Reykjavík


Reykjavík - 12.07.1913, Blaðsíða 1

Reykjavík - 12.07.1913, Blaðsíða 1
1R k í a v t h. Laugardag' 13. Jitlí 10X3 XIV., 29 Ritstj. Kr. 1 ^innet Laugaveg 37. Heima kl. 7—8 siðd. Feluleikurinn. Brot úr íslenzkri stjórnmálasögu. Eftir próf. Lárus H. Bjarnason. II. Því var lýst í síðasta tbl. „Rvíkur" hversu hr. H. Hafstein sprengdi Heimastjórnarflokkinn í þingbyrjun, eftir að hann hafði setið um líf hans í meira en ár. Hér skal nú lýst hinum grómlausa undirbúningi hans og aðstoðarmanna. Er þá fyrst til þess að taka, að Heimastjómarþingmenn stofnuðu í þinglok 1911 til allslierjar sambands Heimastjórnarmanna um land alt, og settu sér jafnframt lög og stefnuskrá, og kusu sér flokkstjórn. Við hr. H. Hafstein_ vorutn,- meðal annara, báðir í stjórninni. Efst á stefnuskránui var : „að ná, þegar færi gefst, samningum við Dani um ríkisréttarsamband íslands og Dan- merkur á sama grundvelli og Heirna- stjórnarflokkurinn hélt fram á alþingi 1909“, en seinasti liður stefnuskrár- innar hljóðaði svo : „að hafa sem allra •bezt samtök og samvinnu um tilgang þenna“. Flokksstjórn sú, miðstjórnin, er kosin var í þinglok 1911, skyldi gegna stjórnarstörfum til loka nœsta alþingis eða til þingloka 1912. Um verkahring miðstjórnar var meðal annars ákveðið : „Komi fyrir milli þinga óvænt verkefni, er til flokks- ins tekur, svo sem þingkosningar eða annað álíka mikiivægt, ræður mið- stjórnin fyrir aðgjörðum sambandsins í því máli. Til allra íramkvæmda, er miklu varða fyrir sambandið, skal miðstjórnin leitast við að hafa sam- ráð við fulltrúa og stjórnendur sam- bandsdeildanna eftir því, sem við verð- ur komið með samtali og bréfaskrift- um“. Auk þess skyldi miðstjórnin „hafa trúnaðarmenn í þeim bygðar- lögurn þar sem ekki myndast deildir" og skyldú Heimastjórnarþingmenn vera sjálfkjörnir trúnaðarmenn miðstjórnar. Upp á þetta vorum við hr. H. Haf- stein, auk 5 annara, kosnir í miðstjórn flokksins, og var ég kosinn formaður stjórnarinnar. Ég bið það haft í huga við lestur eftirfarandi lína, að vér miðstjórnar- menn áttum ekki að eins samkvæmt hlutarins eðli, heldur og samkv. tví- mælalausum bókstaf laganna að vera brjóst, heilt brjóst, flokksins, og skyldum þó jafnframt vinna með hreinskilni að tiJgangi flokksins með þingmönnum vorum og öðrum trúnaðarmönnum flokksins um öll meiriháttar mál. III. Nefnd lög voru ekki orðin ársgömul, þegar það kom í ljós, hvern skilning hr. H. Hafstein lagði í kosningu sina sem einn af aðal-trúnaðarmönnum Heimastjórnarflokksins og í hreinskilna samvinnu við aðra trúnaðarmenn flokksins. Það sást á bræðingnum sæla og launungarskjalitm alræmda frá Apríl 1912. En af því, hvað til stóð, fékk ég fyrst fregnir fyrir munn hr. Jóns Magnússonar 6. Apríl 1912. Þann dag átti hr. Jón Magnússon stundartal við mig á heimilí mínu, kl. 6—7 síðdegis. Hr. J. M. sagði mér, að einn af helztu Sjálfstæðis- mönnum hefði orðað það við sig að Sjálfstæðisflokkurinn væri fús til sam- komulags við Heimastjórnarflokkinn um sambandsmálið. Sjálfstæðismenn væru fúsir til að falla frá frumvarpi þeirra á alþingi 1909 og til að hallast að frumvarpi vor Heimastjórnarmanna það ár, en óskuðu þó „einhverra lítil- fjörlegra