Reykjavík - 07.06.1913, Qupperneq 3
REYKJAVÍK
93
LIFEBUOY SOAP
(LIFEBUOY SAPAN)
Á hverjum degi, á hverju heimili, alstaðar má bjarga lífi manna með
þvi að nota þetta dásamlega og heilnæna sjerlyf. Það er bæði sápa
og hreinsunarlyf um leið—styrkir heilsuna og eykur hreinlæti, en
kostar þó ekki meira en vanaleg sápa. Hún er jafngóð til andlits—og
handþvotta og til baða, til að lauga sjúklinga eins og til allra heimil-
isþvotta—yfir höíuð til þvotta og ræstinga í hverri mynd sem er.
,2718
Nafnið LEVER á sápunni er trygging fyrir hreinlcib hennar og bostum.
JFrönsk samtalsbök
•)
á
eftir I*á,l Porkelsson, er nýkomin út. — Kostar Kr. 3,00. •)
Fæst lijá öllum bóksölum.
Mi
EÐ því að eg hefi nú hœtt starfi því, er eg hefi
ha\t d hendi í fieiri undanfarin ár sem framkvœmdarstjóri
við hlutafelagið P. I. Thorsteinsson S> Co., hið eg heiðr-
aða viðskiftavini þess um að snúa sér hér eftir beint til
framkvœmdarstjórnar téðs félags með öll atriði því við-
víkjandi.
Jafnhliða vil eg votta öllum starfsmönnum félagsins
þakklœti mitt fyrir þd góðu samvinnu, er eg í þessi ár hefi
haft við þá; sama vil eg tjá heiðruðum viðskiftavinum fé-
lagsins nær og fjær fyrir alla þá tiltrú, sem þeir í svo
rikinnjmælikvarða hafa sýnt félaginu á þessu timabili.
Reykjavík, 1. Júní 1913.
<£fior cJcnsan.
Nöfn og nýjung'Jir.
Stórstúkuþing. Það verður haldið á
ísafirði í þetta sinn. Fulltrúar héðan fóru
vestur með Botníu á miðvikudaginn.
Botnía kom frá útlöndum á sunnudag-
inn var með um 90 farþega, þar á meðal:
Eggert Claessen yfirdómslögmaður, Jón Þor-
láksson verkfr., ClaeBsen skrifstofustjóri,
kaupmennirnir Árni Riis, Carl JEtiis, Itichard
Riis, Priðrik Jónsson, Þorvarður Benjamins-
son Ólafur -Árnason, Lefolii; ungfrúrnar:
Þyri Benediktsdóttir, Sigríður Jónsdóttir;
stúdentarnir: Ólafur Thors, Ólafur Þorsteins-
son, Arngrímur Kristjánsson, Jón Björnsson
(Kornsá), Geir Einarsson (Borg), Bjarni
Jósefsson (Melum), Helgi Guðmundsson
(Reykholti), Héðinn Valdimarsson, Samúel
Thorsteinsson, Sigtryggur Tryggvi, Brynj-
ólfur Árnason, Helgi Guðmundsson; verzl-
unarmennirnir: Gunnar Thorsteinsson, Hall-
grímur Tulinius; Ragnar Ásgeirsson skóg-
aæktarmaður, tveir synir Guðm. Jakobs-
sonar, Guðm. Sigurjónsson, glímukennari,
frá London. Erá Vestmannaeyjum: Pétur
J. Thorsteinsson kaupm. og Guðmundur
sonur hans, Jón Laxdal og frú, Þórhallur
Gunnlaugsson símritari.
Hjónaefni: Ungfrú Rannveig Þorvarðs-
dóttir (prentsmiðjustj.) og Ólafur Þorsteins-
son stud. med.
Forstjóraskifti oru orðin í h/f P. J.
Thorsteinsson & Co. Thor Jensen, sem
verið hefir forstjóri félagsins frá þvi það var
stofnað sagði því starfi af sér í vetur og
fékk lausn 1. þ. m. Við hefií tekið danskur
maður, Henriksen, sá sami og er forstjóri
Thorefélagsins.
Jónas Kristjánsson laeknir Skagfirð-
inga kom hingað með Botniu eftir 8 mánaða
dvöl erlendis. Hann hefir farið viða um
lönd að kynna sér framfarir í læknisfræð-
inni. Meðal annars sótti hann hinn fræga
spítala Mayo bræðranna í Rochester í Banda-
rikjunum. Þeir bræður eru taldir einhverir
beztu skurðlæknar í heimi. Jónas dvaldi
og í Winnipeg um tíma. Bróðir Jónasar
Guðm. Christie gestgjafi á Gimli og kona
hans urðu honum samferða heim.
