Reykjavík - 14.09.1912, Page 3
REYKJAVÍK
147
|3EGAR að Sunlight-sápan er
notuð við þvottinn, þá verður
erfiðið við hann hreinasta
unun. Vinnan verður þá
bæði fljótt og vel af hendi
leyst, þið þurfið ekki að vera
hræddar við að þvo jafnvel hið finasta tau, ef
þið notið Sunlight-sápuna.
SUNLIGHT SÁPA
>'öfii o<»‘ nýjungar.
Gránufélagið. Siðasti aðalfundur þess
félags var haldinn 12. f. m. á, Akureyri, og
var þar bundið enda á sölu félagseignanna
til Fr. Holme stórkaupmanns, er átti meira
en hálfa miljón króna hjá því. Félagið var
orðið yfir 40 ára gamalt, stofnað fyrir for-
göngu Tryggva Gunnarssonar, og var hann
framkvæmdarstjóri þess um mörg ár. Fé-
lagsmenn eiga að fá 15 krónur fyrir hluti
sína og hlutabréfin að vera komin fram fyrir
árslok. Mörg þeirra munu nú glötuð.
Verðlaun fyrir fiskafurðir. Á fiski-
sýningunni í Khöfn í sumar fengu þessir
verðlaun fyrir íslenzkar fiskafurðir :
Verðlaunapening úr gulli:
H/f P. J. Thorsteinsson og H. P. Duus
verzlun.
Verðlaunapening úr silfri:
Th. Thorsteinsson kaupm. og Gísli Johnson
konsúll i Vestraanneyjum.
Verðlaunapening úr bronce:
Niðursuðuverksmiðjan „ísland" á ísafirði
fyrir niðursoðinn fisk.
Popps-verzlun seld. Popps-verzlun
á Hofsós er sögð seld. Kaupandinn er
Eggert Jónsson verziunarmaður á Sauðár-
króki, ungur og ötull dugnaðarmaður.
Vesturfarar. Með Ceres fóru um dag-
inn 14 manns til Vesturheims. Þar á meðal
Pétur Þórðarson skipstjóri og Sigurður Þórð-
arson með fjölskyldu sína. Þeir eru bræður
Guðmundar Thordarsonar bakara í Winni-
peg, sem hingað kom í kynnisferð í sumar.
Tvö síðastliðin ár hafa í við fleiri farið
héðan af landi til Ameríku en árin þar á
undan. Ætla sumir það komi til af því, að
þessi ár hafa margir landar komið kynnis-
ferðir að vestan, og vilji því altaf slæðast
með einhverjir vestur aftur með þeim.
Umboðsmaður Arnarstapa og Skógar-
strandarumboðs og Hallbjarnareyrar er skip-
aður Magnús hreppstjóri Blöndal í Stykkis-
hólmi.
Silfurbrúðkaup sitt héldu á sunnu-
daginn var þau Frans Simsen fyrrum sýslu-
maður og kona hans Þórunn.
Skipaferðir. Ceres fór til útlanda á
mánudaginn var og með henni milli 80 og
90 farþegar. Meðal annara: Einar Bene-
diktsson og frú, frú Netvmann, séra Rögn-
valdur Péturssou og frú og mágkona, Jónas
Pálsson söngfræðingur og kona hans og
börn, Magnús Blöndahl, Helgi Zoega og
sonur hans o. fl. o. fl.
Sterling kom á fimtudaginn, með því:
Ingibjörg H. Bjarnason forstöðukona Kvenna-
skólans, Fjóla Stefánsdóttir kenslukona, frú
Oktavía Smith, L. Möller verslunarstj. hjá
Braun og frú hans, frú Þóra Gíslason og
fáeinir útlendingar.
Perwie kom úr strandferð á fimtudag,
með þvx Ásgrímur Jónsson málari, sem verið
hefir í sumar í Hornafirði.
