Reykjavík


Reykjavík - 10.05.1913, Page 1

Reykjavík - 10.05.1913, Page 1
1R k \ a\> t h. Liaugardag ÍO. Maí 1913 XIV., so Ritstj.: Björn Pálsson cand. jur. Talsími 215. Kirkjustræti 12. Pósthólf A 41. Heima daglega kl. 4—5. Launahækkuaar-frumvarpið. Blað eitt flutti fregn um það ný- lega, að stjórnin'ætlaðí að leggja fyr- ir næsta þing frumvarp um launa- hækkun embættismanna. Þingmálafundir í Kjósar og Gull- bringu kjördæmi hafa svo farið að mótmæla þessu af miklum móði. Sérstaklega hafði blaðið talað um mikla launahækkun til landlæknis og landritara. Því miður heflr blaðið ekki gert sór það ómak að spyrja ráðherra, hvað hæft væri í þessu. Hefði það gert það, hefði því vafalaust farist öðruvísi orð. Efni frumvarps þess sem hér er um að ræða, er aðallega það, að breyta launum kennaranna við Menta- skólann og Kennaraskólann, svo að þau fari hækkandi með embættisaldri, og að hœkka laun dómendanna í yfir- dómi landsins. Ið fyrra er réttlætis- verk; ið síðara óhjákvæmilega nauð- synlegt. Kennaralaunin voru óhæfllega lág fyrir öndverðu, og nú er þó orðið meira en 50o/o dýrara að lifa en þá var. Enginn fjölskyldumaður í kennara- stöðu getur lifað sómasamlega nú í Reykjavík fyrir 2000 til 2500 kr., og þó hafa sumir lægra, t. d. aukakenn- arar. Enginn maður, sem skyn ber á málið, mun láta sér til hugar koma, að neita þvi, að það sé bæði réttlæti og hyggindi að gjalda kennurum við æðri mentastofnanir landsins það kaup, að þeir geti lifað með sparsemi á- hyggjulaust. Um æðstu dómara eins lands mun öllum koma saman um, að þeir menn ættu að vera færustu lagamenn lands- ins. En til þess að geta fengið J)á menn í þau embætti og haldið þeim þar, verða þau að vera það vel launuð, að dómararnir vilji í þeim embættum vera. En eins og nú er, þá er meiri hluti af sýslumannaembættum lands- ins tekjuhærri en dómstjóraembættið í yflrdómi, ekki að tala um hin dóm- araembættin í þeim dómi. Þetta er óhæfa. Ef beztu lögfræðingárnir fást ekki í yfirdóminn, af því að þeir sjá sér miklu meiri hagnað í að sækja um önnur störf (t. d. sýslumannsem- bætti), þá er réttarfari landsins illa borgið. Slíkt má ekki eiga sór stað. Hitt ætti þá jafnframt að vera sjálf- sagt, að banna þeim áð gegna öðrum störfum, t. d. þingmensku, eða hafa nokkurt annað starf á hendi, sem kaup er fyrir goldið, því að alt slíkt getur gert þá öðrum háða, en það má enginn dómari í æðsta dómstóli landsins vera. Launakjörum tveggja annara em- bætta er farið fram á að breyta, en Reykjavik: Teater. Fritz Boesens Teaterselskal) opförer Mandag d. 12. (2den Pinsedag) og Tirsdag d. 13. Mai hver Aften Kl. 8V2 præcis A laddi n9 Æventyrskuespil i 16 Afdelinger af Adam Oehlenslæger. Billetter til disse Forestillinger kan forudbestilles i „Isafolds11 Boghandel. Billetpriser Kr. 2,00 — 1,50 og 1,00. ekki hækka; það er biskupsembættið og landritaraembættið. Það er farið fram á að lækka byrjunarlaunin. en láta þau aftur hækka með embættis- aldri, t. d. að byrjunarlaun landritara verði eftirleiðis 5500 kr. (í stað 6000 kr., sem nú eru launin alla tíðina); eftir tiltekið árabil geta þau svo hækk- að upp í 6000 