Skeggi


Skeggi - 19.01.1918, Side 2

Skeggi - 19.01.1918, Side 2
SKEGGI »Skeggí< kemur venjulega út e i n u sínni í viku, og oftar ef ástaeður leyfa. Verð: 5 kr, árg. (minst 50 b!öð). Auglýsingaverð: 50 aur. pr. e.m,; 60 aur. í 1. bls. Ú t g e f a n d i: Nokkrir eyjarskeggjar. Afg'eiðslu- og innheimtnm. Gunnar H. Valfoss. Ritstjóri og ábyrgðarm, Páll Bjarnason. okkur hjerna, að næringarjurtirnar vantar á báðum stöðunum, og mjólkina líka, en munurinn er sá, að þar er landið þrotið en hjer bíða módrnir eftir blessun plógjárnsins. þetta er lands- stjórnin lakari landsdrottinn heldur en Reykjavíkurbær. í haust kom kapp í báða, þegar sjeður var skortur á kartöflum, og sendu mann í landaleit um nesin við Faxafióa; það var Einar Helgason gárðyrkjumaður. Hann gerði ráð fyrir að taka mikið land í tveimur stöðumt á Kjalar- nesi og á Skaganum, alt að 100 dagsl. í hvorum stað. það varð ekki úr að bærinn tæki land til að rækta fyrir sinn reikning, en hlutafjelag ýar myndað til að nema land og rækta hjá Brautar- holti á Kjaiarnesi. Hlutir í því kosta 50 kr- og þar yfir. Hlut- hafar ganga fyrir öðrum með kaup á kartöflum. Útboðið stóð til 10. þ. m. Landsstjórnin mun ekki hafa svarað því ennþá hvort hún tekur land til kartöfluræktunar; til máia hefur það komið. Sá tími er í nánd, að menn hætta að horfa með geðró á óræktað land við nefið á sjer, án þess að hreyfa við þvt. Skemtanirnar. Aðalskemtun okkar Eyjar-- skeggja er, eins og ailir hjer vita, B t ó i ð, með sínum fjöibreyttu glæpamannasýningum og fárán- legu ástaræfintýrum, og er svo sem auðvitað ekkert út á það að setja, því allar myndirnar er áður búið að sýna í Reykjavík. þá eru „böllin“ bærileg skemtun þar sem meyjar og sveinar í innilegum faðmlögum — einsog ,plagar“ að vera — hrindast, nuddast og akast áfram um salar- gólfið. því miður er ekki hægt að segja, að fólkið svífi í dansinum um gólfið, en það er víst af þessari framúrskarandi góðu stjórn, sem er á dansleikj- um hjer. En það er nú ekki meining mín, að fara að skeggræða um böllin eða bíóið. Heldur ætlaði jeg að segja fáein orð um þá einu raunverulegu skemtun, sem við eigum kost á að njóta, og það er „hornamúsíkin". Horn- leikaraflokkurinn okkar hefir tekið svo miklum framförum nú á siðustu mánuðurUj að undrura OÞARFT er að taka það fram, því það er fyrir löngu alkunnugt, og það vita aliir, að allar vörur til útgerðar, fá menn b e s t a r og ó d ý r a s t a r í verslun S. 3* . ■■■-•o UF itTÆTrfhYjc wll, -iSfc Símstöðin opin virka daga kl. 8 árd. til 9 síðd. Heiga daga 10 — 12 árd. og 2—7 síðd. Póstafgr. opin aila virka daga kl. 10—6. Lyfjabúðin alla daga kl. 9—10. íshúsið aiia virka daga kl, 4—7 • j síðd, : ; Sýslubókasafnið ^urinud. 9 — 11 r’rd. Hjeraöslæknirinn heima daglega 12-2. verður afhent í Ishúsinu, frá kl. 9—lOx/a f h. og frá kl. 4—6 e. m hvern virkan dag;. A sunnudögum frá 4- 6 Q. h. S- 3 Kjöt verður afhent á hverjum virkum degi frá ki. 7-8 e. h. sætir, og er það efalaust hr. Helga Helgasyni að þakka. Er víst óhætt að segja, að þeir spili orðið Ijómandi vel, eftir íslenskum mælikvarða. En galiinn er sá hjer hjá okkur, að enginn góður staður er til fyrir þá til þess að spila á, og fyrir fólkið að hlusta á þa, því þó þeir sjeu svona einhverstaðar inni á milli húsa, eða úti á götum, þá eru svo fáir sem komast að til að heyra og