Reykjavík


Reykjavík - 15.03.1913, Blaðsíða 4

Reykjavík - 15.03.1913, Blaðsíða 4
44 REYKJAVIK Sbemtnn heldur Ungm.félag Reykja- vikur í kvöld kl. 9 í Bárunni til ágóða fátækum, berklaveikum dreng. Bjarni Jónsson frá Vogi flytur erindi, ungfrú Herdís Matt.híasdóttir syngur með að- stoð frú Ástu Einarsson, Brynjólfur Þorláksson leikur á harmoníum og flokkur 50 barna syngur undir stjórn hans. — Góð skemtun i góðum tilgangi. Porsknr hleypnr á land. Fyrir skömmu eltu þorskar síli svo fast upp i landsteina á Loftstaðasandi, að um 500 voru teknir þar í flæðarmálinu. Bátnr kominn fram. Menn voru orðnir hræddir um að bátur úr Flatey hefði farist, en hann er nú kominn fram eftir mikla hrakninga. Hafði lent upp á Barðaströnd. Formaður á bátnum var Magnús Magnússón veit- ingamaður í Flatey. Niðurjöfnnnarskráin. Á henni er nú von þessa dagana. Hæzta útsvar kvað vera þar 5000 kr. Er það lagt á Steinoliufélagið. Árbók hins íslenzka fornleitafé- lags er nýlega út komin. Þar er fyrst grein um þjóðmenjasafnið, vöxt þess og viðgang fyrstu 50 árin, og er eftir Matthías Þórðarson forngripavörð. Hann ritar um bakstursöskjurnar á Bessa- stöðum og fylgir góð mynd af þeim. Telur Matthías þær vera gjörðar af íslenzkum ihanni, Sigurði gullsmið Þorsteinssyni, er dvaldi í Ðanmörku mestan hluta æfl sinnar. Sá Sigurður var sonur Þorsteins Sigurðssonar sýslu- manns i Múlasýslu bróðir Péturs sýslu- manns þar. Sami ritar enn um patínu og kaleik úr Skálholtskirkju. Þá er Skýrsla um þjóðmenjasafnið og ársfund fornleifafélagsins. Myndir fylgja af íorstöðumönnum safnsins, Jóni Árna- syni, Sigurði Guðmundssyni, Sigurði Vigfússyni, Pálma Pálssyni, Jóni Jak- obssyni og Matthiasi Þórðarsyni. Enn fremur er þar mynd af þeim manni er mestur hvatamaður var að því, að safnið væri stofnað, séra Helga Sig- urðssyni. Botnía kvað vera væntanleg hingað á morgun. Alþýðufyrirlestnr. Á morgun heldur séra Meulenberg alþýðufyrir- lestur um nýju guðfiæðina í Iðnaðar- mannahúsinu. Það mun víst bezt að koma í tima, því marga mun fýsa að heyra hvað séra M. heflr að segja um þetta efni. Klerkar katþólsku kirkj- unnar eru allra klerka lærðastir. Nýtt leikrit í 3 þáttum er ný- komið út eftir Eyjólf Jónsson rakara frá Herru. Það heitir „Hreppstjórinn*. Indriði Reinholt kom að austan í vikunni, heflr verið að skoða járn- brautarstæðið fyrirhugaða. Hann lét hið bezta yflr ferðinni. Norræna stefnan. „Dimmalætting* frá 26. Febrúar getur þess, að bæði norska og fær- eyska deild norrænu nefndarinnar hafi tekið boði íslenzku deildarinnar um, að norræn stefna verði haldin hér á komandi sumri. fslenzka nefndin hafði lagt til, að mótið byrjaði föstudaginn 27. Júní og stæði í 5 daga, en Norð- mennirnir óska, að það byrji eigi fyr en viku seinna. Norðmenn ætla að leigja skip til fararinnar. Og taka Færeyinga með í leiðinni. Búuaðarritið. Annað heftj af 27. árgangi þess er nýútkomið. Þar í eru þessar ritgjörð- ir: Torti Bjarnason: Enn um hey- ásetning. Björn Bjarnason: Markalög. Metúsalem Stefánsson: Framræzla. Einar Helgason: Vermireitir. Hans Gröndfelt: Vatn í smjöri. Jóhann Magnússon: Enn um ullarþvottahús, og Skýrslur um mjólkurskólann á Hvítárvöllum, garðyrkjukenslu í Reykja- vík og jarðyrkjukensla i Einarsnesi. Stúlka óskast í vist frá 14. Ifaí. Björg Cortes, Bergstaðastr. 