Reykjavík

Ataaseq assigiiaat ilaat

Reykjavík - 23.11.1912, Qupperneq 1

Reykjavík - 23.11.1912, Qupperneq 1
I 1R k \ a v t ft. Laugardag 33. Nóvember 1912 XIII., 40 Ritstj.: Björn Pálsson cand. jur. Talsími 215. Kirkjustræti 12 Pósthölf A 41. Heima daglega kl. 4—5. plgarar jara halloka. TyrKir hafna f'riðarKostum. Símad í gœrkvötdi frá K.höfn: Friðarkjör Balkanrtkjanna: Tyrk- ir haldi að eins Konstantinopel með nágrenni. Tyrkir þverneita því. Búlgarar fara halloka við Tscha- taldja. Frá ófriðnum. Það sem gjörst hefir um miðjan þennan mánuð á ófriðarstöðvun- um, er að mestu myrkri hulið. Búlgarar hafa sezt um Tschataldja- vigin, eins og getið var um í síð- asta blaði, og hafa orustur verið háðar þar á hverjum degi. Ensk blöð frá 15. þ. m. segja að Búlg- arar hafi brotist inn yfir viggirð- ingarnar á einum stað, og hafi tekið þorp sem ekki er nema 21 enska mílu frá Miklagarði. En allar fréttir þaðan munu þó vera miður áreiðanlegar. Tyrkir munu þó að einhverju leyti hafa rekið af sér sliðruorðið, og veitt viðnám bak við víggirðingarnar. En Búlgarar ef til vill fáliðaðir að taka vigin með áhlaupi, og munu þeir því bíða eftir bandamönnum sínum, bæði Grikkjum og Serbum. en færð slæm vegna rigninga, og seinkar það austurför liðsins. Annars er talið líklegt að ekki verði langt að bíða, að sambandsþjóðirnar taki Konstantínópel. Mælt er að soldán sé viðbúinn að flýja yfir til Asíu fyrirvaralaust. Um Adrianopel hafa margar sögur gengið, sagt þvi nær á hverj- um degi, að borgin sé unnin. Síðasta fréttin sú, að þráðlaust samband við Miklagarð væri nú slitið. Sagt er og að mjög þrengi nú að setuliðinu þar vegna vista- skorts og veikinda, Mikið er rætt um viðsjár þær sem eru með Serbum og Austur- ríkismönnum út af sigurvinningum Serba í Albaníu. Vill Austurríki fyrir livern mun varna Serbum að ná á sitt vald hafnarborgum við Adriahafið. En Englendingar, bTakkar og Rússar á bandi Serba gegn þrívelda-sambandinu, Austur- ríki, Þýzkalandi og Ítalíu. Telja menn því víst að draga muni til Evrópu-styrjaldar af misklíð þessari. Fregnin um að Búlgarar hafi farið balloka kemur mönnum næsta á óvart, enda ekki ólíklegt að hér sé einungis um það að ræða, að þeim hafi ekki tekist að ná Tschataldja með áhlaupi. Og ef að líkindum ræður, munu Tyrkir ekki fá rönd við reist þegar allur her sambandsþjóðanna er kominn austur þangað. Uppþot í enska þinginu. Fnndi Irestað. Stjórnin enska hefir ekki viljað una við ósigurinn í atkvæðagreiðslunni, sem getið er um á öðrum stað í blaðinu. Tveim dögum síðar kom hún fram með tillögu um, að viðaukatillaga sú er íhaldsmenn komu að, skyldi feld úr gildi — Bonar Law bað úrskurðar forseta um, hvort löglegt væri að bera upp svo lagaða tillögu. og kvað forseti það heimilt. Þegar ræða átti þá tillögu daginn eftir komst alt í uppnám í þinginu. Stjórnarandstæðingar tóku að æpa og hrópa, svo enginn gat talað. Forsætis- ráðherrann kölluðu þeir „svikara" og öilum illum nöfnum, og loks lenti í hálfgerðum áflogum. Kastaði þá einn af þingmönnunum frá Ulster bók í höfuðið á Churchill flotamálaráðherra. Lauk svo að fundi var frestað til næsta dags. Voru