Reykjavík - 10.05.1913, Qupperneq 2
76
REYKJAVlK
liiblíuíyrirlcstur
í Betel
á Hvítasnnnudag kl. 7. síðd.
Efni: Heilagur andi, starf hans og
eSli. Andinn sem fulltrúi frelsara vors á pess-
ari jörðu pangað til hann kemur.
Á annan í Hvítaaunnu kl. 7
síðd. verður svarað ýmsum tviræðum spurn-
ingum i Biblíunni.
Allir velkomnir.
O. J. Olsen.
á hendur. Sat enn í þófi um þetta
í nokkra daga, og var talið líklegt að
til allsherjar ófriðar mundi draga. Á
Miðvikudaginn var kom svo símskeyti
hingað, um að Svartfellingar hefðu af-
salað sér Skutari. Það er líklegt að
þeim hafi verið heitið einhverju í sára-
bætur, löndum eða fé.
Á vettvangi
gerist fátt til tíðinda. Búlgarar og
Tyrkir gerðu með sér tíu daga vopna-
hlé í Aprílmánuði, og síðan hefir ekki
verið barist. Stórveldin hafa nú tekið
að sér að koma á friði.
Fjárlagafruravarp Breta.
Lloyd George, fjármálaráðh. Breta,
hefir nýlega lagt fjárlagafrv. stjórnar-
innar fyrir þingið. Gjöldin eru áætluð
195,640,000 sterlingspund, og eru
meiri en nokkru sinni fyr; samt von-
ast hann eítir að tekjuafgangur verði
ooooooooooooo
0 ,
l
oo
0
0
o
0 alls konar er lang-ódýrastur í ^
O Skóverzlun ións Stefánssonar o
0 Laugaveg 14. 0
Y Vatnsstfgvél (hnéhá) 0
▼ seljast á Kr. 16,75. ▼
0
Allar viðgerðir fljótt og vel gerðar. ^
oooooooooooo
A Hiiar
ooo
á þessu fjárhagsári. Enga nýja skatta
ætlar stjórnin að fara fram. á í ár.
Síðan Lloyd George varð fjármálaráðh.
fyrir eitthvað 5 árum, hafa útgjöld
ríkissjóðs vaxið um liðugar 40 þúsund
miljónir sterlingspunda.
Hrs. Pankhurst
var látin laus úr fangelsinu í 15
daga til þess að hún gæti jafnað sig,
en hún hafði svelt sig meðan hún sat
inni. Þegar átti að flytja hana aftur
í fangelsið, var hún enn svo veik, að
læknir réð frá • að fara með hana
þangað, er hún því enn úti sér til
hressingar.
Verkfallinu í Belgíu,
sem getið var um í síðasta tölubl.,
er nú lokið. Stjórain hafði áður haft
góð orð um að leggja fyrir þingið frv.
um rýmkun á kosningarrétti, en leik-
urinn til þess gerður með verkfallinu,
að fá kosningalögunum breytt.
Uraræður skornar niður.
Neðri deild Canadaþings hefir sam-
þykt breytingu á þingsköpum sínum,
svo að nú er hægt samkv. þeim að
skera niður umræður, sem svo er
kallað. Það var samþ. með 108 atkv.
móti 73, og skiftust atkvæðin eftir
flokkum, líberalar allir á móti.
Erfðaskrá Morgans
er nú orðin heyrinkunn. Gefur hann
þar feiknin öll ejnstökum mönnum og
stofnunum, t. d. eiga allir starfsmenn
hans að fá heils árs laun, en þjónar
hans 1000 dollara hver. Börn hans
fá 3 miij. dollara í peningum, en sonur
hans allar aðrar eignir, þar á meðal
listasöfn Morgans, sem vart verða metin
til peninga.
Hinn 13. maí næstkomandi
verður verulega gaman að lifa þvi þá byrjar
feikna-mikil og- merkileg1 útsala í
fatasöludeild EDINBORGÁR.I
Heðal ófalmargs annarg má af kjörkaupunuui þar benda á:
Áður: Nú:
Stór sjöl ...... 31,00 — 19,00
.... 28,00 — 15,00
............... 18,50 — 9,25
Dömukápur ....... 42,00 — 21,00
............ 22,00 — 11,00
............. 30,00 — 15,00
Telpukápur ...... 11,00 — 5,50
............... 9,35 — 4,75
_______________ 7,00 — 3,50
Áður: Nú:
8,50 — 4,25
19,25
11,00
7,00
Drengjakápur .......
Karlmannakápur...... 32,25 —
Drengjaföt ........... 16,50 —
Drengja sportföt.... 18,85 •—
— — .... 6,25 —
Kjólatau .............. 1,70 —
Karlmannafatatau ..
Manchettuskyrtur ..
Karlmannshattar.....
6,50 —
4,25 —
3,00 —
3,95
1,00
3,50
2,00
1,00
Skófatnaður næstum geflns,
Alllar vörur á útsölunni verða seldar með frá 30% til helmings afslætti frá vanaverði, og er
því um meira en vanalegan hvalreka að ræða.
Útsölur vorar frá fyrri árum eru góðkunnar, og allir hafa hlakkað til þeirra eins og stórhátíða.
En ekki mun þessi útsala standa þeim fyrri að baki.
Bókafregn.
Eftír »Lögréttu«.
