Ríki - 21.07.1911, Qupperneq 4

Ríki - 21.07.1911, Qupperneq 4
4 rt l K I Og þegar svo við þetía bæt!?i, ao margir af eftirlaunamönnunum hefðu aldrei átt að fá e nbætti, og því síður að njóta þessara hlunninda frá þjóðfje- laginu, þá er von að mönnum renni enn meira til rifja, er þeir hugsa út í eftirlaunabyrðrna. En alþýðumaðurinn, sem alla æfi hefir unnið baki brotnu í þarfir þjóðfjeiagsins, með dygð og trúmensku, hann verður að fara á sveit- ina, og missa öll sín borgaralegu rjett- indi, þegar hann ekki lengur geturunn- ið fyrir sjer eða sínum, ef hann ekki á ættingja eða vini, sembgeta hlaupið und- tr bagga og bjargað honum. Þetta geysilega misrjetti og ranglæti hefir á síðustu árum knúð fram einróma radd- ír frá alþýðunni, þvínær á hverjum ein- asta þingmálafundi um landið þvert og endilangt, um að þessari óhæfu væri ljett af, — að öll eftirlaun embœttis- manna vœru afnumin. Nú fara í hönd nýjar kosningar, og væri þá ekki úr vegi fyrir kjósendur að athuga afstöðu þingmanna, og flokkanna, til þessa eftirlaunamáls; athuga hve trú- lega þeir hafa fylgt fram þessum kröf- um og óskum alþýðunnar. Og svo framarlega sem kjósendur vilja vera samkvæmir sjálfum sjer, svo framarlega sem þeir ekki vilja gera sjer að góðu, að kröfur þeirra sjeu einkisvirtar, og vilji þeirra forsmáður, sem ómerkilegur »goluþytur«, þá er það skylda þeirra að gjalda þeim þingmönnum »rauðan belg fyrir gráan* við kosningarnar,sem reynslan hefir sýnt, að standa öndverð- ir gegn þjóðarviljanum í þessu máli. Og af nýjum þingmannaefnum ættu þeir að krefjast skýlausrar yfirlýsingar um það, að þau sjeu málinu fylgjandi, og loforði um að koma því höfn á nœsta þingi. Þetta er eini og rjetti vegurinn sem kjósendur — valdhafarnir sjálfir — eiga að hafa í þessu áhugamáli sínu sem öðrum. Þeir mega aldrei falla frá kröfum sínum, og eiga að hefna þess vægðar- laust með þeim hætti sem fyrr er greint, ef þær eru einskisvirtar. Slaki kjósendur nokkurntíma til á þessu, þá slá þeir sjálfir úr höndum sjer bitbesta vopnið, sem þeir eiga til, því þá má líta svo á, að kröfurnar sjeu ekki alvörumál, þeir hafi enga fasta, grundvallaða stefnu, vilji eitt í dag og annað á morgun o. s. frv. Þessu mega kjóstndur aldrei gleyma. Hjer á eftir skal sögð saga eftirlauna- málsins, (bæði að því er snertir eftir- laun ráðherrans, og eftirlaun annara embættism.) eins og hún birtist á al- þingi 1909 og 1911. Jeg segi þessa sögu, vegna þess að málið er mjer mikið áhugamál, og eins vegna hins, að jeg veit að alþýðu manna er hún mjög ókunn, sem von er, því fæst af henni hefur tíma eða ástæður til að fylgjast með því er á þingi gerist. . 1. Eftirlaunamálið á þingi 1909. Á alþingi 1909 flytja þeir dr. Jón Þorkelsson 1. þm. Reykvíkinga, og Bjarni Jónsson frá Vogi, þingm. Dalamanna svohljóðandi tillögu til þingsályktunar. »Neðrí deild alþingis ályktar að skora á landstjórnina, að undirbúa og leggja fyrir næsta4þing frumvarp til laga um afnám eftirlauna allra embættismanna í landinu, svo og að gera ráðstafanir til þeirra skipana á launum þeirra, er virðast mætti nauðsyn- Ieg og sanngjöm í sambandi við það, að öll eftirlaun fjelli niður.« (Alþtíð. 