Próf, Þessir stúdentar hafa tekið próf
i forspjallsvísindum við Hafnarháskóla i vor:
Geir Einarsson með ágætiseink., Ólafur Þor-
steinsson, Haligrímur Hallgrímsson og Þorst.
Kristjánsson með 1. eink., Helgi Guðmunds-
son, Jón Björnsson, Bjarni Jósefsson og
Kjartan Thors með 2. eink.
Fiskiweiðar, Mokafli er nú sagður fyrir
Vesturlandi og fara botnvörpnngarnir nú
þangað hver um annan.
Leikhúsið. Annað kvöld verður leik-
inn „Drengurinn minn“, sem Reykvíkingar
kannast við frá fyrri árum. Gamanvísur
eftir Ingimund verða sungnar í leiknum.
Jaröarför Sveins V. Sveinssonar fer
fram frá heimili hins látna, Laugaveg 44,
á mánudaginn kemur 9 þ. m. kl. lU/a árd.
Heiðursmerki. Þrír menn íslenzkir
hafa nýlega verið sæmdir riddarakrosis
Dannebrogsorðunnar. Þeir eru: Eggert
Briem skrifstofustj., Geir vígslubiskup Sæ-
mundsson og August Flygenring kaupmaður.
Vestur-lslendingar sem hingað komu
með Botníu auk þeirra sem um hefir verið
getið annarstaðar í blaðinu eru: Kristján
Kristjánsson og kona hans, Sigurður Sig-
urðsson frá Garðar N. Dak. og ungfrú Mar-
grét Karlsdóttir.
Innsigling á Gilsfjorð verður mæld í
sumar. Það gjörir danskur sjóliðsforingi
Bistrup að nafni, sem hingað kom með
Botníu, ráðinn til þess af landsstjórninni.
Skáiholt kom í gær úr strandferð. Far-
þegar: Ól. G. Eyjólfsson, Krijns, Jón Bryn-
jólfsson, C. Petersen og Guðm. Bergstcins-
son kaupmenn, D. Thomsen konsúll, Stein-
grímur Matthíasson læknir, Haraldur Sig-
urðsson vélameistari, ungfrú Kristjana
Blöndahl.
Hólar komu í gær úr strandferð, höfðu
margir farþegar hingað farið í land á Stokks-
eyri og komu landveg.
Séra IMatth. Jochumsson var með
Skálholti til Steingrímsfjarðar að skoða æsku-
stöðvar sínar. Þaðan ætlaði hann landveg
til Breiðafjarðar að Skógum í Þorskafirði og
víðar um Breiðafjörð. Síðan til Patreks-
fjarðar og þaðan heim með Flóru.
Próf standa nú yfir í lagadeild, lækna-
deild og guðfræðisdeild háskólans. Er skrif-
legu prófunum nú lokið. Próf í forspjalls-
vísindum hafa takið í dag: Ásgeir Ásgeirs-
son ágætiseink., Hermann Hjartarson, Jósef
Jónsson og Páll Bjarnason 1. eink.; Friðrik
Jónasson, Gunn). Einarsson og Jón Guðna-
son 2. eink. hina betri.
íþróttasýningu heldur kvenleikfimis-
flokkur „Iðunnar“ á morgun á íþróttavell-
inum kl. 4 síðd. Leikið á lúðra á Austur-
velli áður kl. 31/*.
Eimskipafélagið, Hhutafjársöfnunin
út um land kvað ganga ágætlega. T. d.
kvað í Rauðasandshreppi hafa safnast B—
6000 kr. og í fáum eða engum hreppi miuna
en 1300 kr.
Kynnisferðir Vestur-íslendinga.
Með hverju sumri fara að verða
tíðari heimsóknir landa vorra vestra,
og er það gleðilegt á marga lund.
Fyrst og fremst ber það vott um vax-
andi auðsæld þeirra, og ennfremur
sýna þessar ferðir hlýjan hug og trygð
við „gamla landið". Það gæti og
verið að einhverjum gestanna litist
svo á sig hér, að hann settist hér að
aftur. Yæri oss að því hið mesta happ.
Með „Botníu" kom hingað Ásmund-
ur P. Jóhannsson húsagjörðarmaður
frá Winnipeg með konu og börnum.
Hann hefir verið vestra 13 ár, en kom
hingað heim fyrir 7 árum. Heyrt
höfum vér því fleygt að hann hafi í
hyggju að setjast hér að, og væri það
mikils um vert, því af húsagjörðar-
mönnum frá Vesturheimi gætum við
mikið lært, svo mikill misbrestur sem
mönnum er hér á kunnáttu í þeim
efnum.
