Reykjavík - 29.06.1912, Side 3
REYKJAVlK
103
SUNLIGHT-SAPAN
gjörir erfiðið við
þvottinn ljett og hugð-
næmt. Hreinlæti
og þrifnaður rikir
á heimilinu, þegar
Sunlight-sápan kemur til hjálpar.
SUNLIGHT SÁPA
innlendar og útlendar.
B Æ KUR =--------------------
- Pappir og Ritföng. — Watermans-sjálfblekunga.
Þetta kaupa allir í
Bókaverzlun §igfúsar Kyiniindssonar
Lækjargötu
Mjólkurbrúsar og
garðkönnur
stórt úrval hja
Jes Zimsen.
inu, og Ásgrími tókst að bjarga
lionum, með þvi að fleygja sjer í sjó-
inn, því að í hjásetunum hafði hann
lært af sjálfum sjer, að fleyta sjer í
vatni. Maður þessi var námspiltur
aí Flensborgarskólanum; varð hann
mikill vinur lífgjafa síns, og hvatti
•hann mjög til að hætta sjómennsku,
en ganga í þess stað á Flensborgar-
skólann, og reyna að mentast sem
bezt. Ásgr. sál. gat þá hvorki heit-
ið læs nje skrifandi, en á skólann
komst hann þó, með því að þar var
ekkert inntökupróf. Hann átti ein-
ar 30 krónur, en var fatalaus og
alls laus. Bað hann þá ríka frænd-
ur sína liðsinnis, en fjekk hjá þeim
gamla svarið, að honum væri ekki
vandara um en öðrum að vinna, og
að bókvitið yrði ekki látið í askana.
Einhvern veginn komst hann þó
gegnum báðar deildir skólans, án
þess að njóta nokkurs styrks, og út-
skrifaðist úr kennaraskóladeildinni
1897. Fór hann þá norður í Þing-
eyjarsýslu, og giftist þar 18. júní
1899 Hólmfríði Þorláksdóttur frá
Snartarstöðum í Núpssveit, er lifir
mann sinn. Þeim varð ekki barna
auðið, en eitt fósturbarn hafa þau
alið upp. Var Ásgr. sál. í 6 ár
barnakennari þar nyrðra, fyrst í
Presthólahreppi, en siðan á Þórs-
höfn á Langanesi. Sumarið 1903
fluttust þau hjón hingað til Reykja-
víkur. Var Ásgr. sál. timakennari
einn vetur við Mýrarhúsaskóla, en
stofnaðí sjálfur barnaskóla haustið
1904, og var forstöðumaður hans til
dauðadags. Fyrsta árið voru 42
börn á skólanum, og kenndi hann
þá einn. Hafði hann þá keypt hús-
ið nr. 3 við Bergstaðastræti fyrir
9000 kr., og þar hafði hann skól-
ann. Aðsókn að skólanum varð
brátt svo mikil, að helmingur um-
sækenda komst ekki að. Árið 1907
lagði hann aðrar 9000 kr. í það að
stækka og endurbæta skólahúsið, og
þann vetur voru 165 börn í skól-
anum. Þá voru 6 aðstoðarkennar-
ar, auk konu Ásgr. sál, er ávallt var
upptekin af starfmu, og hjálpaði
manni sínum trúlega með ráðum og
dáð. Síðustu árin hafði hann og
unglingaskóla samhliða barnaskól-
anum; var aðsókn að honum jafn-
an rneiri en hægt var að taka á
móti, og fór sivaxandi. Siðastliðinn
Vetur voru t. d. 76 nemendur við
þann skóla, og 5 kennarar auk
Ásgr, sál. Á fundi kennara og nem-
enda í vor var samþykkt, að breyta
nafni skólans úr Ungmennaskóla í
Lýðskóla, og jafnframt, að stofnað
yrði samlagsbú við skólann fyrir
nemendur næsta vetur, til þess að
gera þeim dvölina hjer ódýrari.
