Skeggi


Skeggi - 29.06.1918, Blaðsíða 4

Skeggi - 29.06.1918, Blaðsíða 4
SKEGGI A u g 1 ý s i n g. Konnvöru- og sykurseðlum verður úthluiað í Sieinholti, jafnhliða olíuseðlum I. júlí n. k. Menn eru ámintir um að hafa eldri seðlastofna með sjer. Vestmannaeyjum 28. júní 1918. Hreppsnefndin. Með „Guilfoss* sem nú er á ieið frá Ameríku á jeg von á talsverðu af þakpappa, sem gagnar um leið sem þakjárn — er mjög vandaður en þó til- tölulega ódýr, ef menn vilja tryggja sjer eitthvað, þá gjöri þeir mjer aðvart fyrir 3. júlf. WK" Sýnishorn fyrirliggjandi. Brynj. Sigfússon, Jr\s^\jev^uxv. sem \>\\\* tafea Jvsfe W vevltunat a \>essu sumv\f fwott tvetduv Vveavtvn e?a o\>vea\t\t\, st\u\ $\er sem J^tst W vetat. S. 3* 3 ot\t\se t\ Símstöðin opin virka daga kl. 8 árd. tillOsíðd. Helga daga 10—7. Póstafgr. opin alla virka daga kl. 10—6. Lyfjabúðin alla daga kl. 9—10. íshúsið alia virka daga kl. 4—7 síðd. Sýslubókasafnið sunnud. 9—11 árd. Hjeraðslæknirinn heima daglega 12-2. Símfrjettir. —0—0 R.vík 28. júní 1918. Kuhlmann þýski hefir komið með nýtl friðartiiboð. Á vesturvígstöðvunum er alt stöðvað. Ákafar orustur á milli ítala og Austurríkismanna við ána Piave. Austurríkismenn flýja hrönnum saman. Mannfall þeirra 150 — 200.000. Roald Amundsen lagður afstað í heimskautaför. Nikulás fyrverandi Rússakeisari sagður myrtur. Mokafli alstaðar á landinu, þar sem til frjettist. Sjerstaklega gott útlit með síldargöngur. Es. „Borg“ fer á þriðjudaginn til Siglufjarðar. í Reykjavík standa yfir Synodus, Sláturfjelagsfundur og Kennara- fjelagsfundur. íþróttamót við þjórsárbrú á morgun. Frjettir. —:o:— Aflabrögð óvenjumikil hjer um þetta leyti, eins og þegar mest fiskast á vetrar-vertíð, af þorki, löngu, ýsu o. fl. og auk þess afbragðs síldarafli. Síldin ýmist notuð strax til beitu, eða seld íshúsinu, og sumt saltað til fóðurs mönnum og gripum, Slys. Pottur sjóðandi fjell nýlega á barn að Reynistað hjer, svo við bana lá. — Mun þó vera á batavegi. Dáin. þann 26. þ. m. and- aðist að heimili sínu, Vesturhús- um, ekkjan Valgerður Eiríksdóttir ! rúmlega sextug. Hún var ekkja 1 Eyjólfs sál. Jónssonar s. st, sem dáin er fyrir nokkrum árum. Valgerður sál. var myndarleg sómakona, trygglynd og vinaföst. hafa það sem af er þessu ári 1800 krónur rjettar. Söfnuninni mun verða haldið áfram í þeirri von að 2000 kr. fáist. Vilja nú engir rjetta liðshönd svo takmark þessa árs náist? þ a ð e r u: 2000 krónur! | Lundaveiði á Heima- landi. Á hjeraðsfundi 27. þ.m. var samþykkt að veiða lunda á Heimalandinu frá þvt 11 vikur af sumri til 16 vikur af. Sam- þyktin gildandi um 1 ár. Bókmeniir Nýútkomin stórvísindaleg ritgerð um Hafnar- málið í Vestmannaeyjum, blaðið „Skeggja" o. fl. Nafngreindur höfundur ritsins Gunnar Ólafsson kaupmaður. — Ritið í gulri kápu og ytri frágangur betri en við mætti búast, en innihaldið verður sennilega athugað síðar. — Ritinu útbýtt ókeypis frá versluninni vestan við hina fyrirhuguðu haf- skipabryggju fram með „Bratta*. Samninganefnd hefur al- þingi kosið. Hana skipa þeir: Jóh. Jóhannesson bæjarfógeti, Einar Arnórsson, þorsteinn M. Jónsson og Bjarni frá Vogi. Forseti Bókmentafjel. var kosinn dr. Jón þorkelsson skjalavörður, en varaforseti dr. Guðm. Finnbogason prófessor. Dr. B. M. Ólsen baðst undan endurkosningu. Embættispróf í lögum tóku nýlega Páll E. Ólason og Snæbjörn Jónsson, við Háskól- ann í Reykjavík. Hlutu báðir I. eink. Próf í loftskeytafræði tóku 4 skipstjórar við loftskeyta- skólann í R.vík. það voru þeir Guðm. Jónsson, Hafsteinn Berg- þórsson, Jóel Jónsson og Jón O. Jónsson. Sijórn Slysatryggingasjóðs sjómanna skipa þeir Qddur Hermannsson skrifstofustj., Georg Ólafsson hagfr. og þorst. Júl. Sveinsson erindreki. Skipafregnir. E/s. „Botnía“ fór frá R.vík sunnud. 23. þ. m. rneð rjölda farþega áleiðis til Kaupmh. Kotn við í Færeyjum og fór þaðan síðara hluta dags á þriðjudaginn. E/s. „Borg“ kom frá Engl. til R.vík á mánudaginn var. Fer aftur til Englands norður um land á þriðjudag næstk. M/b. Asdís og Haraldur eru í R.vík. Fóru með fisk hjeðan til verkunar. „Ásdís“ fór að sækja íshúskolin, sem komu með „Borg“ til R.vík. „Haraldur" flytur hingað salt og olíu til verslun G. J. Johnsen. S/k. »Frem“ þrímastrað segl- skip, srm fór hjeðan 27. f. m. til að fullferma þar með saltfiski, hefur hvergi komið fram ennþá, „Islands Falk“ komi hjer í gærkvöld, á leið til Reykjavtkur með dönsku sendinefndina. Grengi á erlendri mynt. (Pósthús) 28. júní. Florin 186 aur. Dollar 360 — Sterlingspd. . 1600 — Franki 61 — Sænsk króna. 116 — Norsk — 103 — Mark 62 — Franki svissn. 82 — Króna austurr. 37 — Nýkomið óblandað danskt Rúgmél í háifsekkjum. Fæsi í versl. S 3* 3o^sen Ekknasjóðurinn. Safnast Prentsm. Vestmannaeyja. I. árg. Vestmannaeyjum, Laugardaginn 6. júlí 1918. Símfrjettir, —o— R.vík 6. júlí 1918. Uppreist í Síberíu. Stendur Michaei bróðir keisarans fyrir þeirri upp- reist. Hafa tekið Vladi- vostock. Italir sækja á og eru að vinna. Viðsjár í Austurriki. Bandamenn sækja á að vestan, vinna dálítið. Þjóðv. undirbúa sókn á vestur-vígstöðvunum. Rússakeisari á Sífi. E.s. „Gullfoss® er kominn frá Ameríku með 14 bifreiðar en lítin mat. Fer aftur í dag. E.s. „Borg“ er fyrir norðan, fer austur Sunnanlands eftir helgina. Frá alþingi. —o— Frumvarp til Iaga um fólks- ráðningar. 1. gr. Landsstj. heimilast að setja fólksráðningarstofu í Reykja: vík, eftir samráði við Búnaðar- fjelag íslands og Fiskifjelag ís- lands, til fyrirgreiðslu vinnuvið- skiftum í landinu. Laun forstöðu- manns ákveður landsstjórnin. 2. gr. Hver sá, sem verka- fólks er vant, getur snúið sjer til hlutaðaigandi sveitarstjórnar eða bæjarstjórnar, og þær síðan til fólksráðningarstofunnar, með fyrirspurnir og boð í verkafólk. Sömu leið getur sá farið, sem v*nnukraft hefur að bjóða. Samningur, sem sveitarstjórn eða bæjarstjórn gerir samkvæmt fram komnum tilmælum vinnuveitanda og vinnuþiggjanda við fólks- ráðningarstofuna, er bindandi fyrir hlutaðeigandi einsraklinga. 