Reykjavík - 22.11.1913, Blaðsíða 4
190
REYKJAVlK
dartsRa smjörliki er bcst.
um te^unfcirnar
„0m”„Tip-Top”„5vak” <&a „Loue”
Sm]örliki5 fce^f frd:
Otío Mönsted ‘Xf.
%
Kau^mannahöfn 0£ /írojum
i öanmörku.
Hið ísl. steinolínhlatafélag. Vér
höfum fengið að vita hjá stjórn fé-
lagsins að sá orðrómur, er gengið hefir
um bæinn, að ekki væri tekið á móti
fleiri hlutafélags-áskriftum — sé alveg
tilhæfulaus.
Mestnr jarðabótamaðar á land-
inu nú í ár, segir „Suðurland‘% er ó-
efað Gestur Einarsson bóndi á Hæli í
Gnúpverjahrepp. Hann hefir nú í
snmar látið vinna rúm 1200 dagsverk
í jarðaaótum. Eru þar af túnsléttur
og nýyrking um 6 dagsláttur. Flóð-
garðar 1719 m. Vatnsveituskurður
2960 m. Hitt girðingar. Allar jarða-
bætur Gests prýðisvel unnar. Auk
þessara jarðabóta hefir hann í sumar
komið upp stórum og snotrum trjá-
garði heima við hús sitt, er stein-
steypugirðing um garðinn, járngrindur
í hlið. Steinsteypustétt hefir hann gert
meðfram húsinu o. fl.
Þessar jarðbótaframkvæmdir á einu
ári munu vera fágætar og er mikils
vert um slíkar framkvæmdir. Mundi
ræktun landsins þá skila djúgum á-
fram ef svo færi saman hjá mörgum
getan og áhuginn sem hjá Gesti.
Leikhdsið. í kvöld er leikin í
fyrsta sinn leikurinn „T r ú o g
h e i m i 1 i “ eftir þýzka rithöfundinn
Karl Schönherr.
í. S. í.
Ávarp til íslendinga
um
íþróttir og fimleiki.
íþróttasamband íslands vár stofnað
28. jan. 1912, í því skyni að laða
allan æskulýð landsins að hollum í-
þróttum og fimleikum, og koma á
samtökum og samvinnu milli allra
íþróttafélaga, hverju nafni sem nefn-
ast. Sambandsstjórnin hefir aðsetur
sitt í Reykjavík; hún er kosin á árs-
þingi af fulltrúum allra þeirra íþrótta-
félaga, sem gengið hafa í íþrótta-
sambandið.
Nú hefir alþingi veitt íþróttasam-
bandinu fastan ársstyrk, með þeim
ummælum, að sambandsstjórnin skuli
vinna að því, að glæða íþróttalíf á
landi hér, og vera ráðunautur lands-
stjórnar í öllum þeim málum, sem
að íþróttum lúta.
Af því leiðir, að það er nú stór
hagnaður fyrir öll íþróttafélög að
ganga í íþróttasambandið, því að þar
með öðlast þau mörg mikilsverð
hlunnindi. Þau verða þá aðnjótandi
allra þeirra leiðbeininga, sem sam-
bandsstjómin getur látið í té, og fá
hlutdeild í afnotum þess fjár, sem
alþingi veitir til eflingar íþróttum.
Þá er þeim einnig heimilt — annars
ekki — að sækja íþróttamót, sem
haldin eru undir yfirráðum íþrótta-
sambandsins, og eiga þar þátt í
kappleikum. Þau íþróttafélög, sem
nú eru uppi, eru flest komin í sam-
bandið, og vér erum þess fullvísir, að
öll íþróttafélög landsins muni fram-
vegis sjá sér hag í því og telja það
skyldu sina að játast undir þessi
allsherjar samtök.
íþróttasamband íslands ætlar sér
fyrst og fremst og aðallega að vinna
að því, að keuna út frá sér alls-
konar auðveldar íþróttir og fimleika,
sem eru hollir og styrkjandi fyrir
heilsu allra manna, og engum um
megn, heldur við hvers manns hæfi,
og verða öllum, sem reyna, til gam-
ans og hollustu, jafnt óhraustum
sem hraustum, ungum jafnt og öldr-
uðum, konum sem körlum.
