Reykjavík

Tölublað

Reykjavík - 19.10.1912, Blaðsíða 1

Reykjavík - 19.10.1912, Blaðsíða 1
1R k j ax> t k. XIII., 43 Laugardag 19. Október 1913 XIII., 43 n [j=r. □ Allar bækur, innlendar og er- lendar kaupa menn helzt í Bókaverzlun Sigf. Eymundssonar, Lækjargötu 2. Ritföng og skóla-nauðsynj ar. 1 □ Ritstj.: DSjörii I*álssou cand. jur. Talsími 215. Kirkjustræti 12. Pósthólf A 41. Heima daglega kl. 4—5. Osómi. IV. Oþverra-auglýsingar. Ég held hreinlífls-mærin Ingibjörg Ólafsson hefði þótst finna feitan bragð- bita af siðspillingunni í Reykjavík, ef hún hefði lesið tölublaðið af „Vísi“, aem kom út 8. þ. m. Þar stendur nefnilega svolátandi auglýsing : „Ðáindismaður erlendur, sem leiðist, æskir eftir að kynnast gjafvaxta konu eða mey af skárra taginu, sjálfum sér og henni til dægrastyttingar. „Diskretion“ sjálfsögð. Bréflegar upplýsingar sendist til A. B., poste restante, Rvík“. Af því að stúlkan átti að vera af skárra taginu, hefir henni verið ætlað að skilja útlenzka orðið „Diskretion", sem þýðir þagmælska. Auglýsing þessi er ekkert annað en saurlífis-auglýsing. Slíkar auglýsingar eru all-tíðar í sumum blöðum í stór- borgum erlendis. Hingað til hefir slíkur ósómi ekki sézt í íslenzkum blöðum. „Vísir“ er fyrsta blaðið, sem reynir að innleiða þær hór á landi. Þessi auglýsing er með ósvífnara orðalagi, en ég minnist að hafa séð áður í slikum auglýsingum. Auglýs- andinn talar um „gjafvaxta" konu eða mey, og sýnir með því, að hann á við ógiftan kvenmann. En þar sem hann nefnir „konu eða mey“, þá lætur hann í ijós að sér sé sama, hvort hún sé óspjölluð eða ekki. Og þetta leyfir hann sér að bjóða stúlkum „af skárra taginu“. Væntanlega kann heldra kvenfólk í Reykjavík að meta þann sóma, sem þetta blað („Vísir“) sýnir þeim. Væntanlega lítur engin þeirra framar við þessu blaði, og væntanlega munu heimilisfeður sjá um, að blaðið komi ekki inn fyrir húsdyr í neinu heiðvirðu húsi, fyrri en útgefandinn lieitir því opinherlega í hlaðinu, að láta það ekki framar flytja saurlífis- auglýsingar. Það má búast við því að fólk eins og IngibjörgÓlafsson hrópiReykjavíkur- kvenfólk í ritum og blöðum út af þess- ari auglýsingu. Hún verður tekin sem vottur þess, að svo sé Reykjavíkur- kvenfólkið spilt, að slíkar auglýsingar þrífist hér; því að ekki myndu þær birtar, ef ekki væri búizt við árangri af þeim. En ég held þó 'að þetta væri harla fljótfærnisleg ályktun. Ég efa ekki, að augiýsinguna hafi skrifað ein- hver nýkominn útlendingur, sem ekki þekkir fólkið hér, og hefir ímyndað sér, að slíkur agnbiti gæti orðið veiði- sæll hér eins og í spillingu stórbæj- 1 anna erlendis. Reynslan hefir nú án efa fært honum heim sanninn um það, að slíkar veiðibrellur eru árangurslausar meðal heiðvirðra stúlkna í Reykjavík. J. Ó. ,Pukrið‘. Málgagn skilnaðarmanna, „Ingólfur", er aftur og aftur að bregða oss sam- bandsmönnum um pukur, og reyna að telja þjóðinni trú um, að samninga- tilraunir vorar í sambandsmálinu sé einhver drottinssvik eða glæpsamlegt athæfi, og dregur það einkanlega af því, að vér birtum ekki og gerum ekki að blaðamáli þau samningsatriði, sem vér erum að leita hófa um við Dani. Já, það er dagsatt hjá bróður „Ingólfi", að vér birtum ekki almenn- ingi efni eða orðalag þess, sem vór viljum að geti orðið að samningi mill- um vor og Dana. Það er satt, að vér „pukrum" með þetta, dettur ekki í hug að birta það, og dettur heldur ekki í hug að fyrirverða okkur fyrir þessa pukurs-aðferð. Þetta er ekkert undarlegt og ekkert fágætt. Það liggur blátt áfram í eðii allra slíkra samninga-umleitana, að svona verður að vera. Ef ég sendi mann fyrir mig norður i land til að kaupa þar jörð eða skíp, þá byrja ég ekki á því, að auglýsa í blöðunum, að sendimaður minn eigi ekki að ganga frá kaupinu þó að jörðin eða skípið kosti þessa eða þessa upp- hæð, og nefni til hæsta verðið sem ég vil gefa; nei, ég segi umboðsmanni mínum í trúnaði, hvað hann megi hæst fara í boðum, en segi honum jafnframt, að ég vonist til að fá betri kaup en þetta, ef þess sé nokkur kostur. Selj- andinn byrjar væntanlega ekki heldur á því, að gera heyrinkunnugt og básúna út um alt, hvað hann vilji selja jörð- ina eða skipið lægst. Setjum svo að ég mundi ekki ganga frá jörðinni fyrir 8000 krónur og að seljandinn mundi heldur láta hana fyrir 6000 krónur en að sitja með hana. Ef hann segði frá því í öndverðu, þá dytti mér ekki —= Axisturstrseti 19 ~ ■ er lirval af FATAEPNUM og tilbúnum Karl- mannafötum, yfirírökkum o. m. fl. Komið meðan nóg er til. *^HI Jón Ilallgrínisson.

x

Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.