breytinga eða viðauka", svo sem að Danir mættu ekki gera hér hervirki án samþykkis íslendinga, eða íslendingum leyfðist að hafa sendimann við hlið utanríkisráðherrans í Kaup- mannahöfn. Ég réði hr. J. M. til að afla sér slcriflegra, nafnfestra til- boða frá Sjálfstæðismönnum, er svo skyldu rædd með miðstjórnarmönnum vorum og öðrum áhrifamönnum flokks- ins, en varast skyldi að lofa nokkru af vorri hendi. Hr. J. M. var von- daufur um að sér mundi lánast að fá nafnfest tilboð, en sagði sjálfgefið, að ekkert yrði afráðið af vorri hendi, fyr en miðstjórn vorri hefði gefist kostur á að ráða ráðum sínum. 12. Apríl hitti hr. J. M. mig aftur að máli á heimili mínu, og sagði alt standa við sarna. Ég réði nú, að þar til gefnu tilefni, til þess að lengra yrði eigi farið fyr en miðstjórn vorri hefði | gefizt kostur á að taka afstöðu til þessara málaleitana, en hr. J. M. mælt- ist undan því að málinu yrði hreyft í miðstjórn að svo stöddu, en lofaði hins vegar þvi, að ekkert skyldi verða „afgjört“ án vitundar vor miðstjórnar- manna. 14. Apríl kom hr. J. M. til mín í síðasta sinni, sagði skriflega uppástungu væntanlega frá Sjálfstæðismönnum og bætti við : „Ég skal koma með hana óðara tilj þín“. Hann lofaði því í samfundalok, að málið skyldi lagt fyrir miðstjórnina, er „præleminaria“ þ. e. undirstöðu-samkomulag, væri íengið. En sVo vildi það óhapp til, að hr. J. M. lagðist 1 rúmið í bili, en varð þó, sem betur fór, heill heilsu skömmu eftir að launungarskjalið varð til. 17. Apríl átti hr. H. Hafstein tal við mig á heimiii mínu. [Framh.]. Frá Alþingi. Launahækkunarfrv. stjórnarinnar. Því ' var tekið mjög- kuldalega í Neðri deild. Tóku margir til máls. en enginn mælti því liðsyrði, að undan- teknum ráðherra. Stakk þetta mjög í stúf við viðtökur þær, er á síðasta alþingi voru veittar frumvarpinu um hækkun á launum (þingkaupi) þing- mannanna sjalfra. Þá var ekki minst á neina fátækt og því síður á Ame- riku-ferðir. Verður þó eigi á móti því mælt, að í frumvarpi stjórnarinnar er réttilega farið fram á ýmsar þær hækk- anir, er bæði sanngirni mælir með og nauðsyn rekur til. En því miður hefir stjórnin ekki iátið sér nægja að fara eingöngu fram á þessar sjálfsögðu launahækkanir, heldur hefir hún tekið upp í frumvarpið sæg annara launa, sem sumpart er alveg óþarfi og alveg rangt að hækka, og sumpart að skað- lausu má láta bíða betri tíma. En að hagur landsins hafi versnað svo síðan árið 1911, að vér eigi höfum nú ráð á að gera t. d. kennurum sama réttlætisverkið og þá þingmönn- um — það nær auðvitað engri átt. Vonandi skilur nefnd sú, er um málið fjallar, sauðina frá höfrunum, en sker ekki alt niður við sama trogið af handahófi og í eina þvögu. Þessir voru kosnir i nefndina: Guðm. Eggerz (form.), Sig. Sig., M. Kristjánss., Ben. Sveinsson, Ól. Briem. Fánamálið. Um það urðu nokkrar umræður. Lárus H. Bjarnason hélt hina snjöllu tölu fyrir íslenzkum heimafána, sem birtist í heild sinni á öðrum stað í blaðinu. Bjarni frá Vogi vildi hafa fullveldis- fána, fána er vér gætum hafið við hún á öllum höfum, utan Danaveldis og innan, en þótti sem vér viðurkendum að vér eigi hefðum ríkisrótt ef vér létum oss nægja minna. BáðJierra tók