Reykjavík - 22.11.1913, Blaðsíða 1
1R k \ ax> t k.
XIV., 48
Liau&rardas: 33. Nóvember 1913
| XIV., 48
ÁRNI BIRÍKSSON,
Austurstræti 6.
Með e/s »Ceres«, »NorrejyIIand« og »Sterling« eru komn-
ar nS'jar birgðir af alskonar
Vefnaðarvöru og Prjónavöjru
og öðrum vörum, sem verslunin ætíð hefur.
Ennfremnr er verið að taka upp Jólavörurnar: Jóla-
gjatir, Nýársgjafir, leibföng og Jólatrjeskrant, sem alt kemur á
•Jólabasarinn i vikunni.
Jólatrjen eru komin.
Takid
Undirritaður, sem er búsettur i Þýzkalandi, tekur að sér að út-
vega allskonar vörur þaðan, vandaðar og ódýrar, gegn afarlágum
ómakslaunum. Þar á meðal alt sem 1> tur aö skipa og- bátaút-
útgerö.
Sömuleiðis útvega eg bjólhesta og alt sem þeim tilheyrir.
Gerið fyrirspnrn til mín.
Utanáskrift er:
/
S. Stephánsson
Hörncrkirchen i Holst. pr. Danenhof.
Germany.
Ritstj. Kr. Linnet
Laugaveg 37.
Heima kl. 7—8 síðd.
IJörnin.
Pyrir tæpum átta árum — það var
29. marts 1906 — stofnaði hið góð-
kunna líknar-féíag, Thorvaldsensfélagið,
sjóð, er ætlast var til að með timan-
um skyldi varið til þess að koma á
fót uppeldisstofnun hér, handa fátæk-
ura börnum og munaðarlausum. Voru
500 krónur af fé Thorvaldsens-bazarsins
lagðar í sjóðinn og hefir hann síðan
verið aukinn árlega á þann veg aðal-
lega, að í hann hefir verið lagt það,
sem afgangs hefir orðið af tekjum
bazarsins. En honum áskotnast fé á
þann hátt, að félagskonurnar taka við
ýmsum munum til sölu fyrir bæjar-
búa og aðra, gegn því að bazarinn fær
10°/o af söluverðinu. En konurnar
gefa, eins og kunnugt er, alla vinnu
sína í þarfir félagsins. Selur bazarinn
mjög útlendingum. Auk þess hefir
barnahælis-sjóðurinn fengið ágóða af
nokkrum tombólum, er haldnar hafa
verið í þágu hans. Er sjóðurinn nú
orðinn um 7000 kr.
En þó sjóðurinn þannig vaxi eftir
öllum vonum, þá væri auðvitað á-
kjósanlegra að hann yxi hraðar, svo
hann komizt sem fyrst að notum.
Því að börnin bíða. Vegna þess hafa
félags-konurnar nú fundið nýtt ráð til
þess að auka tekjur sjóðsins, nýtt ráð
til þess að gefa ölliim tækifæri á að
styrkja hann. Thorvaldsens-félagið
hefir sem sé fyrir skömmu fengið hjá
landssjórninni einkaleyfi um 10 ára
tímabil, til þess að selja jóla-merki
til ágóða fyrir barnauppeldissjóð sinn.
Merki þessi kosta að eins 2 aura, og
er ætlast til þess að menn setji þau
á bréf, bréf-spjöld og heillaóska-spjöld
um jóla- og nýársleytið. Á merkjum
þeim, sem í ár verða seld, er mynd
af Fjallkonunni í hvítum klæðum, með
himinblámann að baki.
Þessa hugmynd um að safna á þenna
veg fé til líknar-fyrirtækja, átti fyrstur
danskur póstafgreiðslumaður, Holböll
að nafni. Tóku Danir hana þegar
upp, og hefir safnast stórfé þar í landi
á þenna hátt. En börnin njóta góðs
af. Síðan hafa mörg lönd fylgt dæmi
Dana. Því að víða eru jólin haldin
heilög, og alstaðar eru þau aðallega
hátíð barnanna.
