Skeggi


Skeggi - 10.08.1918, Blaðsíða 4

Skeggi - 10.08.1918, Blaðsíða 4
SKEGGI Frá útlöndum. —o— Nýkomnar vörur. Uppreisnin í Síberíu heldur stöðugt áfram, en fregnir af henni allar óljósar. Svo mikið er þó víst að uppreisnarmenn hala rekið Maximalista af hönd- um sjer, með tiistyrk Japana, að haldið er. í Rússlandi sjálfu er og heldur agasamt. Maximalista- stjórnin á í vök að verjast fyrir uppreinsarflokkum. Nýtur hún nú aðstoðar þýskra hersveita, sem leggjast á eitt með henni til að bæla niður uppreisnina og stöðva frainrás bandamanna á Murmansströndinni. Finnar hafa einnig sent lið þangað norður eftir. Bændauppreisn varð á dögunum í Ukraine gegn þjóð- verjum þar í landi. Hún var enn eigi bæid niður er síðast frjettist. F r a m s ó k n í t a 1 a í Al- baníu er nú stöðvuð. Miðvelda- herinn komst í veginn fyrir þá á miðri leið og tóku hvorir af öðrum marga fanga. Á Ítalíu er alt kyrt síðan sókninni miklu við Piave lauk. Á vesturvígstöðvun- u m hafa þjóðverjar verið hraktir, sá herfleigurinn, sem lengst var kominn vestur milli Soissons og Rheims. þjóðverjar hörfa enn undan og er nú orðin bein her- lína þeirra milli áðurnefndra borga. Bandamenn hafa nýlega tekið Soissons og nokkur þorp þar í grend. Sóknin er um það bil hætt. Fanga hafa þeir tekið afarmarga og hergögn mikil. Frjetfir. —:o:— Embættí. Bæjarfógetaem- bættið á Seyðisfirði og sýslu- mannsembættið í N.-Múlasýslu er veitt Ara Arnalds sýslum. Húnvetninga, Sýslumannsembættið í Skaga- fjarðarsýslu er veitt Kr. Linnet, málafl.manni í Reykjavík. Sýslumannsembættið í Barða- strandarsýslu er veitt Einari M. Jónssyni aðstoð^rmanni í Stjórn- arráðinu. Húnavatnssýsla er auglýst laus. Umsóknarfrestur til 10. sept Lausn frá embætti hefur próf. Björn M. Ólsen fengið frá 1. okt. en Sigurður Nordal mag- ister skipaður í embættið frá sama tíma. Rifstjóraskifti eru orðin við „þjóðólf*, Sig. Guðmunds- son mag. hættur, en Magnús Björnsson cand. pil. tekinn við. Morgunkjóla- Svuntu- og Skyrtu-tvistar. Ljereft — Vasaefni — Ermafóður. ftST Smávörur ailskonar. — Keypt beint frá verksmiðjunnl — Fagurt úrval af Gullstássi (8 & 14 karat): Kapsei — Keðjur — Hringar — Nælur (guli og silfur) Snúrur (kvenna og karia) — Úrfestar. Versl. Páll Oddgeirsson. „AGLEJ A“. Sjúkratrygging alþýðu. Engin læknisskoðun. Upplýsingar gefur Páll Bjarnason Kirkjubóii. Heirna kl. 9-11 f. h. — Sími 62. útlanda. Hún er í Svíþjóð um þessar mundir. Orðabókarhöfundur Sigf. Blöndal bókavörður er farinn heim til K.hafnar eftir rúma árs- dvöl í Reykjavík. Orðabók hans mun nú því sem næst búin til prentunar og kemur út svo fljótt sem mögulegt er. Honum var haldið kveðjusamsæti í Reykja- vík áður en hann fór þaðan. Skólastjóri við barnaskól- ann á Akureyri er ráðinn Stein- þór Guðmundsson guðfræðingur. reiki með suma barnaskólana ennþá, kennurum sumstaðar sagt upp störfum. Öráðið er enn með kenslu til sveita, en búist er við að hún verði fyrirskipuð í haust. ! Síidveiðin var orðin dágóð í um síðustu helgi, einkum