Reykjavík - 23.08.1913, Síða 2
136
REYKJAVIK
hættu stafa af að allir fái kosningar-
réttinn þegar í stað, sem hann er
ætlaður, og heldur ekki skoðar hann
það kost, að reynt sé að gera efri deild
íhaldsama með kosningafyrirkomu-
laginu.
Þetta, sem vér síðast nefndum, mun
að líkindum vera það, sem hættast er
við að mönnum greini á um. Og góð
rök máli sínu geta sjálfsagt fært bæði
þeir, sem vilja slaka á klónni og hinir,
sem ekki þora að sigla jafn djarft. En
þó vér heldur hefðum kosið að betur
væri siglt, þá er þó öll ástæða til að
fagna því að stefnt er burt frá því
fyrirkomulagi, sem nú er, og að hin-
um konungkjörnu er kastað útbyrðis.
Annars verðum vér að fallast á
athugasemdir minni hlutans um frá-
vikningarrétt stjórnarinnar. Því að
með þessum lögum er ekki tjaldað til
einnrar nætur, og enginn veit „hvernig
hér hagar til* einhvern tíma þegar
fram í sækir. Heldur ekki sjáum vér
neinn hag í að fresta því, sem fram
á að koma um aukna kjósendatölu —
enda þarf varla að óttast að mikill
hluti þeirra, sem atkvæðisrétt hljóta,
noti hann fyrsta kastið.
Adríanópel. Og bæði Frakkar og aðrar
þjóðir eiga svo mikið fé hjá Tyrkjum,
að þeir vilja ekki að þeim sé hnjaskað
fram úr hófi.
skáld og mentaskólastjóri
andaðist af heilablóðfalli á Fimtudag-
inn 21. þ. m. Hafði gengið út sér til
skemtunar og var þá alhress. Gekk
upp í Rauðarárholt, en varð þá lasinn
og fékk uppköst. Bar þar að konsúl
Kr. Zimsen og ók hann Steingrími til
heimilis hans. En skömmu á eftir
fékk hann slag og misti meðvitundina.
Var hann látinn að fáum mínútum
liðnum. Steingrímur heit. var fæddur
19. Mai 1831, og hafði því liðugt tvo
um áttrætt er hann andaðist.
Hans verður nánar minst í næsta
blaði.
fjárlögin.
annars staðar frá). Til Sambands ísl.
samvinnufélaga og Sláturfélags Suður-
lauds til þess að launa erindreka er-
lendis (þó eigi yfir helming, af launum
hans og ferðakostnaði) alt að 4000 kr.
hvortárið, og sama upphæð til erind-
reka, er hefir með höndum sölu- og
útbreiðslu á íslenzkum sjávarafurðum
erlendis. Til Sveins Oddssonar til þess
að halda uppi vöru- og mannflutning-
um á bifreiðum til og frá Reykjavík
5000 kr. f. á. Handa Ungmennafélagi
íslands til eflingar líkamlegra íþrótta
og til skóggræðslu 1,500 kr. hvort árið.
Til Þór. Túlinius, til að halda uppi
reglubundnum flutningum með sjálf-
renningi (Automobil) 1200 kr. hvort
árið, gegn því að Múlasýslur leggi til
800 kr.
Til lánveitinga úr viðlagasjóði
heimilast stjórninni: Alt að 10,000
kr. hvort árið til lánveitinga handa
bændum og samgirðingafélögum eftir
tillögum landbúnaðarfélagsins til að
kaupa fyrir girðingarefni frá útlöndum
gegn ábyrgð sýslunefnda.
Alt að 5000 kr. hvort árið til lán-
veitinga handa þurrabúðarmönnum ut-
an kaupstaða, til jarðræktar og húsa-
bóta.
1. Til sýslufélaga, sem leggja fram
áskilið framlag til landsímalagningar,
gegn 4% i ársvöxtu, og endurgreiðslu
á 18 árum. Til lána þessara má verja
alt að 15,000 kr.
2. Alt að 5,000 kr. til stofnunar
smjörbúum (rjómabúum) og ostagerða-
búum. Lán þessi veitast eftir með-
mælum Búnaðarfélags íslands og gegn
ábyrgð sveita- eða sýslufélaga.
3. Sýslufélögum má lána úr við-
lagasjóði alt að 5000 kr. hvort árið,
til þess að koma upp kornforðabúrum
til skepnufóðurs, þar sem hætt er við
að sigling geti tepst af ísum.
4. Rangárvallasýslu má lána úr við-
lagasjóði alt að 14,000 kr. til að kaupa
jörðina Stórólfshvol með hjáleigum,
fyrir læknissetur, og til þess að hafa
þar sjúkraskýli.
5. Hóishreppi í Norður-ísafjarðar-
sýslu má, gegn ábyrgð sýslunefndar-
innar í Norður-ísafjarðarsýslu, lána
alt að 20 þús. kr. úr viðlagasjóði, til
framhalds brimbrjótinum í Bolungar-
víkurverzlunarstað.
