Skeggi


Skeggi - 16.03.1918, Blaðsíða 4

Skeggi - 16.03.1918, Blaðsíða 4
SKEGGI sem lengst eiga, og svo gæti vel farið svo, að einhver rjeri á meðan, sem þeir vissu þá ekkert um, og óvíst að hinir sem eftir væru, færu að fræða þá um það, (því nógu margir gætu þeir orðið fyrir því þó þeir sætu í landi). Nú vil jeg eftirláta þeim, sem betur hafa vit á, að ræða frekar um fyrirkomulagið á því, en þess vil jeg geta, að jeg áiít óþarft að hafa sæluhúsið stærra en svo, að formennirnir aðeins geti „básað“ sig þar inni. Hásetum þeim, sem kynnu að vera á vakki með þeim þar, ætti engin vorkunn að vera að halda á sjer hita með öðru móti, þar sem þeir þyrftu ekki að binda sig við veður-athuganir, eða bátaumferð um „leiðina“, og gætu gengið um og barið sjer. Jeg álít þetta of mikið velferðarmál til þess að gengið yrði fram hjá því, jeg býst því við að sjá eða heyra eitthvað meira um það rætt; og færi svo að það verði tekið til meðferðar á almennúm förmanna- fundi, vil jeg vona að árangurinn af því vcrð: meiif en. nr siðasta formannafundinum sem hjer var haldinn. Og með þeirri ósk legg jeg þessa hugmynd undir úrskurð allra hlutaðeigenda. Háseti. OÞARFT er að taka það fram, því það er fyrir löngu alkunnugt, og það vita allir, að aliar vörur tii lítgerðar, fá menn b e s t a r og ódýrastar í verslun s. 3- 3°^s*n „Ísíeiag Vestm.eyia” l verður að ganga ríkt eftir því, að síld sú, og geymslukaup, sem í það hefir lánað út, eða hér eftir lánar, verði borguð mánaðarlega, til þess að það geti fullnægt skuldbindingum þeim, er á því hvíla út af sildar- og kjötkaupum þess á næstliðnu hausti. Félagið telur sér því ekki fært að lána síld þeim útgerðar- félögum, sem ekki borga úttekt sína í lok hvers mánaðar. Vestmannaeyjum 22. janúar 1918. r.»i* • í t Nýir kaupendur fá blaðið frá áramóium og árganginn úi fyrir aðeins 4 krónur. Gengi á erlendri mynt. (Pósthiís) 14. mars. Fiorin......... 153 aur. Dollar....... 360 — Sterlingspd, . 1620 — Franki....... 64 — Sænsk króna. 113 — Norsk — 106 72 — Mark............ 62 — Franki svissn. 7772— Króna austurr. 37 — | Tíðarfarið er heldur óstöð- ! ugt og óhagstætt fyrir útræðið. Skárra þó þessa viku en hina fyrri. Til sveita er tíðarfarið sagt gott, hiti um ait land fyrir miðja vikuna og í dag. Horfur með fjenaðarhöld að batna. Affabrögð. Róið hefur verið meiri part vikunnar og fiskast ágætlega suma dagana. Formannafundur Sókn- arnefndin boðaði alla formenn í plássinu á fund siðastl. laugardag til að ræða um hvort ekki sje gerlegt að afnema helgidagaróðra. Miklar umræður urðu um þetta með og móti. Að síðustu var samþykt yfirlýsing um það, að afnema beri helgidagaróðra. Fieira var ekki tekið fyrir á fundinum. Strand» Danskt skip, „Köb- enhavn, rakst á sker við Gróttu á mánud. Skipið var á ieið frá Philadeifia til Liverpool með farm af áburðarolíu, um 3600 smál. „Geir“ bjargaði skipinu þegar og fór með inn til Reykjavíkur. það er nokkuð skemt, verður tekinn úi því farmurinn og lagður á iand í Viðey. ■3 æftaleysi, hið mesta, hefur verið undanfarið um alt Suður- land og vestra. Nógur fiskur er sagður syðra, ef í hann næðist. Á mánudag rak nokkra þorska á Stokkseyri; það er sjaldgæft þar nema mikil fiskiganga sje. Ekki gefið á sjó þar síðan fiskurinn kom, Skipafregnír. „ !s!arid“ liggur i Reykjavík. Einhver miskiíð er orðin út úr því milli landsstjornarinnar og „sainein. fjel.