9. Hafnargerðin. Loks kom hafnarskipið, Edvard Grieg, á laugardaginn var. Með því kom að- alverkstjóri hafnargerðarinnar Kirk. Tekið var strax til að afferma skipið og var nokkuð af farminum flut,t í land, en sakir illrar veðráttu varð skipið að fara inn til Viðeyjar og skipa þar upp mestu af farminum. Það slys vildi til við uppskipunina, að mað- ur meiddist, Ólafur Jónsson að nafni, ættaður að austan. Hann var fluttur á spítala og heflr legið þar síðan, en er nú á batavegi. Tollur af vörum þeim sem með þessu skipi komu, kvað nema um 20.000 kr. Þó eru ekki nærri þvi öll verkfæri komin enn og er von á öðru skipi með annað eins. €ggert Claessen, yflrréttarmálftflutuingsniaður. Póstliússtr. 17. Talsíml 16. Venjulega heima kl. 10—11 og 4—5. Heilræði. í samfleytt 30 ár hefi jeg þjáðst af kvala- fullum magasjúkdómi, sem virtist ólæknandi. Á þessum tíma hefi jeg leitað ekki færri en 6 lækna, og notað lengi meðul frá hverjum þeirra um sig, en öll reyndust þau árang- urslaus. Jeg fór þá að nota Waldemar Petersens ágæta bitter, Kína-Lifs-Eliksírinn og er jeg hafði eytt úr 2 flöskum, varð jeg þegar var við nokkurn bata, og þegar jeg hafði eytt úr 8 flöskum, var heilsa mín orðin það góð, að jeg gat neytt algengrar fæðu, án þess það sakaði. Og nú ber það að eins örsjaldan við, að jeg finni til sjúk- dómsins, og fái jeg mjer þá einn skammt af bitternum, þá er lasleikinn horfinn þegar næsta dag. Jeg vil þess vegna ráðleggja öllum, er þjást af samskonar sjúkdómi, að nota þennan bitter, og munu þeir aldrei iðrast þess. Veðramóti, Skagafirði, 20. marz 1911. BjSrn Jónsson, hreppstjóri og d.brm. Sveinn Björnsson yfirdómslögmaður. er íluttur i lliilnurwtrætl ðð. Skrifstofntími 9—2 og 4—Ö. Hittist venjulega sjálfur 11—12 og 4—5. Aðalatvinnu eða aukatekjur getur hver sem vill gjört sér úr því, að selja vörur eftir hinni stóru verð- skrá með myndum. Vörurnar hafa í mörg ár verið þektar að öllu góðu á íslandi, en þær eru aðallega: Sauma- vélar, stofu-vekjarar og vasaúr, úr- keðjur, bijóstnálar, albúm, hljóðfæri, rakhnífar, og vélar, sápa, leðurvörur, járnvörur, reiðhjól og hjólhlutar. Hjólaverksmiðjan „Sport“, KHupmannahöfn B., Enghaveplads 14. [lOahh Stöiin á ýiskncsi i jyijóajirðj með húsum og öðru tilheyrandi er til sölu til burtflutnings. Stöðinni fylgir mikið af stólpum og timbri, er nota mætti 1 hús, bryggjur eða annað, múr- steinn, bárujárn, grindur, brautarteinar, járn o. fl., og er það alt til sölu með lágu verði, annaðhvort í einu lagi eða í minni hlutum hjá stöðvarstjóranum, er verður staddur á Asknesi mánuðina Marz, Apríl og Maí [7s.,h.b. Hvaða mótor er ódýrastur, bestur og mest notaður? Gideon-mótorinn. Cinkasali Thpr E. Tulinius & Co. Kaupmannahöfn. Símnefni: Verslun. Verzlun Jóns Zoéga selur ódýrast neftóbak, munntóbak, reyktóbak, vindla, cigarettup o. m. fl. Talsími 128. Bankastræti 14. Hvar á að kaupa öl og vín ? En í Thomsens M a g a s í n. Prentsm. Gutenberg. 