Reykjavík - 10.05.1913, Page 4
Leiðbeining til Vesturfara.
Vín!
Fargjald frá íslandi til Winnipeg kostar í ár, eins og að undanförnu :
Fyrir hvern sem er 12 ára og þar yfir . . Kr. 207,50
y> börn frá 5 til 12 ára — 104,00
n n . 2 til 5 ára — 70,00
n n » 1 til 2 ára , — 50,00
n n á fyrsta ári . — 10,00
Frá 1. nórcraber til 1. apríl eru fargjöldin 4,00 hærri.
Hvítasunnuvínin
fást hrergi betri en í
Síma 167.
í ofanskráðri borgun er innifalið :
Borgun fyrir þriðjá pláss á gufuskipi og járnbraut, flutningur á farangri,
sem er fyrir hvern 12 ára og yflr 10 teningsfet, eða um 150 pund, og helm-
ingi minna fyrir börn frá 1 til 12 ára.
Farþegar fæði sig sjálfir frá íslandi til Skotlands, og sömuleiðis á járn-
brautinni þegar komið er til Canada. Ef bíða þarf í Skotlandi eftir skipsferð,
sér Allan-línan farþegum fyrir ókeypis fæði og húsnæði, og veitir ókeypis meðöl
og læknishjálp á leiðinni yfir hafið.
Allir þeir sem ætla til Vesturheims verða að fá vottorð hjá hreppstjóra
sínum eða sýslumanni um, að þeir séu til þess frjálsir að lögum, og að lög
nr. 12, frá 7. febr. 1890, séu för þeirra ekki til fyrirstöðu. Ennfremur verða
allir Vesturfarar að hafa læknisvottorð um, að þeir séu lausir við alla smittandi
sjúkdóma, þar á meðal augnsjúkdóm sem heitir „t r a c k o m a“, og eru menn
ámintir um, að slík læknisskoðun er gerð í þágu þeirra sjálfra, til þess að
rejma að fyrirbyggja, að Vesturfarinn verði endursendur þegar út kemur, því
að eftirlit með þessu er mjög strangt í Ameríku, nú orðið.
Læknir sá, er skoðar þá Vesturfara sem fará héðan frá Beykjavík, er
augnlæknir A. Fjeldsted, í Reykjavík.
Þegar til Canada kemur verður hver Vesturfari 12 ára og þar yfir að
hafa um 100 kr. í peningum, eða ávísun (börn undir 12 ára hálfu minna), þó
geta menn sloppið hjá þessu, ef þeir hafa yfirlýsingu á ensku, frá einhverjum
manni, sem búsettur er í Canada, um það, að hann skuldbindi sig til að taka
á móti og annast viðkomandi Vesturfara þegar þangað kemur ; yfirlýsing þessi
skal vera stíluð til „The Immigration Authorities in Canada".
Vegna fargjalds-taxta „Sameinaða" og „Thore“-félaganna ber að geta
þess, að þeir Vesturfarar sem óska að fara frá Akureyri og austur um land,
en eiga heima Reykjavíkur megin við Akureyri, verða að borga auka-fargjaldið
frá þeim stað, sem þeir eiga heima og til Akureyrar, viljum vér því ráða þeim
til, að koma hingað til Reykjavíkur og taka farbréf hér, og er ráðlegast fyrir menn
að borga ekkert fargjald fyr en hingað kemur, en tilkynna skipstjóra að við-
komandi sé Vesturfari.
Allar frekari upplýsÍDgar geta menn fengið hjá okkur, og einnig eyðublöð
undir hreppstjóra .eða sýslumanns-vottorðin, sömuleiðis hjá umboðsmönnum
okkar, sem eru :
Á Seyðisfirði: Stefán Th. Jónsson, konsúll.
Á Akureýri: Karl Niknlásson, forstjóri.
Reykjavík, 20. Apríl 1913.
Ó. Runólfsson # Lárus Ffeldsted.
Aðal-umboðsmenn Allanlínunnar á íslandi.
Simnefni: „Fjeldsted, Reykjavík“.
Nöfn og nýjuug’ar.
Lögð niður þingmennska. G u ð -
laugur GuðroundBson þm. Akur-
eyrar hefur lagt niður þingmcnnsku sakir
heilsubilunar. Treystir sér ekki að sækja
þing i sumar.
Alþingi'kvatt til funda. Konungur
hefir með opnu bréfi 1. Apríl 1913 kvatt
alþingi saman Þriðjudaginn 1. Júlí 1913, og
á guðsþjónustugjörð að fara fram í dóm-
kirkjunni áður þingið er sett.
Afli í Noregi. Til 19. April höfðu afl-
ast í Noregi i ár 40,6 milj. fiska. Til sama
dags næstu þrjú árin á undan var aflinn:
1912: 65,2 milj.
