Skeggi


Skeggi - 29.06.1918, Blaðsíða 1

Skeggi - 29.06.1918, Blaðsíða 1
1. árg. Vestmannaeyjum, Laugardaginn 29. juní 1918. 36. tbl. Eidvsðarauki Tíðrætt verður mönnum um eldiviðarskortinn hjer í Eyjum og er það síst án orsaka. Orræðin eru færri, eins og oft vill verða. það er auðveldara að kvarta en bjarga. Nokkrir hafa látið á sjer skylja að landsstjórninni beri að hlaupa hjer undir bagga og senda hingað nægan eldivið af einhverju tagi, Hún hefur nú öðru hvoru verið að senda hingað útlend kol, sem heldur mega heita seld en gefin; á það að vísu svo að vera. Sennilega hefur landsstjórnin í mörg horn að líta meö ráðstaf- anir í þessu efni, og vafasamt hversu holt það væri almenningi að varpa allri áhyggju sinni upp á hana. það er eðlilegur gangur h'fsins að hver og einn verði að bjarga sjer sjálfur meðan má, en ákalli hjáip annara, þegar eigin mátt þrýtur. Ein ráðstöfunin af hálfu lands- stjórnarinnar er að setja bjarg- ráðanefndir svo kallaðar, í hverri sýslu. Helstu verkefni nefnda þessara mun vera að taka á rnóti vörum, sem landsverslunin sendir þeim og gefa henni skýrslur um vöruforða. Öllu lengra munu þær ekki fara svona upp til hópa. þær standa, í sumum greinum, litlu betur að vígi en einstakir menn, til að afla þess, sem vantar; svo er um úrræðin til að afla eldiviðar, þar sem hann er ekki til í heimalandinu. Raunar gætu þær unnið talsvert gagn með því að blása fjöri í almenning til að krækja í það, sem fáanlegt kann að vera, en vafasamt hvort rjett er fyrir þær að vasast mikið í að framleiða sjálfar fyrir reikning hrepps eða sýslu; þau verk vilja verða dýr. það er nú farið að líða tals- vert á vorið, liðnar sólstöður, en lítið er oröið um aðdrætti á eidi- viði, nema þessi útlendu kol, sem fólk hliðrar sjer hjá að kaupa í lengstu lög. Mótak er nú stundað af kappi víða um landið, en ekki njóta Eyjarnar mikils góðs af því. Tjörneskolin sáust ekki hjer í fyrra, og engar ráðstafanir gerðar enn til að ná í neitt af þeim. Maður einn hefurbent„Skeggja“ á eitt eldsneytið enn, sem bjarg- ast mætti við í nauðum. það er t or f. Torf hafa menn lengi notað í eldinn og unað sæmilega við, Einar jarl í Orkneyjum brendi torfi og var af því kallaður Torf- Einar; rná þó vera að það torf hafi verið mór. Hvað um það, góðu torfi má vel brenna. það jafnast fyllilega á við lakasta móinn, sem gengur kaupum - og sölum í háu verði. Hjer hagar svo til, að auðvelt er að bæta torfið, með því að láta g r ú t saman við það. það vakti fyrir þeim sem á þetta benti að svo skyldi meðfara, að torfinu væri hlaðið í lög og hvert lag smurt með grút. Ætti þá þetta að vera góður eldiviður og ódýr, en raunar ekki ágætis reykelsi. Enginn torfvöllur er til í sýsl- unni og yrði því að fá þetta „af landi". En sá munur er á þessu og mónum, að torfið er miklu fljótteknara og þarf ekki nærri hálfnn móþurk. það er enn- fremur auðvelt í flutningi, og ætti þá ekki að verða hræðilega dýrt, það lætur nærri að einn maður skeri um 300 torfur í dag, og þyriti þá að fá 3 aura fyrir hverja í pælunni til að hafa 9 kr. í kaup. Uppreiðslan ætti ekki að kosta rneira, þ. e. aðra 3 aura á stk. þurkunin getur aldrei kostað mjög mikið, segjum t. d. 3 aura á stk. það verða samtals 9 aurar sík. af þessu torfi, eða 9 0 aura h e s t u r i n n, ef 10 torfur eru á hverjum. Sje nú flutningur á sjó og landi gerður 11 aura á stk., sem raunar er eflaust of 1 á g t, þá verður hver torfa 20 aura þegar hún kemur hingað, hestburðurinn 2 kr. eða s m á I. 20 kr., ef hver þur torfa er gerð 10 pd. Vitan- lega er hjer átt við ljett reiðings torf, en ekki moldar-torf. „Skeggi“ treystir sjer ekki til að dæma um hvað rjett er í áætlun þessari, en lætur hana þó fljúga, þeim til athugunar, sem vilja hugsa nánar um þetta atriði. Fúslega vill hann flytja allar góðar bendingur um þetta mál, enda þó vafi geti verið um ágæti þeirra. það er þeirra að veija úr, sem betur hafa vit á. Daglegt brauð Grein þessi átti að koma í síð- ; asta blaði, en varð að víkja fyrir ! öðru. í það er orðin týska, að deila. á kristnu þjóðirnar