Reykjavík

Tölublað

Reykjavík - 03.08.1912, Blaðsíða 3

Reykjavík - 03.08.1912, Blaðsíða 3
REYKJAVlK 123 SUNLIGHT-SAPAN gjörirferfiðið við þvottinn ljett og'hugð- næmt. Hreinlæti og þrifnaður rikir á heimilinu, þegar Sunlight-sápan kemur til hjálpar. SUNLIGHT SÁPA Mormónar. Þeir menn hér á landi, sem komnir eru yfir þrítugt muna vist flestir eftir mormóna- prestinum sem kom hingað til landsins sumarið 1890. Þeir muna hvílik heipt, hvílik ógurleg ofsabræði gagntók hjörtu allra, þegar það fréttist, að hann hefði farið til Ameriku með 60—70 feitustu og falleg- ustu stúlkurnar í Suður- og Vesturamtinu. Að Baldvin agent var talinn sem engill hvitur í samanburði við þennan viðbjóðs- ]ega prest, sem rænti menn því, er þeim var hjartfólgnast, og þeir höfðu hugsað sér að hafa sjálfir yndi af þegar stundir liðu fram. Enn brennur eldur úr augum þeirra, enn strengjast vöðvar og titra taugar er þeir hugsa til óhappadagsins mikla, þegar þær 70 sigldu á C a’m o;e n s vestur um haf til vatnsins salta, til spámanns^ þessa dálaglega trúarfélags, saurlifnaðarpostulans alræmda, Brigham Young.----- Það var um þetta leyti að ég hafði fyrstu kynni min af Mormónum. Þá var ég níu vetra. Presturinn kom í kauptúnið, sem ég átti heima i, og mér var leyft að fara með^Gunnu vinnukonu á útbreiðslufund, sem hann haíði stofnað til í ullargeym8luhúsi þar. Við hlustuðum bæði með miklum fjálgleik á hinar afar-hugðnæmu kenningar þessa mælskumanns, og að lokinni ræðunni sendi Gunna mig einsamlan heim af þvi hún væri búin að taka trúna, og mætti til að verða eftir stundarkorn hjá klerki til þess að leggjast á bæn með honum. Ég varð lika eldheitur áhangandi prests- ins, og mér er það minnisstætt, að ég heil- an mánuð á eftir hélt dómadags prédikanir fyrir öllum stelpum á minu reki í kauptún- inu, og lauk því svo, að við urðum öll Mormónar, en þær konur mínar. Þær voru tólf að tölunni. Við höfðum samkomur okkar í gömlum, dimmum moldarkofa, og þar kysti ég þær. Annað vissi ég ekki um hjónabandið, og svo hitt, að maður svona við og) við ætti að skamma konuna likaði manni illa maturinn, sem hún bjó til. Ég man að þær tóku all- vel kossunum, en þegar ég fór að skamma þær fyrir að moldargrauturinn væri sangur og tað-pönnukökurnar óætar, þá lömdu þær mig. Það er ekki óliklegt að það sé þessari barnslegu reynslu að kenna, að hugur minn brátt snerist frá Mormóna-trúnni, og að ég siðan hefi haft megnustu óbeit á henni. Það er mjög sennilegt að barnslundin — sem or svo afar-viðkvæm, hafi kveinkað sér við að hallast að trú, er aðallega virtist hafa högg og barsmið í för með sér.-- Ýmsir hafa veitt því eftirtekt, að Ameriku- farir eru óvenju miklar i ár. Menn hafa gizkað á margskonar ástæður til þessa, en enginnfundið þáréttu.fEn éger einsog oftar fróður um margt. Ég veit það, og ris upp úr gröf minni til að segja frá því. Mér halda engin bönd, hafi ég frá einhverju að kjafta. Ástæðan er sú, að ræðurnar hans Kobba Mormónaprests, sem var hérna í vetur sem leið, og ekki átti barnið með stúlkunni á Álftanesi, eru nú farnar að verka. Þetta er gullsatt. Stúlkurnar eru allar á leið til Kobba — ekki laglegri