Reykjavík - 21.12.1912, Page 1
k j a v t k.
XIII., 55
Laug'ardag 31. Desember 1913
XIII., 55
Ritstj.: Björn IPálsson
cand. jur.
Talsími 215. Kirkjustræti 12
Pósthólf A 41.
Heima daglega kl. 4—5.
Toll-lögin endurskoðuð.
Dr. Woodrow Vilson hinn nýkjörni
forseti Bandarikjanna heíir lýst yflr
því, að hann muni kveðja kongressinn
saman til aukafundar undir eins og
hann taki við stjórn, sem verður 4.
Marz næstkomandi. Hann gerir það
til þess, að flokkur hans geti sem
fyrst komið á endurbótum þeim á toll-
iöggjöf landsins, sem lofað var fyrir
kosningarnar, en það var að lækka
tolla yfirleitt. Áttu demokratar mikið
að þakka fylgi sitt, stefnu þeirri, sem
þeir höfðu í toll-málunum.
Þegar úrslit forsetakosninganna frétt-
ust til Filippseyja, varð mikill fögnuður
hjá landslýð, og voru marger fagnaðar-
samkomur halduar. Krefjast Filipps-
eyjarbúar, að þeim sé veitt algert
stjórnfrelsi, og hyggja þeir, að demo-
kratar muni gera það. Sá flokkur var
mjög mótfallinn því, að Bandaríkin
legðu eyjarnar undir sig, en voru ekki
við völd þá né síðan, fyr en nu.
jjruni enn á ^kureyri.
Klukkan um 3 aðfaranótt sunnudags
15.þ.m. kom upp eldur í heyhlöðu sem
Höepfners-verzlun átti á Akureyri, og
brunnu þar tólf hús, eða það sem eftir
varð af gamla bænum í stóra brun-
unum eftir aldamótin.
Ekkert af húsum þessum var í-
búðarhús, en eitt var stór vefnaðar-
vörubúð, Gudman’s Efterfölger. Hin
ellefu voru flest eldgamlir kofar, sem
hafðir vpru til vörugeymslu.
Múgur og margmenni þusti að, og
þótti auðsætt að eldurinn yrði ekki
slöktur. Var þá snúist að því að verja
íbúðarhús þau sem næst voru bruna-
svæðinu. Tókst það með ötulli fram-
göngu nokkurra manna. Á næsta í-
búðarhús (H. Schiöth’s fyrv. bankagjk.)
var breitt segl, og stöðugt dælt vatni
á það, en samt brann seglið og logaði
um stund í mæni hússins, en varð
þó slökt. Alt var borið út úr þessu
húsi og húsi St. Stephensens banka-
gjaldkera og úr Apótekinu, sömuleiðis
úr húsum Sigmundar Sigurðssonar
úrsmiðs og Guðm. Vigfússonar skó-
smiðs, og urðu talsverðar skemdir á
munum manna.
Um kl. sjö um morguninn var eld-
urinn slöktur eða orðinn viðráðan-
legur; höfðu þá brunnið öll hús á
svæðinu milli Breiðagangs og Búðar-
lækjar, Hafnarstrætis og Aðalstrætis.
í vor höfðu brunnið 3 hús á þessu
svæði, er 0. Tulinius átti.
Brunar á Akureyri eru næsta tíðir
og til mikils tjóns fyrir alt landið, og
er talið að vátryggingargjald hér á
landi sé orðið svo hátt og nú er, ein-
mitt þeirra vegna.
♦♦ ♦ X. u s t u r s t r æ t i 6. ♦♦ ♦
■v* Jólasalan -wm
hjá >
U $ Árna Eiríkssyni, Z X
Ansturstræti 6. rf s
■u X Bæjarins mcsta og bezta .I ÓLASALA ! “5 X
= -éj Frain aö ISTýsiri gefur verzlunin gfódar g'jafir þeim, s
* sem hitta á óskastundina samlcvæmt hlutkcsti. 11
Gjafir þessar eru frá 3—80 króna -viröi — til dæmis
barna-hjólhestur sterkur og vandaður. — Ilvern dag eru gefnar] SS til 3 gjafir, og eru þær auglýstar fyrirfram í búðarglugganum. •
X usturstræti (J. ♦ 1 ♦♦
I
Austurstræti 17.
Laugaveg 40.
Vanilliu bökunarduft. Sítrónudropar á 10—30 a. gi.
Florians-eggjaduft, Vanillíudropar.
(hver pakki á við 6 egg). Kardemommudropar.
Kardem. heilar og steyttar. Möndludropar.
Sukkat.
Ilmvötii frá 10 a. tíl 3 kr. gl.
Grænsápa 4 teg. 15 til 22 a.
Allir vita, að hvergi er meira úrval af
handsápum öllum tegundum.
jVíargt fsst hentngt til jólagjafa.
3 pð. af sóða ern selð fyrir 1ð a. til jéla.