íþróttir og fimleíkar eru svo
margskonar, að ekki verður tölum
tjáð; en engum er um megn að eiga
þátt 1 þeim, ef hver færist það eitt
í fang, sem á við heilsu hans, aldur
og orku. Ef hver um sig velur þá
fimleika og þá íþrótt, sem er við
hans hæfi, þá fer eins fyrir öllum,
þá komast allir að raun um það, að
ekkert er til í tómstundirnar á við
hollar íþróttaiðkanir, því að þær hafa
jafnan í för með sér heill og ham-
ingju; trygga félagslund og sanna
glaðværð, fjör og hreysti, kjark og
snarræði. Þetta vita fáir, af því að
fáir hafa reynt.
Margir halda að allar íþróttir og
fimleikar séu aflraunir og fáum fært
við að fást. En það er síður en svo.
Frítt göngulag er t. d. fögur íþrótt,
sem fáir kunna, en allir geta lært.
Sama er að segja um sund. Skot-
fimi er ein ágæta íþróttin, en vand-
lærð, og þó er það ekki kraftaverk
að hleypa af byssu. Fimleikarnir,
sem kendir eru við Möller, danska
íþróttamanninn fræga, eru einkar
hollir og skemtilegir, en engum um
megn. Svo er um fjölmargar íþróttir
og fimleika.
Það hefir spilt fyrir viðreisn í-
þrótta hér á landi og víðar, að
skóla-fimleikar hafa verið gerðir ó-
þarflega erfiðir, og þess vegna orðið
mörgum nemendum ofraun. Af því
mun sprottin sú skakka trú, en al-
menna, að allir, fimleikar séu afl-
raunir og óhraustum ofviða.
Úr þessu viljum vér bæta.
Engir hafa meiri þörf á fimleikum
en þeir, sem eru óhraustir í upp-
vexti, því að vel valdir fimleikar liðka
og styrkja alla liði og vöðva, öll líf-
færi, allan líkamann. Þess vegna
eru þeir öllum hollir og nytsamir.
Hver, sem hefir hug á að læra
einhverja íþrótt, verður að vita það
og skilja, að honum ríður umfram
alt á því, að iðka stöðugt fimleika,
til þess að efla heilsu sína og hreysti
yfirleitt. Þetta á heima um allar
íþróttir.
Fimleikarnir eru máttarstoð allra
íþróttamanna.
Ef allir unglingar á landi hér væru
aldir upp við fimleika og íþróttir, þá
mundi þjóðinní aukast stórum máttur
og megin.
Vér viljum að þeir tímar komi,
að allir íslendingar verði íþróttamenn,
hraustir menn og kjarkmiklir, eins og
íþróttamönnum er títt, eins og for-
feður vorir voru í firndinni, eins og
Englendingar hafa verið undanfarna
tíð öðrum þjóðum fremur — af því
að þeir hafa þjóða mest, tamið sér
alls konar íþróttir.
Íþróttirnar eiga að vera öllum
mönnum til ánægju og hollustu, en
ekki til frægðar og frama fyrir aðra
en einstaka afburðamenn, sem færir
eru á hólm við erlenda íþróttakappa.
Þess vegna viljum vér stuðla að
því, að íþróttamótum verði svo háttað,
þegar fram liða stundir, að þar geti
allir vanir íþróttamenn verið í leik-
um, sér og öðrum til skemtunar, og
ekki eingöngu efnt til kappleika fyrir
afburðamennina í hverri íþrótt, eins
og nú tíðkast.
Til þess að menn geti verið sam-
an í leik, verða allir að hafa tamið
sér leikinn eða iþróttina á sama hátt.
Þetta er afar mikilsvert atriði, sem
allir verða að hafa í huga.
Þess vegna mun íþróttasamband
íslands smám saman semja Ijós fyrir-
mæli um alls konar íþróttir, og senda
til allra iþróttafélaga, sem eru í
sambandinu. Og þar að auki verður
leitast við eftir föngum, að fá góð.i
íþróttakennara til að kenna íþróttir,
bæði hér í bæ og út um land. Ýms
míkilsvarðandi fyrirmæli og fyrir-
sagnir eru þegar til á prenti og standa
til boða ásamt lögum sambandsins
hverju íþróttafélagi, sem ganga vill
í sambandið, og öllum þeim, sem
vilja koma á fót nýjum íþróttafélög-
um innan vébanda íþróttasambands-
ins. Erum vér líka boðnir og búnir
til að leysa úr hvers konar spurn-
ingum, sem til vor er beint, og að
þessum málum lúta.