1911: 34,9 —
1910: 36,7 —
„Alt í grsenum sjó“, gamanleikur stú-
denta, var sýndur á Laugardagskvöldið var,
en næsta dag lagði lögreglustjóri bann við
því, að hann væri leikinn oftar, samkvæmt
kröfu hr. Einars Hjörleifssonar skálds, er
stældur var í leiknum. Mun það vera í
fyrsta sinn hjer á landi, að bannað sé að
sýna leikrit.
Járnbraufarslys, hið fyrsta, varð á
sunnudaginn var, þá varð lítil stúlka fyrir
lestinni og lenti undir hana og fótbrotnaði.
Stúlkan hafði ekki kunnað að stíga út úr
vagninum.
Skipkomur. „Sterling11 kom aðfaranótt
miðvikudags frá útlöndum. Farþegar: Ric-
hard Thors útgerðarmaður, Pétur ólafsson
konsúll á Patreksfirði, Henriksen forstjóri
Thorefjelagsins og einn af stjórnendum fé-
lagsins P. J. Thorsteinsson & Co., Fr. Natan
umboðssali, Petersen hafnarverkfræðingur
og ungfrú Ragna Gunnarskóttir.
„H ó 1 a r“ komu á miðvikudagsmorgun.
Meðal farþega: Sig. Eggerz sýsluroaður,
Guðni Eiriksson á Karlsskála, séra Þorsteínn
Halldórsson á Mjóafirði, sérá Magnús Björns-
son á Prestsbakka o. fl.
Hlunur á fragt. Landsíminn fjekk sér
nýlega einangrara (Insulatora) frá Hamborg.
Leitað var fyrir sér um fragtir á þeim frá
Hamborg og vildi þá það Sameinaða flytja
þá fyrir 64 kr. tonnið. Thorefjelagið vildi
gera það fyrir 52 kr., en Bergensfjelagið
(„FIora“) fyrir 31 kr. Landsiminn gat því
miður ekki beðið eftir því að fá þá með
„Floru“ og lét því Thore flytja þá.
Vestur-íslendingar. Með siðustu
skipum hafa komið nokkrir Winnipeg-ís-
lendingar, t. d. Stefán Sveinsson áður fóð-
ursali og kona hans, Mrs. Fr. Swansson og
. Goodman. Yon er á fleirum innan
skamms og höfum vér heyrt ,tilnefnda: J.
J. Vopna, Th. Oddsson og Árna Eggerts-
son.
Nýja stúdentahúfu hefur verið sam-
þykt að taka upp, og átti frú Anna Ás-
mundsdóttir hugmyndina að þeirri húfu og
hlaut verðlaun fyrir frá Stúdentafélaginu.
Fað er liinn góðknnni kjallari í IngólfshTOli, sera helir flcstar
tegnndir af TÍnum og gosdrykkjum að Telja úr.
„Botnia“ fór til útlanda í gær. Farþeg-
ar: Ráðherra Hannes Hafstein, bankastjóri
Björn Kristjánsson, úngfrú Þóraís Björns-
dóttir, Jón Þ. Sivertsen kennari o. fl., þar
á meðal nokkrir Yesturfarar. — Til Vest-
mannaeyja: Sigurður Sigurðsson skáld.
Sporvagnamálið. Því er enn oigi ráð-
ið til lykta, hvort veita skuli hr. Indriða
Reinholt leyfi til að leggia sporbrautir um
bæinn. Fundi eigi komið á um það mál
þessa viku. Heyrst hefir, að einhverjir af
fulltrúunum séu á því, að veita ekki leyfið,
þótt undarlegt megi virðast. Yæri ilt til
þess að vita, ef hr. Reinholt sneri nú vest-
ur aftur vegna óþjálni bæjarstjórnarinnar.
Gæti svo farið, að vití hans verði til varn-
aðar öðrum Vestur-íslendingum, sem bæði
þora og geta lagt fé í fyrirtæki hér.— Hafa
Danir boðist til að leggja sporbrautir hér?
Afmeelisrit. íslandsafgreiðsla Lund-
únablaðsins „Daily Mail“ hefir nýlega gefið
út pésa um blaðið. Það eru nú komnir út
af því 17 árg. Blaðið er allgott fréttablað
og ódýrt, vikuútgáfan kostar hér kr. 4,75.
Próf í Stýrimannaskólanum. Hið
meira ísl. stýrimannapróf: Stig:
Andrés Fr. Kristjánsson, Dýraf.. . 89
Arnbjörn Gunnlögsson, Rvík . . 93
Einar Guðmundsson, Nesi . . . 103
Finnur Jónsson, Rvík.............98
Gísli G. Þórðarson, Arnarf. ... 99
Guðjón Guðmundsson, Rvik ... 99
Guðm. Kr. Guðjónsson, Rvík . . 86
Guðm. Jóhannsson Ytri Njarðvík , 97
Hafsteinn Bergþórsson, Rvík . . 109
Jón Gnðmundsson, Rvík .... 90
Karl H. Jónsson, Akranesi ... 87
Loftur Ólafsson, Rvík............83
Ófeigur Guðnason, Árnessýslu . . 85
Ólafur Kolbeinsson, ísafjarðarsýslu 97
Nr. 1 og 9 voru að eins 1 vetur.
