Reykjavík - 15.03.1913, Qupperneq 1
IRevkjaxuft.
XIV., 11
Laugardag 15. Marz 1913
XIV., 11
Ritstj.: Björn Pálsson
cand. jur.
Talsími 215. Kirkjustræti 12.
Pósthólf A 41.
Heima daglega kl. 4—5.
Stór útsala.
Allskonar refnaðarvara — tilbúinn
fatnaðnr — vetrarfrabkar og jakkar,
8bófatnaðnr allskonar o. m. fl. selst
með afar-lágu verði.
10—40% afsláttur.
Sturla JónsHon.
€rlení simskeyti.
Khöfn, 15. Marz 1913.
Norska skáldið Thomas Krag
lézt í gærkvöldi.
Frá útlöndum.
Mrs. Pankhurst laus gegn veði.
Eins og sagt var frá í síðasta blaði,
þá var Mrs. Pankhurst hin enska sett
í gæzluvarðhald vegna þess að hún
vildi ekki lofa því, að hætta að hvetja
menn til að brióta hegningarlögin. Hún
sat í varðhaldi tæpan sólarhring, en
þá var hún látin laus gegn veði, og
skrifaði hún áður undir loforð um það,
sem hún skömmu áður hafði neitað.
Glæpaniál.
Óvenju margbrotið glæpamál hefir
staðið yfir undanfarna mánuði á
Frakklandi, Það eru mótorvagna-
glæpamennirnir, sem kærðir voru um
allskonar spellvirki og morð í Parísar-
borg. Alls voru 17 menn kærðir, og
voru 4 þeirra dæmdir af lífi, en hinir
í fangelsi um lengri eða skemri tíma.
Þrír voru sýknaðir. Einn glæpamanna
þessara, sem var dæmdur í æfilangt
fangelsi, drap sig á eitri í fangaklef-
anum rétt á eftir, og vita menn ekki
hvernig,hann hefir leynt eitrinu hjá sér.
Flugvélar í hernaði.
Fyrir nokkru sáu menn í Yorkshire
á Englandi Ijós í lofti, og þóttust menn
sannfærðir um að þar væru flugvélar
á ferðinni eða loftskip. Sáu þetta
margir menn og varð um það mikið
umtal næstu daga, en nú með því að
ekkert enskt loftskip hafði verið þar
á ferðinni um það Ieyti, þóttust Eng-
lendingar sannfærðir um að það hefðu
verið Þjóðverjar, sem komið hefðu að
njósna yflr Englandi. Yarð um þetta
heilmikið blaðamál og lauk svo, að
stjórn Þjóðverja lét lýsa yfir því, að
ekkert af loftskipum stjórnarinnar hefði
til Englands farið, og er því trúað al-
ment. Halda menn nú að loftskipin
sera menn þóttust sjá, hafi verið loft-
belgir, sem menn setja stundum upp
sér til gamans, með blysum í. En
út úr þessu lítilfjörlega atriði hefir risið
mikil alda um það á Bretlandi, að
leggja meiri rækt við loftskipaflota og
flugvélar til hernaðar. Stjórnin þykir
hafa verið helzt til tómlát í þeim efn-
um hingað til, og hafa leyft Frökkum
og Þjóðverjum að fara altof langt fram
úr sér.
◄
4 er bexta og
◄
4
LítttábjrrMðaríélaKÍð
„DAJN MARK“
ódýrasta lifsábyrgðarfélag á Norðurlöadum.
IM* Hagkvæmastar barna-liftryggingar.
Vildarkjör gefin örkumla- og óvinntifærum mönnum.
Frægur skipasmiður látinn.
Nýlega er látinn Sir William White,
frægur skipagjörðarmaður enskur. Hann
hefir stundum verið kallaður faðir ný-
tizku-flota Englands. Það er mælt að
hann hall gjört uppdrætti að fleiri her-
skipum en nokkur annar maður sem
uppi hefir verið. Þau herskip sem
hann hefir gjört uppdrátt að, munu
kosta 100 miljónir sterlingspunda.
Hann gjörði og uppdrátt að Mauritaniu,
sem um tima var stærsta farþegaskip
heimsins.