en hann er — fjárinn eigi hann. — — Hópar af ungum stúlkum eru farnar af stað, og eru nú komnar i kvennabúrið hans í Utah, og hópar standa á bryggjunni ólmar af óþreyju eftir hinni mormónsku paradís, gem hinn lævísi Kobbi hefir talið þeim trú um að bíði þeirra fyrir handan hafið, við salta vatnið mikla. Þetta verður að stöðva. Alþingismenn- irnir verða að taka í taumana og snúa stúlkunum við. Því ég get fullvissað þá um,f að Kobbi kærir sig ekki um aðrar en þær laglegu. Það sagði minsta kosti Broberg við mig um daginn þegar ég spurði hvernig þær hefðu verið sem sigldu með Ceres : „Förste Klasses Pi’er, Kære“, sagði hann, „rigtig lækkre, buttede no’en — finj Leve- rance“, og Broberg smjattaði og sagði dikke — dik — við mig. En hann er nú lika Mormóni. Ingimundur. Regnkápur ( W aterproof) — margar tegundir. Sturla Jónsson. Samuingar við irðmei. A mánudaginn var til umræðu í neðri deild tillaga frá ráðherra um að skipa 5 manna nefnd til að íhuga samningsumleitanir frá Norðmönnum. Yildi ráðherra láta skipa nefndina til að íhuga hvort nú væri eins æskilegt og áður að fá lækkaðan kjöttoll og hestatoll i Noregi, og ennfremur hvað ganga ætti langt í tilslðkunum um linun í síldveiðalöggjöflnni. Hafði ný- lega komið skrif um það, að Norð- menn væru nú fúsari til samninga um þessi mál en þeir hefðu verið síð- astliðin 20 ár. í umræðunum komu fram næsta undarlegar skoðanir hjá núv. ráðh:, fyrv. ráðh. o. fl. þingm., um það, hver leið væri heppilegust til að koma á þjóðarsamningum og hvernig þeir yrðu til. Þótti þeim þessi aðferðin sú eina rétta og heppilegust, að láta þingið fjalla fyrirfram um málið og segja til innlendar og útlendar. BÆKUR =====------------- - Pappír og Ritföng. — Watermans-sjálfbiekunga. Þetta kaupa allir i Bókaverzlun Sigfúsar Eymiindssonar Lækjargötu 3. hvaða^boð stjórnin ætti að gjöra. Tveir þingm. (V. Guðm. og Jón Ól.) andæfðu þessu, töldu það einmitt vera verkefni fyrir stjórnina, að rannsaka þetta mál; stjórnarráðið hefði miklu betra færi á því heldur en þingmenn önnum kafnir. Róttast að stjórnin semdi um þetta mál, að áskildu samþykki þingsins. Hún ætti ekki að vera að reyna að koma ábyrgðinni af sér yflr á ábyrgð- arlausa stofnun, þingið. Málinu varj vísað til strandgæzlu- nefndar. Vonandi að sú nefnd hrapi ekki að því, að koma fram með ákveðin til- boð, er mundi verða til þess bæði að binda landið gagnvart hinum samnings- aðiljanum, Norðmönnum, og eins hend- ur stjórnarinnar í samningsumleitun- um. Það er óefað, að það er eitt af aðalhlutverkum hverrar stjórnar, að semja um slík mál sem þessi, i enda oftast hafðir til þess sérstakir menn með öðrum þjóðum, sendiherrar og aðrir stjórnarerindrekar. Sé stjórnin hrædd um að málið verði talið svo mikilsvarðandi af þinginu, að hætta sé að hún falli á því, þá er hægurinn hjá fyrir hana, að leita hófanna í kyr- þey hjá fylgismönnum sínum um það hve langt eða skamt þeir vilja fylgja henni. Þegar einstaklingar semja, hrópa þeir ekki upp tilboð sín á stræt- um og gatnamótum, áður en þeir haía einhverja hugmynd um hve langt eða skamt þeir geta komist í samningun- um. Sömu reglu eiga landsstjórnirnar