Hér hafa jóla-merki einu sinni áður
verið seld. En lítið bar á sölunni, og
lítið var gert til þess að bæri á henni.
Þetta á ekki að verða svo nú og síðar
meir. Nú eiga allir að muna eftir a,ð
kaupa jóla-merkið á bréfin sín og
heillaóska-spjöldin, um jólin og nýárið.
Bæði þau er fara milli kunnugra og
ókunnugra, innanbæjar, út um land,
og út úr landinu. Bréf, sem ekki er
með jóla-merkinu, er ekkert jóla-bréf!
Merkin verða til sölu í pappírsverzl-
unum, á sjálfum Thorvaldsens-bazar,
og sjálfsagt líka á pósthúsinu.
Safnast er saman kemur. Þó skerfur
hvers sé lítill, munar einnig um hann.
Miljónir króna hafa safnast með þess-
um hætti í öðrum löndum. Getum
við ekki safnað þannig þessum fáu
þúsundum er vantar á að þetta stór-
þarfa líknarverk komizt í framkvæmd.
Munið að börnin bíða!
Kanada.
Vestur-flntningnr íslendinga.
Vér höfum áður hér í blaðinu varað
menn við að hrapa um of að því að
flytja sig búferlum héðan til Vestur-
heims, út í óvissu, og án þess að hafa
kynt sér neitt hvers þeir mega vænta
að bíði þeirra, er vestur kemur. En
svo mun oftast. Þekking manna hér
á landshögum þar, byggist að öllum
jafnaði eingöngu á vestur-íslenzku
blöðunum og bréfunum, sem eðlilega
eru oftast einlituð. 1 Alveg eins og vér
hér erum ekki að trana mjög fram
annmörkum landsins opinberlega, og
öllu heldur viljum að útlendingar sjái
hinar björtu hliðar þess — svo gera
þeir ekki minna úr gull-litnum á
landinu fyrir handan hafið, en hann
er í raun og veru.
Senn mun von á Vesturfara-agentum
hingað, og sízt má búazt við að þeir
letji menn mjög brottferðar. Er lík-
legt að þeir fari fögrum orðið — og
það gera reyndar fleiri en þeir —
um mikla kaupið, sem fáist þar vestra.
En það er að eins önnur hliðin. Á
hitt — hve dýrt er þar að lifa — er
lítið minst. Vér höfum áður sagt frá
öðru: vinnuleysinu um langan tíma
ársins.
Setjum vér hér nú greinarstúf úr
„Lögbergi* — er gera má ráð fyrir
að líti ekki of dimmum augum á þetta
— þar sem lýst er nokkuð hve dýrt
er að lifa í Kanada, og af hverjum
orsökum blaðið telur það vera. Og jafn-
framt skulum vér geta þess, að sam-
kvæmt síðustu hagfræðis-rannsóknum
er talið að Kanada sé það land á
hnettinum, sem dýrast sé að lifa í.
í „Lögbergi* segir svo:
. . . Allir, sem einhvern tíma hafa
verzlað, og verzla enn, hafa orðið varir
við þá geysimiklu hækkun, sem orðið
hefir á lífsnauðsynjum hin síðari árin.
Margar eru orsakirnar, og fæstum, sem
á mál það minnast, kemur saman.
Hér á eftir er ritstjórnargrein úr
hinu merka blaði Daily Telegram, gefnu
út í Montreal, um þetta efni.
Þar segir svo:
„Skýrslur sambandsdeildarinnar fyrir
síðastliðinn ágústmánuð, sýna, að enn
hefir hækkað verð á lífsnauðsynjum.
Þannig er nú samkv. stjórnarskýrsl-
unum meðalverð á 270 vörutegundum
orðið 163,2 í stað 135,9 í júlímánuði.
