Skeggi


Skeggi - 10.08.1918, Blaðsíða 3

Skeggi - 10.08.1918, Blaðsíða 3
SKEGGI Vestmannaeyjar. SÐ heiman á brunandi bifreið jeg þaut, frá barni og konunni vænu, í emjandi veinandi umgerð svo flaut, til Eyjanna fögru og grænu. þar standa flugaberg fásjeð í kring með fögrum og heillandi línum, um borgina mynda þau hugljúfan hring með höfnina í faðminum sínum. f norður er Heimakletts hátign að sjá, en Háin og Dalfjall í vestur, í suðri er Helgafeli heiðríkt á brá og hjá því býr Eyjanna prestur. í Elliða- og Bjarnarey Austri nam land við auðuga dulræna sæinn, en drjúgasta hlutinn hann sendir í sand og seiðir mest lífið í bæinn. Hafmeyjum finnst það hið fínasta hnoss að fá kring um Eyjarnar sprettinn, en rauðhærðir marbendlar ræna sjer koss, og rjettlætið ber undir Klettinn. þar hamast hann Skeggi við hengiflugs berg, og Heimaklett lyftir á bakið, og eg verð að kalla það ósvikinn merg að iðka það forynju takið. En ei skaltu rjála við risanum þeim þó rymji hann fast margan daginn, því þá færðu að kenna á krumlunum þeim er kasta þjer langt út á sæinn, En bændunum kennir hann karlmensku og þrótt, og konunni hugrökk að þreyja, þó varla sje prúð sjerhver vertíðar nótt þá vábylgjur fæðast og deyja. En æfintýr gefast í Eyjunum mörg ofin úr gleði og raunum, ef málfæri ættu hin eldgömlu björg við eignuðumst sögur að launutn. Fuglinn er Eyjanna fínasta skraut fleyginn og meyjanna ljóminn, en ef að hún frænka mín flytur á braut, þá finnst mjer að skarði í blómin. RikarÖur. Símstöðin opin virka daga kl. 8 árd. tillOsíðd. Helga daga 10-7. Póstafgr. opin alla virka daga kl. 10—6. Lyfjabúðin alla daga kl. 9—10. íshúsið alla virka daga kl. 4—7 síðd. Sýslubókasafnið sunnud. 9—11 árd. Hjeraðslæknirinn heima daglega 12-2. eða kostnað við hana. En sýslu- maður lýsti þvi yfir að lands- sjóður tæki á sig þann halla, sem verða kynni á útgerð bátsins. þótti mönnum þá vænkast ráðið og var svo samþykt að stofna fjelagið og safna stofnfjenú þá þegar á fundinum. Mikill meiri hluti fundarmanna skrifaði sig fyrir ákveðnum upphæðum, að- eins nokkrir menn sem ekki gátu ákveðið sig þegar í stað; þótti þeim undirbúningurinn ó- nógur og aðferðin skrítin. Safn- aðist alls á fundinum nær 30 þús. kr. og vonandi bætist mikið við það enn. í stjórn til bráðabirgða voru kosnir: Karl Einarsson (form.), Jóh. þ. Jósefsson, Árni Filippus- son, Gísli Lárusson og þorsteinn Jónsson. það leyndi sjer ekki á fund- inum að menn vildu umfram alt að fjelagið kæmist á stofn sem allra fyrst, svo að skipið gæti komið fyrir næstu vertíð, og vildu mikið á sig leggja til þess. Sýnir það fremur öllu öðru að mönnum er fyllilega ljóst um hve mikla nauðsyn er hjer um að ræða. „Skeggi* hefur reyndar daufar vonir um að skipið geti komið fyrir næstu vertíð, en vel má vera að úr því greiðist ef hart er rekið á eftir með fjár- framlögum og öðru. það væri „Skeggja" hið mesta fagnaðarefni að geta skýrt frá því fyrir ára- mótin næstu, að skipið sje komið albúið á höfnina. Yfir því mundu allir góðir menn iagna og engu síður þeir, er á fundinum vildu frest til umhugsunar. Um miðja vikuna hjelt bráða- birgðastjórnin fund, og hafði þá bætt við sig þeim Gísla J. John- sen konsúl og Sig. Sigurðssyni lyfsala. Verður nú tekið að undirbúa málið sem best, og eflaust gert það sem mögulegt er, til að hrinda því fram hið fyrsta. Málefni þetta er þess eðlis, að því er engin varanleg framtíð frygð nema vakin verði almennur áhugi kringum alt landið. Slysin verða árlega með öllum ströndum og þess vegna má ekki dragast lengur að afstýra þeim. Sjó- niannastjettin, stjórn