Reykjavík


Reykjavík - 15.03.1913, Síða 3

Reykjavík - 15.03.1913, Síða 3
REYKJAVÍ K 43 LIFEBUOY SOAP (LIFEBUOY SÁPAN) A hverjum degi, á hverju heimili, alstaðar má bjarga lífi manna með þvi að nota þetta dásamlega og heilnæna sjerlyf. í*að er bæði sápa og hreinsunariyf iim leið—styrkir heilsuna og eykur hreinlæti, en kostar þó ekki meira en vanaleg sápa. Hún er jafngóð til andlits—og handþvotta og til baða, til að lauga sjúklinga eins og til allra heimil- isþvotta—yflr höfuð til þvotta og ræstinga í hverri mynd sem er. Nafnid LEVER á sápunni er trrtfiof fyrir hreinleik hennar og kostum. [8718_____ _______________________________ .AUir verða að eignast VIKTORÍU og HUG O G HEIM. Bóknv. Sigf. Kyrnun(Ihhouui-, Lækjargötu U. Bæjarstjórnarkosningar í Khöfn. 12. Marz 1913. Við bœjarstjórnarkosningar hér í bœ i gœr voru kosnir 27 jafnaðar- menn, 5 gerbótamenn, 22 af borg- aralista og einn af kvennlista. [Jafnaðarmenn hafa áður verið i meiri hluta í bæjaratjórninni í Khöfn, en nú þurfa þeir tilstyrk gerbóta- manna]. Gjaldkeramálinu áfrýjað. Því máli hefir nú verið áfrýjað til landsyfirdóms af stjórnarráðinu og sam- kvæmt ósk gjaldkera. Nöfn og nýjung'ar. Heiðursmerki. 19. f. m. var land- ritara Kl. Jónssyni r. af Dbr. og Dbrm., allra mildilegast leyft að bera heiðurs- merki officera af heiðursfylkingar- orðunni frakknesku, er forseti hins frakkneska iýðveldis hefir sæmt hann. Meiðyrðamál dærat. Á fimtudag- inn var kvað bæjarfógeti Jón Magnús- soq upp dóm í meiðyiðamáli því, sem Magnús Stephensen (yngri) hafði höfðað gegn H. Debell forstjóra steinolíu- félagsins fyrir meiðyrði í bréfi, Var H. Debell útlægur gjör 50 krónum og málskostnaði, en ummælin, sem stefnt var fyrir, dæmd dauð og ómerk. Fjalla-Eyvind er veiið að leika í Rotteidam á Hollandi um þessar mundir. Aflabrögð. Lítið er um afla enn. Fáeinar fiskiskútur hafa komið inn, en haft lítinn afla, fá hundruð, enda gæftir illar. Lítið fréttist um botn- vörpurigana. Ingólfur Arnarson kom inn í gær með eitthvaÖ 20 þús. fiskjar og Eggert Ólafsson með um 30 þús. Trúlofnð eru ungfrú Lucinda Han- sen og Hjalmtýr Sigurðsson kaupm. Ný lyfjabúð. Herra Sigurður Sig- urðsson exam. parm. hefir fengið leyfi til að setja á stofn og reka lyfjabúð í Vestmannaeyjum. Hann er nú í Vestmannaeyjum, að koma búðinni á laggirnar. Manntjón. Haft er eftir farþegum er komu með Sterling að vestan um daginn, að nýlega hafi farist bátur úr Ólafsvík með eitthvað 10 manns. Margir bátar voru á sjó þann dag og höfðu lagt lóðir sínar, skall þá snögg- lega á veður og náðu bátarnir landi hingað og þangað allir nema þessi, er varð síðbúnastur af miðinu. Prír mcnn drnkna. í ofveðrinu í fyrri nótt höfðu druknað 3 frakkneskir fiskimenn hér inn í sundum. Hærri daglaun. Verkmannafélagið Dagsbrún hefir samþykt, að meðlimir þess skuli krefjast hærri launa fyrir timann, þannig að þeir fái 35 aura um klukkutimann, og 50 aura fyrir, þegar þeir vinna eftirvinnu eða sunnu- dagavinnu. Bæjarskráin er nýkomin út og eru í henni allir hér í bænum 18 ára og eldri. í henni eru 326 Jónar, 250 Guðmundar og 172 Sigurðar. Næstir eru Ólafar, Einarar og Magnúsar. Rúmlega 100 hver. Konuheiti eru al- gengust: Guðrún 455 og Sigriður 310. Næst þeim koma Kristín, Margrét og Ingibjörg — um 200 af hverri þeirra. Svo Anna og Helga, sem eru liðugt 100. Sterling fór til útlanda í gær: Farþegar: Frú Margrét Zoega og dóttir hennar frú Sigríður Jacobsen, frú Egg- erz, Gunnar Gunnarsson kaupm. Geir fór til Vestmannaeyja í gær: Með fóru: P. J. Thorsteinsson kaupm. Til Argentina er nýlega farinn Þorvaldur S. Thoroddsen. Bergenhns heitir skipið sem kem- ur fyrir Vestu. Það kom hér í fyrra fyrir Ceres, þegar hún strandaði við Hj iltland. Hjá Árna Einarssyni klæðskera. — Kolasundi 4. Fæst saumað : iakka-föt Smoking — Diplomat — Kjól — Jaquet — Yfirfrakkar Dragtir og Kápur. Alt eftir nýjustu tízku. Biblíufyrirlestur i Betel Sunnudag 16. marz kl. 6’/»síðd. Efni: Starf i relsnra vors meðan hann dvaldi á þeaa- ari jörð. Slðaata ferð huns til Jerúsalem. Allir velkomnir. O. «J. Olwen. Enski botnvörpungurinn sem sagt var frá í síðasta blaði að strandað hafi á Stafnesi hét Admiral Togo. Geir fór að reyna hvort hægt mundi að ná skipinu út en fékk ekkert að gjört, botnvörpungurinn brotinn og sokkinn. Iðnaðarmannafélagið hefir nýlega haldið aðalfund sinn og þar verið kosin ný stjórn. Þorvarður Þorvarðarson formaður, Pétur Hjaltested gjaldkeri og Guðmundur Waage skrifari. 