Reykjavík

Tölublað

Reykjavík - 03.08.1912, Blaðsíða 2

Reykjavík - 03.08.1912, Blaðsíða 2
122 REYKJAVÍK öll líkindi til að hann komi út á ensku og jafnvel frönsku innan skamms. Er það ekki dálítið undarleg til- hugsun, að íslenzkt leikrit skuli fljúga sigrihrósandi um heiminn, þótt ekkert sé leikhúsið til í landinu. Öðrum þjóðum má þykja það næsta kynlegt, að hér skuli vera til leikrita- skáid, en enginn fastur leikendaflokkur. sund og síðan austur með landi. Það sama sumar fór landi vor Vilhjálmur Stefánsson landveg norður til strandar- innar, og var svo um talað að þeir hittust við mynni Mackenzie árinnar. Mikkelsen sóttist seint ferðin austur með landi, og var eigi kominn þangað sem þeir höfðu mælt sér mót, þegar Vilhjálmur kom norður. Fékst Vil- hjálmur þá við rannsóknir þar um ca a -s 3 0> c/5 XJ w O _ 44 cö — «3 CC tao 3 I o 2 '■3 u CC *<L> g co 44 44 . a £3“ h 3 •*-» JQ * 3 o U 3 <5* -®. 44 ® 3 o t: V2 •—*< cc íao 3 15 o (h .O *cc »—2 = | 3 O •Tj W O4 >0 44 a “ o "g W5 Ö D3 -S s C/D 3 tao O S o 00 o tic o> 'o tiD O S c a o a s- cð Ö u cd > T3 C cð u 44 4> c 4> o> u ÖÖ 3 O *3 s- S 3 T3 C 3 tao 4> a J3 O ‘3 44 $0 o u cð Q. O W5 >> cd s- {=4 u 44 3 c u 3 3 V) ~4 3 J2 3 S « to 3 O s u u •rj 3 1 S -3 3 >> 44 — 3 -3 Sh 3 JQ J0 j- o u o 3 5 J s t- <u c/) O o a 4> 4> 3 O -£ s 3 jS o * 3 •rf > >> s 4> C U »— „Q 3 -r Æ o 3 c .5 ’S C > 3 jí *3 S 1/5 ►4 CÖ 3 r tao t- B 'u gj f-. IO fc< 1895. 50 ára afmæli alþingis. veturinn, en um vorið náði hann fundi Mikkelsens. Þeir ætluðu þá að rannsaka hvort land væri þar úti í hafinu, en um það hðfðu gengið sagnir með hvalaveiðurum. Komust þeir að raun um að svo var ekki. í för þessari komust þeir oft í hann krappann, enda útbúnaði þeirra í ýmsu ábótavant. Skildu þeir Vilhjálmur síðan, og fór hann landveg suður aftur, í þetta sinn meðfram Yukon-fljótinu, en Mikkelsen fór sömu lei$ til baka og hann hafði komið. Þegar til Bandaríkjanna kom, báru sumir af skipverjum Mikkelsen illa söguna, sögðu hann verið hafa lítt til foringja fallinn sakir fyrrrhyggju- leysis og ódugnaðar. Varð um þetta mál tíðrætt þar vestra í blöðunum. Upp í þessa för, sem hann nú er kominn heim úr, lagði Mikkelsen sumarið 1909 á smáskipi, Alabama að nafni. Hann kom þá viö hér í Rvík. Innkaupin 1 Edinborg auka gleði — minka sorg. Einar Mikkelsen er kominn haim. Það .var símað hingað á miðviku- daginn að Einar Mikkelsen Grænlands- fari væri nú kominn heim á norskum hvalveiðabát. Hann hafði ratað í miklar raunir, en fundið dagbækur Mylius Erichsens. Mikkelsen er einn þeirra manna, sem lifir á því að fara heimskautaferðir. Hann var fyrst í Norðurhafsleiðangrum með öðrum, en sumarið 1906 varð hann formaður fyrir rannsóknarferð til norðuróbygða Kanada. Hann fór á Bkipi frá San Fransisco um Behrings- Hann braut skip sitt við austurströnd Grænlands. Félagar hans komu heim sumarið eftir, allir nema einn, sem haíði farið vestur á jökla með honum, og ætluðu þeir sér að komast til ein- hvers