Munið, að hvergi eru betri vörur, hvergi ódýr-
ari vörur, og hvergi betra að verzla, en í
SápuhúsinuSápubúðinni
Austurstræti 17.
Telef. 155.
Laugaveg 40.
Telef. 131.
Ritfregn.
Knut Hamsun: Viktoria.
Astarsaga. Jón Sigurðsi
son frá Kaldaðarnes-
þýddi með leyfi höfund-
arins. (Bókaverzlun Sig-
fásar Eymundssonar).
Rvík. 1912.
Því er stundum slegið fram, að við
íslendingar viljum nú orðið ekki annað
lesa, en neðanmálssögur úr „Heims-
kringlu" og „Lögbergi", og annað þess
háttar góðgæti. Það er sárt til þess
að vita, að á uppboðum hér í höfuð-
staðnum skuli oft boðnar margar krónur
1 útlenda „reyfara*, þótt á islenzku sé,
en ekki nema fáeinir aurar i bækur
eftir íslenzka höfunda, t. d. bók eins
og „Upp við fossa“. Ekki er þó öll-
um svo farið, sem betur fer, og þeir
munu vera viðar og fleiri en margur
heldur. Mentamaður héðan úr bænum
var á ferð í Norðurlandi í haust, og
gisti á bæ fram til dala. Um kvöldið
segir bóndi, að gesturinn muni víst
þurfa eitthvað að lesa undir svefninn,
og að það sé víst ekki til neins að
bjóða Pan, hann hafi víst lesið þá bók.
Mmifl
eftir hinum 6 ágætu Jólagjöfum
í Vöruhúsinu.
Hver verðar heppnastur!
Gesturinn svaraði, að þó að hann hefði
lesið margar bækur eftir Hamsun, þá
hefði hann þó aldrei lesið Pan, og
léki sér hugur á að lesa þá bók. Hneig
þá tal þeirra að bókum Hamsuns, og
hafði bóndi þá nýlega keypt Viktoríu,
og þótti mikið til koma.
Höfundur Viktoríu er nú fyrir löngu
orðinn frægur fyrir skáldverk sín, og
skipar öndvegi meðal norskra skálda,
er nú lifa. Hann heitir Knut Peder-
sen, en tók sér snemma nafnið Ham-
sund, er hann stytti síðar í Hamsun.
Hann er fæddur í Vom í Guðbrands-
dal árið 1860. Fjögra ára gamall
fiuttist hann norður til Lofoten, og var
þar fram undir tvítugt. Er talið að
veran þar hafi sett mót sitt á hann.
Einhverja beztu sögu sína iætur hann
gjörast þar, en það er Pan, hreinn
bókmenta-gimsteinn.
Þegar Hamsun var 17 ára, var hann
sendur suður í land að nema skóara-
iðn, en undi því námi illa. Hvarf frá
því og gjörðist ferðalangur, ekki þó í
venjulegri merkingu þess orðs. Varð
Hamsun að hafa ofan af fyrir sér með
vinnu sinni, enda fór hann víða um
Noreg, og fékkst við margt, skógar-
högg, vegagjörð o. s. frv. Nám stundaði
hann um tíma í Kristjaníu, og átti
þar við þröngvan kost að búa, og hvarf
loks til Ameríku þaðan. Kom heim
og fór aftur vestur, og var þá meðal
annars 3 ár á Newfoundland við fiski-
veiðar. Hamsun fékkst við margt í
Ameríku, eins og oft vill verða um
þá menn er þangað fara. Vann hann
hjá bændum út á landi, en var annað
veifið í borgunum, og meðal annars
farseðlasali á sporvagni. Þótti honum
ekki láta það starf, að því er hann
sjálfur segir frá, enda eiga þau tvö
störf ekki saman, skáldsagnaritun og
sporvagnavinna. En Hamsun hafði
snemma farið að fást við skáldskap.
Hann gaf út kvæðabálk og sögu eftir
sig 18 ára gamall, og þótt margt
megi að þeirri ungdómssmíð hans
finna, þá bregður þar þó fyrir því sem
mest þykir sérkennilegt við Hamsun,
en það er einkennilegur still og fram-
setning. í Minneapolis ritaði hann
sögu, er hann nefndi „Sult“, og er
lýsing á baráttu stúdents í Kristjaníu
við fátækt. Kom kafli af henni út í
tímariti einu á Norðurlöndum, og vakti
Hamsun þá fyrst eftirtekt á sér.
Þegar bókin kom öll út, varð hann
frægur fyrir hana.
Rétt eítir að Hamsun kom heim í
síðara skiftið, gaf hann út bók um
andlegt ’ líf í Ameríku (Det moderne
Amerikas Aandsliv). Er hún ádeilu-
rit um mentunarástand Vesturheims-
manna, snildar vel skrifuð og sönn
lýsing á lífinu þar að mörgu leyti,
þótt ýkt sé sumstaðar.