Hafnarnessvitinn. Af þvi að ekki var
allskostar rétt sagt frá honum sagt í síðasta
blaði, er hér tekin auglýsingin um hann eins
og hún er birt í Lögbirtingablaðinu:
Á Hafnarnesi sunnanmegin Fáskrúðsfjarðar
verður í haust, væntenlega 15. Sept., kveikt
á vita, sem sýnir fast hvítt ljós með myrkv-
um hér um bil 25 á minútu. Vitinn stend-
2i3S
ur yst austanvert á nesinu; hæð vitabygg-
ingarinnar 4 m., hæð logans yfir sjávarmál
um 15 m.; vitabyggingin er hvít.ur stein-
stöpull. Ljóskróna 5. flokks. Ljósmagn og
sjónarlengd 10 sml. Logtími frá 1. Ág.
til 15. Maí.
Kampavín. Mælt er að verið sé að
kaupa allar kampavinsbirgðir kaupmanna,
og sagt að það muni stafa af því, að menn
vilji eiga eitthvað af þeirri vöru ef fagnaður
yrði hér næsta surnar.
Prestskosning er nýlega um garð
gengin á Sandfelli í öræfura. Séra Har-
aldur Jónasson aðstoðarprestur áKolfreyiu-
stað var einn í kjöri. Hann fékk aðeins 27
atkv., en móti honum voru greidd 54 atkv.
Vilja Öræfingar fá séra Gísla Kjartansson
fyrir prest. Hann hafði ekki komíst á skrá,
en hefir haft prestsverk á hendi þar eystra
um stund.
Látinn er á miðvikudagsmorgun í þess-
ari viku séra JóhannLúterSvein-
bjarnarson (Magnússonar frá Skáleyj-
um) prófastur að Hólmum í Reyðarfirði.
Sjera J. L. S. var fæddur 9. Marz 1854.
Hann hefir lengi verið prestur að Hólmum,
fyrst aðstoðarprestur séra Öaníels Halldórs-
sonar.
Lik rekið. Um síðustu helgi rak lík á
land inn hjá Kleppi. Það var svo torkenni-
legt, að ekki var hægt að sjá hver það var.
Forsteck, norskt fiskitökuskip til Thor-
steinsonsbræðra, er hér. Það tók fisk á
Patreksfirði fyrri part vikunnar. Með því
komu þá að vestan frú Þóra Björnsson og
Pétur A. Ólafsson ræðismaður.
Botnvörpungar eru nú hættir síldveið-
um nyrðra og eru að koma hingað þessa
dagana. Byrja nú að fiska í ís.
Spitalaskip enskt hefir legið á höfninni
nokkra daga. Það er lítil seglskúta.
Jón í Nlúla fór með Austra síðast heim
til sín.
Greenlandsfarar. Hingað kom um
siðustu helgi eitt af skipum Grænlandsversl-
unarinnar dönsku frá Grænlandi. Það lá
hér nokkra daga og fór svo vestur aftur.
Með skipiuu komu hingað 4 svissneskir
landkönnunarmenn, sem verið hafa á Græn-
landi frá því í vetur. Formaður fararinnar
er Dr. de Quervain. Þeir félagar gengu á
jökla norðar en menn hafa áður gjört og
þvert yfir landið. Voru mánuð á því ferða-
lagi. Þeir hafa fundið eitthvað af fjöllum,
sem áður voru óþekt, og eyjar. Þeir bíða
hér skips út.
Bændaskólinn á Hólum í Hjaltadal
hefir verið all-ijölsóttur þessi ár, sem hann
hefir starl'að. Vér höfum nýlega fengið
þaðan skýx-slu xim árin 1910—1912. 1910—
11 voru þar 30 nemendur, 1911—12 44,
Þar af voru nýsveinar fyi-ra veturinn 18,
síðara veturinn 27. Auk hins reglulega
skólahalds er þar og haldið uppi á vorum
unglinganámsskeiði og bændanámsskeiði.
Stjórnif sambandsflokksins og heima-
stjórnarflokksins hafa kosið menn til fram-
kvæmda fyrir sig. Jón Magnússon bæjar-
fógeti er foi’maður beggja flokksstjórnanna
og Jón alþm. Ólafsson skrifari i báðum.
Sig. ritstjóri Hjörleifsson er gjaldkeri í sam-
bandsflokknum, en Eggert yfirdómslögm.
Claessen gjaldkeri hjá hinum.