22 VIII. Daginn sem húsfreyja Kolbeins var jörðuð, sást að hann var mikils metinn maður, þvi að mesti fjöldi manna sótti til kirkjunnar til að votta honum samhygð sína, og voru það bæði bæjarmenn og bændur lengra að. Flögg voru dregin í hálfa stöng hjá kaupmönnum, og útförin fór mjög hátíðlega fram. Það var leikið á nýja organið — sem þá var nýlega fengið til kirkjunnar, og farið að nota, og Bessastaða-piltar sungu við útförina. Kolbeinn yngri kom kvöldið fyrir útförina, og hefðu þau feðginin verið nokkru sinnandi fyrir sorg sinni, þá hefðu þau sjálfsagt furðað sig á honum. Þvi hann var orðinn alt annar maður en áður, og látbragð hans sakir þess mjög breytt frá því er þau skildu siðast. Hann heilsaði Steinunni vingjarn- lega og blátt áfram, vottaði henni samhrygð sína, og bar ekki hót á því, að hann erfði við hana að hún vildi ekki taka honum. En til þess kom það sem hér segir. Skömmu eftir jólakynnið raknaði það upp fyrir hon- um smátt og smátt, að hann hefði í rauninni aldrei gjört sér grein fyrir því hvernig honum þótti vænt um Steinunni. Því satt að segja hafði hann látið sér lynda það sem aðrir höfðu séð honum til handa í því efni. Nú varð hann hissa á að finna, að honum þótti einungis vænt um hana, af því hún var frænka hans og alls ekki á aðra leið, svo honum mátti vera sama, 'hvern hún gengi að eiga — já, og þó það væri danskan mann — ekki gæti hann aftrað því. Af þessu varð honum rótt, sem kom sér einkarvel fyrir undirbúning hans undir prófið. Hann las nú alt hvað af tók i 3 mánuði Homer og Genesis, Ursin og Svenningsen, og gáði einkis annars á daginn, og dreymdi um það á næturnar. 23 Gáði einkis annars? Onei. Það er nú heldur mikið sagt, því það vildi þó til ekki ósjaldan, að snoturt og glaðlegt stúlkuandlit gægðist uþp úr bókaopnunum, eða að gríska og hebreska letrið og reikningsmyndirnar hurfu, og í staðinn komu blá augu og rjóðar kinnar eða málrómur eins glað- legur og þegar Guðbjörg þreif i höndina á honum og sagði: »Dansaðu við mig núna, Kolbeinn«, eða eins og þegar hún lét fjúka í hendingum. Við jarðarförina bar fundum þeirra Steinunnar og skip- stjóra aftur saman — í fyrsta skifti eftir óratíma að þeim þótti. Varð Steinunn fundi þeirra allshugar fegin, því hún átti að bera honum á laun kveðju frá banabeð móður sinnar. Hann stóð ekki við nema eina tvo daga, en þótt ekki væri viðstaðan lengri, var það samt nóg til þess, að honum tókst að gjöra Kolbeini heldur en ekki hagræði. Það var þegar rokið var, sem lengi mun i minnum haft, þegar skipin týndust viðsvegar, og bar sorg og bágindi að garði hjá ekkjum og munaðarleysingjum. Um morguninn var bjart veður og kyrt, og sjómenn reru langt á mið út, kátir og ugglausir og bjuggust við góðum afla, en margir þeirra lágu liðin lík á sjávarbotni áður sól var komin í hádegisstað. Af landi að sjá virtist sjórinn vera einn hvítfyssandi flötur allur saman, svo ótt gengu hvítfaldaðar öldurnar hver á aðra. Róðrarbátarnir, mjóir og langir, runnu óðfluga eins og örvar af boga þegar þeir fóru undan veðrinu, en kæmi vindkviða þvert á þá, flatti þá, og gengu upp og ofan, svo að menn- irnir á þeim urðu að halda sér í þófturnar til þess að hrökkva ekki út í ólgandi sjóinn. Máfarnir reyndu hvað eftir annað að hafa sig móti veðrinu, en þeim sló jafnharðan niður á öldurnar aftur, þá tók ðlduslagið við þeim og hóf þá i loft

x

Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.