íþróttasamband íslands.
Reykjavík, 8. nóvember 1913.
A. V. Tulinius, 0. Björnsson,
íormaður. varaform.
Matth. Einarsson,
fjehirðir.
Björn Jakobsson, Jón Ashjörnsson,
ritari. gjaldkeri.
Manricc Haetprlinek.
Nóbel-verðlaunaskáldið belgiska, ritar
í „Fortnightly Review“ langa grein
um spíritismann. Lýkur hann miklu
lofsorði á rannsóknir brezka sálar-
rannsóknafélagsins, hve nákvæmar og
vandlátar þær séu. Drepur hann laus-
lega á ýms fyrirbrigði dularfulls eðlis,
en segist ekki geta minst þeirra, er
hafi gerst á síðustu tímum, þó vel
séu þess verð, og lang-hélzt — segir
hann — fyrirbrigði þau er gerst hafi
í sambandi við Mrs. Wriedt.
Gamla Bio
sýnir í kvöld og næstu dagana
mynd, er heitir „Sá annar“. Mynd
þessi er afbragðs vel leikin — ef til
vill betur en nokkur önnur mynd,
sem hér hefir verið sýnd. Enda leikur
í henni Bassermann, þýzki leikarinn
heimsfrægi. Myndin er löng — tveggja
tíma sýning, en fjarri því að þreyta
menn þrátt fyrir það.
Fosfór.
Hreint ómengað fosfór er hið ban-
vænasta eitur. Þarf ekki nema 0,1
gramm af því til þess að orsaka dauða
manns. Sá er fyrst fann fosfór hét
B r a n d t. Var það skömmu eftir
miðja 17. öld. Brandt var gullgerðar-
maður og er hann eitt sinn gægðist
í deiglu sína eftir gullinu, var í henni
þetta nýja óþekta efnj. Fosfór er not-
að mjög við eldspítnagerð. Var sá
iðnaður þess vegna lengi fram eftir
all hættulegur þeim, er að honum
störfuðu — og enn ekki hættulaus,
þó fundið hafi verið ráð til að bæta
nokkuð úr. Fá menn einskonar bein-
veiki eða beineitrun af vinnunni. Eins
og kunnugt er eru eldspítnahausar-
eitraðir — mjög mismunandi þó. Er
það fosfórinu að kenna. Það er nú
mestmegnis unnið úr beinum.
— — Úr því vér minnumst á eld-
spítur. Enginn veit hver fyrstur bjó
til þessai ómissandi heimilisbót. Það
eru nú rúm 90 ár liðin síðan fyrsti
eldspítnavísirinn varð til. En rúm 60
ár síðan þær urðu svo notfærar að
alment var farið að nota þær. Það
var fosfórinu að þakka.
„Ái-vakup“
segir rektor háskólans hafa fengið
og opnað bréf með utanáskriftinni:
„Forstanderen for Islands Höjskole".
Finst oss að bæði hann og póststjórnin
ætti að endursenda slík bréf um hæl,
og að skrifað væri á þau „Adressaten
ubekendt" eða eitthvað því líkt.
trsku rosliiPiiar.
Ekki er alt friðlegt enn á írlandi-
Hefir Carson lávarður að baki sér á-
litlegan hóp vopnaðra manna, er hafa
heitið að eigi sjruli írland að þeim
óneyddum, hreppa sjálfstjórnina. „Einn
konungur, ein þjóð, eitt flagg“, er
orðtak þeirra.
LarJcin verkmanna-foringa dæmdi
kviðdómur nýlega sekan um að hafa
æst menn til uppþots og uppreisnar
og var hann dæmdur til sjö mánaða
fangelsisvistar.
Eru mikil samtök um að leitast við
að koma honum undan hegningunni
og mikill æsingur meðal verkalýðsins
aðallega út af dómnum.
Yerzlnu Jóns /,oi!ga
selur ódýrast neftóbak, munntóbak,
reyktóbak, wlndla, cigarettur o. m. fi.
Talsími 128, Bankastræti 14.
Hvaða mótor er ódýrastur, bestur
og mest notaður?
Gideon-mótorinn,
|Einkasali
Thor E. Tulinius & Co.
Kaupmannahöfn.
Símnefni: Verslun.
Prentsmiðjan Gutanbarg.