Reykjavík - 10.05.1913, Page 3
REYKJAVÍK
77
Allar röksemdir viðvíkjandi Lifebuoy sápunni
styrkja málstað hennar. Astæðurnar fyrir því,
að þessu er þannig varið, stuðla mest og best
að útsölu hennar. Þeir sem nota sápuna eru
ánægðir með hana og ljúka eindregnu lofs-
orði á kosti hennar. Það er hrein og ómenguð
sápa, sem hefur jafnframt í sjer fólgin öflug
og þægileg sótthreinsunarefni, sem koma að
i góðu haldi í þvottinum eða ræstingunni.
LIFEBUOY SOAP
(LIFEBUOY SAPAN)
er meira en sápa, en
kostar þ’o engu meira.
Menn ættu að nota
hana í sjúkdómum,
bæði hjúkrunarkonur
og sjúklingar ættu að nota
hana. Einnig þeir sem
hraustir eru, munu með ánægju
nota Lifebuoy sápuna og haida
heilsu sinni.
Fyrirbygging sjúkdómsins er betri en lækning hans.
271ft
Frönsk samtalsbók
(• eftir 3r*ál l*orli:elsson, er nýkomin út. — Kostar Kr. 8,00.
Fæst hjá öllum bóksölum.
ýmislegt, sem ég hélt að væri nýyrði,
var gamalt mál og algengt.
Með því að reyna til að ákveða
aldur orðanna eins nákvæmlega og hér
er gert, hefir höf., að mér finst, hætt
sér út í ófæru. Þar sem áreiðanleg
tæki vantar til að skera úr slíku, verða
dómar hans oft meira og minna get-
gátur, og því sízt að furða að honum
skjátlast í ýmsu. Fyrst orðabókin á
ekki að vera söguleg, þá hefði verið
eðiilegast og ráðlegast að forðast svona
flóknar aðgreiningar. Maður, sem er
eins víðlesinn og hefir eins næman
smekk fyrir hreinu nútíðarmáli og höf.,
hefði heldur átt að halda sér við þá
hlið málsins, sem hann þekti bezt, mál
nútímans, og leggja það til grundvallar.
Hann hefir viijað taka orðaforða forn-
málsins með. En ég hefði óskað, að
hann hefði tekið það skýrt fram, að
hann að eins merkti þau orð sem
sjaldgæf eða úrelt, sem honum þyhja
svo sjálfum.1) Þar með er auðvitað ekki
sagt að þau séu það í raun og veru ;
en þar sem oft er ekki hægt að segja
með vissu um þess konar, er þó altaf
vert að heyra álit manns, sem mikið
hefir við slíkt fengist. Sem nýyrði
hefði mátt merkja orð, sem með vissu
má staðhæfa að séu upp komin á 19.
öld, t. d. yfir hugmyndir og hluti, sem
ekki hafa þekst fyr á íslandi (síma-
mál, efnafræðis- og grasafræðis-nýyrði
o. s. frv.). Svo finst mér mega merkja
orð, sem eingöngu finnast í kveðskap,
snót, þengill o. s. frv. En ég held það
sé ógerningur að reyna til að merkja
nákvæmar. Höf. reynir íika til að
greina, hvað af útlendum orðum sé
samlagað málinu og hvað ekki, og
ennfremur rangt mál frá réttu, rangar
orðmyndanir o. s. frv. Ég er honum
algerlega ósamdóma um margt af því,
en skal hér ekki nefna annað en aðal-
atriðið, að mér finst tízkan og aldur-
inn helga flest. Þó eitthvað sé rangt
og útlent í upphafi, tjáir ekki að lasta
það, þegar það hefir verið langalengi
í málinu og allir skilja það. Og mér
finst mikill óþarfi að reyna að innleiða
orð eins og sínepli og orðmyndir eiús
og arabskur, þegar allir segja appel-
sína og arabiskur.2) Annars vinsar
tíminn úr, miklu betur en nokkur
1) Annað eða meira geta merkin a og ð
eðlilega ekki táknað hjá mér, og sama er
að segja um samkynja táknanir hjá öllum
höfundum orðabóka yfir lifandi mái, þeirra,
er ekki eru sögulegar. jf. Ó.
2) Það er misskilningur, að ég taki slík
nýyrði upp til að innleiða þau, heldur að
eins af því þau koma fyrir í ritum. J. Ó.
orðabókarhöfundur, og smám saman
verða þau af þess konar orðum, sem
hann geymir, svo kunnug og geðfeld,
að engir nema málfræðingar hugsa út
í það, að þau séu af útlendum rótum
runnin. Sem dæmi þess, er ég hér
segi, skal ég nefna orðið ábóti, sem
kom inn í íslenzkuna með klaustrun-
um. Hver vill neita því, að þetta orð,
sem þá var útlent, sé nú orðið al-
íslenzkt? Jafnvel J. Ól. gleymir að
einkenna það sem ,útlent orð, sam-
lagað málinu", eins og hann þó hefði
átt að gera, úr því hann er að merkja
þess konar orð, liklega af því að hon-
um heflr fundist orðið svo rammíslenzkt,
að hann hefir í svipinn ekki hugsað út
í hinn útlenda uppruna þess.
