Skeggi


Skeggi - 15.12.1917, Blaðsíða 1

Skeggi - 15.12.1917, Blaðsíða 1
I. árg. Vestmannaeyjum, Laugardaginn 15. desember 1917. 8. tbl. Fánamálið í ríkisráðinu. Forseti ráðaneytis íslands, flutti fimtudaginn 22. nóvember þ. á. eftirgreinda allra þegnsamlegasta tillögu um löggilding á fána fslands, og fserði þau rök að henni sem skal greina: Síðasta alþingi samþykti í báðum deildum svo felda þingsályktan: „Alþingi ályktar að skora á stjórnina að íslandi verði þegar ákveðinn fullkominn siglingafáni með konungsúrskurði og ályktar að veita heimild til þess, að svo sje farið með • málið*. þingsályktun þessa samþykti alþingi með öllum atkvæð- um og það er engum efa undirorpið að hún er bygð á sam- róma og mjög ákveðnum úrskurði allrar íslenzku þjóðarinnar. Alla stund frá stofnun þjóðveldis á íslandi hefur meðvitundin um, að íslendingar v»ri sjerstök og sjálfstæð þjóð, lifað í tungu og löggjöf landsins. Framfarir í menning og efnahag hafa á síðustu mannsöldrum komið í stað langrar afturfarar, og vakið kröfur þess, að þjóðerni íslands sje sýnt með þeim einkennum, sem eru heildarmerki þjóðanna að skoðun nú- tímans. Sjerstaklega hefur þróun íslenzkra siglinga valdið því, að sú ósk er orðin mjög öflug, að ísland fái sinn eigin fána til sanninda um sjerstakt þjóðerni sitt. Jeg verð að leggja það til að yðar hátign verði við þessari ósk með allrahæstum úrskurði um íslenzkan fána. í umræðunum á alþingi var því lýst að ísland hefði efalaust rjett til þess að hafa eigin fána og að hin stjórnarskipulegu völd íslands hefðu fult vald til að skipa þessu máli. Eg verð að vera þeirrar skoðunar, að þar sem ekki er deilt um rjett ís- lands til yfirráða yfir verzlun sinni og siglingum, þá felst þegar þar í heimild til þess, eftir tilmælum alþingis, að afnema með konungsúrskurði, takmarkanir þær á notkun íslenzka fánans á íslenskum skipum fyrir utan landhelgi, sem settar eru í konungsúrskurði 22. nóvember 1913. Eg áskil mjer að gera síðar tillögu til breÍrtinga á löggjöf íslands, þær er leiða kunna af konungsúrskurðinum. Samkvæmt framansögðu leyfi eg mjer allra þegnsam- legast að leggja til, að yðar hátign mætti allra mildilegast þóknast að fallast á, að fáni sá, sem ákveðinn var með konungs- úrskurði 19. júní 1915 verði löggildur fáni íslands og að af- nema jafnframt konungsúrskurð 22. nóvember 1913 um sjer- stakan íslenskan fána“. Út af tillögu þessari, sem ráðherra íslands hafði borið fram, fórust försætisráðherra Dana þannig orð: „í samræmi við það er jeg sagði í ríkisráði 22. nóvember 1913 um mál það, sem nú er aftur á ferðinni, og afDana hálfu ekki hafði verið búist við, að aftur myndi framborið, án þess að tillit sje tekið til þeirrar niðurstöðu, sem þá var, verð eg að halda fast við það, að málinu verði ekki skipað á þann hátt er ráðherra íslands leggur til. Af hálfu Dana er það satt að segja, að þeir eru fúsir til, nú sem fyr, að semja um þau deiluatriði, sem fram koma um sanibandið milli Danmerkur og íslands*. Ráðherra íslands: „Af ástæðum þeim, sem jeg hefi flutt fram, verð jeg að halda fast við tillögu þá, er eg hefi borið hjer fram, og fari svo að yðar hátign, eftir það sem fram er komið, vilji eigi fallast á tillögu mína, leyfi eg mjer til skýringar um hvernig þá muni víkja við, að láta þess getið, að þótt jeg og sam- verkamenn mínir íráðaneytiíslands geriekki synjuninaaðfráfarar- efni, svo sem nú er ástatt, þá má ekki skilja það svo að vjer leggjum eigi hina mestu áherslu á framgang máisins, og vjer vitum með vissu, að alþingi mun ekki láta málið niður falla. Hans Hátign konungurinn sagði: Jeg get ekki fallist á tiliögu þá sem ráðherra íslands hefir framborið, en jeg vil bæta því við, að þegar íslenskar og danskar skoðanir ekki samrýmast munu almennar samninga- umleitanir í einhverju formi, heldur en að taka einstakt mál út úr, leiða tii þess góða samkomulags, sem ætíð verður að vera grundvöllur sambands milli beggja landanna. Stjörnarráðið. Hjer geta menn þá sjeð úrslit fánamálsins í ríkisráðinu. það verður ekki annað sagt en að ráðherra hafi haldið málinu fram með fullri einurð og festu. Neitunin er heldur ekki nein fullnaðar- synjun málsins, miklu fremur frestun. það sjest berlega á um- ræðunum að Danir eru enn fúsir á að semja um ágreiningsatriðin milli þjóðanna, og fáninn er eitt af þeim. Tíminn, sem nú sendur yfir, er engan veginn hentugur til slíkra samninga og því síður til þess að að fara út í háværar deilur, Eina ráðið úr því sem komið er, er að taka þessum málalyktum með ró í bráðina, því vansjeð er, að gauragangur út af þeim yrði til að flýta fyrir öðrum betri úrslitum síðar meir. Við sjáum hvað setur. milj. kr. Lánið er veitt til að- eins tveggja ára, útborgað með 98%> ársvextir 5%, eins og sagt var í síðasta blaði. Næst er lán tekið hjá Handels- banken i K.höfn, 2 milj. kr. trygt með veði í ,Borg“, „Sterling“ og „Villemoes“. Lánið er fast um iengri tíma. Landssjóður skuldar ríkissjóðl Dana orðið um 2x/i milj. kr. Er fenginn frestur á því og þau hlunnindi að það má greiða smám saman eftir á- stæðum. Enn hefur landssjóður fengið Lántökur landssjóðs Annað aðalerindi forsætisráð- herra var að útvega landsjóði lán, til að standast kostnað af dýrtíðarvandræðunum. Er þar fyrst að telja lán til vörukaupa 7l/3 milj. kr. þar af lánuðu danskir bankar 6 milj. kr. en íslensku bankarnir l1/, Yefnaðarvörur, smekklegastar, mest úrval, ódýrastar.

x

Skeggi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skeggi
https://timarit.is/publication/208

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.