fram, að ein af afleið- ingum þess að vér eigi höndluðum „uppkastið" væri sú, að vér nú ætt- um-að búa við stöðulögin, og gætum því alls ekki samið lög í þessa átt. Magnús Kristjánsson vildi að áður en samþykt væru nein fánalög, þá væri borið undir þjóðina hvernig hún kysi að gerð fánans yrði. Ýmsir aðrir tóku til máls, og var kosin nefnd í málið. í nefndinni sitja: L. H. B., E. J., E. P., Kr. J., Sk. Th. Breyting á stjórnarskránni. Bjarni frá Vogi, Skúli Thoroddsen og Benedikt Sveinsson eru flutnings- menn frumvarps um stjórnarskrár- breytingu, og er þar meðal annars gert ráð fyrir að afnumdir séu kon- ungkjörnir þingmenn, og sé tala þing- manna 36. Kosningarréttur er rýmk- aður mjög, og konum veittur hann. Ríkisráðsákvæðið er felt burtu. Umræður urðu all-langar um frum- varpið og tóku ýmsír til máls. Þar á meðal aðal-höfundur þess Bj. f. Vogi, L. H. B., J. Ól. og Sk. Th. Ennfremur ráðherra, sem gat þess, að konungs- staðfesting mundi ófáanleg, ef numin væru burtu orðin „i ríkisráði", meðan eigi væru enn komnir á sambands- samningar milli landanna, Nefnd kosin : L. H. B. (form.), Jón Magn., P. Jónsson, Bj. fráVogi, St. St., Jóh. Jóh. og J. Ól. Nefndir sitja nú eigi all-fáar á rök- stólum og fjalla um þetta helzt (auk þess, sem áður er sagt): Frumvarp um tekjuskatt, um fast- XIX., 29 Drekkið 'Vl Egilsmjöð og INlaltextrakt frá iniileiidLu. ölgerðinni „yigli Skallagrimssym". Ölið mælir með sér sjálft. Sími 390. eignaskatt, um jarðamat, um vörutoll, um vitagjöld, um sparisjóði, um ættar- nöfn, um býlanöfn, um fiskiveiðaeftirlit, um landhelgissjóð o. fl. o. fl. Þeir eru fjórir nú á alþingi. Sambandsflokkurinn. í honum eru þessir 12 þingmenn : Bj. Þorláksson, E. Jónsson, G. Björnsson, H. Hafstein, Jóh. Jóhannesson, Jón Magnússon, M. Andrésson, M. Kristjánsson, Matth. Ólafsson, Sig. Stefánss., St. Stefánss., Stgr. Jónsson. í bandalagi við þá er Kr. Jónsson. Bændaflokkurinn. Hann á sér einnig 12 liðsmenn. Þöir eru : Einar Jónss., Guðj. Guðlaugsson, Ilákon Kristóferss., Jón Jónatansson, Jósef Björnsson, Ól. Briem, Pétur Jónsson, Sig. Sigurðsson, Stef. Stef. (Eyf.), Tryggvi Bjarnason, Þorleifur Jónsson. Heimastjórnarflokkurinn. í honum eru þessir 8: Eggert Pálsson, Eiríkur Briem, Guðm. Eggerz, Halld. Steinss., Júl. Havsteen, Lárus H. Bjarnason, Jón Ólafsson, Jón Jónsson. Sjálfstœðisfiokkurinn. í honum eru þingmennirnir: Ben. Sveinss., Bjarni Jónsson, Björn Kristjánsson, Kristinn Daníelsson, Skúli Thoroddsen. Utan flokka eru : Sig. Eggerz (sem hallast að Sjálfstæðisflokknum og Valtýr Guðmundsson (sem líka hallast — en hvert ?). Um tvo fyrstnefndu flokkana er það að segja, að annar þeirra (Samb.fl.) á að þakka tilveru sína á þessu þingi vœntanlegri samvinnu í vœntanlegu máli einhvern tíma í væntanlegri (eða ef til vill óvæntanlegri) framtíð. — En hinn (Bændafl.) virðist ekki annað en „samábyrgð“. ðjriðiírinn á galkanskaga. Símað frá Khöfn 9. Júlí. Fregnir af Balkanskaga óábyggi- legar. - Grikkir virðast signrsælir, en Serbar fara halloka. orvaíóur cTáísson læknir, sérfræðingur í meltingarsjúkdómum. Laugaveg 18. Heirna kl. 10—11 árd. Talsímar 334 og 178.

x

Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.