Kona Scotts heimskautsfara
var á leið til Ástralíu til að taka á
móti manni sínum, er hún átti von á
úr suðurhöfum um það leyti. Hún var
úti á hafi þegar fregnin um lát þeirra
félaga kom, og var fregnin send skipinu
með þráðlausu skeyti. Skipstjórinn
færði henni fréttina. Hún mælti þá:
„Ég skal bera mig vel. Það hefði
maðurinn minn viljað".
Mrs. Scott er mesti kvenskörungur,
og hefir haft hönd í bagga með manni
sínum um allan útbúnað til suðurfara
hans. Hún er myndhöggvari og lætur
sú list.
Kvennréttindakonur kreikja í.
Nýlegk hafa tvær kvennréttindakon-
ur kveikt í veitingahúsi i Kew-Gardens,
sem að eins er opið að sumrinu til.
Húsið brann til kaldra kola. Þær sem
þetta verk unnu voru teknar höndum
þar í nánd, allar ataðar í olíu. Því
hana höfðu þær borið í húsið áður eh
þær kveiktu í.
Þegar fyrir rétt kom, var önnur
konan svo æst, að hún tók bækur óg
hvað sem fyrir hendi varð og henti í
dómarann og urðu lögregluþjónar að
halda henni meðan á réttarhaldinu
stóð. Þær voru settar í gæzluvarð-
hald fyrst, en sveltu sig, og varð að
láta aðra þeirra lausa með því að tví-
sýnt þótti um lif hennar og ekki gjör-
legt. að halda áfram lengur að dæla
ofan i hana mat. Hin var látin laus
gegn veði, er hún lofaði að fremja
ekki fleiri spellvirki. Bíður nú mál
Þeirra dóms.
«
Botnvörpungur sektaður.
Fyrir skömmu voru menn úr Vest-
mannaeyjum að veiðum upp undir
Sandi. Þar voru þá margir botnvörp-
ungar útlendi^ að veiðum í landhelgi.
Vestmanneyingar rituðu hjá sér nöfn
óg númer skipanna. Um kvöldið leitaði
eitt skipanna undir Eyjarnar, og brá
hreppstjóri þá við og fór um borð með
vaska sveit manna, höfðu þeir byssur
með sér. Fluttu þeir skipstjóra í land,
og var hann dæmdur í 1080 kr. sekt
og afli og veiðarfæri gjört upptækt.
Pósthúsið.
Leikhúsid.
JEfintýpí é gðngufðr.
Leikrit í 6 þáttum, eftir
C. Hostrup.
Leikrit þetta hefir margsinnis áður
verið leikið hér og ávalt hlotið miklar
vinsældir hjá almenningi. Sjálft á
leikritið þær varla skilið, enda munu
leikendurnir oftast hafa átt mestan þátt
í að afla því vinsælda. Leikfélaginu
hér mun jafnan hafa farið þetta leik-
rit vel úr heudi, en aldrei þó betur en
nú. Yfirleitt mun sjaldan hafa verið
leikið eins jafnt og vel hér eins og
þetta leikrit. Lýtalaus leikur, eða því
sem næst, hjá öllum, og ágætur hjá
mörgum. Þrír byrjendur leika hér í
fyrsta sinn, Einar E. Hjörleifsson og
Einar Indriðason, sem leika stúdentana,
og ungfr. Guðrún Guðmundsdóttir, sem
leikur Láru, og ferst þeim það öllum
vel. Ungfr.,Guðrún er einna sízt, en
hlutverk hennar er svo tilkomulítið að
varla er hægt að heimta meira af
henni. Andrés Björnsson leikur assesor
Svale skemtilega og af allmiklu íjöri,
en að því er mér finst óþarflega til-
gjötðarlega. Friðf. Guðjónsson leikur
Pétur bónda, lítið hlutverk og óveru-
legt, enda hefir hann oft leikið betur.
Um hina leikendurna má segja að þau
leika öll ágætlega. Skal hér ekki lýst
leik hvers einstaks þeirra. Stefanía
Guðmundsdóttir leikur Jóhönnu, Marta
Indriðadóttirfrú Kranz, Árni Eiríksson
Skrifta-Hans, Herbert Sigmundsson
Vermund og Kristján Þorgrímsson
kammerráð Kranz. Vil ég sérstaklega
geta tveggja hinna siðustu. Herbert
leikur Vermund ágætlega, og er gleði-
legt hve miklum framförum hann hefir
tekið í loiklistinni nú á síðkastið.
