Reykjavík - 01.03.1913, Qupperneq 3
REYKJAVÍK
35
SUNLIGHT SOAP
Sunlight sápan er áreiðanlega
hrein og ómenguð og engin
önnur sápa getur jafnast við
hana til þess að hreinsa fat-
naðinn, spara tímann og gjöra
vinnuna við þvottinn auðveldari.
Sunlight sápan er afkastamikil
og sparar yður peninga. Ef þjer
ekki eruð þegar farinn að nota
Sunlight sápuna, þá byrjið að
gjöra það nú þegar.
y/irlit yfir árið 1912.
Portúgal.
í ársbyrjun leit fremur illa út fyrir
hinu nýstofnaða iýðveldi. Erkibiskup
í Lissabon og ýmsum prestum hafði
verið vísað úrlandi vegna mótþróa þeirra
við skilnaðarlögin, en íhaldssamari iýð-
veldismenn þyktust við af því. Verka-
menn voru mjög óánægðir með kjör
sín, og gjörðu mörg verkföll og ó-
eirðir, og varð stjórnin víða að sker-
ast í leikinn með hervaldi. í Júni-
mánuði var komið svo mikið ósamlyndi
í ráðaneytinu milli þeirra sem lengst
vildu ganga, og íhaldsmanna, að stjórnin
varð að segja af sér. Var þá myndað
samsteypuráðaneyti, og fyrir því Duarte
Leite íhaidsmaður. Fám vikum seinna
gjörðu konungssinnar, í þriðja sinn á
árinu, innrás i landið. Fyrir þeim var
hershöfðingi einn, Couceiro að nafni.
Hann hafði safnað saman yfir sex
hundruð manns yflr á Spáni, og viðað
að sér fáeinum fallbyssum. Stjórn-
inni hafði komið njósn um þessa árás
og voru uppreisnarmenn flestir teknir
höndum. Uppreisn þessi varð til þess
að gefa þeim mönnum vind í seglin,
er harðast vildu ganga fram gegn
konungssinnum. Hófust þá ofsóknir
gegn nær öllum, sem minsti grunur
lék á um að væru fylgjandi konungsætt-
inni gömlu, vorn þá svo margir teknir
höndum og hneptir í fangelsi, að þau
urðu öll meir en full. Fjárhagur rík-
isins var og í mestu óreiðu, og ekkert
gjört af stjórnarinnar hálfu til að bæta
úr kröggunum.
Spánn.
Um miðjan Nóvember síðastl. ár var
Canalejas forsætisráðherra myrtur á
götu í Madrid af stjórnleysingja. Hann
hafði verið forsætisráðherra í nærri því
3 ár, og þótti ágætur maður í sinni
stöðu. Romanones greifi, frjálslyndur
maður, varð eftirmaður hans.
Handaríkin.
Árið 19 L2 fór fram forsetakosning
í Bandarikjunum, og þau árin hverfa
venjulega önnur mál fyrir henni. Dr.
Woodrow Wilson, ríkisstjóri í NeW
Jersey, hlaut kosningu. Hann var
Magdeborger brunavátryggingarfélag
Viölagasjóður í árslok 1911 meira en 18 milj. ,króna. Tryggir gegn bruna
hús og húsgögn m. m. Aðalumboðsmenn félagsins á íslandi er
Firmað
O. JOHNSEN & KAABER.
forsetaefni sérveldismanna, en þeir hafa
verið í minni hluta síðastliðin 16 ár.
Síðari hluta sumars og haustið var
kosningabaráttan orðin feykilega hörð,
svo að sjaldan heflr hún verið rammari.
Afstaða flokkanna var ekki ólík því
sem var árið 1896, er Bryan klauf
flokk sinn með silfurmálinu. Nú klauf
Roosevelt samveldismenn með brýn-
ingum sínum til alþýðu um að ganga
milli bols og höfuðs á auðmönnum og
auðfélögum. Þ6 var sá munur á af-
stöðunni, að árið 1896 var Bryan til-
nefndur á flokksfundi sérveldismanna,
en Roosevelt var hafnað á flokksfundi
samveldismanna, en Taft tiinefndur
sem forsetaeíni hinna „reglulegu" sam-
veldismanna. Roosevelt varð því að
stofna nýjan flokk, og kallar sá flokkur
sig framsóknarflokk, og við kosning-
arnar kom í ijós, að hans flokkur var
öflugri en gamli samveldismannaflokk-
urinn. Skömmu fyrir kosningarnar
var Roosevelt veitt banatilræði, særðist
hann í brjóstið, en varð þó jafngóður.
Forsetakosningin fór fram 5. Nóvbr.
Dr. Wilson hlaut þá 442 kjörmanna-
atkvæði, Roosevelt 77 og Taft 12.
Við kosningarnar til sambandsþingsins,
sem fóru fram samhliða, urðu sér-
veldismenn i meiri hluta í báðum
deildum, og ráða þar lögum og lofum.
Um sumarið samþykti sambands-
þingið lög um Panamaskurðinn og
var þar sagt, að strandferðaskip Banda-
ríkjamanna skyldu eigi þurfa að gjalda
siglingatoll um skurðinn. Englend-
Biblíufyrirlestur
í Betel Sunnudag 2. marz kl. 6V2 síðd.
