Reykjavík

Issue

Reykjavík - 19.10.1912, Page 2

Reykjavík - 19.10.1912, Page 2
I 168 í hug að bjóða honum hærra en 6000 krónur, og ég mundi íá jörðina fyrir það. En ef ég segði frá því fyrir fram, að mér væri svo mikill hugur á jörð- inni, að ég gengi ekki frá henni fyrir 8000 krónur, þá er auðvitað að selj- andi léti hana ekki fara fyrir minna. Það væri blátt áfram óvita-æði af hvorum málsaðila um sig, að láta ýtr- asta boð sitt uppi fyrir fram. Svona er það í viðskiftum einstakra manna. Og alveg er eins milli þjóða og ríkja. Það er altítt, að tveim ríkj- um ber eitthvað á milli, ogreynaþau þá ávalt að jafna ágreining sinn með samningi. Þau senda umboðsmenn hvort af sinni hendi, til að reyna að komast að friðsamlegum samningi. Hvort ríkið um sig leggur þá fyrir sinn umboðsmann, hvað hann skuli gera og hvað hann megi gera. En aldrei hefir nein þjóð enn verið svo vitlaus, að tilkynna fyrir fram hinum samnings- aðilanum, hvað hún haíi lagt fyrir sinn umboðsmann. Takist samningar ríkj- anna milli, milli umboðsmanna þeirra, þá er samningurinn á eftir lagður fyrir löggjafarþing hvorrar þjóðar um sig, svo að hvort þingið um sig geti stað- fest hann eða hafnað honum. Þessa aðferð höfum við sambandsmenD í samningum vorum við Dani. Að birta umboð, það sem vér veitum ráðherra vorum til samninga, væri blátt áfram til að spilla öllum samningum, svo að annaðhvört yrði ekkert úr þeim, eða vér yrðum að ganga að rýrari kostum en ef tii vill ella mundi. Það er því alls ekki auðið að birta almenningi einstök atriði samnings- umleitana vorra. Og alþýða á heldur enga heimting á því. Fyrir íjölmennis- ins sakir eins, þó að ekkert væri ann- að, er alþýða hverrar þjóðar alveg óhæf til að fara með slíkar málaleit- anir. En á hinu á hún fullan rétt, að samningurinn sé fyrir hana lagður, þá er orðalag hans er fullgert, og að þjóð- in sjálf fái að greiða atkvæði um hann, til þess að staðfesta hann eða hafna honum. Þetta veit hver maður, sem nokkuð þekkir til stjórnmála, og þetta getur hver alþýðumaður skilið, þegar honum er bent á, hvernig í málinu liggur. Ég er hræddur um, að „Ingólfi” og hverjum öðrum verði skotaskuld úr því, að benda á nokkra aðra skynsam- lega og færa leið í samningum þjóða á milli. J. Ó. Grikkir innlima Krítey. Kböfn, 15. Okt. 1912. Orikkland lieiir lýst pvi yfir að það hafi innlimað Krítey. — ófriður i raun og veru byrjaður. Roosevelt særður. JRoosevelt sœrður í brjóstið af jafn- aðarmanni. — Sárið ekki banvænt. Friður saminn og ófrið- ur hafinn. Khöfn, 18. Okt. 1912. Bráðábirgða-friðarskilmálar milli Tyrkja og ítala hafa verið undir- skrifaðir. Tyrkland hefir sagt hinum Balkan- rikjunum stríð á hendur. — Búmenía situr hjá. REYKJAVÍK var fædd 19. Marz 1830 í Búðardal, dóttir Friðriks prests í Skarðsþingum (d. 23. April 1894) Eggertssonar prests í Skarðsþingum (d. 24. Júlí 1846) Jóns- sonar. Móðir síra Friðriks var Guð- rún dóttir Magnúsar sýslumanns Ket- ilssonar, en kona hans og móðir frú Sigþrúðar var Arndís dóttir Péturs prófasts á Staðarstað (d. 9. Febr. 1837) Péturssonar. Frú Sigþrúður ólst upp hjá foreldrum sínum, þar til að hún gift- ist 1856 Jóni Péturssyni, er síðar varð dómstjóri landsyfirdómsins, og voru þau saman í 40 ár, þar til er hann and- aðist 16. Jan. 1896. Þau hjón eign- uðust 6 börn, sem öll eru á lifi: Arn- dís kona Guðmundar Guðmundssonar héraðslæknis í Stykkishólmi, Þóra koDa Jóns bæjarfógeta Magnússonar, Friðrik og Sturla kaupmenn í Reykjavík, Elin- borg ógift og Sigríður kona Geirs Sæ- mundssonar vígslubiskups á Akureyri. Jón Pétursson var ekkjumaður, þá er hann kvongaðist Sigþrúði og átti 4 börn kornung, og gekk frú Sigþrúður þeim í móður stað og lét þeim sama