kaupstaðarins á vesturströnd- •-------------------------------------• í skófatnaðarrerzlnn Jdns Stefánssonar Laugaveg 14 gerast þau beztu kaup, sem hægt er að fá í bænum. T. d.: Kvenstígvjel á 5 kr. Karlm.stígvjel á 6 kr. 50 a. inni. Þeir komu ekki fram um haustið, og heflr ekkert til þeirra spurst síðan fyr en nú. Eitt af því sem Mikkelsen ætlaði sér að gjöra, var að finna dag- bækur Mylius Erichsen. Það hefir hon- um tekist. Samsæti héldu nokkrir vinir og kunningjar Jó- hanns Sigurjónssonar honum á þriðju- dagskvöldið. Var efnt til þess með kvöldsfresti, og voru flestir samsætis- menn skólabræður Jóhanns. Varð þar fagnaðarfundur, gleðskapur og ræðu- höld fram á nótt. Margir mæltu fyrir minni skáldsins. Bjarni Jónsson frá Vogi, Andrés Björnsson stud. jur., Sig. Guðmundsson, cand. mag. o. fl., en hann svaraði jafnharðan, með fyndni, fjöri og innilega, eins og þeir menn geta nærri, er hann þekkja. Guðm. skáld Guðmundsson orkti til hans kvæði það, sem hér er prentað: Heill að sumbli, góði gestur göfugt skal þér signa full! Yngri skálda æðsti prestur, andans ber þú vígslugull! Sé eg höfga hringa drjúpa, heiðbrim Ijóss, af kjörgrip þeim, skína’ um sonu dalsins djúpa, dagsbrún lyfta’ um norðurheim. Vel sé þér, sem eldraun eigi ungur lést á móð þinn fá, stýrðir móti stjörnu’ og degi stoltur, frjáls um reiðan sjá. Heill sé þér, sem heilum knerri, hugsjón tryggur, stýrir beint, storkar kaldri kólgu hverri, krappann oft þótt hafir reynt. Hér skal svarra, hér skal freyða hrosta brim um kera lá, — skáldi lof í ljóði greiða, ljúfar þakkir vinum frá! Hald svo fram sem för er hafin frægðar vonum nýjum glæst, — lista dísar Ijósarm vafinn lif þú sæll og fljúg sem hæst! Jóhann fór með Ceres til Kaupm.- hafnar á fimtudag, að sækja sér enn meiri frama og fé. JSoíhríié. 1. umræða um lotterí-frv. var á mánudaginn. Lárus H. Bjarnason talaði fyrstur. Lýsti hann lotteríum yfirleitt, en hvað þetta lotterí sérstaklega snerti, þá væri það meira í orði kveðnu að það væri nefnt íslenzkt. Það ætti að gefa lands- sjóði 200,000 kr. á ári, og gæti jafn- vel gefið 300,000 kr. Að öðru leyti væri það ekki fyrir ísland.. Drættirnir ættu að fara fram í Kaupmannahöfn, en það væri af því að þaðan væri greitt um fréttir, en þeir sem spiluðu bráðlátir. Að draga hér væri ókleift, vegna kostnaðar við að síma vinning- ana til útlanda. Hann kvaðst hafa heyrt raddir gegn því, að þremur dönskum mönnum væri ætlað sæti í stjórn lotteríisins. Þetta ákvæði væri sett í frv. vegna þess, að ótrast mætti að danskir iotteri-hagsmunir mundu vilja ríða frv. ofan. Siður hætt við því, ef Dönum væri ætlað sæti í stjórn- inni. Báðherra og Jöh. Jöh. voru á þeirri skoðun að gjaldið til landssjóðs væri of lágt, ekki nema 2%. Leyfistími of langur, og vildu láta setja frest um hvenær leyfishafar yrðu að hafa komið lotteríinu á fót. Ráðherra kvað óvið- kunnanlegt að setja það í lög, að 3 danskir menn skyldu eiga sæti í stjórn lotterísins. Bjarni