í ágústmánuði í fyrra var meðalverð
á samskonar vörutegundum að eins
133,3. Þetta er ískyggilegt, þegar það
er haft hugfast, að kostnaður á lífs-
nauðsynjum hefir hækkað meir í
Kanada á síðastliðnum 10 árum, heldur
en í nokkru öðru landi i víðri veröld.
Stjórn Breta hefir nýskeð látið gera
rannsóknir, sem þetta hafa leitt í ljós.
Margur mundi líta svo á, að verð á
lífsnauðsynjum mundi lægra vera í
Kanada heldur en í öðrum löndum;
landi, þar sem hægt er að íramleiða
gnægð vista og lífsnauðsynja kostnað-
arlitið. En hið gagnstæða er þó sönnu
nær. Þvi til sönnunar má t. d. benda
á, að konunglega rannsóknarnefndin
brezka sýnir í skýrslum sínum, að
Kanada, nýtt land, er vænta mætti að
látið væri framleiða vistabirgðir ýmis-
konar, er efst á blaði þegar metin er
liœkkun lífsnauðsynja í þeim löndum.
Lífsnauðsynjar hafa sem sé hækkað á
árunum 1900—1912 um 51 prct. í
Ástralíu og Nýja Sjálandi hefir hækkun
þessi aftur á mótr ekki orðið nema
að eins 16 prct. Á Bretlandi og
Frakklandi hafa lífsnauðsynjar hækkað
um 15 prct., í Austurríki og Ungverja-
landi um 32 prct., á Þýzkalandi um
30 prct., í Belgíu 32 prct., og á Ítalíu
um 20 prct.“
0^ Drekkið
Egilsmjöð ogf Haltextrakt frá
iiinleiiclii
ölgerðinni
,,/ígli Skallagrímssyni".
Ölið mælir með sér sjálft.
Sími 390.
Rithöfundur nokkur, sem þetta mál
tekur til umræðu, heldur því fram, að
til þessarar hækkunar lífsnauðsynja
hér á landi hljóti að liggja einhverjar
ástæður aðrar, en framleiðslumagn
vistabirgðanna.
Honum skjátlast þar heldur ekki.
Það eru aðrar ástæður sem valda, en
hvað helzt háir tollar.
Kanada er land, sem að náttúrunni
til, er flestum lönaum betur fallið til
að framleiða miklar vistabirgðir, en
þessu landi er að miklu leyti stjómað
í þágu fjár-gráðugra erlendra iðnaðar-
félaga. Bændurnir sem keppa verða
um að koma út vörum sínum á heims
markaðinum, verða að greiða tvöfaldan
skatt, þeim systrunum einokun og
tollvernd, á hverjum hlut, er þeir þurfa
á að halda til akuryrkju eða handa
sjálfum sér. Af þessu leiðir það, að
menn þreytast á lanhbúnaði, og fólk
streymir stöðugt brott úr sveitunum.
Það er heldur ekki mikið gert til að
hlynna að landbúnaði. Mest er lögð
stund á kornyrkju, af þvi að hún er
hægust, og þarf tiltölulega minna fé
til þess búskapar en annars. En því
meir sem vér stækkum akurreitina,
sem undir korn eru settir til að keppa
við aðrar þjóðir, að þeim mún minkar
alt af það landsvæði, sem á má stunda
griparækt. Því verða ekki ódýr mat-
væli til að vega upp á móti dýrum
fatnaði.
Ólánið er þetta: Vér höfum færst
í fang að reisa of stórar hallir hinum
pappírsalda iðnaði á oflitlum landbún-
aðar grunni. Vér höfum hleypt í
spik erlendum iðnaðarfélögum á kostn-
að þeirra. atvinnugreina lands vors,
sem bemast lá við að stunda.
Svo farast „Lögbergi* orð.
Og það ættu menn að hafa hug-
fast þegar háa kaupið þar vestra er
sett á öngulinn, að það er engin bót
i því að fá mörgum krónum meira
fyrir vinnu sína er það sem fyrir þær
fæst er mörgum sinnum dýiara eu
hér.