Reykjavík


Reykjavík - 07.06.1913, Blaðsíða 1

Reykjavík - 07.06.1913, Blaðsíða 1
1R e^p kj av tk. Liaugardag 7. .1 úní 1913 XIV., 24 Ritstj.: Björn Pálsson cand. jur. Talsími 215. Kirkjustræti 12. Pósthólf A 41. Heima daglega kl. 4—5. jHiSnrmáls-jriðnn. II. Dönsk örnefni á íslandi. Út af Breiðdal í Suður-Múlasýslu liggur all- mikið sker, 5 mílur (20 sjómílur) und- an landi. Það heitir Geirfuglasker. Þar var geirfugl fram í byrjun síðustu aldar. Árið 1859 ferðað- ist Eiríkur Magnússon austur á land fyrir Englending, til að vita, hvort enn lifði Geirfugl í skerinu; en hoDum gaf aldrei út um sumarið. Danir nefna skerið HvalbaJc eftir lögun sinni, og hefir það nafn smeygt sér inn í íslands- lýsing Þorv. Thoroddsens (j afnframt rótta nafninu þó). Á Austurlandi var nefnt Geirfugla- sker í ungdæmi mínu, og man ég fyrst glögt eftir að ég heyrði talað um það or ég var 9 ára, sumarið sem Eiríkur var eystra, því að hann dvaldi þá um hríð hjá föður mínum. En nú síðari árin, er ég hefi komið austur í átt- haga mína, heyrði ég alla nefna,Hval- bak; var það karlkent hjá sumum (Hvalbakur), en kynlaust hjá öðrum.— Skerið hefir frá alda öðli heitið Geir- fuglasker, og er engin þörf á að láta danska sjómenn endurskíra það fyrir oss eða uppnefna það. Ættum vér ekki að apa það eftir, heldur halda ís- lenzka nafninu. Og þess vil ég biðja blöð vor og sjómenn, bæði hér og eystra, að nefna skerið Geirfuglasker, eins og það heitir. Málarar afskræma málið. — Þeg- ar menn biðja málara að mála fyrir sig nafnspjald eða auglýsingu, ættu þeir vandlega að gæta þess, að nöfn og önnur orð, sem mála skal, sé skrif- uð upp vandlega rétt fyrir málarann, því að góðir málarar geta verið af- dæma-afieitir stafsetningarmeistarar. Ólafur kaupmaður Amnndason er öllum bæjarbúum að góðu kunnur. Hann skrifar góða rithönd og ritar bæði skýrt og rétt: Ólafur Amunda- son, því að hann veit, hvað faðir hans hét. En er hann fær nafnspjald málað á verzlunarbúð sína, þá afbakar málar- inn það, og málar: Ámundarson, eins og faðir Ólafs hefði heitið Ámundr, en eigi Ámundi. Það er of mikil góð- menska af Ólafi, að þola málaranum að afskræma föðurnafn sitt. Hann á að láta málarann mála spjaldið upp aftur og mála nafnið rétt — alveg endurgjaldslaust. — Ein snyrtilegasta og stærsta fata- verzlunin hér í bænum hefir látið mála í gluggana á efra lofti hjá sér: „stærðsta úrval". Ég geng þar hjá daglega og fæ sting í brjóstið í hvert sinn sem ég sé þetta hneyksli „stærðstu". Lýs- ingarorðið er stór, miðstig stœrri, efsta stið stérstr. ð-ið í stærð er afleiðslu- ending til að mynda það nafnorð, en á hvergi heima í lýsingarorðinu. Stór — stærri — stærstur alveg eins og langr — bngri — lengstur (en ekki: lengdstur, þótt nafnorðið sé lengd). Th. Thorsteinsson & Co. er of prúð- mannleg verzlun til þess að þola slíkt afskræmi í glugga sínum, eftir að at- hygli eiganda er vakin á því. Það er óþolandi að leyfa málaranum að gera þannig verzlun sína að athlægi. — Ýmsir menn, sem eru Gunnlaugs- synir, skrifa sig „Gunnlögsson". Eng- inn íslendingur hefir enn heitið Gunn- lögur, en Gunnlawgur er algengi nafn og rammíslenzt (Gunnlaugur Orms- tunga). Misþyrming á málinu. Þeir sem ganga inn á Öskjuhlíð, verða varir auglýsinga, sem upp eru festar hér og þar fram með veginum. Á þeim standa þessi óskiljanlegu orð: „Gœtið ykkar á lestinni!