6. Hvammshreppi í Y.-Skaftafells-
sýslu má lána úr viðlagasjóði alt að
5000 kr., gegn ábyrgð sýslufélagsins,
til að raflýsa Vík i Mýidal.
7. Hvanneyrarhreppi í Eyjafjarðar-
sýslu má lána úr viðlagasjóði 18.000
kr., til þes3 að raflýsa Siglufjarðar-
kauptún.
8. Úr viðlagasjóði má lána Jóni
Björnssyni & Co. í Borgarnesi 7000 kr.
til byggingar ullaiþvottahúss.
Hvala-frlðun.
Stórþingið norska hefir samþykt lög
um að framlengja um 10 áru bil friðun
hvala þar við land, þannig, að bannað
er að skjóta, drepa eða gera að hvöl-
um á norsku landhelgissvæði við
Nordland-Tromsö og Finnmarken Ömt
og sömuieiðis að færa hval á land í
þessum ömtum. Með konungs-úrskurði
má láta. lögin ná til annara svæða í
Noregi.
Af þessu má sjá, að Norðmönnum
hefir þótt hvalafriðunarlög sín frá 7. jan.
1904, að gagni koma, og ætti þetta
að ýta undir að vér einnig fengjum
þess konar lög.
Dimkirkjatt.
Til viðgerðar á Reykjavíkur-dómkirkju
eru á fjörlögunum veittar 20,000 kr.
Breytingar þær, sem í hyggju er að
gera eru þessar helztar:
Gólfið á að taka upp og leggja steini,
laga bekkina þannig að bökin hallist
meir aftur á við og þeir verði þægi-
legri. Útgangsdyr á að gera nýjar út
að Pósthústorginu og vita þær að
Oddfellowa húsinu. Ennfremur á að
búa til ganga niður af loft-pöilunum
ofan í sjálfa kirkjuna, svo komizt verði
hjá þrengslum þeim og troðningi, er
svo oft er í kirkjunni þegar íjölment
er í henni. Loks er í hyggju að setja
miðstöðvarhitun í kirkjuna.
Bitlingar.
Við 2. umr. fjárlaganna í Neðri deild
og atkvæðagreiðsiuna þar, kom það í
Ijós, að niðurskurður og lækkun styrkja
til lista og vísinda er ofarlega á baugi
hjá allmörgum þingmönnum. Það
komu fram hjá sumum mjög fárán-
legar skoðanir á gildi þessara menn-
ingagreina fyrir þjóðfélagið. Benti
Bjarni frá Vogi vel á það í ágætri
þingræðu um hina svonefndu „bitlinga",
hve fjarri sanni er, að hér sé um
neinar óþarfa greiðslur að ræða og á,
að landinu er eins gagn að því að
uppörfa listir og vísindi og t. d. að
hjálpa landbúnaðinum. Hvorttveggja
er nauðsynlegt til þess að vér skipum
sómasamlega bekk vorn í félagi menn-
ingarþjóðanna. Hvorttveggja er, rétt
á litið, framleiðsla — sín á hverju sviði.
Enda er varia hinni andlegu fram-
leiðslu gert of hátt undir höfði, þótt
hún fái eitthvað af molum þeim, er
detta af borði hinna verklegu fram-
kvæmda. Og hvað sem öðru liður,
þá er þessi barátta um fárra hundraða
króna lækkun á styrkjum til manna,
sem allir játa að hafa gert landinu
gagn og sóma með ritum sinum —
vér nefnum sem dæmi E. Hjörleifsson,
Guðm. Magnússon og Heiga Jónsson —
vottur um meiri umhyggju fyrir fó
landssjóðs en góðu hófi gegnir, og meiri
nurlara-háttur en vér annars eigum
að venjast af aiþingi ísiendinga.
Hér skulu taldar nokkrar styrkveit-
ingar, er samþyktar voru við umræð-
urnar:
Til að semja skrá um handritasafn
Landsbókasafnsins 1500 kr. hvoit árið.
Til Jóns Ólafssonar 3000 kr. árlega í'
næstu 8 ár til að halda afram að semja
íslenzka orðabók. Skáldast.yikir: Einar
Hjöileifsson, Guðm. Magnússon og
Þorst. Erlingsson 2000 kr. hver fyrra
árið, Valdimar Briem 1600 kr. fyrra
árið, Guðm. Guðmundsson og Guðm.
Friðjónsson 1200 kr. hvor fyrra árið.
Helgi Jónsson 1500 kr. hvort árið.
Heigi Péturs8 2000 kr. Rikarður
Jónsson 1000 kr. íyrra árið, Kjarval
800 kr. fyrra árið. Eggert og Þórar-
inn Guðmundssynir 1600 kr. Til að
kaupa íslenzk myndhöggvaraverk voru
veittar 2400 kr.. en til að kaupa ís-
lenzk málverk 2000 kr. Gísli Guð-
mundsson fékk 1500 kr. fyrra árið
til geilarannsókna erlendis, og Jón
Jónsson 1200 kr. f. á. til að rannsaka
skjöl á erlendum söfnum. Til Guð-
jons Samúelssonar 600 kr. áriega til
að ijúka námi í húsgerðalirt og 800 kr.
síðara árið til Steingríms Jónssonar til
þess að halda afram námi við fjöllista-
skólann.