Það, að höf. tekur orðaforða forn-
málsins með, hefir líklega komið hon-
um til að velja réttritun, sem er afar-
fornleg, fornlegri en eins ágætir fræði-
menn og Guðbrandur Yigfússon og
Fritzner nota' í sínum orðabókum.
Hann ritar a, e, i, o, u, y á undan
lf, Ig, lk, lm, ln, lp í sömu samstöfu
{lcalfr, talya, lialmr, alha, alnir, hjalp,
og líka hals, frjals, skald.1) Ég er
hræddur um, að þetta nýmæli falli
mönnum ekki í geð. Nógur er glund-
roðinn á réttrituninni íslenzku, þó ekki
sé reynt að skrúfa hana svona langt
aftur. Þetta brýtur bág við þá megin-
reglu, að hver breyting á réttritun,
sem til bóta víll miða, hlýtur að ganga
í þá átt, að laga hana eftir framburði,
en ekki eftir uppruna. Um þetta eru
flestir málfræðingar nú samdóma, og
eins um hitt, að bezt sé að nota altaf
sama staf til að tákna sama hljóð, að
svo miklu leyti, sem því verður við
komið. Því má ekki nota a og á til
að tákna sama hljóðið, og því er það,
að ég held, að uppástunga próf. B. M.
Ólsens, að sleppa y og z, líklegast
muni vinna sigur, þegar fram líða
stundir. Annars er réttritunin í sjálfu
sér atriði, sem varla er vert að deila
mikið um; flestir velja sér réttritun
eftir smekk sínum og venjum, og ekki
eftir því, hvort þessi sé rökréttari, vís-
indalegri eða hentugri en hin.
Að því er snertir niðurröðun orð-
anna, þá getur verið álitamál, hvernig
á að haga henni. Margir faia svo að,
að þeir setja sem fæst undir forsetn-
ingar og atviksorð, en raða orðasam-
böndum, þar sem þess konar orð eru
með sögnum, undir sögnunum. Or-
sökin til þessa er auðsæ, það er hægra
að finna merkinguna í stuttri grein en
1) Fritzner hefir einmitt þessa stafsetn-
ing. J.
langri; t. d. syrtir að munu flestir
heldur kjósa að eiga að leita að í sögn-
inni sgrta í fáeinum línum, en í að,
á mörgum blaðsíðum.
Höf. fer hjer að þvert á móti. Höf.
fer hjer að þvert á móti. Það skal
fúslega játað, að margt er skarplega
athugað og vel sagt af því, sem hann
segir um á, að, af, o. s. frv., en hrædd-
ur er jeg um, að mörgum þyki sein-
legt að ieita þar. í sjálfu sjer væri
bezt að hafa merkingarnar á báðum
stöðunum (t. d. bæði undir syrta og
að),1) en það mundi auka stærð bókar-
innar mjög. Lakara þykir mér samt,
að hann setur í þessar greinar ýms
orð, sem mjer finst hefðu átt að standa
alveg sérstök. Jeg skal hjer að eins
nefna orðið altaf; af í þessu orði er
áherslulaust og enklitiskt, og á að
skrifa það í einu orði með fyrri sam-
stöfunni alt, eins og allir bera það
fram. En höf. hefur það ekki á sínum
stað í röðinni, og það er heldur ekki
að finna undir orðinu allr, þar sém
t. d. Geir Zoega hefur það, sem vel
má verja. J. Ól. hefur sett það meðal
merkinga orðsins af, og er það að
vísu engin fjarstæða, þegar litið er á
það málfræðislega, en það er afar-
óhentugt fyrir þá, sem eiga að nota
bóklna. En í orðaröðina setur hann
alt-að-eina og alt-að-einu og ávið sem
sérstök orð; það er rjett og gott, en
þVí má þá ekki altaf vera þar líka?
Þá er orðaforðinn. Hér virðist höf.
hafa fengið tiltölulega mikið af orðum
fornmálsins, þó bann hafi ekki tekið
alt, sem fyrirrennarar hans hafa safnað
á því sviði. Yfir fornmálið eru til ágæt-
ar orðabækur, svo þessi hluti starfsins
er tiltölulega auðveldur. Það getur
verið álitamál, hvort höf. er altaf hepp-
inn í valinu; hann tekur t. d. ýms
sjaldgæf útlend orð eins og alamandr,
amendasnot, amia, ampullr o. s. frv.,
og ýms þeirra merkir hann sem úrelt,
en samlöguð málinu. Hann tekur
jafnvel alnorsk orð og orðmyndir, sem
aldrei hafa á íslandi [þekst, t. d. afát
= ofát, aflugr = öflugr o. s. frv.