“ Þau geta eftir orða- laginu að eins átt við menn, sem eru á vagnlest. En af hverju er viðsjár- verðara að aka vagni þar enn annar- staðar? Eða er þetta ekki viðvörun til verkamannanna á járnbrautarvögn- um hafnargerðarinnar? Og sé svo, hví er þá auglýsingin ekki fest upp í sjálfum vögnunum eða á þeim? — Þetta var óskiljanlegt. En svo fræddi einhver mig um það, að þetta væri hafnargerðar-tungumál, sem mun vera alveg nýtt tungumál í heiminum; þetta væri stýlað til fólks, sem væri á gangi nærri járnbrautinni eða þyrfti eða vildi ganga yfir um sporið, og merkingin ætti að vera: „Gœtið yðar fyrir lestinni* eða „ Varið yður á vögnunum". Það er ofdirfð af hr. Kirk að fara að reyna atð skrifa íslenzku eftir svo örstutta dvöl hór. Hann hefði átt að snúa sér til verkfræðingsins, skóla- gengins manns, sem hann hefir í sinni þjónustu, eða jafnvel til fáfróðasta dag- launamannsins, sem hjá honum starfar. Enginn þeirra hefði látið slíkt hneyksli fara sér úr munni eða penna. „Húsvanr“ er gott íslenzkt orð, og er haft um hross, hest eða meri, sem ekki er vant að láta liggja úti á gadd- inum á vetrum, heldur hýsa. Þetta er alkunnug og eðlileg merking orðs- ins, eins og það er tíðkað í málinu. En á Þriðjudaginn (3. þ. m.) stendur auglýst í „Vísi“ : „Hfisvön stúlka ósk- ast á fáment heimili í Reykjavík". — Af því að ég veit ekki til, að það sé vandi að láta vinnukonur né aðrar stúlkur ganga á gaddinum eða liggja úti hér á landi, furðaði mig á þessu orðalagi. Hér er víst engin stúlka til í landinu, sem ekki er „húsvön". „Réð“ en ekki „réði“ er þátíð rétt af ráða. Sögnin hefir sterka beyging, þ. e. eintala þátíðar er ein- kvæð (ein samstafa). Þessar sagnir beygjast alveg eins: blása, blæs, blés, blásið gráta, græt, grét, grátið láta, læt, lét, látið ráða, ræð, réð, ráðið. Talsvert títt er farið að verða að segja og rita réði fyrir réð í þátíð. Þannig t. d. í Lögréttu 4. þ. m. í grein um „dönsku stjórnarskiftin“ á 3. bls. — Að myndin „réði“ sé r'óng, má meðal annars sjá á því, að nútíð (ræð) er einkvæð; en einkvæð nútið er ekki til í sögnum með veikri beygingu, nema um 100 sögnum, sem enda í nafnhætti á -ja (telja, hylja, flýja, skilja o. s. frv.). Nú er ráða einkvætt í nútíð (rœð) og endar á -a, en ekki -ja í nafnh., og beygist því sterkri beygingu, og því er einkvæða myndin í þátíð (réð) rétt, en tvíkvæða myndin (réði) röng. Rangsett tilvísunarorð. í grein eftir séra Hallgrím Thorlasíus (í ísaf. 4. þ. m., 3. bls. 3. dálki) kemur fyrir kostulegt dæmi þessa, svipað því sem ég gat um í síðasta blaði. Þar stend- ur svo: „ýmsum heiðursmönnum er jafnvel borinn þjófnaður á brýn og hvers konar varmenska, er jafnan hefir farið sæmdarorð af“. Eftir réttum málskipunarreglum verður að skilja þetta svo, að jafnan hafi farið sæmdar- orð af varmensku. En auðvitað hefir inn heiðr. höfundur ekki ætlað að segja jbað. — í sömu grein (á 4. dálki 3. bls.) er sagt: „miklu fleiri en ég renni gruniííw á“. Þetta er vafalaust rang- mæli; enda hefi ég aldrei fyrri heyrt það nó séð. En „að renna grun (þáguf. eint.) í eitthvað" er rétt mál og altítt. Ofaukið. „Hversu oft er eigi búið að sýna fram á“ (ísaf. 4. þ. m. l.bls.). „Eigi“ er hugsunarrangt; það er danskt, og því er ofaukið í slíkum setningum. Hugsum oss setningu eins og þessa: „Hve oft hafa spár hans eigi reynst sannar!