ástríki í té og sínum eigin börnum. Eftir lát manns síns' bjó hún með son- um sínum, er sýndu henni frábæran kærleika og umhyggju. Bygðu þeir mjög vandað hús, og leið henni þar ágætlega, enda var hún — þó öldruð væri — glaðvær og framtakssöm og öllu góðu unnandi. Hún var mjög ern og hélt fullum sálarkröftum alt til ævi- loka. Aðfaranótt 17. þ. m., þegar hinn sorglega atburð bar að höndum. að hús þeirra brann, varð henni bjargað út um glugga lítt klæddri og varð kalt, og fékk hún hægt og rólegt andlát um kl. 9 um morguninn í húsi Jóns bæjar- fógeta. Frú Sigþrúður var mesta at- gervis- og ágætis-kona. Ástrík og um- hyggjusöm manni sínum og börnum, enda unnu þau henni mjög, og áttu börn hennar og vaDdamenn jafnan bezta at- hvarf þar sem hennar naut við. Sjúk- um og nauðstöddum líknaði hún jafn- an, og var hvers manns hugljúfi, er þektu hana. Hún var íríð kona og greind, stilt og yfiriætislaus. Hún var hyggin kona og ráðdeildarsöm og guð- elskandi, og var heimili hennar sann- kallað fyrirmyndarheimili í hvívetna. J. Ritfregn. Saga Natans Ketilssonar og Skáld-Rósu. Kituð eftir beztu heimildum og skilríkjum af Brynjúlfi Jónssyni frá Minna- Núpi. Kostnaðarmaður Sigurð- ur Kristjánsson. Höfundurinn segir það um tildrög þess að hann ritaði sögu þessa, að hann hafi komist yfir brot af Natans- sögu eftir Tómas Guðmundsson á Þverá í Vesturhópi. Bar því í ýmsum at- riðum eigi saman við Natans-sögu Gísla Konráðssonar, sem prentuð hefir verið. Út af þessu tók söguritarinn að leita upplýsinga og spyrjast fyrir og fékk þá svo margar leiðréttingar og viðauka, að hann taldi þess þörf að skrifa nýja sögu. Það er og íull-víst, að Natans-saga Gísla Konráðssonar hefir eigi verið sem ábyggilegust, og einkum gert Natani rangt til. Gísli hafði aðallega munnmæii í Skagafirði til að styðjast við, og mun hann hér sem endrarnær hafa orðið fyrir allmiklum áhrifum af Jóni Espólín, en hann var hatursmaður Natans. Tómas á Þverá var ættaður úr bygðarlagi Natans, og stóð því miklu betur að vígi til þess að geta hermt rétt frá. Enda þekkir Tómas ekki ýmsar þær sögur er Gísli hermir, og gert hafa Natan svo skugga- legan í augum almennings, svo sem sagan um nafnvitjun kölska til móður Natans, áður en Natan fæddist.. Brynjúlfur hefir fylgt sögn Tómasar í aðalatriðunum og að öðru leyti farið eftir sögusögnum gamalla manna, er ýmist sjálfir mundu atburðina eða höfðu sjónarvotta að sögumanni. Virðist hann hér sem endrarnær vera vandur að heimildum. Þó verður það eigi séð að hann hafi notað réttarbækur Húna- vatnssýslu frá þessum tíma, þær eru nú í Landsskjalasafninu og ættu að geta gefið upplýsingar um ýms atriði sögunnar. í lögreglu-þingbók Húna- vatnssýslu er t. d. réttargjörð sú, er fram fór er þau Friðrik og Agnes voru tekin af lífi. Hér skal ekki farið út í að rekja einstök atriði sögunnar. Sjálfsagt er rétt hermt frá í öllum aðalatriðum. Þó heíir fróður maður sagt mér að rangt sé sagt frá veru Rósu á Ketils- 'stöðum hjá Páli amtmanni. Hún hafi eigi komið þangað fyr en eftir að Páll var giftur, og er þá sagan um það er Rósa fékk vitneskju um giftingu Páls þjóðsaga. Vísuna „Ég að öllum háska hlæ“ eignar BryDjúlfur Rósu. Má vel vera að það sé rétt, og er vísan ekki ólík því að vera eftir Rósu. En vana- lega hefir hún verið eignuð Níelsi skálda, og þá höfð nokkuð á annan veg. í skófatnaðarverzlun Jóns Stefánssonar Laugaveg 14 gerast þau beztu kaup, sem hægt er að fá í bænum. T. d.: Kvenstígvjel á 5 kr. Karlm.stígvjel á 6 kr. 50 a. Um efni bókarínnar er það að öðru leyti að segja, að hún skýrir frá æfi- ferli karls og konu, sem bæði voru svo ólík öðrum mönnum, að um þau sköpuðust þjóðsagnir þegar í lifanda lífi þeirra. Enda varð æfi þeirra hvors um sig svo viðburðarík, að slíkt er eigi að undra. Natan hefir verið bráð- gáfaður maður, og vel að sér ger um margt. En jafnan er eitthvað skugga- legt í fari hans, og almenningsálitið leggur þann dóm á hann, að hann sé illmenni, og sjálfur sýnist hann hafa verið líkrar skoðunar. Samt gægist víða fram gófuglyndi hans 1 sögnum þeim, er af honum ganga. A.