B Æ KUR
innlendar og útlendar. — Pappír og Ritföng. — Watermans-sjálfblekunga.
Þetta kaupa allir í
Bókaverxluu §igfú§ar Eymnndssonar
Lækjargöta S. •)
Stór títsala.
Allskonar vefnaðarvara — Tilbúinn fatnaður — Vetr-
arfrakkar og -jakkar — Regnkápur (Waterproof), fyrir
konur og karla — Hálslin — Slipsi og Slaufur — Skó-
fatnaður allskonar o. m. fl., selst með afarlágu verði.
10—40S afsláttur.
Sturla Jónsson.
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
Kaupmannahöín Gothersgade 14.
Stofnað 1870. ^
\V . ^dxafer Oo. %
Skófatnaðarverksmiðja og stórkaupaverzlun. Allar almennar teg- ^
undir af karlmanna- kvenna- og barnaskóm, skóhlífum, flókaskóm. ♦
♦
♦
♦
♦
♦♦ Sterkt og vandað. ♦♦ Fallegt lag. ♦♦ Lægsta verð.
------.. . Plentug sambönd fyrir seljendur. — -----
♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦
Jarlers Antikvariat.
Leverandor til Biblioteket i Isaljord.
Stort Lager af brugte Boger. - Kataloger sendes gratis.
Udenbyes Ordre ekspederes med storste Omhu.
61. Xongevej 134. Kebenhavn V.
Afli þilskipa við Faxafióa á fyrri
sumarfei'ð 1912:
H. P. Duus Ása.................... 32,500
—— Björgvin............... 22,500
---- Hafsteinn.................. 26,000
---- Hákon ..................17,500
----íhó..........................15,000
---- Keflavík............... 26,500
----Milly....................... 25,000
----Sigurfari................... 22,000
----Sæborg...................... 24,000
Hvert skíp að meðaltali 23,333 Alls 211,000
Th. Thorsteinsson Guðrún Sophie . 24,000
---- Sigríður . . . 28,000
Hvert skip að meðaltali 26,000 Alls 52,000
P. J. Th. & Co. Björn ólafss. . . 23,000
---- Gréta .... 18,000
---- G. Gufunes frá 14/& 23,000
—— Langanes . . . 25,000
---- Ragnheiður . . 20,000
---- Sléttanes . . . 17,000
Hvert skip að meðalt. 21,000 Alls 126,000
H/f Sjávarborg Elín................9,500
---- Fríða.............. 20,000
---- Gunna .... 14,000
—— Guðrún Zoega . . 21,600
---- ísabella ... 12,000
---- Josephine . . . 21,500
-—— Morning Star . . 18,000
---- Robert .... 27,000
---- Sjana.............. 26,000
Hvert skip að meðalt. 18,778 Áíls 169.000
P. J. Tborst. Ester ... . 19,000
Guðm. Ól. Bergþóra .... 21,000
L. Tang Haraldur .... 19,000
Ein. Þorgilss. Surprise .... 27,000
(r,Ægir“).
Horfur á Balkanskaganum.
Búlgarar vilja óðir og uppvægir berja
á Tyrkjum, en stjórnin vill ekki segja
þeim stríð á hendur að svo komnu
máli. Miklar grimdarsögur sagðar af
Tyrkjum í Makedoniu, skjóta þar kristna
menn og brenna hús þeirra. Æsir
þetta kristnar þjóðir á skaganum enn
meir til ófriðar gegn þeim. Stórveldin
vilja að friðurinn standi, og sagt að
útsendarar þeirra neiti allra bragða til
að fá stjórnir Balkanríkjanna til að
segja ekki sundur friönum.
Tyrkir eru nú aðþrengdir á marga
lund, og því eru fremur góðar horfur
á að endi verði bundinn á ófriðinn
milli þeirra og ítala. Er mælt að
Austurríkisstjórn sé milliliður.
Kartöflur
og
Laukur
bezt og ódýrast hjá
Jes Zimsen.
Qfn, fremur lítill, brúkaður, óskast leigður
vetrarlangt, eða keyptur gegn mánaðar-
afborgunum. Afgr. vísar á.
L