesa sér til gagns, eða hefir með eigin augum kynst háttum annara þjóða og atferli, hann getur því, ef hann kann að hagnýta sér þetta, staðið þeim framar, einnig í praktiskum efnum, sem ekki hafa þetta til brunns að bera. Það er dagsanna, að margt fer vel hjá einni þjóð, sem ekki á við hjá annari. En oftar mun það á skyn- bærra manna færi, að sjá við slíku, ef þeir eru kunnugir högum og eðli ættjarðar sinnar. Og hitt er að minsta kosti eins víst, að alment slagvopn fáfræðinnar, gegn því sem nýtt er og hún skilur ekki, er sú mótbára, að þetta og þetta eigi ekki við hér á landi, þótt það gefist vel annarstaðar. Og þetta er oft notað hugsunarlaust, án þess að nein grein sé gerð íyrir því, hvað því valdi. Höfundinum þykir flokkaskifting hafa reynst hér á landi afar illa. Og af því dregur hann þá ályktun, að hér á landi eigi alls ekki við að menn skiftist í stjórnmálaflokka, þó að það gefist vel hjá öðrum þjóðum. En þótt svo væri að flokkaskifting hafi ekki gefist, vel hér á landi (ég held nú reyndar að hún hafi oftara hverju gefist hér fremur vel en illa; en um það geta vitanlega verið skiftar skoðanir) — en þótt svo væri, að flokkaskiftingin hefði reynst hér illa, þá virðist það fljótfærni að fullyrða strax fyrir það, að flokkaskipun eigi hér ekki við. Lægi ekki nær að rannsaka fyrst orsakirnar til þess, að flokkaskipunin hefir reynst illa. Slíkt hefir komið fyrir víðar en hér, og bendir það á, að það muni ekki vera neitt sérstakt fyrir þetta land, að flokkaskipun geti gefist illa. — Hvað er flokkaskipun ? Hún er ekki annað en hagkvæm verka- skifting. Og hagkvæm verkaskifting hefir í öllum greinum reynst nytsam- leg. Öll verkaskifting er skipulag, en skipulag reynist hvervetna betur heldur en skipulagsleysi. Ef tvær fylkingar ættu að berjast, hvor mundi þá lík- legri til sigurs, sú sem hefði gott skipulag undir góðri forustu, eða hin, sem hefði ekkert skipulag, en hver ryddist fram fyrir sig og hagaði sér að öllu eftir eigin geðþótta ? Nei, sé málið skoðað ofan í kjölinn, þá mun það koma 1 Ijós, að hvar sem flokkaskifting gefst illa, hvort heldur hér eða annarstaðar, þá er það af því, að flokkaskipunin er á skökkum grund- velli bygð. Fyrst og fremst á flokkaskipun að vera um málefni, en ekki um menn. í annan stað á flokkaskipun á þingi, og 1 stjórnmálum yfir höfuð, að bygg- jast á ákveðnam grundvallarskoðunum, og að eins að ná til þeirra mála, er svo eru vaxin, að þau standa í sýnilegu sambandi við grundvallarskoðun flokks- ins. Menn mega ekki setja upp stefnu- skrár, sem ekki eru annað en alment orðaglamur og fimbulfamb, svo alment, að alla flokka og ólíkustu skoðanir á einstöku málum má rúma innan stefnuskrárinnar vébanda. Hún má heldur ekki vera sundurlaus upptalning einstakra mála, sem ekki tengjast saman af neinni sameiginlegri frum- reglu. Loks er flokksaginn á þingi. Hann má hvorki vera svo einstrengingslega harður, að 1 misboðið sé samvizkum manna og skoðanafrelsi. En hann má heldur ekki vera svo slakur, að mönn- um haldist uppi að brjóta ótvírætt í bág við grundvallafskoðanir flokksins. Það er algerð misbeiting á flokks- aganum, að heimta af mönnum að þeir greiði atkvæði svo eða svo í mál- um, sem ekki standa í neinu sambandi við stefnuskrá flokksins. Ég skal taka dæmi: Fyrir þingi liggur tillaga um að reisa vita, sem er bráðnauðsynlegur bæði hafskipa umferð og fjölmennu mótorbáta úthaldi. Ef nú þingflokkur gerir það að flokksmáli að drepa þessa fjárveitingu, af því að vitinn verðr að gagna kjósendum tveggja þingmanna úr mótflokknum, þá væri þetta ein in versta misbeiting á flokksaga. Eða ef flokkur á sama hátt misbeitti flokks- aganum til að fella fjárveitingu til nauðsynlegrar brúar á yfirferðarillu vatnsfalli, sem fjölfarið er yfir, af því að áin væri í kjördæmi tveggja þing- manna úr mótflokknum, en veitti aftur fé til að brúa ómerkilega keldu, sem aldrei hefir neinum farartálma valdið og ekki er fjölfarið um, bara af því að keldan er í kjördæmi flokksmanns. Slík dæmi má æði-mörg finna, sem fyrir hafa komið á þingi, og það ein- mitt í þingflokki, þeim sem hinn hátt- virti höfundur heyrði til, og mun hanh sjálfur hafa lotið þessum flokksaga, Ég nefni þetta sem dæmi þess, hvernig misbeita má flokksvaldi. Ég segi þetta ekki svo mjög höfundinum til áfellis, heldur öllu fremur til ámælis flokks- skipulagi því sem hann heyrði til, og hefði alls ekki minst á þetta, ef hann

x

Reykjavík

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.