viðsjár með mönnum næsta dag, er á þingfund kom, þó bað sá afsökunar og fyrirgefningar sem kastað hafði bókinni í Churchill. En er um- ræður áttu að byrja f>að forseti sér hljóðs, og stakk upp á, að umræðum um þetta mál væri frestað til mánu- dags, en þetta var á fimtudag. Var það samþykt, og er talið líklegt í enskum blöðum 15. þ. m. að flokk- arnir finni eitthvert ráð til að jafna deiluna. Þykir líklegasta lausnin, að fjármálaákvæði heimastjórnarfrum- varpsins verði vísað aftur til nefndar, og komi svo þaðan í þeirri mynd, sem stjórnin vill vera láta. íhaldsmenn þykja hafa gjört fiokk sínum mikla hneysu með ólátunum í þinginu. Jlóbels verðlaun. Khöfn, 20. Nóv. 1812. Gerliart Hauptmann fœr Nóbels verðlaun. \ * i * * Það eru bókmenta-verðlaunin, sem hér er átt við. Hauptmann er mesta leikritaskáld Þjó.ðverja, sem nú er uppi. Einkasöluleyfí á steinoliu. Nýlega var rætt um það á fundi í „Fiskiveiðafélagi íslands" hvort æski- legt væri fyrir félagið að sækja um einkaleyfi til steinolíusölu samkv. lög- um síðasta þings. Voru menn á þvít og var samþ. svohijóðandi tillaga: „Fundurinn samþykkir að stjórn Fiskifélagsins sæki til landsstjórnar- innar um einkaleyfi fyrir félagið til steínoliusölu hér á landi, samkvæmt steinolíulögunum, og að stjórn félags- ins haldi áfram að undirbúa málið, bæði hér í bænum og út um landið. "V erltf alliÖ er leikrit það skýrt, sem Leikfélag Reykjavíkur sýndi í gærkveldi. í þetta sinn skal að eins skýrt frá efni leiksins, en ekki dæmt um hvernig hann er af hendi leystur. Tvær eru ættir þær, sem þar leiða hesta sína saman, verksmiðju- eigandi Brandt og hans fólk öðru megin, Hansen dyravörður og hans fólk hinumegin, heldrafólkið og alþýðan. Þó fylgist hvorug ættin að öllu leyti að, því annar sonur verksmiðjueigandans, guðfræðing- urinn Haraldur Brandt, fylgir mót- stöðumönnum ættar sinnar að vissu leyti að málum, en hinsvegar er annar sonur' Hansens, Ferdínand veitingamaður, með öllu ósam- þykkur bróður sínum Lúðvig, en hann er það, sem reynir að koma verkfallinu í tramkvæmd. Lúðvig sonur Hansens er forstjóri á verk- smiðju Brandts og hefir verið sett- ur til menta af honum, en er eld- heitur jafnaðarmaður og gætir lítt stillingar. Án þcss að skýra stétt- arbræðrum sinum frá fyrirætlunum sínum, sem eru að koma Brandt á höfuðið, svo erfiðismennirnir geti sjálfir eignast verksmiðjuna, fær hann til þess að hætta allri vinnu, en til þess að verka- = Kajjitín. =- Altaf nægar birgðir hjá Sveini Jónssyni, Templarsundi 3. Reykjavik. Kostar aðeins 80 aura pundið. i pd. af Kaffitíni jafngildir i pd. af brendu og möluðu kaffi á 1,20—1,30 pd. og '/2 pd. af export á 0,25. Það er því um 70 aura sparna^Sur á pundinu. Og það sem mestu varðar: Kafitínið er holl- ur og nærandi drykkur og alveg skaðlaus fyrir alla — unga og gamla. Einka-umboðsmaður á íslandi: Sveinn M. Sveinsson, Hafnegade 47'. Kaupmh. mennirnir geti notið styrks af fé- lagssjóði stéttarbræðranna meðan á verkfallinu stendur, þarf almenn- ur fundur þeirra að lýsa þvi yfir, að verkfallið sé réttmætt. Þetta mis- tekst fyrir Lúðvíg, sumpart vegna þess að hann leynir alla fyrirætl- unum