og þing verða að fylgjast þar að einu máli. Slægjuland. Mjólkurmálið er að verða eyjar- búum áhugamál eins og mörgum öðrum kaupstaðarbúum. Til þess liggja ýmsar ástæður, og ekki síst sú að tryggja ungbörnum og sjúklingum hoila næringu hvað sem öðru líður. Er því meiri þörf á þessu hjer, fyrst þriðjungur íbúanna eru börn 10 ára og þaðan af yngri. Upplýsingar eru fengnar um það að kýrnar ættu að vera drjúgum helmingi fleiri en þær eru. Að því siefnir líka túngræðslan og hagur manna yfirleitt. Horfur með heyskapinn þetta sumarið spá þó alt öðru. Fyrir- sjáanlegt að kúm verður að fækka til muna, bæði vegna vöntunar á fóðri og ýmsum öðrum ástæðum, sem raunar standa að nokkru leyti í sambandi við skort á heyi og hagbeit. Undanfarin sumur hafa menn keypt mikið hey „af landi" og bjargast við það, en nú horfir þunglega við með þau heykaup. Grasbrestur er sagður um allar sveitir og bændum erfitt að halda kaupafólk. þeir verða fáir af- lögufærir með hey í haust. Nú skyldi maður vona að betra sumar komi næst, en þá er aö því að gæta, að bændum er að verða kaupafóikshaldið um megn og næsta óvíst hvort hey verður fáanlegt er fram í sækir, nema þá frá útlöndum. Flestir mundu heldur kjósa gott innlent kúahey, ef fáanlegt væri. Um þetta eru menn þegar farnir að hugsa, en framkvæmdirnar dragast, og stafar það sennilega af því að ekki er á vísan að róa um slægju- lönd þau mátti raunar fá í Landeyjum fyrir fáum áruin, en nú eru þau sund lokuð. þaö er sannast að segja, að vegirnir til útræða standa ekki opnir nú sem stendur. þar fyrir er þó ekki loku fyrir það skotið að fá mætti nokkurt slægjuland með tímanum, ef sætt væri lagi með það. Jarðir hækka hræði- lega i verði með hverju árinu og hvenær sem eigendaskifti verða, svo að dráttur í þessu efni verður ekki til bóta ef nokkuð er nú að hafa. Eyjafjallasveit hefur verið aðal- bjargvættur Vestmannaeyja um heysölu síðustu árin, en svo gæti bústofn aukist hjer, að hún gæti ekki miðlað því, sem hingað þarf að flytja. Liggur þá næst að hugsa til Flóaáveitunnar miklu á sínum tíma. Sá hængur er þó á með hana, að hún er ekki komin og harla óvíst hvenær hún i kemur. Mörg ár geta liðið i þangað til. Heysala er nó ekki ! svo mikil í Flóanum að þangað S sje mikið að sækja sem stendur J og stundum jafnvel ekki neitt. Sá kostur fylgir því að sækja heyið þangað, að lending er þar hóti skárri en „fyrir Söndum“, svo að flutningar verða greiðari þaðan þó leiðin sje lengri og lendingin nógu ill. Nærsveitirnar verða þá að vera hjálparhellan fyrst um sinn sem til þessa, ef þar er annars nokkuð að hafa. Úrræðið er að tryggja sjer land í tíma, ef falt væri; það er það eina sem treystandi er á. Góðir menn og framsýnir ættu að athuga þetta ráð og láta það ekki gleymast, því enginn græðir á tómlætinu. Túnræktin er góð, því er ekki að neita, en svo best blessast hjer kúarækt og hrossa, að eitthvað sje fleira til að slá en þessir hálfræktuðu túnskækiar, sem eru að teygja sig út í móana og upp undir Fellið. það er ekki ósennilegt að barið verði á bæjarstjórninni tilvonandi, til að bæta úr mjólkurskortinum hjer sem í öðrum kaupstöðum landsins. Skemtilegast væri, ef svo framtakssamir menn væru í hjeraði að aldrei þyrfti til þess að koma, því að í nógu mun hún hafa að snúast sú góða bú- stýra, þó ekki verði bætt á hana búrverkunum líka. Galv. bátasaumur 2 - 7” og spíkarar ódýrast í verslun S 3* 3o«xtvs^,

x

Skeggi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skeggi
https://timarit.is/publication/208

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.