1909 A Þessi þmgsályktu arti,.c.c þykt, en ekki afgreidd frá þingmu í þingsályktunarformi. Til máls um hana tóku aðeins þeir dr. J. Þ. og Hannes Hafstein. J. Þ. segir hana »mæla með sjer sjálfa« og hún sje fiutt »eftir ósk- um þingmálafundar f Reykjavík, og þing- málafunda víðsvegar um land.« Kveðs' hann vona að þingdeildin taki tillög- unni vel. Hannes Hafstein andæfirhenni strax, vitnar í stjórnarskrána, og segir að eftirlaun verði ekki afnumin nema með stjórnarskrárbreytingu. Líklega hefði það eigi verið nein goðgá þó skorað væri á stjórnina að undirbúa þetta mál að vilja kjósenda, sízt þegar breyting á stjórnarskránni var í undirbúningi. Telur »rjettast að máli þessu sje vísað frá, eða það tekið út af dagskrá« o. s. frv. (Alþ. 1909 B. bls. 1972- 73.) Lengra komst málið ekki á þingi 1909. En það var mikils um vert að það var vakið þar, og kjósendur ráða nú sjálfir, hvort það verður Iátið sofna eða ekki. Frh. cir sem vilja gerast kaupendur Jíkís hjer í bænum gefi sig fram við af- greiðslumann blaðsins, Pjetur O. Guðmundsson bókbindara eða rit- stjórann, eða ef hægra þykir að senda pantanirnar annaðhvort með drengj- unum sem bera blaðið um bæinn, eða í ós i. Skújstoja SiátjsbeSlsjtoMisvos í Bárubúð (uppi)við Vonarstræti Opin hvern virkan dag eftir kl. 6l/.2 síðd. Austurbæjarbúar geta hvergi gert betri kaup á nauð- synjavörum til heimilisins, en í verzlun Sigurþórs Sigurðssonar Njálsgötu 26. Mikið fyrirliggjandi af afarsterku fata- efni handa verkamönnum, er selst fyrir afarlágt verð. Einnig alskonar burstum, gólfsópum, blómsturvösum m. m., sem selst fyrir rúmlega hálf- virði. Notið tækifærið! r ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ Breiðablik Timarit 1 hefti 16. bls. á mán. í skrautkápu, gefið út i Winnipeg. Ritstj. síra Fr. J. Bergmann. Ritið er fyrirtaksvel vandað, bæði að efni og frágangi; málið óvenju gott. Kostar hér 4 kr., borgist fýrirfram. Fæst hjá Árna Jóhannssyni, bankaritara. T ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ i 4— Arni Eiriksson Austurstræti 6.. Feikna mikið úrval af Yefnaðarvörum. Til þess að nefna eitthvað: Klæði í peysuföt af mörgum tegundum sumarsjöl ljós- leit og svört með silkikögri og án þess. Frönsku sjölin, þessi eftirspurðu. Efni í kvenlíf, í fleiri litum, feikna fallegt og óteljandi margt fleira. BEEZLUIIS BJÖESfliBISTJAISSOI og þjer munuð sannfærast um, að það muni verða yður stór sparnaður. Miklar birgðir nýkomnar. Verzlunarbækur afar ódýrar. Herzlunin pjörn Kristjdnsson. iVEEZLUim BJÖEN ERISTJANSSOI REYKJAYlK selur beztar og ódýrastur Vefnaðarvörur Málningarvörur sem og alt iil söðiasmíða og skósmfða. VERZLUNIN ' BJÖRN KRISTJÁNSSON Ódýrast er að ferðast á reiðhjólum. Engin auka-útgjöld við þá reið- skjóta þó dvelja þurfi á ferðalög- um. Reiðhjól fást með góðum kjör- um hjá Þórði Jónssyni úrsmið Aðalstræti 6. PRENTSMIÐJA D. ÖSTLUNDS. Sjálfstæðis- menn! Kaupið sjálfstæðisblöðin: JCoÆutlaxvA 5iult\fee\tva. Þau ein fyrjrtæki eiga að þrífast í landinu, sem stefna að sjálfstæði þessi

x

Ríki

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ríki
https://timarit.is/publication/207

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.