Reykjavík

Útgáva

Reykjavík - 17.08.1912, Síða 1

Reykjavík - 17.08.1912, Síða 1
1R e v k \ a v t k. Langardag' 17. Agúst 1913 XIII., 33 Ritstj.: Björn Pálsson cand. jur. Talsimi 34. Miðstræti 10. Pósthólf A 41. Heima daglega kl. 4—5. Þingmál. Thoretélags-samningurinn og strand- ferðirnar. Það fréttist snemma í Maí í vor, að Thorefélagið væri í fjárþröng og hefði farið fram á skuldgreiðslufrest við skuldheimtumenn sína, og að það ætlaði að leita til landsstjórnar og þings um uppgjöf á samningi sínum um gufuskipaferðir. Þessa var þá get- ið í „Reykjavík“ ogöðrum Reykjavíkur- blöðum. Þessi frégn sannaðist von bráðar, því að 3. Júní reit félagið stjórnarráði íslands, tjáði því fjárþröng sína og skýrði frá, að það yrði að hætta til- veru sinni (þ. e. verða gjaldþrota), ef það fengi eigi uppgjöf á samningi sín- um um íslandsferðir, og sótti sam- kvæmt því um, að sér yrði gefinn upp samningur sinn við landsstjórnina. Jafnframt tók félagið það fram, að ef það yrði leyst frá öllum skuldbinding- um sínum eftir samningi þessum, þá ætlaði það sér að halda áfram milli- ferðum milli íslands og Danmerkur, helzt, ef auðið væri, jafn-tíðum og nú. Þessa málaleitun sendi svo stjórnin alþingi í þingbyrjun, en neðri deild setti fimm manna nefnd í málið, og voru í henni: Guðlaugur Guðmunds- son form., Halldór Steinsen, Jóh. Jóhannesson, Jón Ólafsson, skrifari, og Ólafur Briem. Nefndin hafði töluverða fyrirhöfn fyrir þessu máli og varð í mörgum atriðum samdóma. Nefndin er þannig öll á því, að réttast sé að gefa félag- inu upp samninga, enda ekki annað tiltækilegt eftir atvikum; telur eignir félagsins svo veðbundnar, að engin til- tök muni vera að félagið verði fært um að greiða neinar skaðabætur, ef það verði neytt til gjaldþrota. En þá lá næst fyrir nefndinni það vandamál, hversu auðið yrði að fá strandferðum haldið uppi næsta ár. Nefndin átti tal við sérstakan umboðs- mann sameinaða félagsins (hr. Ander- sen) og fékk þau svör hjá honum, að það félag vildi ekkert boð gera í strand- ferðirnar. Stjórnin hafði ekkert gert til að fá tilboð úr nokkurri átt og lágu því eng- in tilboð fyrir nefndinni, og sakir naum- leika tímans var enginn kostur að afla sér tilboða frá erlendum gufuskipa- félögum. Nefndin gerði ýmislegt til að afla sér vitneskju um og gera sór grein fyrir, hvað aðallega ylli því, að strand- ferðirnar bæru sig svo illa. Árangur- inn af þessum rannsóknum varð sá, að nefndin þykist mega fuliyrða, „að viðkomustaðir strandbátanna séu svo langsamlega of margir, að ekkert vit sé í“. Þetta telur nefndin koma af því, að útgerðarfélagið, sem kostnað- inn ber, ráði minstu um viðkomustaði og ferðaáætlun. „Þar er landsstjórn- in með að áskilja viðkomustaði og fer hún þar eftir óskum og kröfum al- þingis. En alþingismenn hafa jafnan reynst ótrauðir á að krefjast gufu- skipaviðkomu, hver i sínu kjördæmi, einatt á fráleitustu stöðum". Reynsl- an hafi sannað, að á áætlunum strand- bátanna sé margir þeir staðir, þar sem ýmist er ekkert eða sama sem ekkert að fiytja, hvorki fólk, farmur né póst- sendingar. „Á sumum þessum við- komustöðum er ýmist ekkert að flytja eða þá eitt eða tvö póstkort og bréf, stundum farmur sem fyrir fæst frá 50 aurum til 5 krónur í flutningsgjald, og sumir eru þeir staðir, sem enginn vinnur til að senda bát, frá úr landi út í skipin, þegar þau koma. Sendi skipstjóri bát í land, spyr fólkið, hvern skollann þeir vilji; hér sé ekkert að gera“. Á þeim fjörðum og flóum, þar sem landssjóður borgar háan styrk til gufu- báta innan flóa, sleikja strandbátarnir upp sömu hafnirnar samtíða flóabát- unum og stundum millilanda skipun- um og étur þannig hver frá öðrum. Nefndin telur vist, að af 47 við- komustöðum „Vestra“ mætti að skað- lausu fella úr 23 viðkomustaði, nokkra þeirra í öllum ferðunum og nokkra í sumum. Af 26 viðkomustöðum „Austra“ telur nefndin mega fella nið- ur á líkan hátt að minsta kosti 9 við- komustaði. En ef Suðurlandsskipinu yrði slept og önnur úrræði tekin með samgöngur við Vík og Stokkseyri, kynni aftur að þurfa að bæta við ein- um eða tveimur höfnum á Austur- landi í nokkrum ferðum. Með þessu móti mundi vinnast tími til að láta „Austra" koma við á Horna- firði í einum 3 ferðumogiáta „Vestra“ fara einar 2 eða 3 hraðar hringferðir, eins og þær sem „Austri“ fer. Auð- vitað ætti þetta eins við um hver 2 önnur strandferðaskip, sem koma kynnu í stað „Austra“ og „Vestra". Nefnd- in getur þess, að allar inar hröðu hringferðir „ Austra" hafi borið sig og oft gefið álitlegan arð. Hér telur nefndin eina höíuðástæð- una til þess, að strandferðirnar hafi ekki borið sig. En jafnframt nefnir hún þó fleiri ástæður, t. d. það, að þegar strandbátarnir taka við vörum úr millilandaskipunum til að flytja þær á aðrar hafnir, þá fái bátarnir fyrir það að eins V3 af tarmgjaldinu milli útlanda og íslands; þetta sé of lítið, enda engin frágangssök að láta greiða ofurlítið aukafarmgjald fyrir slíkar um- fermdar vörur; það munaði viðtakend- ur litlu i samanburði við hagræðið við að fá vörurnar á höfn til sín. „Safn- ast þegar saman kemur", ogþetta gæti dregið skipsútgerðina svo að talsverðu munaði. Farþegagjald milli næstu hafna einatt alt of lágt; ekkert vit í, að hafa fargjald farþega á strandbát- unum eina 50 aura milli hafna, þar sem flóabátarnir taka kr. 1,50 til kr. 2,00. En öllu þessu sé auðgefið að kippa i lag. Suðurlandsbáturinn („Perwie") hefir verið stærsti ómaginn, og fullreynt, að ekki er vit í að halda þeim ferðum uppi. Áður bent á, að „Austri" gæti tekið Hornafjörð, sem er engin vand- ræða höfn, ef viðkomustöðum hans öðrum er fækkað. Fyrir þinginu liggur beiðni frá Rang- æingum og Árnesingum um, að láta stóran mótorbát ganga milli Víkur, Vestmannaeyja, Stokkseyrar (Eyrar- bakka) og Reykjavíkur. í þessu virð- ist nefndinni mikið vit, hvort heldur sem yrði ofan á, að landssjóður kost.- aði þessar mótorbátsferðir, eða þá hitt, sem lægi öllu nær, að landssjóður styrkti þessar sýslur til að halda sjálf- ar úti mótorbátnum, eða jafnvel að hann gæfi þeim lientugan mótorbát (Disel-motor) og önnuðust þær svo sjálfar ferðirnar ásamt Vestur-Skafta- fellssýslu. Hver kosturinn af þessum þremur, sem tekinn yrði, myndi verða landssjóði miklu ódýrari, heldur en Suðurlandsbáturinn. Þetta tekur nefndin fram til bend- inga við væntanlega samninga. Annars sér meirihluti nefndarinnar engan annan veg út úr ógöngum þessa máls, en að fela stjórninni að leita samninga eins og bezt hún getur um um strandferðir næsta ár. En þar sem ferðirnar mundu takmarkast stórum við það, að Suðurlandsferðirnar og Ham- borgarferðirnar falla burt, þá vill meiri- hlutinn láta 40,000 kr., eða því sem næst, nægja til strandferðanna, og legg- ur því til: 1. Að Thorefélagið sé leyst frá sam- ningi pess 7. ágúst 1909 frá lok• um þessa árs. 2. Að stjórninni sje fálið að leita fyrir sér um samninga, hvar sem liún getur, um strandferðir, svo göðar sem kostur verður á, án þess að verja til þess meiru fje en svo, að eigi fari að stór- um mun fram úr 40,000 krónum. Um alt þetta mál er öll nefndin sam- dóma, nema niðurlagsatriðin (úrræðin). Þar er minnihlutinn (Jón Olafsson) á öðru máli. Bendir hann á, að uppgjöf sú, sem félagið biður um, nái einnig til Hamborgarferðanna. „Ferðir þessar", segir hann, „hafa bakað félaginu tjón; en verzlunarstétt íslands mun þykja einkar-meinlegt að missa þær, án þess að neitt annað samband við Þýzkaland komi í staðinn. Var fyrir