3. gr. Nú er vinnufært fólk atvinnulaust og verður ekki ráðið til vinnu af fólksráðningarstofunni, nje með frjálsum samningum á annan hátt, eða gengur iðjulaust, og veitist þá bæjar og sveitar- stjórnum vald til að ráðstafa fólki þessu í vistir, þótt eigi hafi það leitað sveitastyrks. 4. gr. Nú getur bæjar- eða sveitarstjórn eigi ráðstafað fólkinu samkvæmt 3. gr. og mjög ískyggi- \ legar horfur eru um bjargræði. j Skal hún þá safna ítarlegum skýrslum um ástandið, og getur að því búnu snúið sjer til lands- stjórnarinnar — um leið og hún sendir skýrslu þessa — um að- stoð til þess að ráðstafa fólkinu, Hefir landssjórnin þá vald til að skipa fyrir um flutning á slíku fólki til annara staða, ef þar er atvinnu að fá því til fram^æris, og skipa því þar í vistir. Nú gerir bæjar- eða sveitar- stjórn engar ráðstafanir á atvinnu- lausu fólki og leitar eigi heldur aðstoðar landsstjórnar, og hefir þá landsstjórnin, að undangeng- inni aðvörun, sama vald til að ráðstafa því og áður ræðir um í þessari grein. 5. gr. Landsstjórpinni skal heimilt að setja verkafólki, er ferðast með skipum, lægri far- gjaldstaxta en hinn vanalega. Fargjald fólks, sem ráðstafað er samkvæmt 4. gr., greiðir lands- sjóður að öllu leyti. 6. gr. Hver sá, sem ráðstafað er til vistar af landsstjórninni, skal skoðaður af lækni og hafa frá honum vottorð um að vera ekki haldinn næmum sjúkdómi. 7. gr. Nú óhlýðnast maður ráðstöfunum þeim, sem gerðar verða samkvæmt heimild 3. og 4. gr., og má þá kæra hann fyrir bæjarfógeta eða sýslumanni, er heldur honum til hlýðni, ef þörl gerist með sektum eða fangelsi, eftir málavöxtum. Mál út af brotum gegn lögum þessum skulu rekin sem almenn lögreglumál. 8. gr. Lög þessi öðlast þegar gildi og standa meðan brýn nauðsyn ktefur, að dómi stjórnar- innar, og má hún fella þau úr gildi með auglýsingu. Frá útlöndum. —o - Sókn þjóðverja í Frakklandi er nú lokið. Miklar sögur fara af því hver ósköp hafi gengið á meðan hún stóð yfir. Endaði hún með því, að þjóðverjar gerðu árangurslaus áhlaup hjá Rheims. Orustan mikla við ána Piava vekur mesta eftirtekt allra útlendra tíðinda. Austurríkismenn hófu hana, komust vestur yfir ána, tóku stöðvar og mikið her- j fang. Italir tóku vasklega á móti. ; Hófu gagnsókn þegar í stað, tóku \ stöðvarnar aftur, og hröktu hina á flótta en handtóku margar þús- undir af þeim, herfanginu náðu þeir aftur mestöllu, og hafa nú hrakið óvinina að mestu leyti austur yfir ána. Mælt er að j ítalir hafi mist um 150 þús. manna í sennu þessari en Austur- ríkismenn um 200 þús. þær tölur eru þó sennilega bygðar á ágiskun. Orustan stendur enn yfir á nokkrum kafla herlínunnar. Bandamenn gera sjer vonir um að miljónaher verði kominn til Frakklands eftir næstu áramót. í Vínarborg er sagt að vanti matvæli. Verkamenn heimta frið. Stjórnin hefur sagt af sjer. þjóð- j verjar hafa sent þangað eitthvað j af matvælum. Sú saga er sögð að fyrv. j Rússakeisari Nikulás II hafi verið myrtur í Jekaterinborg