Skeggi


Skeggi - 29.06.1918, Page 3

Skeggi - 29.06.1918, Page 3
SKEGGI að hættulcgasta hluta þess yrði lokið fyrir haustið. Lauk málinu svo að oddvita var falið að leita samninga, við urnboðsmenn Monbergs, um endurbótaverk þetta. Fjárfram- lðg voru ekki nefnd. Sennilega gengið að því vísu að sýslan fái lán til verksins. í fundarlok skýrði sýslum, frá að hann hefði útvegað 40 þús. kr. styrk handa björgunarbát, og að lítill vandi mundi að fá þann bát ef ekki stæði á framlaginu annarsstaðar frá. Taldist honum tij að báturinn mundi kosta 120 þús. kr. og vantaði því 80 þús. kr. Sagði hann að sýslan gæti tekið þá upphæð að láni og gert bátinn út, ef ekki yrðu aðrir til, enda væri von á styrk úr landssjóði til rekstursins ef nauðsyn krefði. Kvað best eiga við að sýslan ætti bátinn. Stuttar umræður urðu um málið, en engin ályktun gerð. Síðan fundi slitið. Til skóla- og íræðslunefnda frá fræðslumálastjóra 27. maí 1918. —o— Með auglýsingu, dags. 15. sept. í fyrrahaust, hefir stjórnarráðið veitt ýmsar undanþágur frá fram- kvæmd fræðslulaganna síðastl. vetur, heimiiað að stytta náms- tíma í heimangönguskólum frá því sem ákveðið er í reglugerð- um skólanna og það alt niður í 8 vikur; sömuleiðis stytta vinnu- tíma farskóla, eða jafnvel láta niður falla farskólana, ef miklir erfiðleikar voru á að halda þeim uppi sakir eldiviðarskorts, eða af öðrum ástæðum. En þá bar fræðslunefnd að ráða eftirlits- kennara til 24 vikna, er skyldi aðstoða við heimilisfræðsluna. það var hræðslan við eldiviðar- skort, sem í fyrrahaust gat gefið tilefni til að veita slíkar undan- þágur, einkum þó í heimangöngu- skólum, sem einvörðungu notuðu kol til hitunar, og annan eldivið erfitt að fá, þegar kolin brugðust. Sumstaðar á landinu hefir þetta undanþáguleyfi alls ekki verið notað að neinu leyti, sumstaðar verið notað af nauðsyn og sum- staðar nauðsynjalaust. Og ekki einungis notað leyfið, sem stjórnin gaf, til að stytta kenslutíma eða jafnvel láta farskólahald niður falla, heldur hefir gleymst að fullnægja skilyrðinu, sem stjórnin setti: að ráða mann til eftirlits með heimilisfræðslunni. Auglýsing stjórnarráðsins hefir þannig verið missilin á einstaka stað, eða fótum troðin. Ekki er mjer enn fullkunnugt um, hve mikil brögð kunna að vera að því, að dregið hafi til sem enn eiga éborguð sveiiaií tsvör og vörur til Vestmannaeyjahrepps eru ámintir um að gjöra það sem fyrst. Högni Sigurðsson, muna úr barnafræðslunni síðast- liðinn vetur, með því að skýrslur eru enn að mestu leyti ókomnar, en jeg veit að nokkur brögð eru að því, og vil jeg því beina þeirri áskorun til skólanefnda og frœðslu- nefnda að gera nú i tœka tíð allar nauðsynlegar ráðstafanir til þess að rjetta aftur við skólahaldið nœsta vetur, þar sem slegið kann að hafa vcrið slöku við það síðastliðinn vetur. Vænti jeg þess og, að hreppsnefndir tregðist ekki við að veita fje til barnafræðslunnar, þó að sumu leyti láti ekki vel í 5ri. Enginn maður ætti að vera svo grunnhygginn, að ímynda sjer að landinu verði forðað fári á neyðarárum með því að sveit- arstjórnirnarvanrækisjálfsögðustu skylduna. Barnafræðslunni má ekki fresta að skaðlausu. Van- ræksla á henni kemur þessari kynslóð t koll — og eftirkom- endunum. Sagnaþættir eftird.brm. Brynjólf Jónsson frá Minna-Núpl. III. Um Jón Thorlacius. Jón Thorlacius var sonur Brynjúlfs Thorlaciusar á Hlíðar- enda, þórðarsonar biskups. Jón var af náttúru ljettiyndur og tjör- mikill, en ólst upp við hið mesta ef’tirlæti. Varð hann því ljett- úðarfullur og ófyrirleitlnn mjög, glettinn og frekur við sjer meiri menn, en hjartagóður við aum- ingja. Gáfaður var hann í besta lagi. Og i Skálholtsskóla er ekki annars getið enn alt gengi að sköpum fyrir honum. Fjekk hann góðan vitnisburð þaðan. þá var hann sendur til Kaup- mannahafnarháskóla. Gekk hon- um þar vel fyrst. En brátt sló hann sjer lausum og tók að drekka. Varð þá námið lítið. Ekki var hann sjerlega vinsæll af skólabræðrum sínum við há- skólann. þótti honum sem þeir liti niður til hans. En það þoldi hann ekki og notaði því hvert tækifæri til að leika á þá. Einu sinni sem oftar gekk Jón á sölu- torg. Varð hann þar eftir þá er menn fóru heim til miðdags- verðar. Sá hann að kcrling ein var líka eftir. Jón gekk til hennar og sá að hún grjet. Jón mátti ekkert aumt sjá. Kenndi hann í brjósti um kerlinguna og spurði hvað að henni gengi. „það vill enginn kaupa af mjer“, segir hún, „jeg eignast engan skilding, svo jeg get ekki keypt mjer neinn matarbita“. En því keypti