Sumarið 1908 sigldi Ásgr. sál. til
Danmerkur, og gekk þar á kennara-
háskóla, og sumarið 1910 sótti hann
kennarafundinn í Stokkhólmi. — Það
sem sjerstaklega einkenndi Ásgr. sál.,
var dæmafár kjarkur, áhugi og
dugnaður. Hann var prúðmenni í
framgöngu, glaðlyndur og góðlynd-
ur og iðjumaður mesti. Á sumrum
ferðaðist hann oft víðsvegar um
land í ýmsum umboðserindum fyr-
ir kaupmenn og íleiri. Hann var
um mörg ár Góðtemplari, og vann
með áhuga að Reglumálum eins og
öðru. Sumarið 1905 var hann
Regluboði í Múlasýslum, og frá 1901
—1907, mætti hann sem fulltrúi
stúku sinnar á öllum Stórstúku-
þingum. Kunnugur.
Nöfn og nýjung'ar.
Handan um haf. í sumar en meira
um kynnisferðir landa vestan hafstil „gamla
landsins“ en nokkru sinni fyr. Fyrir
skemmstu komu um 20 manns og með
„Ceres“ kom annar hópur.
Hingað til bæjarins komu: Guðm. Jóns-
son klæðskeri og Stephan B. S. D. Stephans
og kona hans frá Leslie, Sask., og Mr. og
Mrs. Chiswell.
Sjera Rögnvaldur Pjetursson únítaraprest-
ur i Winnipeg ásamt konu sinni og mág-
konu komst ekki með skipinu frá Kaup-
mannahöfn vegna þrengsla. Hans er von
með næstu ferð. Arinbjörn Bardal útfarar-
stjóri í Winnipeg fór í land á Húsavík.
Með honum er kona hans og ein dóttir.
Frú Sofl’ia Bildfell, kona Jóns Bildfell
fasteignasala i Winnipeg, þess er hingað
kom fyrir þremur árum, kom til Akureyrar.
Á ísafirði staðnæmdust þeir Sigfús Ander-
son málari og Jón Thorsteinson reiðhjóla-
sali, báðir frá Winnipeg. Þessara allra er
von hingað síðar í sumar.
Knattspyrnumót svonefnt er háð hjer
þessa dagana. Þrír flokkar keppa: 2 úr
Reykjavík og 1 úr Vestmanneyjum. í gær
áttust Reykjavikurflokkarnir við og bar
hvorugur af öðrum.
Sigurður Hjðrleifsson læknir tekur
við ritstjórn „ísafoldar“ nú um mánaðar-
mótin. Hann kom alkominn hingað til
bæjarins með Ceres nú i vikunni. Ólafur
Björnsson verðsr meðritstjóri blaðsins.
Embsettispróf í lœknisfrœði luku við
háskólann hjer 25. þ. m.:
3 herbergi og elðhús
óskast til leigu frá 1. október.
Afgr. vísar á.
Árni Árnason með I. eink. (205*/* stig).
Konráð Konráðsson með I. eink. (163 stig).
Björn Jósefsson með II. betri eink. (119 stig).
Heimspekisprófi við Khafnarháskóla
hafa lokið nýlega:
Einar Jónsson með I. eink.
Hjeðinn Yaldemarsson með I. eink.
Gunnar Sigurðsson með II. eink.
Vesturfarar milli 20 og 30 fara með
Ceres á morgun. Þar á meðal Andrjes
Þorbergsson frá Húsavík með konu og 3
börn. Guðm. og Bjarni Guðmundssynir,
bræður tveir í Víðidal, með konur sínar og
11 börn, Þorbjörn Tómasson skósmiður af
ísafirði með konu og börn.
Prófessor E. Mogk frá Leipzig nafn-
kunnur norrænufræðingur og heiðursfjelagi
Bókmenntafjel., er nýlega hingað kominn
og ferðast hjer um land í sumar.
Fimmtán ára stúdentsafmseli halda
í dag þeir, sem útskrifuðust úr latínuskól-
anum 1897. Þessir sækja mótið:
Árni Pálsson, sagnfr.
Ásgeir Torfason, efnafr.
Böðvar Bjarnason, prestur.
Eggert Claessen, yfirdómslögmaður.
Einar Gunnarsson, ritstjóri.
Gísli Skúlason, prestur.