Efni: Minnist konu Lots.
Allir velkomnir.
O. J. Olsen.
Ágætar
kartöflur
fást hjá
<3es SEimsen.
fískburstar °e
fiskhníjar
þeir beztu, sem til landsius flytjast,
eru nú aftur komnir til
c3es SEimsen.
ingar segja að með þessu séu brotnir
þjóðarsamningar við þá, og viija að
öllum skipum, hverrar þjóðar sem eru,
sé gjört jafn hátt undir höfði. Hefir
utanríkisráðherra Breta mótmælt lög-
um þessum, og krafizt þess að málið
yrði lagt í gjörð, ef Bandaríkjamenn
vilji eigi afnema þetta ákvæði laganna.
Bandaríkjamenn tóku því í fyrstu fjærri,
að leggja málið í gjörð, en undir ára-
mótin kom lát á þá með það, og lét
Taft forseti í ijósi, að hann væri því
hlyntur að málinu væri vísað til gjörðar
18
»Nei, ég tek hana með mér þangað sem við förum«,
svaraði hún. »En nú er ég tvísæl fyrir að við höfum séð
þessa dýrð saman«.
Þeim þótti fyrir að hætta að horfa á norðurljósin, en
kirkjuklukkan minti þau á að framorðið væri og mál að fara
heim. Þau lögðu því heimleiðis yfir hjarnið á Landakots-
túninu, þegjandi bæði og full fjálgleik.
Síðan kom honum aldrei svo í hug nóttin þegar hún
gaf honum hjarta sitt, að honum ekki kæmi aftur i hug hið
sama, að þar hefði hann leitt hana inn gólfið í kirkju alföður,
og hún hefði staðið þar skrýdd til viðhafnar trygðaböndum
þeirra.
VII.
Daginn eftir skifti um veður, eins og við var að búast
eftir norðurljósaganginn. Hann hljóp í austur með hráslaga-
veðri, suddi og grenjandi bleytuhríðar tóku við eftir frostin.
Máfarnir svifu fram og aftur með sjónum, argandi og garg-
andi, en hrafnarnir hópuðu sig saman á túnunum, og hýmdu
þar rennblautir.
Heimili Steinunnar var eins og veðrið úti, meðan Kol-
beinn Jónsson var þar á jólakynni sínu. Honum þótti sjálfum
sér stórum misboðið, að hún skyldi hafa tekið danskan mann
fram yfir sig, og sárnaði honum nú enn meir að sjá liggja vel á
Steinunni, þvi hún gai ekki dulið fögnuð sinn. Ólund hans
og skenz við Steinunni gjörði hann raunar ekki geðfeldnari í
hennar augum, en það opnaði augu foreldra hennar. Móðir
hennar hafði verið svo lasin í seinni tið, að hún gat varla
fylgt fötum, og nú fyltist hún angri og kvíða við að hugsa
til ófriðarins, sem hún ætti nú í vændum á heimilinu. Hún
þekti hvað maður hennar var ráðríkur, og vissi af því að fá-
15
»Máttirðu ekki vita, að ég mundi einmitt vilja dansa
við þig þennan dans, og mér ber hann þó líklega fremur en
danska drjólanum«, sagði hann með þykkju.
»Ég býst við að ég eigi með sjálfa mig, Kolbeinn«,
sagði Steinunn stokkrjóð i framan. »Og svo mikið get ég
sagt þér, að heldur sit ég hjá, en að dansa við þig«.
í því bili kom Hansen aftur, og ætlaði auðsjáanlega að
bjóða Steinunni i dans að nýju. Kolbeinn snerist við hon-
um, heiftin brann úr augum hans, og svipurinn var eins og
hann ætlaði að mylja hann mjölinu smærra. Og það er bágt að
segja hvernig farið hefði, ef Guðbjörg hefði ekki gripið það
til bragðs, að standa upp og þrifa í handlegginn á Kolbeini,
og segja: »Við skulum dansa þennan dans, Kolbeinn«.
Hann stiltist ósjálfrátt við orð hennar. — »Jæja, hana þá«, sagði
hann, og rauk eins og vindhviða út á gólfið með hana, en
hvesti þó um leið augun reiðilega á eftir Steinunni, sem óðara
hafði tekið boði Hansens.
Upp frá þessu var ljótt að sjá aðfarir Kolbeins. Hann
hvolfdi í sig hverju vínstaupinu á fætur öðru, hamaðist að
dansa svo hann varð allur i einu kófi, og öllum stúlkunum
stóð stuggur af honum. Það var ekki nóg með að Steinunn
liði önn fyrir hann, heldur bættist það oían á að hann vakti
athygli manna á henni með því að vera að blína á hana og
kalla til hennar. Guðbjörg reyndist henni aftur vinur í raun,
henni tókst með lagi að stilla Kolbein, þó óstýrilátur væri,
ýmist með gamni eða alvöru, en samt rak að því að Stein-
unni varð með öllu óvært á dansinum. Hún stóð því upp,
og gekk út úr salnum til að fara heim. Þegar hún var búin
að láta sjalið á sig, og var á förum, kom Hansen til hennar.
»Farið þér ekki, Steinunn«, sagði hann.