Reykjavík - 22.11.1913, Blaðsíða 2
188
REYKJAVIK
Fyrirlestur
og levít-gnðsþjónusta
i íaníakots-kirkju
Snnnndaglnn 23. nóv. kl. 6 síðd.
Efni: Er sú kirkja, er ég til-
heyri, hin sanna; og hver ábyrgist
að svo sé ?
Allir velkomnir.
Servaes
prestnr.
Og einnig ættu menn að athuga
pað, að lönd sem voru framtíðarlönd
fyrir 10—20 árum, geta nú verið for-
tíðarlönd.
Jróíurmorí.
Drepinn á eitri.
Sá atburður varð hér í bænum í
vikunni sem leið, að maður nokkur,
Eyjólfur Jónsson, ættaður frá Arnórs-
stöðum á Barðaströnd, veiktist mjög,
og að grunur lék á að eitrun mundi
valda. Hafði hann heimsókt systur
sína, Júlíönu að nafni, seinni hiuta
laugardagsins 1. þ. m., og bar hún á
borð fyrir hann skyr. En um nóttina
veiktist Eyjólfur og fékk uppsölur
miklar. Þó hrestist hann er morgnaði,
og komst til systur sinnar til þess að
krefja hana um fé er hún geymdi fyrir
hann. Var hann þá farinn að gruna
hana, enda sagði síðar frá að hann
hefði séð hana láta eitthvert duft í
skyrið. En er leið á vikuna veiktist
Eyjóifur meir og meir, og var héraðs-
læknirinn sóttur. Dró brátt af Eyjólfl,
og andaðist hann þriðjudaginn 11. þ.
m., og hafði þá legið án meðvitundar
þrjú síðustu dægrin.
Krufðu iæknar iíkið, með því að
mikill grunur lá á að eitrun hefði
orðið honum að bana. Kom svo iíka
í Ijós. Hafði eitrið verið fosfór aðal-
lega. En það er í rottueitri. Er það
lengi að verka, og deyja þeir venju-
lega á áttunda degi, sem slík eitrun
verður að bana.
Af ummælum Eyjólfs o. fl. féll
strax grunur á Júlíönu systur hans.
Var hún tekin föst og yfirheyrð. Játaði
hún glæpinn von bráðar, að hún hefði
byrlað bróður sínum eitur. Og að hún
hefði gert það af ásettu ráði, til þess
að komast yflr nokkuð af fé hans.
Kvað hún mann nokkurn, sem hún
um tíma hefir búið með, hafa kvatt
sig mjög til vérksins. Þessi maður
hefir síðan verið tekinn fastur, en hefir
neitað sökum þeim, er Júlíana ber á
hann.
Ekki vita menn að neitt illt sam-
komulug hafl verið með þeim Eyjólfi
og systur hans. EyjóJfur hafði alla
æfi verið sparsemdarmaður mikill og
safnað sér fé. Var hann fyrir liðugu
ári fluttur hingað til bæjarins, og er
mælt að hann oítar en einu sinni hafl
veitt systur sinni peninga-hjálp er hún
var í kröggum.
Ijeilsuhxiið.
Ársrit Heilsuhælisfélagins 1913 er
nýkomið út. Samkvæmt því komu
110 sjúklingar á hælið árið sem leið
og dóu 30 af þeim. Flestir sjúkling-
arnir voru auðvítað úr Reykjavík, en
næst er Skagafjarðarsýsla, Á aldrin-
um 15—24 ára voru 54 en að eins
1 eldri en 45 ára.
Um árangur verunnar segir í skýrsl-
unni:
Bata að meira eða minna leyti fengu
þannig 81 af 115, þ. e. 70,4°/o
Heilbrigðir urðu 45, þ. e. 39,1°/«;
en af þeim, sem voru á fyrsta sjúk-
dómsstigi við komu, urðu 95% heil-
brigðir.
Eins og að undanförnu hefir Heilsu-
hælið veitt móttöku öllum sjúklingum
með berklaveiki í lungum á hverju
sjúkdómsstigi sem þeir voru. Af
þeim sjúklingum. sem voru á 3. stigi,
voru 18 við inntöku að fram komnir
og batavon því engin. Ef þessir sjúkl-
ingar eru taldir frá, verður árangur-
inn þessi:
Bata að meira eða minna leyti 83 5°/o
Heilbrigðir..................46,4°/o
Heilsuhælið er í mörgum (eða raun-
ar fáum — of fáum) deildnm víðs-
vegar um landið. Gjalda meðlim-
irnir árstillög til félagsins. í sex sýsl-
um er að eins eins deild (Skaftafells-
Dala- Snæfells og Hnappadals- Barða-
strandar- og Suður- og Norður-Múla-
sýslum). En í Vestmannaeyja, Stranda-
og Húnavatnssýslum eru alls engar
deildir. Árstillög Reykvíkinga námu
2500 kr. árið 1912, en ca. 1850 kr.
námu tillög annarsstaðar af laridinu.