að fylgja. Skófatnaður — mjög margar tegundir. Nýtt með hverri ferð. Sturla Jónsson. Bannid. Tillagan um nýja atkvæðagreiðslu um bannið var vísað á bug með rök- studdri dagskrá. Aðeins tveir þingmenn tóku til máls. Umræðurnar voru hitalausar með öllu. Onðjón Ouðlaugsson talaði fyrr. Kvað hann hér ekki um það að ræða að nema bannlögin úr gildi, heldur bara að spyrja þjóðina hvort skoðun hennar væri ekki breytt síðan 1908, að bannið hafði í flaustri verið agiterað inn á þjóðina með landssjóðssyrk, og þegar enginn hefði þorað að koma með ritgjörð eða andmæla því. Taldi það vera gjaldþrotayfirlýsingu frá bannvin- um ef þeir ekki þyrðu að hleypa til atkvæðagreiðslu ef þeir héldu að þjóð- in hefði ekki breytt skoðun. Eitt þótti honum sérstaklega að lög- unum, en það var 3 ára frestunin, taldi það vera slæman Svartaskóla til að kenna mönnum að drekka og koma inn hjá þeim hvernig brjóta eigi lögin. Þau líka til þess fallin að ala upp hjá mönnum þrjózku og virðingarleysi fyrir lögum. Rýrnunina á tekjum landsins svo mikla að ókleyft ætlaði að reyn- ast að fylla það skarð. Bæri um það vottinn þau mörgu frumvörp, sem fram væru komin á þessu þingi. Lögin auk þess hlægileg í augum útlendinga og mundu spilla mjög ferðamannastraumi til landsins. Hafði hann heyrt útlend- ing segja að þetta væru þau andstyggi- legustu lög sem hann þekti. Þau óþol- andi haft á frelsi manna. Bindindis- mönnum væri það líka fyrir verstu ef lögin kæmust á, bindindishreyfingin yrði þá að hætta, nema svo væri að bindindismenn gerðust njósnarar og færu að þefa upp úr öllum koppum og kyrnum, en því vildi hann ekki trúa. Eitt sem af lögunum mundi leiða væri stórum aukinn innflutning- ur á óþverra drykkjum. Ræðumaður drap á helztu mótbárur andstæðinga sinna meðal annars þá, að lögin væru óreynd. Hann sagðist vel vita að andbanningar mundu standa miklu betur að vígi eftir því sem stundir liðu, en þeir vildu ekki bíða Húfur — margar tegundir nýkomnar. Sturla Jónsson. eftir þeirri reynslu, hún yrði dýrkeýpt peningalega og siðferðislega. Jósef Björnsson: Ætlaði að þjóðin hefði ekki skift um skoðun í máli þessu síðan 1908. Ef einhverjir hefðu snúist frá stefnunni, þá mundu aftur aðrir hafa snúist með henni og það éta sig upp. Sölufrestinn kvað hann að kenna fulltrúa Strandasýslu þess er verið hefði á þingi 1909. Enga gjald- þrotayfirlýsingu kvað ræðum. liggja í því þótt bannvinir vildu ekki hleypa málinu til atkvæðagreiðslu, heldur sé hitt, að engiD reynsla sé fengin og því ekki hægt að greiða atkvæði. Að bannlögin væru brotin þekti ræðum. ekki né vissi um að meira væri drukk- ið síðan þau komu í gildi. Að lögin væru haft á frelsi manna kvaðsthann játa, en það væru öll iög, og þessum lögum hefði þjóðin sjálf óskað eftir. Ræðum. kvað það rétta aferð að nema ekki bannlögin úr gildi nema með nýrri atkvæðagreiðslu í landinu. Aðal- mótbáran gegn tillögu þessari væri þó sú, að reynslan hefði enn ekki fengið aö skera úr um það hvort lög þessi O H/F Sápuhúsið o Au8tur8træti 17, , margar tegundir rússneskar cigarettur njkomnar. Óvenju ó d ý r a r.

x

Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.