Jónsson frá Vogi tók í sama strenginn. Þótti auk þess íslending- um vera misréttur gjör með frv., þar sem hér mætti bæði selja íslenzka happdrættisseðla og danska, en í Dan- mörku ekki þá íslenzku. Gjörði ekki mikið úr, að drættirnir gætu ekki farið I I V erzlun Gruðrúnar Jónasson Aðalstrœti 8. Bezt, fjölbreyttast og ódýrast 8ÆLGÆTI og ÁVEXTIR í bænum. Alls þrifnaðar gætt yið afgreiðsluna. iii -r-...... ....... —-I hér fram. Benti á, að ekki þyrfti að síma alla vinninga út, heldur að eins þá stærstu. Hann gjörði fyiirspurn um hvert stimpilgjaldið, 2°/o, ættu að renna. Hvort stimpillinn ætti að vera danskur eða íslenzkur. Svaraði L. H. B. þeirri fyrirspurn svo, að það gjald ætti að greiða í Danmörku. Málinu var vísað til skattamála- \ nefndarinnar. Þá nefnd kalla þingmenn „ilátið". Þangað er dembt fjölda mála. Ing-óllslotteríið. Ilyiið líöur þvíV Reykjavík er stöðugt að berast fyr- irspurnir um hvað Ingólfslotteríinu líði. Vór munum ekki betur en að nefndin eða einhver fyrir hennar hönd gjörði þá grein fyrir aðgjörðaleysinu, að hún vildi ekki spilla fyrir söfnuninni til minnisvarða Jóns Sigurðssonar. Nú er minnisvarðinn kominn svo sú á- stæða dugir ekki lengur. Ekki vitum vér, hvað lotteriinu líð- ur, en vonandi fer nefndin að sjá sóma sinn, og hefjast handa í þessu máli, annars verður það að hneyxli. I*ingvísur. [Enginn yeit hyaðan þær koma né um hvern þær eru. Þær eru eins og staðvind- arnir, — koma þegar Alþingi er sett. Þær finna8t um alt þinghúsið og stundum eru þær komnar í vasa þingmannanna, þeim óaf- vitandi.] Nú er þingsins gamla goð — gustur fer um Víkina — uppmálað á ísuroð — undarlegt með tíkina. [Ritað á ísafold á Hótel Reykjavík.] Eg yerð að kveða eina visu, eg varð svo hrifinn af því að horfa á Hannes og ísu heitustu faðmlögum í. Á vefinn hans kom voða-gat, varla siglir skipið rétt; hann demonstrerar á „diplómat“ daginn sem að þing er sett. Orka vor er ekki rýr, — enginn slíka hreysti spyr: Sjá: vér eftir sitjum þrír, sjö vér höfum fleygt á dyr. Burt með þetta bölvað haft, bannið vil eg reka af höndum; höfuðvatn og sæta saft súpa þeir sem kjósa á Ströndum. Nú leysist alt bráðum úr læðing, því liðna í vasann eg sting. Blessi guð uppkast og bræðing því bragðið er breinasta þing. Sigurður Flóa-frömuður fast að verki gengur, þykir refum þunghendur þingsins tóu-sprengur. Stárfið er margt, en eitt er bræðings-bandið; boðorðið hvar sem þér í fylking standið, hvernig sem striðið þá og þá er blandið, það er að svikja og gefa Dönum landið. Flokkakur við þetta þing þykir ei vel til fallinn, „sáttir að kallau sitja um kring samlags-bræðingsdallinn. Bensi ei né Bjarni fá bregða fingri i dallinn, svangur mænir sukkið á sjálfur Rúðu-jarlinn. Bræðingslausar þessar þrjúr þinghetjurnar prúðu, sagt er líka ætli i ár alfarnar til Rúðu. Þeim mun fagna hin franska þjóð, fegin að sjá nú jarlinn, sem í fyrra óséð óð öllum þar um pallinn.

x

Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.