við ísafjarðardjúp og á Ströndum, i minna á Siglufirði og við Eyja- I fjörð, enda mesta gangan fyrir | austan Horn. Seinni part vik- ! unnar tók fyrin veiðina því að snarpa norðanátt gerði. Veiddu i menn þá nokkuð af ufsa við ísa- fjörð. Kennari við gagnfræðaskól- ann á Akureyri, er ráðinn Bryn- leifur Tobíasson student, í stað sr. Jónasar Jónassonar frá Hrafnagili. Eitt blað kvað hafa tjáð sig mótfallið samningum millilanda- nefndanna. það er „Njörður" á ísafirði. Áttu menn helst von athugasemda þaðan. Forsætisráðherra hefur sent fyrirspurn til Hafnar um það hvernig samningunum sje tekið á Norðurlöndum yfirleitt, og fengið það svar, að víðast sje þeim tekið mæta vel. Úr sveitum landsins ersagt að samningunum sje tekið hið besta þar sem þeir eru kunnir orðnir. Enginn vafi talinn á að þeir eiga vísan sigurinn við at- kvæðagreiðsluna í haust. Heyskapur gengur illa um alt land að sögn nema í einstaka votlendissveitum. Hörmulegar horfur eru sagðar úr Breiða- fjarðareyjum og vallendissveitum yfirleitt. Smjörlíki kom allmikið með „Lagarfoss* síðast frá Ameríku. Nokkuð af því hefur verið flutt hingað í vikunni. Svínafeiti kom líka að vestan. Smjörið er enn að hækka „á landi". Fuglatekjan gengur með tregara móti í sumar, tíðin ekki hagstæð segja kunnugir. Tfðarfarið hjerna hefur verið örðugt undanfarnar vikur, sífeldir óþurkar og þó örsjaldan rigningar. EOPAR Skólar verða haldnir næsta vetur í líku sniði og í fyrra. Flestir „æðri skólarnir* hafa verið augiýstir og sumir hinna „óæðri* líka. Eitthvað er enn á keyptur háu verði í verslun Magnúsar Þórðarsonar. Strand. „Chrisiena* kom hjer inn aftur í gær og lenti upp á Hörgaeyri. Nú er verið að rífa úr henni farminn því að skipið er orðið laskað. Skipafregnir. Mb. Asdís kom að sunnan á miðv.d. með hveiti, smjörlíki, svínafeiti, sykur og olíu til versl. G. J. Johnsen. Var orðin mikil þörf á vörum þessum, því að feitmeti fjekst ekki um nokkurn tíma ; var margur farinn að kvarta um það. Villemoes er kominn til Reykjavíkur, setur þar upp 1000 tn af olíunni, en fer með af- ganginn vestur og norður handa síldarskipunum. Hjer með vottum við okkkar innilegasta hjartans þakklæti öll- um þeim, sem hafa sýnt okkur hluttekningu við frárall okkar elskulegu móður og eiginkonu, Málfríðar Ólafsdóttur, og biðjum guð að launa þeim það á hinsta degi. Jensína, Karólína, Sigríður, Jó- hannes, Guðmundur börn hinnar látnu. Jóhannes Benediktsson eiginmaður. MÝKOMIÐ: Hengilásar, Gólfsópar, Þjalir, margar teg. Lamir, margar teg. Vasahnífar fjöldateg. Mafskeiðar, Teskeiðar. Beislisborði, Fataburstar, Skóburstar, Lugtargiös, Lampakveikir. Ferðatöskur, Spegiar, Sieifar, Pottar, Tjörukústar, Þvottabretti, Málarapenslar og mikið af allskonar smá- vöru, nýkomið í stóru úr- vaii í verslun s. 3 3°^set\. Fossanefndin er farin til Prentsm. \'e»tmannaeyja.

x

Skeggi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skeggi
https://timarit.is/publication/208

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.