fyrir athæfi i þeirra og guðleysi þessi síðustu ár. Er nú svo á mörgum að heyra að öll trú, von og kær- leikur sjeu að verða útlæg úr kristnum heirni. Raunar dæma þeir eigi svo sem nokkuð þekkja það mál. því að hvenær reynirá þau náðarmeðul, ef ekki á tímum neyðarinnar? En látum svo vera, að góðir siðir sjen afræktir, svo sem af er látið, um kristna heiminn, eitt er þó víst og satt, að allar þjóðir heimsins biðja sameiginlega fjórðu bænarinnar í Faðirvorinu: Gef oss í dag vort daglegt brauð. þær biðja raunar ekki allar Drottinn kristinna manna. Sumar ákalla stokka og steina, aðrar landsstjórnirnar og sumar biðja náungann, Um ekkert er nú talað eins mikið og daglegt brauð, og helst í þrengri merkingu. Áður kept- ust menn við að safna auði, nú safna þeir brauði. Prestarnir tala um „brauð af himni", aðrir leita að því í moldinni og í hafinu. En, svo að horfið sje að því, sem átti að vera efnið í þessum línum, þá er þess fyrst að geta hvert vandhæfi er á því að gera brauð hjer á landi á þessum tímum. það hefur gengið svo um allmörg ár að þorri þurra- búðafólksins við sjóinn, hefur orðið að lifa mestmegnis á brauði, og fiski þegar hann fæst. Nú kreppast kjör þess stórlega síðan fækkaði um siglingar. það víll svo illa til, að alt, sem til brauðs- ins þarf, verður að sækja til út- landa, nema vatnið og vinnuna. Korn er ekki framleitt í landinu svo að heitið geti, eldiviður varla heldur handa þeim er kaupa þurfa, og svo bætist það ofan á, þegar brauðið er loksins bakað, að nauðafátt er um feitmeti ofan á það. þetta er að verða mönn- um hið mesta áhyggju-efni, ekki eingöngu hjer á landi heldur víðar um heiminn. það er reyndar heldur rang- snúið að menn skuli þurfa vera að kvarta um feitarskori, þegar verið er að flytja mörg hundruð ámur af lýsi burt úr landinu og nóg síld er til. Skal svo ekki frekar farið út í það mál að þessu sinni. Ónefndur maður hefur kært það fyrir „Skeggja“ hvað hljótt er um þarflega nýbreytni, sem nokkrir hafa tekið upp hjer á Eyjunni þáð er ný aðferð við að baka brauð. Ekki gat hann gefið nákvæmar upplýsingar um það, enda er ekki tilgangurinn með línum þessum, að fara að kenna þá að ferð. Kosti hennar taldi maðurinn þá, að bökunin yrði afar-ódýr og brauðin mjúk við tungu og góm; bæri því minna á þótt fátt væri um feit- metið. Aðferðin er sú, að brauðin eru bökuð við olíueld, á venju- legri þríkveikju, og látið loga ör-lítið, Verður að snúa þeim á eldinum eftir 5 — 6 stundir og láta bakast enn víst 4 st., ef gert er ráð fyrir 12 punda brauði. þeim kemur ekki fylliíega saman, sem reynt hafd, hve mikið eyðist af olíu við. baksturinn. Einn fortekur að hann þurfi meira en einn pela, annar telur hálf-flösku nægja, en sá þriðji segist þurfa hálf-pott, og nægi varla. Fer sjálfsagt nokkuð eftir því hver á heldur og hver vjelin er notuð. Sje nú farinn meðalvegurinn og gert ráð fyrir að 3 potiar af olíu nægi í 8 bakstra eða til að baka 96 pd. af brauði, þá verður bökunin ekki dýr, ef vinnan er ekki metin til verðs, fremur en við aðra matreiðslu á heimilinu. Setjum svo að úr heilsekk af mjöli fáist 44 6 pd. brauð eða 22 12 pd. brauð, og oiíueyðslan sje sú sama, sem gert er ráð fyrir áður. þá kosta brauðin öll 71 kr. fyrir utan vinnuna, eða ca. 1,60 kr. hvert 6 pd brauð; mjölið er reiknað á 65 kr., en olían 72 aura pd. þessa reikn- inga getur hver og einn leiðrjett eftir sínu höfði. þarna er um mikinn sparnað að ræða, ef nokkuð er að marka þessar tölur, og ætti ekki að láta hann ónot- aðan. það er siðferðisleg skylda bjargráðar.efndanna að vaka yfir þeim ráðum, er mega vera fólk- inu til hjálpar. Líklega er aðferð þessi ekki til þess fallin að vera notuð þar, sem mikið þarf að baka í einu eða að geyma brauðin; þau verða rauðseydd og rök og þola víst ekki geymslu. þau eru ekki ósvipuð hvera-brauðum. Aðferðin er sem sagt hentug Nýtt, fjölbreytt úrval af vefnaðarvörum « o

x

Skeggi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skeggi
https://timarit.is/publication/208

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.