Vegna hvers eru deildimar svo fáar
og því eru svo fáir meðlimir heilsu-
hælisfélagsins viða um land? Eru
Reykvíkingar og Hafnfirðingar (sem
mest gjalda) þetta örlátari en t. d.
ísflrðingar og Akureyrai búar (sem til-
iölulega minst greiða)? Fráleitt. En
þeir eiga betri forgöngumenn í þessu —
það er efalaust. Úr því þarf að bæta.
Þar þarf að fá áhugasama menn til
að annast að deildirnar þrífist, menn
sem eru ötulir við að fá meðlimi í
félagið og til að borga. Hér er verk-
efni fyrir prestana. Með því að greiða
félaginu götu taka þeir þátt í líknar-
verki og við getum krafist þess af
þaim að þeir láti sór engu síður ant
um að vinna að þeim en stjórnaað kaup-
fólögum eða sparisjóðum. En svo
virðist sem það sé venjan að þeir séu
litlir forgöngumenn í liknarstarfi hér,
þó að rétt sé að geta þess að tíu af
landsins hálfu öðru hundraði presta—
svo munu þeir margir hér um bil —
hafa gerst formenn deildanna. En
víst er um það að vildu þeir — eða
aðrir hæfir menn — vinna ofurlítið
að þessu, þá þyrfti Heilsuhælið ekki
að vera í féskorti.
Annað er það, er vér í þessu sam-
bandi vildum brýna fyrir mönnum.
Samkvæmt ársritinu barst Árstiða-
skránni 4214 kr. 25 a. í fyrra. Er
það auðvitað lítið brot alls þess fé
sem nú er hér á landi varið til blóm-
sveiga við jarðarfarir. Enda auðséð
við hverja einustu greftrun að færri
gefa skildi en sveiga. Oss virðist að
sá hugsunarháttur ætti að innrætast
mönnum að það þætti ekki tilhlýði-
legt að aðrir skrýddu með blómum
kistu og gröf hins látna, en allra
nánustu vinir og ættingjar. Yér vilj-
um að það komist inn í meðvitund
manna að það sé slettirekuskapur og
nærgætnisskortur að láta blóm á gröf
manns, sem maður ekki er nákominn
að einhverju leyti. Aftur á móti eru
skildirnir ágætur vottur þess að maður
vilji heiðra minningu hins látna og
miklu hæfari til þess en blómin, sem
visna eða eyðileggjast fáum dögum
eftir jarðarförina. Yæri ef til vill rétt
að hafa 2—3 tegundir skilda eftir því
hve mikið menr. vildu gefa. Og án
þess að fara frekara inn á það hvort
ekki væri hugsanlegt líkt fyrirkomu-
lag um legsteina — á meðan menn halda
jafnfast í sveigana og raun er á virð-
ist það ótímabært — viljum vér skjóta
því til þeirra, er álita að varðar á
gröfum manna sóu hégómi, að þeir
gefi í sérstakan sjóð til minningar
hins látna í stað þess að setja stein
á gröfina hans. Ætti sjóður sá að
vera eign Heilsuhælisfólagsins og fylgja
honum skrá yfir gefendur — sérstök
skrá í líkingu við Árstíðarskrána.
Finst mér það megna betur að bera
vitni um hlýjan hug gefendanna en
kaldur steinn og marmari.
Söngskemtun.
Erlendur söngfugl, sem nýlega er
seztur að á voru kalda landi, frú
Laura Finsen, kona Vilhj. Finsens
ritstjóra, söng í fyrsta sinn fyrir
Reykvíkinga í Bárubúð á þriðjudaginn
18. þ. m.
Fiúin hefir mjúka mezzo-sopran
rödd, ekki mjög mikla, en einkar-
hreimfagra. Er auðheyrt að hún hefir
notið ágætrar kenslu, því að hún fer
mjög vel með það sem hún syngur.
Brestur hana nokkuð rödd á hæstu
tónunum, en þess gætir þó lítið.
í byrjun var svo að heyra sem frúin
nyti sin ekki sem bezt. Var eins og
tónarnir hefðu fiosið litilsháttar. En
brátt þíðnaði rómurinn, og tónarnir
streymdu hlýjir og yljandi að hjörtuin
manna.