kr., og að lokum kom- ist upp í 6500 kr. — Þetta kemur nokkurnveginn í sama stað niður eins og nú, ef maðurinn lifir nógu lengi í embættinu. En deyi hann eða fatlist frá því áður, bíður hann tjón við breytinguna, t. d. ef hann fellur frá áður en hann nær í síðustu hækkun- ina, eða áður en hann hefir notið hennar svo lengi, að hann hafl unnið upp þann tíma, er hann hafði lægri laun en nú. Einskis sýslumanns laun er farið fram á að hækka, og einskis læknis, og þá auðvitað heldur ekki landlæknis. Engra annara embættismanna launa- kjörum er farið fram á að breyta, en þeirra sem taldir hafa verið hér að framan. J. Ól. Isiaiids banki. Um hann hefur talsvert verið skrif- að í dönsk blöð undanfarið, sakir þess að hlutabréf hans hafa lækkað í verði á kauphöllinni. Var orðasveimur um það, að bankinn kynni ef til vill að verða fyrir tjóni af viðskiftum við tvö verslunarfélög, er hann á fé hjá. Voru hlutabréf hans komin ofan í 88x/2, er lægst stóð. Bréfln tóku brátt að stíga aítur í verði, einkum er það vitn- aðist, með hve góðum blóma hagur hans stóð, því að samkv. reikningum bankans fyrir síðasta ár voru „afskrif- uð“ 68 þús. kr. fyrir væntanlegu tapi á næsu árum, auk þess voru 33 þús. lagðar í varasjóð, sem nú er orðinn 300 þús. kr., og þaraðauki lagttilað greiða skuli hluthöfum 5V2% í árs- arð. Voru hlutabréfin komin upp í 97, er síðast fréttist. Stjórn bankans telur enga hættu á því, að bankinn tapi miklu fé á þeim tveimur félögum, sem um var getið. Dálítið geti það orðið, en aldrei svo mikið, að það skaði bankann til nokk- urra muna. EæjarsíiiH. Nliðstöðinni verður lokað kl. 7 i kvöld. Á Hvítasunnudag er að eins opið frá 10—11 árd. og 4— 7 síðd. Á 2. í Hvitasunnu og fram- vegis á Sunnudögum verður mið- stöðin opin frá 8 árd. til 9 siðd. Reykjavik, 10. Maí 1913. Forherg. Áflogin í iðnó. Ungmennafélagið og glímufélagið „Ármann" eru komin í hár saman. Rimman byrjar með skætingi í „Vísi“, — sem er svo hlálegur að kalla þetta „raddir almennings" — og tekur alt plássið frá Cymbelínu hinni fögru — það á víst að heita kurteisi við kven- þjóðina — og þegar hvorirtveggja eru orðnir leiðir á að reyna að berja rök- semdum sínum hvor inn í annan, koma þeir sér saman um að slást opinberlega, og „láta sannleikann koma í Ijós“. En þeir herrar gæta ekki að því, að með því róta þeir tveim aðil- um, sem ekkert hafa gert á hluta þeirra, inn í deilu sína, og þessum að- ilum gera þeir stórkostlega rangt til. Ég á við „publikum" og glímuna ís- lenzku. Ef glímumenn ætla að fara að eyðileggja smekk manna með því að kalla Ijótustu tegundir af áflogum glímu, þá vil óg benda þeim á, að hugtakið glíma er fyrst og fremst fegurð, og á fátt sammerkt við þessar ryskingar sem þeir höfðu til sýnis þ. ,6. þ. m. í Iðnó. Éó glímdu nokkrir menn fallega, en yflrleitt var andstygð að horfa á aðfarirnar. Ekki skal ég segja meira um mis- brúkun á nafni glímunnar, en gjarna vildi ég mega bera hönd fyrir höfuð áhorfenda. Halda glímumenn í rauu og veru, að nokkur maður með smekk hafl gaman af að sjá þá bolast af öll- um lífs og sálar kröftum, keyrandi hver annan niður föll svo mikil sem