Reykjavík

Tölublað

Reykjavík - 19.10.1912, Blaðsíða 3

Reykjavík - 19.10.1912, Blaðsíða 3
REYKJAVlK 169 EGAR að Sunlight-sápan er notuð við þvottinn, þá verður erfiðið við hann hreinasta unun. Vinnan verður þá bæði fljótt og vel af hendi leyst, þið þurfið ekki að vera hræddar við að þvo jafnvel hið finasta tau, ef þið notið Sunlight-sápuna. UNLIGHT SÁPA mm Bókinni íylgir eftirmáli, ritabur af Guðmundi Finnbogasyni, doktor i heim- speki, og endar hann með þessum fal- legu orðum : „Ég fyrir mitt leyti væri þakkiátur fyrir það, ef þeir menn sem draumspakir eru, eða fengið hafa vitr- anir á annan hátt, vildu skýra mér frá reynzlu sinni, einkum ef þeir hafa sagt öðrum frá henni um leið og þeir fengu hana, og geta vottfest það. Mundi ég reyna að gjöra úr því efni, þó ekki væri nema lítinn stein í- þann sjónarvarða, sem mennirnir eru nú að reisa, til að skygnast yflr hin svefni kringdu undralönd sálarlífsins". Draumunum mun verða vel tekið, eins og þeir eiga fyllilega skilið. Og gleðilegt er til þess að vita, að pró- fessot í guðfræði og doktor í heimspeki skuli birta viðbætir og eftirmála, svo úr garði gjörða, sem þessir eru, við bók slíks efnis. Annað eins mundi ekki hafa getað átt sér stað hér á landi, fyrir 10 árum, svo ekki sé farið lengra aftur í tímann. En þoku kreddu- blindninnar og bókstafstrúarinnar er smátt og smátt að létta, sem betur fer. Bárður. Húsbruni. Menn meiðast. Aðfaranótt fimtudags kom upp eldur í húsi þeirra bræðra Sturla og Frið- riks Jónssonar, kaupmanna, við Hverfis- götu. Fólkið í húsinu komst með naumindum út fáklætt. Þau mæð- ginin frú Sigþrúður Friðriksdóttir og Friðrik Jónsson meiddust. Eldsins varð vart klukkan að ganga 4 um nóttina. Stóð þá brátt alt húsið niðri í björtu báli. Fólkið svaf uppi og varð ekki komist niður stigana. Þeir bræður leituðu útgöngu út á svalir hússins, og móðir þeirra, ftú Sigþrúður. Var hún Játin síga ofan í lökum, en þau biluðu áður en hún kom niður; meiddist hún þá eitthvað við fallið og var flutt í hús Jóns bæjarfógeta Magn- ússonar, tengdasonar síns, sem þar er skamt frá. Var henni þá orðið kalt, en hún kona á níræðisaldri. Andaðist hún þar næst.a morgun klukkan 9. Það er haft eftir lækni, að meiðsli hafi ekki orðið orsök að dauða hennar, heldur hafi henni orðið svo mjög um þenna atburð. Friðrik Jónsson leitaði niður af svöl- unum, en skar sig þá allmikið í lóf- ann á rúðubroti, og brendi sig líka. 2'j88 Sturla bróðir hans komst niður án þess að sakaði. Um þetta leyti var fólk komið að, og var þá reistur stigi upp að húsinu, og þeim bjargað, sem eftir voru inni. Slökkviliðið kom að síðar, og stóð þá húsið alt í björtu báli. Það var auðvitað ekki viðlit að bjarga húsinu úr því sem komið var, en þó tókst að slökkva eldinn von bráðar, og hrundu útveggir aldrei til fulls. Það er mælt, að það hafi aukið mjög eldinn, að gas lá inn i húsið. því að þegar pípurnar tóku að bráðna, stóðu langir eldlogar út úr þeim víða, en ekki hægt að loka fyrir það, fyr en höggin var upp jörðin ofan að gas- pípunni og hún skorin sundur. Segja menn, að nú komúþað í ljós, að gajji sé á gaslagningu í bænum, þar sem ekki sé til „stopphanar" fyrir utan húsin, eins og á sér ^tað um vatns- veituna. Þannig hagar til í útlendum bæjum, svo sem til dæmis í Kaup- mannahöfn. Húsið var vátrygt, svo sem önnur hús hér í bæ og innanstokksmunir vá- trygðir fyrir 8,000 kr. að sögn. Var það hvergi nærri nóg, svo þeir bræður hafa beðið mikið eignatjón við brun- ann, auk þess, sem þeir hafa látið marga ómetanlega gripi. Ekki vita menn enn neitt um upp- tök eldsins, og er verið að halda próf um það bæði í dag og í gær. Það gerir Jón Hermannsson skrifstofustjóri. Menn þykjast þó hafa komist að raun um það, að eldurinn hafi byrjað í norðanverðu húsinu niðri. Árbók Háskólans. Fyrsta árbók Háskólans er komin út, og prýðilega úr garði gerð. Er þar fyrst drepið á sögu Háskóla- málsins, og sagt frá stofnunar-hátíð hans; ræða rektors Háskólans (B. M. Ó.) við það tækifæri er þar prentuð, svo og kvæði Þorsteins ritstj. Gíslasonar. Kemur svo yfirlit yfir störf Háskólans á þessu fyrsta ári hans. Um afstöðu hans út á við má geta þess, að auk þess sem hannfékk boð og þáði um að senda mann til að vera við aldarafmæli Háskólans í Kristjaníu, þá