“ Hvernig á að skilja hana? Og hvernig á eigi að skilja hana? Hvað á að bjóða upp? í Lög- birtingablaðinu 5. þ. m. stendur svo í uppboðsauglýsingu: „verður vélarbát- ur«n Víta. . . eign ungfrú Vítu Rost- gaard, boðin upp og seld“. Hvað á að selja? Vélarbátinn eða ungfrúna? „Hólar“ er fleirtala, og því á að segja „Hólar komu í nótt“, en ekki: „Hólar kom í nótt“, eins og Vísir sagði í gær. J. Ól. Fyrirætlanir Vilhjálms Stefánssonar. Frá því er skýrt í ensku blaði, að landi vor Vilhjálmur Stefánsson fari á tveim skipum í rannsóknarferð sína. Robert Barlett, sá er stjórnaði „Roose- velt“, skipi Peary’s, þá er hann fann Norðurheimskautið, verður stýrimaður hjá Vilhjálmi. Vilhjálmur ætlar að dvelja í norðurhöfum þangað til 1916 að minsta kosti. Leiðangur þessi er aðallega farinn í því skyni að komast að raun um hvort nokkuð sé hæft í því að meginlandið nái norður til heim- skautsins, og að gjöra vísindalegar at- huganir, gjöra uppdrátt af ókönnuðum svæðum og kynnast siðum Eskimóa. Þeir fólagar hafa með sér tæki til þráðlausrar firðritunar. XIX., 24 Drekkið EgilsmjöA og; Maltextrakt frá iiiiilenclri ölgerðinni „jlgli Skallagrímssyni“. Ölið mælir með sér sjálft. Sími 390. Ingólfshúsið. Ingólfsnefndin — sem allir kannast við — hefir nú loks eftir 6 ára tíma gefið almenningi skýrslu um hag sam- skotasjóðsins til Ingólfsmyndarinnar, og er hún þannig : S k ý r s l a um hag Ingólfs-samskotasjóðsins 31. Desember 1912. Tekjur: Peningagjafir (áður en byrjað var á lotteríi).................Kr. 4468,22 Ágóði af tombólu í Marz 1907 — 1207,53 (Óseldar gjafir til tombólu : 1. Málverk eftir Ásgrím Jóns- son, en borgun upp í það er fengin 60 kr., sem eru geymdar í sérstakri sparisjóðsbók. 2. Vasaúr). Vextir af samskotafé...............— 237,62 Fyrir sölu á fyrirlestri Guðm. Finnbogasonar....................— 44,15 Gjafir til Ingólfsbússins (efni, lóð o. fl.)......................— 3435,94 Andvirði 2442 seldra lotteríseðla — 4884,00 Leigutekjur af Ingólfshúsinu . — 1610,00 Eftirstöðvar af veðdeildarláni til Ingólfshússins(upphafl.5000k.) — 4421,10 Kr. 20308,56 Gjöld: Útgáfukostnaður á fyrirlestri Guðm. Finnbogasonar .... Kr. 127,85 Borgað Einari Jónssyni upp í greiðslu fyrir Ingólfsmyndina — 5000,00 Ýmislegur kostnaður.............— 530,60 Byggingarkostn. Ingólfshússins — 11655,76 (Að meðtaldri lóð kr. 976,00). Viðhald hússins, vatnsæðar, skattar o. fl.................— 523,28 Vextir af láni til hússins ... — 1163,70 Kostnaður við lotteriið (sölu- laun o. fl.)..................— 843,41 Peningar i sjóði................— 463,96 Kr. 20308,56 Jafnframt hefir hún sent áskoranir til fjölda margra manna um að taka að sér sölu á lotterí-seðlum, og býst nefndin við, ef salan gengur greiðlega, að hægt verði að draga um húsið 2, Janúar 1914. Sumir kynnu að hafa búizt við að bráðum færi að koma að því að Ingólfsmyndin yrði reist. En svo er ekki, og það á sjálfsagt langt í land enn. Neíndin hugsar ekki hærra en að reyna að koma í íramkvæmd drætti um Ingólfshúsið, og til þess þarf hún nú ca. 4000 kr. í viðbót við það sem áður hefir verið gefið. Áður en nefndin byrjaði á lotteríinu höfðu farið fram samskot til minnis- varðans. Námu þau, samkv. skýrslu nefndarinnar, kr. 4468,22. Auk þess fékk sjóðurinn í ágóða af tombólu 1907 kr. 1207,53, og vexti af samskotafénu telur nefndin kr. 237,62. Samtals hafa þá komið í minnisvarða-sjóðinn, fyrir

x

Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.