Jón Ólafsson: Orðabók
íslenzkrar tungu að
fornu og nýju. í
fjórum bindum. 1.
hefti. Rvík 1912.
Fyrsta spurningin, sem mér varð á
vörum, þegar ég sá þessa bók, var:
Er þetta söguleg orðabók ? Fyrirsögn-
in virtist benda á það, að hér væri
orðaforði tungunnar að fornu og nýju.
Og ennfremur úði og grúði bókin af
tiJvitnunum frá ýmsum tímum. Og
þar að auki sá ég heilt kerfi af merk-
jum, all-flókið, til að greina aldur orð-
anna í málinu, rétt mál og rangt
o. s. frv.
Ég var þó ekki lengi að komast að
raun um, að svo er ekki; þó þetta alt,
sem nefnt er, gefi bókinni eitthvað vís-
indalegri blæ en almennar handorða-
bækur handa alþýðu hafa, þá hefir það
ekki verið tilætlun höf., að hún ætti
að vera fyrst og fremst vísindaleg eða
söguleg orðabók. Þetta varð mér Jjóst,
þegar ég sá, hvernig hann hafði farið
að semja bókina, og sá listann yfir
heimildarrit hans.
Það væri líka harla djarft að fara
að semja sögulega orðabók yfir íslenzka
tungu. Fað er enn varla kominn tími
til þess. Að vísu eru til ágætar orða-
bækur yfir fornmálið og ýms góð orða-
söfn, prentuð og óprentuð, yfir málið
á okkar tímum. En yfir málið frá
því um 1500 og fraro að byrjun 19.
aldar er engin brúkanleg orðabók til,
og enginn einn maður getur enn hugs-
að til að semja orðabók yfir ritin frá
því tímabili. Flest af þeim eru enn
óútgefin ; í söfnunum í Rvík og Khöfn
liggja hópum saman annálar, kvæði,
rímur, bréf, ritgerðir um lögfræði, guð-
fræði, sögu, og margt og margt annað,
frá þeim tímum, sem nauðsynlega
þyrfti að fá út í áreiðanlegum útgáf-
um, áður en byrjað væri á slíku. Frá
því tímabili er og hin mikla orðabók
Jóns Ólafssonar Grunnvíkings, sem að
sjálfsögðu þyrfti vandlega að kanna.
Hún er enn óútgefin í Árna safni. Og
svo er alt það, sem prentað er. Mér
vitanlega hefir enginn enn farið gegn
um meginið af ritunum frá þeim tíma
til að orðtaka þau, það tekur mikinn
tíma, og er ekki líklegt, að aðrir vilji
fást við slíkt en þeir, sem hafa nóg
af honum, og mikla þolinmæði að auk.
En einmitt á þessum tíma koma fram
rit, sem hafa mjög mikla þýðingu fyrir
sögu málsins. Ég skal hér að eins
nefna Guðbrandsbiblíu. íslenzkt guð-
fræðismál síðari tíma er bygt á þeirri
bók, beinlínis eða óbeinlínis, og mál-
færi hennar hefir líklega haft áhrif á
ýmsum öðrum sviðum. Ekki er hægt
að semja sögulega orðabók nema þess
konar grundvallandi rit séu orðtekin
vandlega1).
1) Dr. J. Þ. rektor hefir nokkuð orð-
tekið gl.test. i Guðbrands-biblíu. Dr. Sche-
ving hefir orðtekið alla Waisenhúsbibl. (Kh.
1747), en á henni er að miklu lejti mál
Guðbr.-bibl. Aí/is. y. Ó.
Af því að saga málsins er óljós og
lítt rannsökuð, og engin orðabók til
yfir það um svo langt skeið, leiðir
aftur það, að enn er ekki með vissu
hægt að segja um aldur fjölda orða
í nýja málinu, og verður því að íara
mjög varlega með notkun merkja til
að ákveða, hvað sé gamalt og hvað
sé nýtt. Þó eitthvert orð ekki finnist
í útgefnum fornritum, og þar af leið-
andi ekki í orðabókum þeim, sem yfir
þau eru til, þá er ekki þar með sagt,
að það sé nýtt í málinu. Vel getur
verið, að það t. d. finnist fyrst í prent-
uðum bókum á 19. öld, en í óprent-
uðum ritum frá því um 1500. Og
eins verður að vera varkár með að
merkja orð sem úrelt. Það er oft að
orðin eins og liggja í dái, koma upp
aftur og aftur, en hverfa á milli. Þeir,
sem þekkja sögu latínunnar, vita t. d.
hvernig forn-latnesk orð frá dögum
Catös eldra alt í einu fara að tíðkast
á dögum Antonínanna, hér um bil 300
árum seinna. í íslenzku á sér líkt stað.
Fjöldi orða úr fornmálinu er lítt eða
alls ekki notaður á tímabilinu 1500—
1800, en rís aftur úr dái á 19. öld-
inni, og er nú á hvers manns vörum.
Ég þykist geta talað um þetta af tals-
verðri reynslu; ég hefi í nokkur ár
verið að semja orðabók íslenzk-danska,
en með alt öðru sniði en þá, sem hér
er um að ræða; hvað eftir annað hefir
það komið fyrir mig, að ég hefi rekist
á orð í íslenzku alþýðumáli, sem ég
hafði haldið að væru löngu dauð og
úrelt, og hins vegar líka fundið, að