fékk Háskólinn í sumar boð frá Rice Institute í Houston í Texas um að senda mann til stofnhátíðar sinnar 10—12 Október. Er boðsbréfið hið skrautlegasta. Enginn var sendurhéðan, sem vonlegt var. Þá eru í bókinni Háskóla-lögin og innlendar og útlendar. H ÆIIZTJ H =------------------ - Pappir og Ritföng. — Watermans-sjálfbiekunga. Þetta kaupa allir í Bókaverzlun Sisfúsar Eymnndssonar Lækjargötu 3. lögin um laun Háskóla-kennaranna, og auk þess ýms önnur skjöl, svo sem t. d. erfðaskrá prófessors Finns Jóns- sonar, þar sem hann gefur Háskólan- um eftir sinn dag alt bókasafn sitt. Loks fylgir bókinni Stíifs saga, og er hér gefin út í fyrsta sinn, eftir hand- ritum. Hefir prófessor Björn M. Olsen búið hana undir prentun. Er hér fundin hin sérstaka Stúfs saga, sem Stúfs- þáttur er ritaður eftir, sá sem flétt- aður er inn í Haraldssögu hins harð- ráða. Söguna telur próf. B. M. Olsen vafalaust eldri og réttari en þáttinn, enda skýrast ýmisleg orðatiltæki í þætt- inum þegar sagan er lesin. miklar birgðir nýkomnar. Bæjarins besta úrval. Síuría cJónsson. llr bréfi úr Álftafirði eystra. .... Fátt ber vanalega til titla og tíðinda héðan úr hreppi; lífið líður áfram þetta sinn vanagang, og fátt verður til að trufla værðina. Á póli- tík vil ég ekki minnast, fæst orð hafa minsta ábyrgð. Þó vil ég geta þess, að alment hér gjöi-a menn sér vonir um, að smátt og smátt fari að breyt- ast eitthvað til batnaðar, úr því vor liprasti samningamaður og eindregnasti föðurlandsvinur, H. H., aftur komst í ráðherrasætið. Þær vonir mega heldur ekki bregðast, ef vel á að fara. Tíðarfarið í sumar kalt, en þurt; heyfengur í betra meðallagi hér víðast í hrepp.-----■— Nöfn o*»' nýjungar. Fypiplestrar um ísl. bókmentasögu. Fyrirlestrar próf. B. M. Olsens um bókmena- sögu íslands byrja kl. 5 í dag. Látinn er i Washington Island í Banda- rikjunum Jón Gislason kaupm. frá Selalæk. Hann mun hafa verið einhver fyrsti íslenzkur landnemi er fór vestur um haf. Fór þangað um 1870. Hann var bróðir séra ísleifs Gíslasonar. Kipkjur á íslandi. Þær eru samtals 277. Þar af eru 247 timburkirkjur. Stein- kirkjur eru 22 að tölu, 17 nýbygðar. Torf- kirkjurnar eru 8, og eru þessar: Á Norðurlandi : Víðimjrarkirkja i Skagafirði. Árbæjarkirkja. Saurbæjarkirkja í Eyjafirði. Á Austurlandi: Víðirhólskirkja á Fjöllum. Brúarkirkja á Jökuldal. Húsavikurkirkja. Hofskirkja í öræfum. Sandfellskirkja í öræfum. Göngustafir nýkomnir. Sturla Jónsson. o H/F(Sápuhúsið o Austurstræti 17, margar tegundir pússneskar cigapettup nýkomnar. Óvenju ó d ý r a r. Keyfengup á norðuplandi. Úr bréfi úr Húnavatnssýslp. Tíðin hefur verið góð hjer norðanlands í sumar að undanskildu hretinu í byrjun Ágústmánaðar. Þur en heldur köld. Grasspretta var tæplega í meðallagi, en nýting á heyjum hin besta, svo að heyíengur manna mun vera með allra besta móti. Hjer í Húnavatnssýslu voru menn víða búnir að slá upp engjar sínar fyrir göngur og margir þá búnir að þekja hey sín og gera upp að þeim. Karlmanna- fatnaðir, mörg hundruð, komu nú með »Ceres«. Stærsta úrval bæjarins. V etr arfrakkar og Jakkar. Hvergi eins ódýrt. Síurla Sónsson. Sigupðup skáld Jóhannesson. Hann kom hingað til bæjarins með .Vestu siðastl. hefur verið á ferðalagi um Norður- land seinni partinn í sumar. Hann fór hjeðan með Austra skömmu fyrir lok ágúst- mánaðar til Akureyrar ’og hitti þar góða og gamla kunningja sína. Hann fór inn í fjörð- inn og segist hafa komið þar á það mesta myndarheimili sem hann haldi að til sje á íslandi, en það er á Grund hjá Magnúsi kaupmanni Sígurðssyni. Frá Akureyri fór hann til Sauðárkróks og hafði þar nokkurra daga viðdvöl og ferðaðist þar lítilsháttar um Þaðan vestur í Húnavatnssýslu og dvaldi þar lengstum, er hann þar frændmargur og vinmargur og ferðaðist milli góðbúanna. Segir hann menn þar alstaðar hafa borið sig á höndum sjer, og biður hann blaðið færa skyldum og vandalausum innilegustu þakkir fyrir viðtökurnar. Sigurður hefur í hyggju að halda heimleiðis vestur um næstu mánaðamót. Skófatnaður, afarvandaður og ódýr, margar tegundir. Nýtt með hverri ferð. Mikill afsláttur. Stnrla jónsson. Bpuni. í vikunni brann hús Olgeirs Júlíussonar bakara á Siglufirði, var óvátrygt að sögn.

x

Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.