Guðm. Guðmundsson, skáld.
Halldór Gunnlaugsson, læknir.
Jón Proppé, kaupm.
Jón Þorláksson, verkfræðingur.
Ólafur Briem, prestur.
Ólafur Dan Daníelsson, Dr. phil.
Sigurbj. Á. Gíslason, cand. theol.
Sigurjón Jónsson, læknir.
Fjærstaddir eru hjer á landi, sem ekki
gátu komið:
Eiríkur Kjerúlf, læknir.
Sigfús Sveinsson, kaupm.
Erlendis eru:
Elinborg Jakobsen.
Jóhannes Jóhannesson (Dalland).
Sig. Júl. Jóhanne88on, læknir í Canada.
Einn er dáinn:
Bernhard Laxdal.
6amlar venjur i jloregi.
Svo er sagt að enn finnist á nokkr-
um stöðum í Noregi trjehús frá dög-
um Hákonar gamla og jafnvel Sverris
konungs. Þar sem heitir á Skörum í
Harðangri stendur enn „stofa", sem
sögð er 700 ára gömul; hún er öll úr
eikarbolum og eru veggirnir alin á
þykkt. Fyr meir voru engir gluggar
á þeirri stofu, heldur Ijóri á þili og
arinn eða hlóð á miðju gólfi; dyr voru
bogadregnar að ofan með útskornum
körmum eða dyrabröndum. Ekki var
hún stærri en 8 álnir á hvorn veg,
en þó höfðust þar við tvö heimili, og
var engin önnur milligerðin, heldur en
skora í gólfið. Seinna reistu ábúend-
ur hver sitt íbúðarhús og höfðu stof-
una fyrir eldhús; hún var svo rifin
fyrir tæpum mannsaldri og byggð upp
á öðrum stað. í Harðangri eru marg-
ar gamlar stofur þessari líkar og hafa
verið hafðar fyrir eldhús eða skemmur
um langan aldur, þó upphaflega hafi
verið notaðar til íbúðar átvíbýlisjörðum.
Þessar stofur hafa tekið miklum
breytingum eftir því sem stundir liðu
fram. Fyrst var í þeim moldargólf,
svo öldum skifti; seinna var gólfið flór-
að með stórum hellum, og var það að
vísu þrifalegra, en ærið kalt. Lítið,
kringlótt gat var á þaki, kallað Ijóri;
yfir það var þaninn líknabelgur, eða
stundum himna utan af kindarvömb,
er kallaðist skjár, og inn um það kom
birtan. Seinna meir tóku menn það
upp, að gera ferskeytt gluggagat á hlið
stofunnar og höfðu í því smáar gler-
rúður, felldar í blý.
Hlóðin voru fyrst framan af á miðju
gólfi, en þegar hellugólf tókust upp,
voru þau flutt út í eitt hornið, helzt
það, sem næst var dyrum, og þar kom,
að þau voru múruð og hlaðið vand-
lega í kringum þau. Bekkir voru með-
fram veggjum, fylltir með mold, til
þess að halda úti kulda. Þegar kveikt-
ur var eldur, varð kafið oft svo mikið,
að ekki sá veggja á milli; ef ekki þótti
við vært, þá var ljórinn opnaður, með
þar til gerðum útbúnaði, og hurðin
sett á hálfa gátt; við það þynntist kafið,
svo að líft varð inni, með því að ganga
hálfboginn. Á vetrum voru dyrnar
ekki opnaðar fyr en í fulla hnefana,
og kusu flestir að þola reykinn held-
ur en að fá frostkuldann inn á sig;
af því stafaði megn höfuðveiki og augn-
veiki, sem þá var almenn.
Hvergi voru moldargólf í baðstofum,
í þeirra manna minnum, sem nú lifa,
en margur man enn eftir skjágluggum
og „skjástöng", og einkanlega er mörgu
gömlu íólki minnisstæður kuldinn á
hellu-gólfunum, frá því þeir voru börn
og sátu þar og rísluðu sjer.
[Niðurl. næst].
Góðar
Kartöflur
fást ávalt hjá
JES ZIMSEN.