Var frúnni tekið betur og betur
eftir hvert lag, er hún söng. Sérstak-
lega klöppuðu menn lof í lófa, er hún
söng lög samlanda síns, tónsnillingsins
Grieg. Og er hún að lokum söng
„Sólskrikjuna" með ágætum frambuiði
islenzkunnar, tók undir í salnum af
lófatakinu.
Frúin ætti að syngja bráðlega aftur
svo fleirum gefist kostur á að heyra
til hennar. Þeir sem nutu söngs
hennar á þriðjudaginn voiu altof fair.
Morðið.
Á frettavæng rafmagnsins hefir
fregnin borist út um gjörvalt landið:
„Bróðurmorð í Reykjavík. Systir byrl-
ar bróður sínum eitur og hann hlýtur
bana af“.
Og í hverju húsi, hverjum bæ,
hverju koti hrýs mönnum hugur við.
Hér á landi, þar sem band frænd-
se.ninnar enn er sterkara en víða í
öðrum löndum þykir þessi glæpur ef
til vill enn hryllilegri en annarsstaðar.
„Rödd þíns bróðurs blóðs...“ segir
á hinu orðskrúðuga austurlandamáli,
og mikið má vera ef sú rödd ekki
innan skamms lætur hátt í eyrum
bróðurmorðingjans.
Þetta morð, sem framið var, var
ekki neitt fljótræðisflan, ekki neitt
morð framið i reiði eða hefndarskyni.
Eftir því sem við höfum frekast vit á,
lá til þess hin lítilmótlegasta, auð-
virðilegasta hvöt: aurafýsnin, fégræðgin.
En varlega skyldi þó tala um það.
Margt getur leynst í hugar-fylgsnum,
er enginn hefir hugmynd um. Ekki
er það heldur ólíklegt að sá maður,
er hún segir, hafi haft einhver áhrif
á hönd þá er eitrið byrlaði og hvatt
til illræðisins. Og miklu veldur hvata-
maður. Víst er sekt hans siðferðislega
tvöföld þó lagalega sé hún að eins
hálf. Því hann myrðir í raun og véru
sál annars en líkama hins. Og fleiri
geta áhrifin verið, óbein, er enginn
gefur gaum. Hver veit um það.
En það vitum vér, að sjálf er sú sem
morðið ■ framdi þess valdandi, að þau
frækorn hins illa verks, sem ef til vill
hafa verið sáð í huga hennar, náðu
að dafnast og þroskast. Og það vitum
vér, að áður en hún vaið morðingi í
verkinu, var hún áður búin að vera
það oft í huganum án þess að spyrna
— að minsta kosti verulega — á
móti því.
Gæti hver hugsana sinna. Hugsun
hver er óborinn verknaður — fyr en
varir er hún í heiminn fædd, íklædd
holdi og blóði.
En allir vonum við að þes3 verði
langt að biða að slíkt voðaverk verði
framið hér á landi. Og látum það
sem fyrst, allir er það getum, falla í
gleymskunnar djúp — nógir verða
samt er seint munu þessu gleyma.
Póst- og simahandbók
hafa þeir gefið út Porst. Jónsson og
Pórður Sveimson póstþjónar.
í henni er þessi fróðleikur sem öll-
um mun koma að ágætu haidi:
I. . Póst-leiðarvísir.
Abyrgðarbréf og sendirigar.—Afgreiðslu-
tími. — Áiíming frímerkja. — Bann. —
Blöð og timarit. — Breyting ákvörðun-
arstaðar. — Bréí og spjaldbréf. — Bréf-
Bpjöld. — Bögglar. — Exprés. — Eyðu-
blöð. — Frímerki. — Fyrirspuinir. — KroBB-
bönd. — Móttökukvittanir. — Peningabréf.
— Poste restante. — Póstafgreiðslur. —
Póst.ávísanir. — Póstinnbeimtur. — Póst-
kröfur. — Símapóstávísanir. — Skaðabsetur.
— Skil póstsendinga. — Svarmerki — Um-
boð. — Umbúðir. — Umráð sendinga. —
Utanáskrift. — Vörutollur. — Ýmsar póst-
greiðslur. — Þjónustusendingar.
II. Sima-leiðarvisip.
Afgreiðslutimi. — Afturköllun. — Heilla-
óskaskeyti. — Hvernig orð eru talin. —
Sameiginleg ákvæði. — Sending og skil
simskeyta. — Simnefni. — Simskeyti. —
Simtal. — Talsímatæki. — Utanáskril't.
Bókin er sama sem gefin (kostar
10 aura) og fæst hjá úlgefendunum.