Ríki - 21.07.1911, Síða 2

Ríki - 21.07.1911, Síða 2
2 R í K »13 kemur út fyrst um sinn fram um þing- kosningar í haust, 1—2 tölublöðí viku. Verð: 1 króna. Greiðist fyrir 10. septbr. f lausasölu (í Reykjavík) 5 aura eintakið. Auglýsingaverð: venjulega 1 kr. þuml. — Vildarkjör þeim til handa, er auglýsa mikið. Útgefandi: Skrifstofa Sjálfstœðisftokksins. Ritstjðri og ábyrgðarmaðar: Sigurður Lýðsson, cand. juris. Hittist áskrifstofu Sjálfstæðisflokksins 10—II Va f- h. Afgreiðslumðaur: Pj. O. Ouðmundsson, bœjarfulltrúi. At'greiðslan er í skrifstofu Sjálf- stæðisflokksins í Bárubúð (uppi) við Vonarstræti. Opin hvern virkan dag kl. 6V.-81/,. Talsíma nr. Jón Sigurðsson (Aldarafmælið). Sungið á Seyðisfirði 1911. Úr fjarsta dal á fremstu strönd er frónski dansinn stiginn, og nú er öllum hægt um hönd að horfa’ á bræðra vígin. Úr mörgum benjum blæðir nú, er Baldur vor er látinn, og engan villir vonin sú h tnn verði úr helju grátinn. En annað hugði’ hann oss og sér en okkur smánin taki sem frægðarlausan flóttaher með festa skildi’ á baki. Pá varð það æfiverk í sand að vinna’ oss auð og hróður í staðinn fyrir fargað land og fyrirlitna móður. En til þess Iengst hann lífi sleit, víð litla þökk, á verði, og varð að baki úr sinni sveit að sjá við Hrappi’ og Merði. Og lítið sýndist saknað hans þótt sigurhátíð stæði; hann fékk: að horfa langt til lands og lesa’ um aðra kvæði. Svo dapurt var á verði, Jón svo víða’ í felur skriðið, unz morgunbjarminn bryddi Frón og brýnt var deiga liðið. Þá dreymdi móður drauminn sinn um drengi, er ekki svíkja, og heimti’ oss unga’ í hópinn sínn því hann múndi aldrei víkja. Og enn þá mænir alt á þig á aldardegi þínum, sem vonast til að verja sig, sem veit af arfi sínum, sem ekki’ er keypt af eigin hag né undir hatri grafið. Er vandar byggt vort bræðralag en brú á Atlantshafið? Með þér var hver einn háski fær um hrjósturvegu farna, og sízt með þér oss þjökun nær, ef því má nokkuð varna; og lengst í álfur ljóma slær á leiðir íslands barna við hvítra tinda heiðin skær þín háa,~bjarta stjarna. P. E. ------■«&----- Við síðustu kosningar skiptist þjóð- in í 2 andstæða flokka. Annar flokk- urinn vildi aðhyllast frumvarp miliilanda- nefndarinnar óbreytt, eða með þeim breytingum einum, sem Danir fyrir fram vildu heita að samþykkja, hinn vildi gera gagngerðar breytingar á frumvarp- inu, og mikill meiri hluti þjóðarinnar fylgdi honum að máli. Af. þeim flokki fengu 25 menn kosningu, en aðeíns 9 af frumvarpsmönnum, Á þessum skoðanamun byggðist flokkaskiftingin á þinginu og byggist enn. Enda er ágreiningurinn mjög veru- legur. Svo sem kunnugt er, gekk miililanda- frumvarpið í þá átt að innlima ísland í hið samsafnaða danska ríki (det samlede danske Rige) —í danska alríkið. Mótstöðumenn frumvarpsins vildu hinsvegar að ísland yrði sjálfstætt og fullveðja ríki í jafnrjettissambandi við Danmörku. Stefnumuninum geta menn bezt gert sjer grein fyrir, ineð því að bera saman millilandanefndarfrumvarpið og frumvarp það til sambandslaga, er afgreitt var frá Alþingi 1909. Báðir flokkarnir halda í raun og veru fast við stefnu sína. Heimastjórnarmennirnir halda enn fast við innlimunarstefnu sína, svo sem sjá má af ályktun stjórnar þess flokks hjer á dögunum, þar sem segir að stefnan í sambandsmálinu sje auðvitað óbreytt. Og Sjálfstæðismennirnir halda jafn fast við sjálfstæðisstefnuna, eins og hún kom fram í frumvarpi Alþingis 1909. Sjálfstæðismálið er þvi verulegasta ágreiningsinálið milli flokkanna. I fjölda annara stórmála greinir menn innan flokkanna stórum á, svo er í að- flutningsbannsmálinu aðskilnaði ríkis