“. Talið líklegt að til málaferla dragi. „Villemoes“ fór norður á Húnaflóa til að sækja kjöt, sem hann á að flytja til Noregs. „Botnia“ og „Sterling“ eru á leiðinni frá K.höfn, „Geysir" kom um siðustu helgi til Reykjavíkur með allsk. vörur. „Lagarfoss" var að koma frá Reykjavík, með póst og tarþega. Ennfremur 100 föt af steinolíu og sykur frá landsstjórninni. Er á hvorutveggia full þörf. Prentsm. Vestmannaeyja. hafði hann fengið í gæslu- varðhaldinu. Læknirinn ljet flytja hann heim til sín og ljet fara vel um hann, en Dórótea vakti yfir honum nætur og daga. Batnaði honum furðu fljótt og hjeldu þau þá áfram. XV. Sumarið var liðið. það var kátt mjög á ökrum og engjum. Bændurnir voru að flytja heim hey og korn. Konur þeirra og dætur gengu að vinnunni og voru kátar yfir því að vera úti í góða veðrinu. Vinnufólkið lá ekki á liði sínu, það hamaðist við vinn- una, hló og söng og masaði. Kornbindin stóðu í rjettum röð- um á ökrunum og alt var í mesta fjöri. Sólin var hátt á lofti og skein í heiði. Fólkið á einum akrinum (131) var í þann veginn að setjast niður til að eta miðdegisverðinn. Einn vinnumannanna hófst upp úr eins manns hljóði og stakk upp á að fara að dansa. Alt komst í uppnám viðþessatilögu. „þarna er hljóðfærið„, bætti hann við, brá höndunum fyrir munninn og hróp- aði: Heyrðu hörpuleikari komdu og spijaðu fyrir okkur! Við ætlum að dansa“. Fólkið þaut alt á fætur og fór að gá í þá áttina, sem maðurinn benti. Skamt þaðan fór gamall maður eftir veginum, með lírukassa á bakinu. Fyrir honum rann rakki með band um hálsinn; hjelt maður- inn í annann endann á bandinu. Á eftir honum gekk ung stúlka þokkaleg og gömul kona elti hana. Ekki heyrðu þau það sem til þeirra var kallað. Fólkið á akr- inum fór nú að ókyrrast. Karl- (132) mönnunum gramdist að ná ekki í hljóðfærið og stúlkurnar eggjuðu þá ineð augnaskotum. Lítill dreng- ur var þar hjá og þekti hópinn. Alla setti hljóða í svip er Bout var nefndur, eymd hans gekk öllum til hjarta. þetta stóð þó ekki lengi. Verkafólkið þaut af stað á eftir honum í hóp og börnin úr nágrenninu líka. þau söfnuðust öll utan um Bout og förunauta hans, en verkafólkið stóð álengdar; það gat ekki fengið af sjer að trufla alvöruna í hópnum. Bout þekti öll börnin á hreinni og skærri röddinni, síðan hann var sjómaður í Panne; þau voru þá bestu kunningjar hans. Hann tók lírukassann og Ijek fyrirþau og hin fjörugustu danslög, en börnin dönsuðu, hlóu, hoppuðu og klö'ppuðu saman lófunum af gleði og ánægju. (133) Honum var hin mesta ánægja af þessu. það hafði altaf verið yndi hans að gleðja aðra. Mest þótti honum gaman að gleðja börnin, því engum er gleðin eins eðlileg og þeim. Bernskan er bjartasti tími mannsæfinnar. Síðan hjelt hann í áttina tii Adenkerke. Kom hann þar um hádegisbilið, Honum fanst hamar- inn í kirkjuklukkunni slá á lijarta sitt er klukkan sló. þau hjeldu eftir götunni þar til þau komu að þokkalegu húsi. Dórótea hringdi dyrabjöllunni, og út kom roskinn maður, sem var klæddur sem borgarbúi. „Bout! Dórótea! komið hingað vinir mínir“, sagði hann undrandi. þetta var borgmeistarinn í Aden- kerke. Hann leiddi þau öll inn í hús sitt og lokaði á eftir sjer. (Framhald). (134)

x

Skeggi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skeggi
https://timarit.is/publication/208

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.