enginn af henni, að allir sáu að hún hafði haft fransós- sýki; hún var neflaus. Bauð öllum við henni. Jón spurði hvað hún hefði að selja. „Rú- sínur“, segir hún. „Jeg skal kaupa þær“, segir hann. „Láttu þær í vasa mína“. Hún troðfyllti alla vasa hans. En hann borg- aði ríflega. Nú fór hann til skólabræðra sinna, var mjög hróðugur og sagði þeim, að hann hefði keypt svo mikíð af rúsín- um, að hann hafi jetið lyst sína og eigi þó enn alla vasa fulla. þeir mættu eiga það, sem í vös- unum væri, ef þeir vildu. Jú, þeir vildu það, og átu alt úr vösunum. þá er því var lokið, sagði Jón þeim, að hann hefði keypt rúsínurnar af fransóskerl- ingu. Hún hefði látið þær í vasa sína, hann ekki snert þær og því síður haft Iyst á að smakka þær, Hinum varð bylt við; fengu flestir uppsölu. Var þeim ekki gott í skapi til Jóns á eftir. Frá þessu sagði hann í elli tengda- dóttur sinni og er það tekið eftir henni. 1 Svo fór Jón af háskólanum að aldrei tók hann embættispróf. Foreldrar hans hafa ef til vill ekki vitað það í fyrstu, er hann kom heim. Nokkuð var það, að þau tóku á móti honum með svo mikilli viðhöfn, að rautt klæði var lagt á gangstíg hans þaðan sem hann fór af baki, og heim að bæjardyrum. Vitað höfðu þau komu hans fyrirfram. Höfðu þau sent fósturdóttur sína, þórunni Halldórsdóttur, biskups, norður til foreldra hennar áður en Jón kom. Hötðu þau orðið vör við samdrátt milli þeirra áður en Jón fór utan, og vildu því ekki að þau fyndust aftur. þeim likaði ekki stúlkan handa Jóni; þótti hún ærið Ijettúðarfull og ekkert búkonuefni. Jón saknaði vinar í stað, er þórunn var farin. þurfti hann bráðum að bregða sjer norður. Föður hans grun aði hvað undir byggi. Skrifaði hann Halldóri biskupi brjef með Jóni. Var það þess efnis, að hann ljet í ljós grun sinn, að Jón muiiiiía Ofðja þórunnar, og bað biskup að gifta honum hana ekki. Jón grunaði hvers efnis brjefið í.-, :»di vera, fór í það á leiðinni ''/BHagði það, skrifaði annað rithönd föður síns, þaö vsr þess efnis, að bæði Jón þórunnar, vænti liann þess, að biskup vísaði honum ekki frá. þau giftust á Hólum. Svo fóru þau suður að Hlíðar- enda. þórunn reið á undan í hlaðið. Hjónin voru úti. Hún kastaði á þau kveðju af hestbaki: „Sælir, faðir góður! Sælar, móðir góð! Hjerna er hringurinn, og við erum gift“. Og hún rjetti frám höndina um Ieið Er auð- ráðið, að hún hefur vitað hug# þeirra og viljað sýna þeim ósigur þeirra sem átakanlegast þetta er tekið eftir frú Kristínu, ekkju sjera Jóns á Breiðabólstað. Faðir Jóns útvegaði honum nú Kirkjubæjarklaustars-umboð. Fór Jón austur og var þar 1 eða 2 ár. þá var umboðið tekið af honum. Olli því megn drykkju- skapur og þar af leiðandi vanskil. Eftir það gjörði faðir hans honum bú á Barkarstöðum. Bjó Jón þar nokkur ár. þá bjó á Stóra- Núpi Einar Brynjúlfsson, sýslu- manns í Hjálmholti, Sigurðssonar. þeir feðgar áttu þá eign, og hafði Brynjúlfur sýslumaður bygt upp kirkjuna þar og vandað hana mjög. Stoðirnar voru úr möstr- um herskipsins Gothenborgar og harla digrar. í henni var líka mikið af útskurði eftir Ámunda Jónsson „snikkara", er þar var yfirsmiður. Hafði sýslumaður skipað svo fyrir, að sóknarmenn skyldu endurnýja tröð og torf- þak'á kyrkjunni 5. hvert ár, var því fylgt framyfir 1850. En er því var hætt, tók kirkjan að fúna og eigi fyr. það man sá er þetta ritar. þeir Einar og Jón höfðu makaskifti á búum sínum. Tók Einar Barkarstaði en Jón Stóra-Núp. Bjó hann þar mörg ár. Fátt er sagt af búskap hans, en því meira af drykkjuskapnum. Er sagt að þórunn hafi drukkiö engu síður en bóndi hennar. það vildi Jón þó ekki. Og eitt sinn er brennivínskvartjel kom úr kaupstað, fór Jón með það upp á stofuloft, læsti síðan loftinu og geymdi sjálfur lykilinn, svo þór- unn kæmist ekki að kvartjfelinu. þórunn átti smíðatól, því hún var þjóðhagi á trjesmíði. (Var mjólkurtrog eftir hana til á Minna-Núpi fram á daga þess er þetta ritar). Og með þvi hún vissi h v a r á loftinu kvartjelið stóð, þá tók hún nafar sinn og boraði upp í gegn um loftið og kvartjelsbotninn. Brenivínið bun- aði niður og hafði hún kerald undir bununni. Siðan setti hún keraldið inn í búr og drakk úr því með ausu. En Jón greip í tómt, er hann ætlaði að fá sjer hressingu úr kvartjelinu. _____________________(Framh.). Auglýsingum, í blaðið, skal koma til ritstjóra eða í prent- smiðjuna. I

x

Skeggi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skeggi
https://timarit.is/publication/208

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.