njóta skemtunar- innar, en hornasöngs njóta menn ekki, ef menn verða að vera mjög nálægt honum. Staður sem hornleikamennirnir þurfa að vera á, þarf helst að vera hóll eða dálítil hæð og umhverfis í hæfi- legri fjarlægð sje breiður gang- stígur fyrir áheyrendur að reika eftir. það er eitt af mörgu sem við Eyjarskeggjar þyrftum að gjöra, og það er að búa til góðan stað fyrir hornaflokkinn. Svo ættu þeir að skemta fólkinu þegar veður og ástæður leyfðu, og við ættum að greiða þeim eitthvað fyrir. Svo ættu þeir að auglýsa fyrir- fram hvenær þeir spiluðu til þess að fleiri gætu notið en nú á sjer stað. Einsog er, gætu þeir jafnvel búist við að einhver gárunginn sendi þeim þakkarávarp núna í þakkarávarpatíðinni, fyrir það hve oft þeir spila fyrir miklu fjöl- menni. Hornamúsík er einhver besta skemtun í svona bæ einsog hjer, og óiíkt heiibrigðari og hollari ungdóminum en „böllin“ og Bíoið í þeirri mynd, sem það hvorttveggja er nú í. það að búa til stað fyrir horna- fiokkinn með vorinu, einhver- staðftr á góðum stað, fyndist mjer vera ágætt verkefni fyrir öng- mennafjelagið hjerna sem sjáif- sagt er bráðlifandi í blóma lífsins hjer sem annarstaðar. Á gamlárskvöld ifeku „horn- leikar" nokkur iög fyrir utan stóra gluggann á rafmagnsstöðinni, og Ijeku prýðisvel, en staðurinn er slæmur, því fáir komast fyrir á götunni fyrir framan. Jeg gat sárvorkent aumingja stúlkunum glæsilegum og fagurlega búnum, iðandi af ungdómsfjöri, verða að standa þarna eir.sog myndastyttur. þær þorðu varla að gjóta horn- auga til piJtanna, sem stóðu skamt frá, hvað þá heldur að ganga nokkuð með þeim. Já, en hvert átti að ganga? því segi jeg það, það er nauðsynlegt að búa til stað fyrir hornaflokkinn. r -/1. Aths.: „Skeggi er ekki samþykkur ofanritaðri grein í öllum atriðum. Ritstj. Sjómenn! Færeyskar Peysur og hlýjan og haidgóðan nærfatnað fáið þjer bes4 og édýrast í verslun G. J. Johnsen. Bæjarqiálafjela r; nýtt var stofnað í Reykjavík á 4 fjölmennum fundi, sem haidinu var f K. F. U. M. kvöldið 2. jan. fyrir tilstilli nokkurra borgara. Fjelagið heitir „Sjálfstjórn®. Stefna þess er ákveðin þannig í 2. gr. fjelagslaga, er samþykt voru á fundinum: „Tilgangur fjelagsins er að starfa að bæjarmálum ; Reykjavíkurkaupstaðar í þá stefnu: a ð vera á verði gagnvart tilraun - um af hálfu löggjafarvalds eða stjórnarvalda lands og bæjar til að raska atvinnufrelsi einstakling- anna, a ð beita sjer fyrir því viö kosningar, að kosnir verði hæfir menn ti! opinberra starfa í þarfir bæjarfjelagsins. Með fundarsarnþylýt má ákveða að fjelagið taki önnur mál tii meðferðar, en bæjarmálefni Reykjavíkur, enda sje tillaga um það samþykt með 2/s atkvæða fundarmanna að minsta kosti“ í fjelagið gengu fyrsta kvöidið á annað’hundrað kjósendur. (»,Lögr.“). Boinia og Lagarfoss voru bæði á Austfjörðum í fyrradag og eru væntanleg hingað bráðum með póst og farþega annaðhvort eða bæöi. jarðbönn eru sögð um alt Norðurland nenia vestast í Húnavatnssýslu. Reykjavíkurhöfn á ís. Gengið er úr Viðey til Reykja- víkur og að Kieppi. Simslit. Landssímirifl hefur veriö slit- inn miili Miðeyjar og Reykja- víkur, svo að naumast hefur orðið náð frjettum síðan fyrir helgi.

x

Skeggi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skeggi
https://timarit.is/publication/208

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.