Önnur umræða um málið var á
fiimtudag og föstudag, og tóku margir
til máls. Voru menn yfirleitt sam-
þykkir tillögum meiri hlutans, nema
um skipun Efri deildar, og aðhyltust
þar vara-tillögu minni hlutans um að
í stað hinna 6 konungkjörnu komi
þingmenn, sem kosnir eru hlutfalls-
kosningu, en að öðru leyti sé kosið til
deildarinnar eins og nú.
Var málinu síðan vísað til 3. umr.
friðnrinn á Jalkan.
Skilmálarnir.
Eins og símskeyti áður í blaðinu
hermir, sömdu Rúmenar, Grikkir,
Serbar, Búlgarar og Montenegrobúar
frið með sér í Bukarest snemma í
þessum mánuði. Urðu Búigarar að
sæta all-illum kostum, en þó fengu
Rúmenar gert þá betri þeim en hinar
þjóðirnar höfðu kosið. Samkvæmt
skilmálunum er ætlast til að íbúatala
ríkjanna verði því sem næst, er hér
segir:
Rúmenía 7,600,000
Búlgaría 5,000,000
Grikkland 4,500,000
Serbía 4,000,000
Albanía 2,000,000
Montenegro 500,000
Landamæri Serbíu, Búlgaríu og
Grikklands mætast rétt austur af vatn-
inu Doiran. Skilur þá Serbíu og Grikk-
land lína dregin í suðvestur til Vodena
og þaðan í vestur að suðurenda
vatnsins Prespa. En Serbíu og Búlgaríu
skilur landið þar sem eru upptök ánna
Struma og Vardar. Grikkland og Búlg-
aríu skilur fyrst Belashitza-fjallgarður-
inn og síðan lína að stað þeim við
ána Mesta, sem járnbraut nú liggur að.
Tyrklandi er ætluð lítil sneið af landi,
og eru þar takmörkin lína dregin frá
Midia við fevartahaf til Enos við Ægea-
hafið. Gera má ráð fyrir að einhver
verði önnur hin endanlegu landamæri,
þegar stórveldin koma til sögunnar, og
efalaust munu Tyrkir una illa sínum
hag, þar sem þeir nú eru seztir að í
Eftir 2. umr. í Neðri deild er þetta
ætlað til vegabóta:
Borgarfjarðarbraut 15,000 kr. f. á.
5000 kr. s. á. Reykjadalsbraut 15,000
kr. f. á. Eyjafjarðarbraut 10,000 kr.
hvort árið, Húnvetningabraut 15,000
kr. hvort árið, Skagfirðingabraut
10,000 kr. hvort árið og Grímsnes-
braut 10,000 kr. hvort árið, Stykkis-
hólmsvegur 8000 kr. hvort árið. Þjóð-
vegur í A-Skaftafellssýslu 5000 kr.
síðara árið, Akvegur í Svarfaðardal
alt að 2000 kr. hvort árið. Til brúa:
Brú á Eystri-Rangá 18,000 kr. f. á.,
á Ljá í Dalasýslu 3000 kr. s. á., til
brúar á Fáskrúð í Dalasýslu og vegar
frá henni yfir á þann veg, sem nú er,
10,000 kr. f. á., brú á Hamarsá 11,000
kr. s. á., brú á Síká í Hrútafirði 4,000
kr. s. á., brú á Langadalsá 8000 kr.
lil gufubátaferða og mótorbata eru
ætlaðar 35,150 kr. hvort árið, er
sundurliðast þannig :
1. Til Faxaflóabáts.............12,000
2. Til Breiðafjaröarbáts . . . 4,000
3. Til ísafjarðarbáts.......... 5,000
4. Til Eyjafjarðarbáts .... 10,000
5. TilmótorbátsferðaáBreiða-
firði........................ 1,000
6. Til mótorbátsferða milli
Vestmannaeyja og lands 1,500
7. Til mótorbátsferða upp
eftir Hvítá.................... 600
8. Til mótorbátsferða upp í
Hvalfjörð...................... 400
9. Til mótorbátsferðaáLagar-
fljóti......................... 250
10. Til mótorbátsferðá í A.-
Skaftafellssýslu............... 400
Nýjir vitar. Til Svörtuloftavita og
breytingar á Öndverðarnesvita 18,000
kr. f. á. Til Ingólfshöfðavita 16,000
kr. s. á.
Til verklegrar kenslu og fyrirtœhja
eru veittar kr. 366,820. Þar á meðal
til Búnaðarfélags íslands 54,000 kr.
hvort árið, til annara búnaðarfélaga
22,000 kr. hvort árið. Til framhalds
brimbrjótinum í Bolungarvík 10,000 kr.
hvort árið. (Styrkveitingin er bundin
þeim skilyrðum, að verkið sé fram-
kvæmt eftir fyrirsögn verkfróðs manns,
og að lögð sé fram eigi minni upphæð