Leikur Kr. Þorgr. sem kammerráð
Kranz er mönnum kunnur frá fornu
fari, og leikur hans nú mun vera enn
betri en áður. Það sem hann sýnir
mun vera einhver hin bezta „komik*'
sem hér hefir sézt, og þó ekki væri
vegna annars þá margborgar sig hans
vegna að sjá „Æfintýrið".
Alfa.
Skipsströnd.
í fyrrinótt var blindhríðarbylur, og
þa sigldi fiskiskipið „Björn Ólafsson"
upp á Akureyjar-rif. „Geir“ náði
skipinu út mjög brotnu, og verður það
sett hér upp til skoðunar og viðgjörðar.
Sömu nótt strandaði flutningsskip
steinolíufélagsins, „Norðurljósið", við
Vestmannaeyjar. „Geir* fór þangað
að vita hvort hægt vær; að ná skip-
inu út. Þetta er í annað sinn sem
„Norðurljósið“ rekur á land við Vest-
mannaeyjar.
„Tojler“, eign P. J. Thorsteinsson
& Co., kvað hafa rekið á land á
Patreksfirði.
Svo mun ráð fyrir gjört í flestum
löndum, að pósthúsin geti stækkað
eftir þvi sem þarflmar aukast. Þessu
virðist ekki vera svo farið um póst-
húsið hérna. Það stendur alveg í sama
stað eins og það var þégar það kom
í húsið sem þaÖ nú er í, nokkru fyrir
aldamótin. Eitthvað mun þó hafa verið
bætt við starfsmönnum.
Altaf er því lokað um hádaginn, frá
kl. 2—4, á þeim tíma þegar verst
gegnir. Það heflr oft verið kvartað
yflr þessu í blöðum, en altaf verið
skelt við því skolleyrunum. Þessi
lokunartími er hreinasta hneyxli, og
liklega eina skrælingjamarkið sem er
á okkur íslendingum.
Heyrt hefi ég, að það sé lögum
samkvæmt að hafa pósthúsið opið að
eins 9 tíma á dag, en ef svo er, væri
þá ekki eins gott að hafa það opið 9
tima samfleytt, frá t. d. kl. 9 á morgn-
ana til kl. 6 á kvöldin. Við þennan
lokunartíma, sem nú er, má ekki una
lengur.
Kvartað er undan því að húsplássið
sé nú orðið altof lítið, enda er það al-
kunnugt, að erfitt er að fá sig af-
greiddan þegar póstar eru að fara eða
koma. En þó plássið sé lítið, þá hefir
mér þó oft fundist að bæta mætti
nokkuð úr því með skynsamlegra
fyrirkomulagi á afgreiðslunni en nú er.
Inni í póststofunni eru þrjú op, eins og
kunnugt er, og í gegn um þau öll af-
greitt hvað sem fjvir kemur, nema
hvað ávísanir eru helzt keyptar um
eitt opið. Póstmennirnir hafa ekki
neitt fastákveðið starf hvor um sig,
heldur verða að hlaupa frá einu í
annað, eftir því sem að kallar. Við
þetta verður öll afgreiðsla miklu
erfiðari, og þeir sem þurfa að fá eitt-
hvert lítilræði, t. d. frímerki á bréf,
þurfa oft að bíða langa-lengi.
Úr þessu mætti bæta ef starfið væri
betur greint í sundur. Mér hefii komið
til hugar að stinga upp á hvort ekki
mætti aðskilja frímerkjasöluna frá ann-
ari afgreiðslu, og hafa til þess sérstakan
mann. Og eftir því sem ég hefi litið
til, þá er þetta ofur auðvelt. Ef sett
væri op á vegginn til vinstri handar í
forstofunni þegar inn er gengið, þá
mætti hafa þar frímerkjasölu eingöngu,
og maðurinn sem frímerkin seldi væri
þá undanþeginn allri afgreiðslu annari
en þeirri að vigta biéf. Það er spá
mín, að ef þetta væri gjört, mundu
bæði póstmenn og almenningur verða
því fegnir,\en þá yrði frímerkjasalan
að vera opin allan daginn.
Athugull.
)
^ðgSngamiða til J«ánui. að „/E/intýri á göngu/5r“ má panta í Jðnaðarmannahúsinu Snnnnð. 16. þ. m. á vanal. sðlntimnm. /Iðgöngnm. selðir s. st. 17.þ.m. |rá kl.10árð.