En að því er snertir miðaldamálið og
nýja malið, hefur höf. aðallega haldið
sér við það, sem áður var til í prent-
uðum orðasöfnum og auk þess notað
óprentað orðasafn Hallgríms Schevings;2)
líka hefur hann bætt ýmsu við frá
sjálfum sér bæði úr daglegu mæltu
máli og úr ritum. Hann hefur ekki
orðtekið bækur til muna, enda er slíkt
seinlegra verk en svo — einkum ef til-
vitnanir eru til færðar — að einn mað-
ur geti ætlað sér að afkasta miklu
á skömmum tíma og í hjáverkum. En
af þessari aðferð höf. hlýtur að leiða
það, að orðaforði bókarinnar, að því er
miðaldamálið og nýja málið snertir,
verður bæði ófhllkominn, og lika verð-
ur það mikið undir ttilviljun komið,
hvað kemst með og avað ekki. Því
mikill þorri góðra og algengra íslenskra
orða í miðaldamálinu, og nútíðarmáli
ekki síður, finst ekki í neinum orða-
1) Það gtri ég einmitt að miklu leyti.
J. Ó.
2) Höf. hefir likl. ekki séð Schevings safn;
orð og merkingar, sem í því eru, eru að eins
lítið brot móti því, sem ég hefi sjálfur lagt til.
J. Ó.
söfnum, og fæst einungis með ná-
kvæmri rannsókn og orðtöku rita. Því
er það, að jafn-algeng orð eins og t.
d. ábatast, ábending, ákvörðun, áveita
o. fl., o. fl. vantar í orðabókina. Hins
vegar hefir höj. tekið ýms fágæt orð
úr nýja málinu, jafnvel sjaldgæf mál-
lýzkuorð.
í sjálfu sér væri það engin furða,
þó mörg orð vantaði, og það enda þótt
höf. hefði orðtekið fjölda rita. Engin
orðabók í neinu máli nær yfir allan
orðaforða þess. í eins |góða og vand-
aða handorðabók eins og t. d. Annan-
dale’s yfir enska tungu, vantar orð,
sem standa í eins algengum höfund-
um og Dickens. Orðabókarhöfundar
sleppa oft með vilja fjölda orða, eink-
um samsettra. í máli eins og íslensk-
unni er tala samsettra orða því nær
óendanleg. Þannig má t. d. skeyta
al-, áll- og ó- framan við flest lýs-
ingarorð, al- og ó- framan við fjölda
sagna og nafnorða, aðal- framan við
flest nafnorð; þá má og mynda sæg
orða með legur, lega, skapur o. s. frv.,
en oft er lítil ástæða til að taka þess
konar orð, ef stofnorðið er tekið, að
minsta kosti er óþarfi að taka nema
algengustu orðin, en um það, hver
þau séu, getur oft sýnst sínum hvert.
Þrátt fyrir alt það, sem hér hefur
verið tekið fram, er því sízt að neita,
að höf. hefur færst í fang mikið og
þarflegt verk með útgáfu þessarar bókar.
Það er engan veginn lítið í það varið,
að fá meginið af því, sem fyrirrenn-
arar hans hafa safnáð af fornum og
nýjum orðum, dregið saman í eina
heild, ekki sízt, þegar ýmsu nýju er
bætt við. Og hvað sem öðru líður, er
það víst, að hér kemur fram í fyrsta
sinni fjöldi orða, sem aldrei hafa áður
staðið í prentuðum orðasöfnum, og eg
skal með þakklæti viðurkenna, að eg
hef hér fengið mörg góð orð, einkum
ýms, sem höf. tilfærir úr safni Sche-
vings og úr íslenzku sveitamáli. Þetta
gefur bókinni þýðingu fyrir vísindin
á þessu svidi, svo að þeir, sem við
íslenska málfræði fást framvegis, geta
ekki, sér að ósekju, gengið fram hjá
henni. Við þetta bætist, að þýðing-
arnar eru yflrleitt smellnar og góðar;
að vísu er hægt á stöku stað að benda
á rangar og vafasamar þýðingar, og
eg fyrir mitt leýti kann ekki altaf við
nýbreytni höf. og tilraunir hans til að
útrýma útlendum orðum, eins og eg
áður hef drepið á; og svo finst mjer
á stöku stað vera óþaría nákvæmni,
eins og myndir af ásum í spilum og
löng lýsing á alkorti, þar sem tilvitn-
un í ísl. skemtanir Ól. Davíðssonar
hefði getað nægt.
Það veit enginn, sem það hefur
ekki reynt, hvað erfitt það er að semja
orðabók. Það er máske af því að ég
hef fengist við slíkt sjálfur, að mjer er
ljúfara að lita á þá kosti, sem eg finn
í líkum ritum annara manna, en á
gallana, sem ég veit að altaf vilja læð-
ast inn, hvernig sem maður reynir að
vanda sig. Og þrátt fyrir gallana á
þessari bók og þrátt fyrir aðférð höf-
undarins, sem margir þeirra eiga rót
sína að rekja til, vildi jeg samt óska,
að henni yrði haldið ötullega áfram.
Khöfn 24. Febr. 1913.
Sigfiis Blöndal.