Hið minna ísl. stýrimannapróf:
Arni Sigurðsson, Akranesi .
Guðm. Sveinsson, Önundarf.
Gunnl. Illugason, Rvík. . .
Magnús Sveinsson, Önundarf.
Páll Jónsson, Rvík ....
40
56
56
52
44
Nr. 2 og 5 voru að eins einn vetur.
Próf í gufuyélafræði:
Undir það próf gengu þeir, sem tóku hið
meira stýrimannapróf:
Andrés Fr. Kristjánsson .... 7
Arnbjörn Gunnlögsson...............6
Einar Guðmundsson..................7
Finnur Jónsson.....................7
Gísli G. Þórðarson.................5
Guðjón Guðmundsson.................8
Guðm. Kr. Guðjónsson...............7
Guðm. Jóhannsson...................9
Hafsteinn Bergþprsson..............8
Jón Guðmundsson...................10
Karl H. Jónsson....................6
Loftur Ólafsson....................6
Ófeigur Guðnason...................6
ólafur Kolbeinsson.................6
Ofviðri og skipskaðar. í norðan-
veðrinu á sumardaginn fyrsta urðu miklar
skemdir á bátum hér í grendinni. í Bol-
ungarvík sukku tveir vélarbátar. Yar ann-
ar þeirra að koma af sjó og hafði verið svo
nærri landi, að sjór braut á hann og sökk
báturinn þcgar, en mönnum varð bjargað.
Hinn báturinn brotnaði af sjógangi þar á
víkinui svo hann sökk. Bátar þessir voru
eign Bjarna Bárðarsonar í Bolungarvík og
Guðm. Gíslasonar frá Tröð. Mótorkútter
„Hekla“ frá Akureyri, eig. Kolb. Árnason,
varð að hleypa í land í Bolungarvík — vél-
in hafði bilað og seglin rifnað — og er tal-
in ósjófær. í Hnífsdal sukku fjórir vélar-
bátar þar á víkinni, og einn rak í land og
brotnaði allmikið. Átti Valdim. Þorvarðs-
son tvo þeiíra, Halldór Pálsson einn og
bræður frá Uppsölum, Kristján og Svein-
björn Rögnvaldssynir, einn. Bátar þessir
höfðu náðst upp í gærdag, en taldir nær
ónýtir. Bátar Valdimars voru trygðir í
Vélabátaábyrgðarfjelaginu og „Hekla“ kvað
hafa verið trygð í „Samábyrgð íslands á
fiskiskipum“. Hinn bátarnir allir óvá-
trygðir. („Vestri11).
3 ertiner - €xport-Jfiagasm,
Anrhus, Danmark.
Se! SeI Se!
Læs ! Læs I Læs I
Höb I Höb I Köb I
Enkelte Udtog af vor Prisliste til Forhandlere.
Ægte Sölv Uhr
Ægte Sölv Uhr
Kr. 3,90
— 6,70
— 9,40
— 13,00
— 15,00
— 20,00
— 1,75
Ægte Sölv Uhr
Ægte Sölv Uhr
Ægte Sölv Uhr
Ægte Sölv Uhr
Nikkel Uhr .
Nikkel Uhr....................— 2,95
Nikkel Uhr................— 3,80
Nikkel Uhr....................— 7,30
Dobb. Kapsel Nysölvs Uhr ... — 4,85
Dobb. Kapsel Nysölvs Uhr ... — 6,70
Dobb. Kapsel Nysölvs Uhr ... — 8,50
Dobb. Kapsel Sölv Uhr .... — 14,00
Dobb. Kapsel Sölv Uhr . . . . — 20,00
Dobb. Kapsel Elektroforg. ... — 4,85
Dobb. Kapsel —„— ... — 6,70
Dobb. Kapsel —»— ... — 8,50
For at opnaa den störste mulige Omsætning,
har vi noteret Friserno saa billigt, som det er
os muligt, og bedes alle, som önsker at for-
handle vore Varer, skrive straks. Alt sendes
franco. Hvad ikke er efter 0nske byttes.
Mindste Ordre der sendes er 10 Kr. Katalog
over vore Varer fölgeraldeles gratis og franco
med förste Ordre. — Skriv derfor straks.
Berliner-Export-Magasin,
Aarhns, Danmark.
Hvaða mótor er ódýrastur, bestur
og mest notaður?
Gideon-mótorinn.
Einkasali
Thor E. Tulinius & Co.
Kaupmannahöfn-
Símnefni: Verslun.
Veralnn Jóns ZoSg;a
selur ódýrast neftóbak, munntóbak,
reyktóbak, vindla, cigarettur o. m. fl.
Talsími 128. Bankastræti 14.
Hvar á að kaupa
öl og vín ?
En í Thomsens
M a g a s í n.
Prentsmiðjan Guteabcrg.