Látinn er í f. m. á Eskifirði
Jens P. Jensen beykir, 66 ára gamall
(fæddur í Marz 1847). Jensen var hér
á landi alla sína fullorðins-ævi; hann
var bezti verkmaður bæði í iðn sinni
og að hverju verki sem hann gekk,
ötull og trúr. Hann var gæflyndur
maður og glaðlyndur, vintryggur og
bezti drengur á alla raun. Hann var
kvæntur Jóhönnu Pétursdóttur (Kjart-
anssonar ísfjörðs). Hún lifir hann á-
samt 2 uppkomnum sonam (Oarl
kaupm. á Reykjarfirði og Vilhelm
kaupm. á Eskifirði) og 1 eða 2 dætrum.
J. Ól.
Háskólakennari A. Courmont
er á förum héðan eftir 2 ára dvö). Hefir
hann haft mikið og gott starf með höndum,
þar sem hann hefir kent frönsku og haldið
fyrirlestra um frakkneskar bókmentir hér
við háskólann endurgjaldslaust bæði af hálfu
Frakka og vor, að því er vér frekast vitum.
Er því ekki nema tilhlýðilegt og sjálfsagt
að honum verði einhver sómi sýndur, enda
hafa háskólakennararnir nú ákveðið að
halda honum skilnaðarsamsæti Laugardag-
inn 14. þ. m. kl. 6 að kvöldi á „Hótel
Reykjavik11. Alliance fran^'aise tekur þátt
í samsætinu, og gefst öllum öðrum, jafnt
konum sem körlum, sem kynnu að viljá
heiðra hr. A. Courmont með návist sinni,
kostur á því. — Dyravörður Háskólans selur
aðgöngumiða að samsætinu, og verða allir
að snúa sér til hans í siðasta lági fyrir
Fimtudagskvöld í næstu viku.
tslandsvinur.
Dr. Andreas Heusler háskólakennari
í Berlín er nýkominn hingað til lands,
og ætlar að dvelja hér í sumar og
ferðast um landið. Maður þessi lætur
sér mjög ant um alt sem íslenzkt er,
og er gagnkunnugur íslenzkum bók-
mentum; talar og skrifar íslenzku á-
gætlega, útlendur maðurinn. Hann
hefir þýtt sumar af fornsögum vorum,
t. d. Hænsa-Þóris-sögu o. fl. Hann
er mikill vinur háskólakennara B. M.
Ólsens.
Kr:í iitlöiiclnm.
Friðarsamningarmr.
Síðustu útlend blöð ná ekki svo
langt að séð verði hvað hefir orðið
að samningnm í Lundúnum um Balkan-
ófriðinn. Þó má ráða í það, að það
hafi orðið með þeim kjörum, er áður
hefir verið sagt frá hér í blaðinu. Eitt
af þeim skilyrðum var, að Tyrkir af-
hentu stórveldunum nyrðstu eyjarnar
í Grikklandshafi, og skyldi þau ráð-
stafa þeim. í friðarsamningum, þeim
sem nú eru undirskrifaðir, er búizt við
að sett hafi verið ákvæði um að banda-
þjóðirnar skuli taka þátt í ráðstöfun
eyjanna.
Áður en bráðabyrgða-samningarnir
•voru undirskrifaðir höfðu Búlgarar í
hótunum við bandamenn sína um að
gjöra sér í lagi frið við Tyrki. En
Grikkir og Serbar þæfðust við, af því
að þeir vildu að fullnaðarsamningar
yrðu fyrst gjörðir um það hvernig
skifta skyldi löndum Tyrkja.
Uppreisn á Indlandi.
Þess má sífelt sjá vottinn, að Hin-
dúar una illa yfirráðum Englendinga
yfir Indlandi. Lögreglan í Bengal-
héraði hefir nýlega komizt að sam-
særi þar í héraðinu, er gjört var til
að hefja uppreisn gegn Georg kon-
ungi. Hafa margir menn verið hand-
samaðir og stendur nú yfir rannsókn
á máli þeirra.
Guðrún Indriðadóttir
leikkona lagði á stað frá Winnipeg
í byrjun Maímánaðar og fyldu þau Mr.
og Mrs. Bíldfell henni til New York.
Áður en hún fór frá Winnipeg var
henni haldið kveðju-samsæti, og fært
að gjöf forkunnarfagurt hálsmen í
þakklætisskyni fyrir skemtun þá, er
hún hafði veitt Winnipeg-búum.
Skáldin hafa fært henni kvæði, t. d.:
Þorst. Þ. Þorsteinsson og Dr. Sig. Júl.
Jóhannesson. íslenzku blöðin vestra
lofa mjög leiklist hennar og flytja
margar hlýlegar greinar um hana.
Ungfrú Guðrún dvelur nú í K.höfn.