ð almenn- ingsálitið samt hafi eigi verið að ástæðulausu sýnir t. d. framkoma hans við þær Rósu og Agnesi. Rósa hefir verið afburðakona. En það er eins og ógæfan elti hana altaf, o£ alt sem hún gjörir, og þá fyrst og fremst ástir hennar, verði henni til bölvunar. Alt líf hennar er ein samhangandi barátta, og þó að hún hafi „hrasað“, sem sagt er oftar ep einu sinni, er ekki hægt annað en að bera virðingu fyrir henni, þegar maður skilur við hana í sögu- lokin. Yísur hennar eru margar í bók- inni. Þær eru margar á hvers manns vörum enn, og verða sjálfsagt lengi, enda eiga þær það skilið. Bókin er skemtileg aflestrar, og vel rituð, eins og alt sem Brynjúlfur frá Minna-Núpi lætur frá sér fara. Er V erzlun Guðrúnar Jónasson Aðalstrœti 8. Bezt, fjölbreyttast og ódýrast SÆLGÆTI og ÁVEXTIR í bænum. Alls þrifnaðar gætt við afgreiðsluna. ekki hætta á að bókin nái eigi alþýðuhylli. Onúpr. Hermann Jónasson : Draumar. Rvík. 1912. Það mun, ef til vill, þykja nokkuð mikið sagt, og verða sumum „þyrnir í augum“, að bók þessi, sem prentuð er fyrir skemstu, sé máske langmerk- asta bókin, sem út hefir komið á ís- lenzku um mörg ár, enda er hún alveg ein í sinni röð. Höfundurinn, Hermann Jónasson, er þjóðkunnur, bæði sem búnaðarskóla- stjóri á Hólum í Hjaltadal og alþingis- maður. Og allir, sem kynst hafa hon- um persónulega, vita að hann er skarp- gáfaður, víðlesinn og vel að sér, og sér- lega vandaður maður. Engum, sem drauma þessa les með athygli og skynsamlegri íhugun, getur dulist það, að Hermann sé, í mjög ríkum mæli, gæddur þeirri gáfu, sem nú er algengast nefnd „miðilsgáfa“. Og ef hann hefði, á unglingsaldri, orðið á vegi þeirra manna, er reyna að graf- ast eftir leyndardómum sálarlífsins, þá er enginn efi á því, að þessi óvenju- lega mikli hæfileiki hans hefði orðið þeim hinn mesti fengur, og um leið mikilsvert spor áfram í áttina að ráðningu gátunnar miklu — tilveru eftir dauðann. Allur blærinn á frásögn Hermanns ber það með sér, ljóslega og tvímæla- laust, að hér er ekki um skröksögur að ræða, eða skáldsögur. Honum hefir í raun og sannleika, birst eða vitrast það, sem hann segir frá, enda það, sem hann hefir dreymt, og hægt hefir verið að ganga úr skugga um, reynst rétt og ábyggilegt í vökunni. (Sbr. „Að Hólum í Hjaltadal". „Ær með bráðafári". „Kola“. „Sauðaleitin“ o.fl.). Mörgum, sem bók þessa lesa, mun þykja draumurinn, eða vitranin um Njálu, merkilegastur allra draumanna, og má vel vera að svo sé. En hann er þó sá draumurinn, sem þeim, er vefengja vilja, mun veita hægast að vega að, sakir þess að ómögulegt er að sanna gildi hans með ómótmælan- legum rökum. En svo er aftur á móti með hina draumana eða vitranirnar. Þeir hafa ræzt svo bókstaflega á skömm- um tíma, að ekki verður mótmælt gildi þeirra, enda verða þeir, miklu fremur en Njáludraumarnir, þúfan, sem veltir þunga hlassinu í huga mínum. Þá er viðbætirinn við bókina ekki veigaminni, en það er bréf frá Her- manni til Haraldar Níelssonar, pró- fessors, skrifað í Ólafsvík 2. Júní 1912; enda segir prófessorinn „margt í því svo einkennilegt og merkilegt", að hann telji réttast að birta það, að mestu, jafnframt bókinni. o H/F Sápuhúsið o Austurstræti 17, A1I8 konar sjúkraáhöld. Afar ódýr. — Mikið úrval.

x

Reykjavík

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.