sínum, sumpart vegna þess að hann er svikinn af foringja einum í verkmannaflokkinum, Dr. Schmidt, er virðist vera auðsveipt verkfæri í hendi manns, konsúls Warrens, sem ástfanginn er í dótt- ur Brandts, Mariu. Höfundurinn hefir húið Lúðvíg ýmsum kostum, en samt sem áður eru tvö lýti í fari hans, sem gerir það að verk- um, að tæpast ei* hægt að hafa samhug með honum. Það fyrst og fremst, að þótt honum sé vel við Brandtsfólkið, þá svikst hann að þvi, þegar verst gegnir; það annað að ekki er unt að sjá annað, en verkfallið, þrátt fyrir skýringu hans á ástæðunum til þess, eigi rót sína að rekja til þess, að hann var og er eflauststöðugt er ástfanginn í Maríu Brandt, en sér eða þykist sjá, að þeim ráðahag geti hann ekki náð. |xm., 40 íeikjél. Reykjavíkur. eftir Edgar Hoyer. sunnudaginn 21. Nóv., kl. 8 síðd. í Iðnaðarmannahúsinu. Því fremur er atferli Lúðvígs ógeð- felt, sem bæði frú Brandt, gömul, þýð og góð kona, María dóttir henn- ar, ung og indæl stúlka og Harald- ur Brandt, öll koma hvert öðru betur fram við Lúðvíg og fara að honum jafnvel bónarveg. Sá eini af þeirri ætt, sem verðskuldar og að eins örlitið afsakar framkomu hans, er hinn Brandts sonurinn, lögregluforingi, Eiríkur Brandt. — Öðru máli er að gegna um bróð- ur Lúðvígs, Ferdínand. Hann er í framkomu sinni svo miklum göll- um og lýturn lostinn, að slíkra manna félagsskap firrast flestir góð- ir menn. Hann er glysgjarn, íburð- armikill úr hófi og ósmekkvís, ó- vandur að þvi hvernig hann fer að græða fé af öðrum, en þó alls ekki þjófur, eftir því, sem hann lítur á það mál, og siðsemin i með- allagi. Samt sem áður er hann bjartagóður og bljúgur í lund; ó- hræddur við að leggja sjálfan sig i sölurnar, bæði fyrir bróðir sinn og foreldra sina. Á frummálinu er leikrit þetta kallað: »Hansens bræðurnir«; virðist því það hafa vakað fyrir höfundinum engu síð- ur að lýsa þessum manni, en Lúð- víg, þótt þráðurinn sé allur um þann siðari spunninn og örlög Ferdínands líði hjá i svipmyndum úr svall-lífi stórbæjanna (sbr. 3. þáttinn) enda er hann lífæðin í þessu leikriti. Ýmsir koma aðrir til sögunnar, en þeir, sem nefndir hafa verið, en ekki sýnist neinum vera það ofætlun að skilja þeirra afstöðu. Ekki verður leikrit þetta skoðað sem rökstuddur dómur um órétt- mæti jafnaðarmenskunnar, til þess er það of einhliða árásá verkamenn- ina, öllu heldur ber að skipa þvi i flokk með alþýðuleikritum, er sýna ýmsa viðburði og svipmyndir úr lifi mannanna. Lýsing höfundarins á hinum ýmsu persónum leiksins er mjög greinileg, svo að enginn er öðrum líkur og það á þetta leikril sameiginlegt með öðrum leikritutíi sama höfundar. Edgards Höyers, að það fer eða getur farið vel á leiksviði. Um hvernig leikendum tókst að leysa starf sitt af hendi verður síðar tækifæri að minnast á, en um leiktjöld og útbúnað er óhætt að fullyrða að ekki verður með neinni sanngirni krafist frekara. Strandferdirnar næsta dr hefir Sameinaða gufuskipafélagið tekið að sér samkv. samningi við raðherra vorn. Fréttin barst hingað i skeyti til stjórnarráðsins á þriðjudaginn var.

x

Reykjavík

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.