Reykjavík

Tölublað

Reykjavík - 14.12.1912, Blaðsíða 3

Reykjavík - 14.12.1912, Blaðsíða 3
REYKJAVlK 205 Glaðlyndi og ánægja eru samfára notkun Sunlight sápunnar. Eins og sols- kinið lýsir upp og fjörgar náttúruna, eins gjörir Sunlight sápan bjart yfir erfiði dagsins. SUNLIGHT SÁPA "* __ 2'240 Kvikmynd, sem mjög bráðlegra yerðnr sýnd í Gamla Bíó. 1. mynd. Skrifstefa almennings. Kon- súllinn situr í stólnum við skrifborðið. Biblían liggur opin fyrir framan hann, og stór flaska — Hklega blekflaska — stendur á borðinu. Fyrir ofan skrifborðið hangir í dökkri umgjörð allstór mynd af sóknarnefnd Reykjavíkur. Nefndarmennirnir eru mjög meðhjálparalegir útlits. Þeir eru búnir í svarta lafafrakka með hvítar slaufur og lianzka, nýgreiddir og sleikt niður hárið. 2. mynd. Barið að dyrum. Inn kemur •maður nokkuð lotinn í herðum, kiðfættur og goggslegur í framan. Það er Samson. Hann er með handrit í hendinni. Jafnskjótt og hann rekur nefið inn fyrir dyrnar, snýst myndin af sóknarnefndinni við. Konsúllinn lokar biblíunni, stendur upp og leiðir Sam- son til sætis. Samson kemur auga á blek- fiöskuna, þrífur hana og teiga/ drjúgum úr heiini. Þegar hann tekur liana frá munn- inum stendur blár loginn út úr honum. Konsúllinn tekur handritið og les það. Að því búnu klappar hann Samson á öxlina og stingur að honum dal. Svo réttir hann Samson blekflöskuna. Hann teigar og blái loginn gýs aftur upp úr kokinu á honum. Samson fer. 3. mynd. Konsúilinn einsamall. Hann setur blekflöskuna undir borðið, opnar bibiíuna og snýr myndinni aftur við. 4. mynd. Ástvaldur kemur inn. Hann hlammar sér niður í hægindastól og þurkar svitann af enni sér með stórum rauðdröfn- óttum vasaklút. Konsúllinn lítur ekki upp úr ritningunni. Innskotsletur. Nú er ég búinn að hendast um bæinn þveran og endilangan í samfleytta níu daga og hefi fundið þrjátíu og sex hneyxlanleg. Við verðum að útvega sannanir í nótt. Konsúllinn stendur upp, hægt og með hátíðlegu yfirbragði. Hann gengur að Ást- valdi, leggur báðar hendur sinar á höfuð honum og blessar hanu. Síðan blessar Ást- valdur konsúlinn, en hann krýpur á meðan niðurlútur og með handleggina krosslagða á brjóstinu. Ástvaldur kveður og fer. Tveggja mínútna hlé. 5. mynd. Seinni hluti dags. Sóknar- nefndarmennimir á ferð einhversstaðar í útkjálka bæjarins. Þeir ganga þar að litlu húsi, fylkja sér undir glugganum, tylla sér svo allir á tær og gægjast inn. Síðan læð- ast þeir að skúrnum, opna hann varlega og laumast inn hver af öörum. 6. mynd. Svefnherbergi. Eitt rúm, einn stóll, eitt næturgagn. Sóknarnefndar- mennirnir — sem eru á lafafrökkum allir, nema konsúllinn, sem er i einkennisbúningi með þrístrendan hatt og sverð við hlið — skríða allir inn undir rúmið, en fella um leið næturgagnið. Andlitin á þeim sjást snöggvast koma fram undan rúminu. Þeir eru grettnir mjög í framan og hrækja á báða bóga. 7. mynd. Maður og kona koma inn í herbergið. Konan heldur á logandi kerti í hendinni. Þau hátta og slökkva ljósið. 8. m y n d. Svarta myrkur. 9. m y n d. Aftur bjart. Sóknarnefndar- mennirnir skriða undan rúminu. Þeir standa fram á miðju gólfi í reigingslegum stelling- um, hver við hliðina á öðrum eins og her- menn. Ástvaldur otar visifingrinum að manninum og konunni í rúminu. Innskotsletur. Hver h e f i r h e i m i 1- að ykkur þetta? Fram með gift- ingarvottorðið ! Iniiskotsletur. Ekki til, góði! Höfum lifað samauí 24 ár, og átt 1 2 b ö r n. Farið þið norður o g n i ð u r. Konsúllinn potar í manninn með korðan- um, og vill reka hann upp úr rúminu. Maðurinn þybbist við. Sóknarnefndarmenn- irnir vappa út hver á eftir öðrum. Ást- valdur rekur lestina og steytir hnefann ógnandi framan í manninn um leið og hanu gengur út. 10. mynd. Sóknarnefndin úti. Þeir ganga hús af húsi, læðast að gluggunum, hlera og gægjast inn. Ástvaldur er með pappirsörk í hendinni, og skrifar á hana við annaðhvert hús. Þeir eru að þessu alla nóttina, og fara loks heim undir morgun með alskrifaða örkina. 