nokkrum árum vakið máls á því, að millilanda- skip Sameinaða íélagsins skytust til Lúbeck frá Kaupmannahöfn, meðan þau dvelja þar ferða á milli. Þetta er ekki langur vegur, 12 stunda ferð, ámóta langt og héðan til Stykkishólms, en þangað skreppa millilandaferðaskipin hér oft fyrir minni farm heldur en 1 Lubeck mundi fást“. Borgarráðið í Lúbeck hafði látið í Ijósi, að það vildi undanþiggja íslandsskipin hafnargjöld- um, ef þau kæmu þangað. Lubeck sé ódýr staður að sigla til og liggi mæta vel við útskipun varnings hvervetna frá Þýzkalandi. Nefndin hafi fengið vitneskju frá Handelsbanken í Kaup- mannahöfn um, að hann vilji stuðla að því,aðfélagið haldiuppi milliferðum milli íslands og Danmerkur; en Handels- banken er sá sem mest á hjá félaginu og vill hjálpa því til að rétta við og halda áfram, ef það fær uppgjöf á ís- lands-samningnum. Minnihlutinn vill því binda uppgjöf- ina því skilyrði, að ef félagið haldi eigi við Hamborgarferðum, þá láti það skip sín skreppa í nokkrum ferðum frá Kaupmannahöfn til Lúbeck. XIII., 33 í annan stað er minnihlutinn þeirrar skoðunar, að rétt væri af landinu að reyna að reka sjálft strandferðir sínar, og vill, að það leigi til bátana „Austra0 og „Vestra", ef þeir fást á leigu, en kaupi þá ella; bátarnir voru bygðir fyrir 2—3 árum, og var þá ódýrt að byggja skip. Þeir kostuðu þá hvor um sig 169,000 kr., en eru nú 180,000 kr. virði, eftir því sem skip hafa hækk- áð í verði. En félagið kveðst vilja vinna það til, að selja landinu bátana fyrir það sem það gaf fyrir þá, og með sömu afborgunarkjörum (10 ára), ef það losnar við samninginn, og býður þó Gstasiatisk kompani nú íélaginu 180,000 kr. fyrir hvorn bát. Nú standa skip í geysiháu verði um allan heim, og skipaskortur svo mikill í heiminum, að útlend blöð ensk, dönsk og amerísk telja, að það muni taka skipa- smiði heimsins 2—3 ár að minsta kosti, að fullnægja eftirspurninni. At- vik liggja því þannig til, að telja má alveg víst, að auðið væri að selja bát- ana aftur eftir 1—2 ár fyrir sama verð sem nú væri gefið fyrir þá. Hættan væri því engin að kaupa bátana nú og reyna eitt eða tvö ár, hvernig út- gerðin bæri sig. Tækifærið er nú svo hagfelt sem framast má verða, til að gera tilraunina, og öll líkindi til, að margir áratugir muni líða áður en sviplíkt tækifæri býðst aftur. Slík skipa- ekla, sem nú er nýbyrjuð, er næsta fágæt, en víst hátt verð næstu tvö ár. Þá gerir minni lilutinn grein fyrir, hvernig hann hafi hugsað sér einfalda og kostnaðarlitla stjórn útgerðarinnar, og nefnir þá staði, er sleppa mætti af áætlun eftir einhuga áliti nefndarinnar. Tillögur minnihlutans eru: 1. Að Alþingi veiti stjórninni heim- ild til, að gefa Thorefélaginu upp samning sinn með þeim skilyrðum: a) að félagið fari nokkrar ferðir eftir ákvörðum Stjórnarráðs- ins milli Liibeck og Kaup- mannahafnar á millilanda- skipum sínum. b) að félagið annaðhvort leigi landssjóði skipin „Austsa“ og „ Vestrau með því verði, er stjórnin telur aðgengilegt, eða selji landssjóði skipin þannig, að landssjóður gangi inn í kaup félagsins á þeim með þeim skilyrðum um afborganir o. s. frv. sem félagið nýtur nú sjálft. 2. Að landssjóður leigi eða kaupi skipin „Austra“ og „ Vestra“ og halai þeim út á landssjóðs kostn- að, og sje landsstjórninni heimilt að nota til þess þá fjárupphœð, sem nauðsynleg er, og fá þá upp- hæð að nokkru eða öllu að láni, ef á þarf að halda. J. Ó. Einar Mikkelsen. Frá honum er mikið sagt í dönsk- um blöðum. Hafa þeir félagar ratað í margar raunir, en árangurinn af för- inni virðist harla lítill. Jú, eftir á að hyggja, Peary-land kvað ekki vera eyja heldur áfast við Grænland.

x

Reykjavík

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.