væru þar trjábolir að leik. Þykir nokkrum gaman að því að sjá sinn sannkristinn náunga settan úr liði ? Ekki mér. Nei, þið glímumenn! Ef þið þurfið að jafna eitthvert ágreiningsatriði með hnefanum, þá auglýsið þið ekki glímu, heldur ryskingar, til þess að hneyksla éngan, hvorki menn né hugtök. Ef ekkert ofurkapp er í ykkur áður en þið komið upp á pallinn — og því að eins — getið þið orðið löndum ykkar til gleði og sjálfum ykkur til gagns. Annars má geta þess að „Ármann“ sigraði með 47 á móti 30. Áhorfandi. Eldgosiö. Af sórstökum ástæðum gat blaðið ekki flutt frásögn um eldstöðvarnar í þessu tbl. Um miðja vikuna höfðu eldarnir aukist, og sumstaðar fundust vægir landskjálftakippir. Öskufall ekkert. XIV., 30 MT Drekkið -*( Egilgmjöð og Iffialtextrakt frá iimleiiílvi ölgerðinni „yigli Skallagrímssyni". Ölið ínælir með sér sjálft. Sími 390. Leikhúsid. Hr. Fritz Boesen kom hingað með leikflokk sinn á „Sterling" á miðviku- daginn. Hann heflr komið hjer áður í tvö sumur og hefir eignast hér marga vini. í gærkvöldi var leikið í fyrsta sinn og lagt á vaðið með eitt af leik- ritum Ibsens, Rosmersholm. Hr. Boe- sen heflr yfirleitt sýnt hér áður góðan smekk um leikritaval og hið sama ætlar hann að sýna enn eftir byrjun- inni að dæma. Hér er ekki rúm til í þetta sinn að geta efni leiksins, en um meðferðina er það að segja, að hún var í öllum aðalátriðum góð. Helstu hlutverkin höíðu þau F. Boesen og ungfrú Carla Múller (Rosmers og Rebekka West) og léku bæði af góðum skilningi og yflr- leitt vel. Hin hlutverkin voru leikin sóma- samlega; þó skorti það tilfinnanlega á góðan leik hjá Kroll rektor, að hann sagði sumar setningar afleitlega. Stendur til að flokkurinn jsýni ýms leikrit þennan mánuð. Næst verður Aladdin sýndur á 2. í Hvítasunnu. Frá iinm. Pegar Skutari var unnin. Dagana áður en Skutari var unnin gerðu Svartfellingar hvert áhlaupið öðru harðara á útvirkin, og fengu þá tekið sum þeirra. Urðu þeir þá varir við að borgarmenn var farið að vanhaga um skotfæri, og það er talið aðal-orsök til þess áð Essad Pasha gafst upp. Sumir segja og að Essad Pasha hafi séð sér leik á borði til að verða kon- ungur í Albaníu; hafi það orðið að samkomulagi með Nikita Svartfellinga- konungi og honum, að Essad gæfi upp borgina, en fengi að halda burtu með lið sitt og vopn. Yar Mikita fús á að veita honum það, því hann vildi fyrir hvern mun ná borginni. Fór Essad síðan suður í land til Alessio, og lét gefa sér þar konungsnafn. Bráða- byrgðarstjórn sú er fyrir var vildi þó ekki játast undir hann. Ismail Kemal heitir formaður þeirrar stjórnar, og var hann staddur í Parísarborg er þetta. gerðist. Taldi hann mjög á Essad fyrir þetta tiltæki hans. Mikill fögnuður varð í Montenegro er Skutari var unnin, og eins um öll Balkanríkin. Sama var og í St. Pét- ursborg, og yfirleitt í öllum Slavalönd- um. En í Vínarborg kvað við annan tón. Eins og símað hefir verið til blaðsins, þá urðu loks þau málalok, að Austurríkismenn settu Svartfell- ingum tvo kosti, annaðhvort að afsala sér Skutari eða þeir segðu þeim stríð

x

Reykjavík

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.