og kirkju, skattamálunum stjórnarskrármálinu o. s. frv. En þessi ágreiningur kemur ekki að- eins fram í frumvörpum þeim, er áður voru nefnd, þó þau beri hans ljósastan vottinn, hann kemur fram í hverju ein- asta máli þótt smátt sje, sem getur stuðl- að að framgangi sjálfstæðisstefnunnar, og verið þröskuldur í vegi fyrir innlim- uninni síðar meir. Nú kann einhver að spyrja sem svo: Er ekki líklegast að frumvarp Sjálfstæð- ismanna ekki nái samþykki Dana á næsta kjörtímabiii, og Heimastjórnarflokkurinn hefur lýst þvf yfir að hann ætlist ekki til þess, að málinu sje til lykta ráðið nema það sje fyrst borið undir kjós- endur sjerstaklega, væri því ekki rjettast að láta þenna ágreim'ng liggja og snúa sjer að innanlands málunum og mynda flokka eftir hinum mismunandi skoðun- um á þeim? Því svörum vjer óhikað neitandi. Ekki þar fyrir að það væri ekki mjög svo æskilegt fyrir margra hluta sakir, en það er því miður ómögulegt með öllu. Af því myndi óhjákvæmilega leiða, að miklu erfiðara yrði að fá sjálfstæðis- kröfunum framgengt í Danmörku síðar meir. Danir myndu líta svo á — enda fráleitt látið undir höfuð leggjast af mótstöðumönnum vorum hjer heima að telja þeim þá trú — að íslendingar væru orðnir þreyttir á þessu freisis- og sjálfstæðisglamri. Það hefði verið augna- bliksæsingúm óhlutvandra manna að kenna, hvernig kosningarnar fóru 1908 — Þjóðin væri farin að vitkast aftur. Því var og óspart haldið frani af mótstöðumönnum vorum 1908 — að •stjórnarandstæðingarnir, sem þá komust á þir.g, væri enginn samstæður flokkur, sumir vildu aðeins örlitlar breytingar á frumvarpinu til þess að gera það skýr- ara, og þessu’ trúði þorri Dana, sem öðru, er vinir þeirra hjer heima segja þeim. Þetta reyndist nú, sein vitanlegt var, alveg rangt, er þingið kom saman, stjórnarandstæðingarnir allir með tölu, stóðu sem einn maður utan um sjálf stæðiskröfurnar. Enn uppkastsmennirnir voru ekki af baki dottnir fyrir það, þeir sögðu þetta væru hrein svik við kjósendurna, margir þeirra er kosiðhefðu sjálfstæðis- inenn á þing, hefðu ekki ætlast til að gengið væri svolangt, sem þingið 1909 gerði, þeir myndu áreiðanlega vera ánægðir með frumvarpið með breyting- um minnihlutans, og þessu trúði þorri Dana. Síðan hafa þeir líka stagast á því dag eptir dag, viku eftir viku, mánuð eftir mánuð og ár eftir ár að uppkast- inu væri stöðugt að aukast fylgi, og þeir hafa eyru Dana. Þessvegna er alveg óhjákvæmilegt að kosningarnar snúist í þetta sinn um sjálfstæðismálið. Það er afar áríðar.di að vita hið sanna um vilja þjóðarinnar í því máli. íslenzku þingmennirnir þurfa að vita það og Danir þurfa að vita það líka. Og þó að Danir tækju þvert í málið 1909, þá er ekki ólíklegt að aðraryrðu undirtektirnar, er þeir sæju að bak við sjálfstæðiskröfurnar stæði ákveðinn meiri hluti íslenzkra kjósenda. Margir þeirra að minsta kosti hjelduað svo væri ekki 1909, en verði Sjálfstæðismenn ofan á við kosningarnar í haust verða engar brigður á það bornar. Lagastaðfestingar. Öll lög frá síðasta þingi hafa öðlast konungsstaðfestingu nema smá lög um breytingu á lagaskólalögunum, sem urðu þýðingarlaus sakir annara laga er síðar voru afgreidd frá þinginu. Þingrof og kosningar. Þingið hefir verið leyst upp og eiga nýjar kosningar að fara fram 28. okt. í haust, sem er 1. vetrardagur. Allt sem bendir í framfara- áttina óskaði Konow yfirráðgjafi Norðmanna að þroskaðist sem bezt með þjóð vorri, í hamingjuóskaskeytinu, er hann sendi háskóla íslands á stofnunardegi hans. Þetta hefur verið gert að umtalsefni í blaðinu »Politiken« — aðalmálgagni róttæka flokksinsí Danmörku — hnýtt í hann fyrir að vera að senda slíkt skeyti, og þó sjerstaklega fyrir orð þau er að ofan getur. Væri þetta hæfilegur texti fyrir Heimastjórnarblöðin í næsta skipti er þau flytja hugvekju um velvild Dana í vorn garð, og gott Iíka fyrir aðra að minnast þess, að róttækasta blað Dana — að jafnaðarmannablöðunum undanskild- um — reiðist því, að merkur, erlend- ur stjórnmálamaður skuli óska þess, að alt það megi blómgast hjá oss íslend ingum, er í framfara áttina stéfnir. Fyr má nú vera velvildin. Misgáningurinn. í næst síðasta blaði flutti Lögrjetta svohljóðandi ályktun, sem hún kvað sam- þykkta af miðstjórn Heimastjórnarflokks- ins; Miðstjórn varar flokksmenn sína við því. að greiða öðrum þingmannaefnum atkvæði við í hönd farandi kosningar, en þeim sem flokkurinn kann að hafa tilnefnt.« Lögrjetía læturáiyktuninni fylgjanokk- ur orð, til þess að mæla með henni og sýna fram á, hve nauðsynlegtsje að taka hana til greina. Þetta var á miðvikudag. Á föstudaginn flytur Þjóðólfur álykt- unina með saina eftirmála, sem Lögrjetta. Á laugardaginn skýrir Jón Ólafsson alþm. frá því í Reykjavík, að þessi til- Iaga hafi aldrei verið samþykkt í mið- stjórn Heimastjórnarflokksins. Lögrjettu hafi verið afhentur þessi miði í stað ar.nars miða, og flokkurinn hafi ekkert á móti að í þeim kjördæmum þar sem flokkurinn hefur engan tilnefnt, kjósi flokksbræðurnir þann er þeim þykir væn- legri. Loks lýsir Lögrjetta því yfir í fyrra- dag, að það hafi stafað af miskilningi að hún flutti tillöguna, en biður menn jafnframt að hafa það ríkt í huga sem hún hafi um hana mælt. Það hefur þótt rjett, að skýra svo nákvæmlega frá þessari »flokksstjórnar- ályktun«, því að hún er fyrirýmsra hluta sakir töluvert merkileg. það á að vera fvrir misgáning að hún birtist í Lögrjettu, og við þann rrisgán- irig hlutu miðstjórnarmennirnir strax að verða varir, er blaðið kom út, og þá full ástæða til þess fyrir þá að koma í veg fyrir hann strax. Samt birtist ályktunin tveim dögum síðar í Þjóðólfi. Ritstjóri og ábyrgðar- maður Þjóðólfs er Jón alþm. Ólafsson og hann siturí miðstjórn Heimastjórnar- flokksins, og þó flytur blaðið þá fregn að ályktunin, sem að ofan getur, hafi veriðsamþykktafmiðstjórnHeimastjórnar- flokksins. Og þegar hr. J. Ó. er að skýra frá misgáningnum í Reykjavíkinni víkurhann ekki einu orði að því, hvers vegna blaðið hans hafi talið ályktun þessa samþykkta daginn áður. Og Lögrjeítu var afhentur miðinn með ályktuninni í misgáningi í stað ann- ars miða, sem hún þá sjálfsagt hefur átt að birta. En hvernig stendur þá á,. að sá miði ekki hefur verið birtur eftir að misgáningurinn var kominn í Ijós? Vjer höfum ekki heyrt öllu ótrúlegri sögu nýlega en þessa um misgáninginn. Hinu hefðum vjer miklu betur trúað, og sýnist það satt að segja miklu senni- legra eftir því sem fram er komið í mál- inu, að ályktunin hafi í raun og veru verið samþykkt í miðstjórninni, en svo hafi miðstjórnarmennirnir eftir á sjeðað hún var ekki heppileg í alla staði. Og ályktunin er í sjálfu sjer mjög eðli- leg, hvaða flokkur sem í hlutætti, gerð í því skyni að hindra sundrungí flokkn- um, enda á að beita henni alstaðar þar sem flokkurinn hefur mann í boði. En það Iá ennfremur næst að skilja hana svo, aðþarsem flokkstjórnin hefði engan frambjóðanda til nefnt þar ættu Heimastjórnarkjósendur að sitja heima. En sá skilningur vill miðstjórnin með engu móti að sje lagður í tillöguna, og það af auðskildum ástæðúm.

x

Ríki

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ríki
https://timarit.is/publication/207

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.