11. mynd. Næsta dag. Skrifstofa al- mennings. Sóknarnefndarfundur hjá kon- súlnum. Örkin á borðinu. Ástvaldur les upp skjal, sem þeir síðan allir skrifa undir. IuivskotsmyHd- Stórt umslag. Utan á stendur t T i 1 S t j ó r n a rráðsins. 1 2. m y n d. í Stjórnarráðinu. M. V. í djúpri samræðu við Kl. J- og E. B. — M. V. sendur a stað með stórt gult embættisbréf. Innskotsmynd. Stórt umslag. Utaná- skrift : Til sóknarprestanna. 13. mynd. M. V. kemur aftur með bréf mikið í hendinni. Hann afhendir E. B. bréfið. E. B. opnar það og les. Innskotsletur. Alveg á sama máli o g s ó k n a r n e f n d i n. Ekkert að frétta. Aellíðan. Virðingarfyllst Sóknarprestarnir. Cróðar jólagjafir Watermans lindarpennar, þeir fást á kr. 10,00, lí5,00 og 18,00, í Bókav. Sigf. Eymundssonar, Lækjargötu %£. •) Lesið bókaauglýsinguna a annari blaðsiðunni. Vindlar í 1i \ & \ kössum. Með iimkaupsverði Seljast meðan birgðir endast, í M Verzluninni „SIF . Laug'aveg 19. Talsími 339. 14. mynd. Þorvaldur og Páll með stóreflis skjal inni á skrifstofu almennings. Þeir lesa það hátt fyrir sóknarnefndinni, sem þar er stödd. Þegar lestrinum er lokið liggja nefndarmennirnir allir í ómegin á gólfinu. Innskotsletur. Það verður að álíta full- sannað, að þessar ógiftar persónur hér í bæ, A. B. C. D. E. F. G. H. I. .T. K. L. M. N. O. P. Q. R. S. T. U. V. X. Y. Z. Þ. Æ. Ö. lifi saman sem góð hjón, hvort öðru trú, í sátt og samlyndi, og að þetta hafi hneyxlað einstöku frómar sálir í bænum. Því úrskurðast: Kærendurna, sóknarnefndar- menn Reykjavíkur, á að setja í svartholið um óákveðinn tíma fyrir rangan sakaráburð. í svartholinu mega þeir ekki neyta áfengis. Yirðingarfyllst HANNES. Ingimundur. Jólin nálgast. Munið að eklii síður en undanfarið, verða heppi- legust kaup á Jólavindlunum í Tóbaksverzlun R, P. Leví. o H/F Sápuhúsið o Austurstræti 17, margar tegundir rússneskar cigarettur nýkomnar. Óvenju ó d ý r a r. Kvenréttindakonur á Englandi. Þeir sem móthverttr eru því, a& konur fái jafnrétti við karlmenn, mega hrósa happi yíir því, hvernig kvenrétt- indakonur á Englandi hegða sér um þessar mundir. Þær eru að missa samúð flestra manna. Síðastliðið ár heflr varla verið haldinn opinber fundur á Englandi svo kvenréttindakonur hafk ekki gjört þar fundarspjöll, ráðherrun- um hafa þær sýnt banatiiræði, og reynt til að kveikja í fundarhúsum. Minna má og á það, að eigi alls fyrir löngu gengu þær með bareíli um helztu götur Lundúnaborgar, og brutu rúður í búðargluggum, þar sem þær fengu til náð. Fyrir skömmu átti Lloyd George að halda ræðu í Aberdeen á Skotlandi. Áður en hús var opnað, var það rann- sakað, og fundust þá tvær konur þar undir kassa uppi á efsta lofti. Voru Húfur. brúkuð íslengnls, alls- konar borgar enginn betur en Helgi Helgjason (hjá Zimsenj Reykjavík. Eigulegar Jólagjafir eru: góð Reykjarpipa og Vinðlamunnstykki. Hvergi stærra urval aí þeim vörum en í Tóbaksverzlun “R. P. Leví. Stórt úrval Sturla <36nsson. þær handsamaðar og fanst á þeim sprengiefni, er þær höfðu ætlað að nota á fundinum. Þykir það mesta lán að stúlkurnar íundust, því mikið manntjón hefði getað orðið af þvi, ef felmtri hefði slegið á menn í troðfullu húsi. Ekki er alt úti með þessu. í lok siðasta mánaðar gjörðu kon- urnar samtimis árás á póstkassa í mörgum helztu borgum Englands. En það gjörðu þær á þann hátt, að þær stungu í kassana flöskum eða pokum með ýmiskonar sýrum og uppleysandi efnum. Eyðilögðu þær með þessu margar þúsundir bréfa. Hefir það valdið talsverðri truflun á viðskiftalíft manna. Eru menn nú svo hræddir, að konurnar endurtaki þetta, að vörður er settur við hvern kassa. Fólk lætur bréf sín miklu síður í kassana nú en áður, heldur skilar þeim beint á póst- húsin, en við það verður þar mikil þröng, einkum nú um jólaleytið.

x

Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.