24 upp. Allur bærinn skalf og nötraði. Það var furða að ekkert hús skyldi hrynja, og var sjálfsagt að þakka viðnum í þeim, sem var bæði seigur ogsveigjanlegur. Flest húsin voru úr timbri, og múrsteinsbygging hefði átt bágt með að lafa saman i slíku veðri. Skúta Kolbeins álti þessa dagana að fara út á vor- vertíðar fiskinn, og lá á höfninni. Hún varðist lengi vel veðrinu að þvi er sýndist; að sönnu hjó hún bæði framan og aftan, eins og hún ællaði sér á kaf samstundis, en akkeris- íeslarnar létu ekki undan bylgjuhöggunum. Alt í einu gall við maður einn, sem gægðist undan húsi, er hann og aðrir höfðu leitað hlés við: »Nú held ég að skútuna reki, önnur festin er vist slitnuð«. Hinir þóttust geta séð það lika. »Hana rekur austur á við, beint á klappirnar«, sagði mað- urinn aftur, »og þá segir ekki meir af henni«. En skipstjóranum á »Jóhönnu« duldist ekki voðinn sem á ferðum var, þvi hann hafði gefið gætur að skútunni, og sá lika i sama bili að eina ráðið til að bjarga henni, var það, að breyta stefnu hennar, með seglum ef hægt væri, og hleypa henni upp í sandinn innar i vikinni fyrir innan klappirnar. Tveir menn voru á skútunni, en þeir sýndust vera orðnir ráðþrota, þvi þeir stóðu höggdofa við borðstokkinn og héldu sér í reiðann, og létu skipið reka í opinn voðann. Þegar hér var komið, fékk skipstjóri ekki lengur staðist að horfa aðgjörðarlaus á með hinum, og skjólt frá að segja, þá tókst honum og nokkrum hugrökkum mönnúm öðrum að setja fram bát og komast út i skipið móti bálviðrinu áður en það væri um seinan. Menn stóðu á öndinni i hlé við húsin, og horfðu þöglir á hvernig til mundi takast. »Nú er framseglið laust. — Þarna breytir hún stefnunni. — Nú er henni borgið. Húrra fyrir Hansen skipstjóra«, æptu allir einum munni. 21 meiri fyrir hvað hljótt var í húsinu. Það var fyrirboði gests- ins ógurlega. Menn gengu um ofurhægt og töluðu hljóðlega, og höstuðu á hundinn við minsta bop<» úr honum. Kolbeinn stóð hugsi úti fyrir húsinu og hallaði bakinu upp að stál- freðnum moldarveggnum. Hann horfði í vestur. Jökullinn bar þar við heiðan himinn og sólin stafaði á hann síðustu geislum sinum um leið og hún gekk til viðar. Nú eru þeir þarna — og nú eru þeir þarna, og svo slokknar síðasti Ijóm- inn. Eins lá nú fyrir sambúð þeirra hjónanna, að slokkna út af eins og sólargeislinn — og var þegar skar, þvi hún hafði legið rænulaus síðasta sólarhringinn. Betur að honum auðnaðist að lita ráð og rænu aftur i augum hennar, er fylt höfðu brjóst hans með heitri ást í æskunni. Það auðnaðist honum þegar hann fór inn. Hann opn- aði hljóðlega hurðina, en staðnæmdist ósjálfrátt innan við þröskuldinn, þvi hann heyrði gamla þýða róminn hennar, sem nafði verið honum svo trygg og alúðleg alla daga. »Ég gef þér blessun mína«, heyrði hann að hún sagði við Steinunni, sem grúfði sig ofan að rúminu og grét hljóðlega, »hlessun föður þíns kemur seinna, en það verður tómlegt fyrir hann aumingjann. Gleymdu honum ekki i elli hans, Steinunn«. í sama bili kom hún auga á mann sinn, beygðan af sorg. Hann gekk að rúmi hennar. Hún reisti höfuðið með herkjum frá koddanum, lagði aðra höndina á höfuð dóttur sinni, en hinni tók hún í hönd manni sínum. »Nú er vel, góða nótt«, sagði hún með furðu skýrum og styrkum róm, og hneig svo aftur niður á koddann. Þegar kveikt var og þau gáðu betur að, var hún sofnuð svefninum langa. i

x

Reykjavík

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.