í Síberíu. Hann var nýlega kominn þangað og hafður i gæslu. Matarskortur er í Kaupmanna- höfn. Fólk hefur safnast saman til að heimta brauð, og aðsókn að almenningseldhúsunum meir en svo að þau fái afgreitt. Finnar hafa sett hjá sjer lög um konungsstjórn og ríkis- erfðir. Konungur á að vera Lútherstrúar. Finnska og sænska eiga að vera jafn rjettháar við dómstólana í Finnlandi. Bannlög hafa þeir sett nýlega. Deilurnar í Finnlandi eru að jafnast, boig- ararnir hafa algerlega fengiö yhr- höndina yfir hinum „rauðu“ þ. e. öreigaflokknum. Roald Ámundsen, heimskauta- farinn norski er nýfarinn í leið- angur norður í höf. Mun hann fýsa að hitta norðurskaut jarðír- innar sem hið syðra. Hann er svo útbúinn sem best eru föng á. Dönsk blöð ræða enn mál ís- lendinga og ætla sum hver að fylgjast með samningagerðinni af fremsta megni. Dönum og Svíum hafa verið leyfð full umráð yfir ull þeirri, er þeir hafa keypt á íslandi. 37. tbl. F j e 1 a g s I í f vorra tíma. Eftir Pjetur Sigurðsson trúboða á Eyrarbakka. —o— það eru nú um þrjár aldir síðan, að nokkrir, sem keptu að jöfnuði, tóku sig upp frá ein- veldis- og kúgunarlöndum heims- ins, og hjeldu vestur yfir haf til að mynda þar ríki, sem með ttmanum skyldi vekja undrun, og í mörgum greinum, aðdáun heims- ins og hafa jafnan víðtæk áhrif á heiminn, eins og vesturheimur- inn hefur haft og hlýtur að hafa framvegis. þaðan eru margar hinar merkilegustu hreyfingar síðari ttma runnar, bæði í and- legum og veraidlegum efnum, og amerískur andi hefur opinberast hjá mönnum, sem stuðlað hafa að þeim stórkostlegu byltingum t Norðurálfu, og víðar. Hefði nú ríki þetta fylgt fögrum fyrir- ætlunum æsku sinnar, um frjáls- ræði og jöfnuð í andlegum og veraldlegum efnurn, væri engin ásæða til að slá hendinni við áhrifum þeirra. En varla getur maður búist við því af umheim- inum, að hann hafi andað að sjer aðeins því góða frá heims- álfu þessari, og vinsað úr og hafnað hinu vonda. Og til að sannfærast um hvort heimurinn hefur fengið nokkuð af því lak- ara tægi þaðan, þarf ekki annað en að litast þar um og gæta að hvort það muni vera til hjá þeim, og svo framarlega sem svo er, mun það hafa leiiað út eins og annað á umferða-öldum þessum. Hjer skal ekkí farið út í að lýsa í víðtækum stíl þeim öflugu hreyfingum, sem gert hafa vart við sig þar í öfuga átt við fyrstu ákvörðun þeirra, heldur aðeins bent á hvernig þeir í stórum sttl hafa reynst ótrúir fyrstu sam- þyktum sínum, og má þá með fáum orðum gera grein fyrir því, er sýnir hámark jafnaðarleysis og ófrelsi í samviskusökum mann- anna. Alt er nú að verða svo rammfjötrað í ýmsa fyrirkomu- lags hlekki, svo að lítið fer að bera á sjálfstæði einstaklingsins, alt er að verða öðru svo háð, að enginn getur bráðum vitað, Nýtt> fjölbreytt úrval af vefnaðarvörum S. 3. 3o!vn5*n.

x

Skeggi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skeggi
https://timarit.is/publication/208

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.