Skeggi


Skeggi - 28.09.1918, Blaðsíða 3

Skeggi - 28.09.1918, Blaðsíða 3
SKEGGI Minnisblað. Símstöðin opin virka daga kl. 8 árd. tillOsíðd. Helga daga 10—7. Póstafgr. opin alla virka daga kl 10—6. Lyfjabúðin alla daga kl. 9—10. íshúsið alla virka daga kl 4—7 síðd. Sýslubókasafnið sunnud. 9—11 árd. Hjeraðslæknirinn heima daglega 12-2. Sparið tíma yðar og peninga! * það gerið þjer hvorttveggja best með því að skoða vörurnar og gera kaupin þar sem rnest og best er mvalið, og þar sem mestar likur eru til að þjer getið fengið það sem yður vanhagar um, alt á sama stað, hvort það er til fatar eða matar, útgerðar eða annars, en öll þessi mikilvægu skilyrði uppfyllir best verzlun um ekkert mál verið deilt eins þrátt og lengi. Hins vegar er önnur þjóð, sem einnig á talsvert undir málalok- unum, og mundi henni koma á óvart, ef gengið yrði með hang- andi hendi að atkvæðagreiðslunni hjer heima, eftir alt, sem á undan er farið. þjóðiulltrúar, þeir sem barist hafa fyrir máli þessu fyr og síðar, eiga heimtingu á því að vilji þjóðarinnar komi skýrt og ótvírætt í ljós við atkvæðagreiðsl- una. Úrslit málsins, hjer heima í sumar, hafa vakið athygli annara þjóða á sjálfstæðisbaráttu vorri, og einlæga samúð frændþjóð- anna. Mundi þeim bregða í brún ef þær sæu að alt væri gert af tómlæti á síðustu stundu þegar komið er rjett að markinu. það er varla vafi á því hvernig á það yrði litið með öðrum þjóðum, ef svo færi, baráttan yrði skoðuð sem skollaleikur. það má aldrei ske! Fjölmennum því til at- kvæðagreiðslunnar 19. október næstkomandi! Alt viðvíkjandi útsendingu, afgreiðslu og innheimtu „Skeggja" annast afgreiðslumaðurinn. Merkilegur gjaldeyrir. það hefur lengi loðað við mennina að þykja „skemtutv að skildinga-skömmunum“. Fer sú tilhneiging síst minkandi á þess- um tímum. Kalla menn hana ýmist aura-sýki eða gullgræðgi, ef mikið kveður að henni. það nafn getur þó naumast átt við nema með hinum siðuðu þjóðum, þvi að margar „villiþjóðirnar" hafa ekkert af gulli að segja, ekki svo mikið sem nafnið á því. þær verða þá að bjargast við annað þess í stað, því að flestar hafa þær viðskifti í ein- hverri mynd og einhvern gjald- eyrir. Haga þær þessu á marga vegu eftir lund og landsháttum, og væri langt mál að telja það alt upp. Lengi hefur verið prjedikað vel og sköruglega um | hverfuglleik og fánýti gullsins. En hvað segja menn um það að hafa v í g t a n n u'r úr hiind- u m fyrir helsta gjaldeyrir. það gerir villiþjóð ein, Papuanar í Melenesiu. þeir kaupa og selja vopn, fjenað, korn og búshluti fyrir þær, rjett eins og við förum í búðir með silfur eða seðla. Vígtennurnar einar eru gjald- gengar. þær efu dregnar á band og hafa ríkismenn mörg slík bönd með sjer á kaup- stefnur. Konurnar kunna ekki síður að meta tennurnar. þær láta fægja þær vandlega þangað til gljáir á þær eins og fílabein, og gera sjer svo hálsbönd úr þeim. þykir það mikill vegsauki að eiga mikið af slíkum hálsböndum og sívefja þeim um hálsinn á sjer við hátíðleg tækifæri. Evrópu- mönnum þykja drifhvítar hunda- tennurnar blika einkennilega við beran og biksvartan meyjarbarm- inn. Ein stássmeyin ljet fórna 80 hundum á altari fegurðar sinnar, svo að hún gæti eignast 320 vígtennur í hálsband handa sjer. Sumar eru ennþá stór- tækari. Karlmenn af þeirri þjóð skreyta sig með fjöðrum — þó ekki lánsfjöðrum. ; Sinn er siður í landi hverju. Unglingaskóli. —o— Tilraun fiskifjelagsd. „Ljettis“ til þess að koma á fót sjómanna- námsskeiði ætlar að takast vel. Nægilega margir nemendur hafa gefið sig fram, húsrúmið fengið og kenslukraftar nógir. Fiskifjel. Islands hefur heitið námsskeiðinu styrk til að halda uppi kenslu í stýrimannafræði og bifvjelafræði. Undirtektir skólanefndar, skóla- stjóra barnaskólans og hrepps- nefndar, hinar ákjósanlegustu. Ráðagerðin um námsskeið þetta hefur komið af stað hreyfingu um almennan unglingaskóla, fyrir pilfa og stúlkur, og hefur skóla- nefnd haft það til meðferðaV. Leggur hún eindregið til að skól- anum verði komið á fót þegar í haust og er það nú aíráðið. Kostnaðurinn við skólahaldið verður ekki ægilegur og skóla- tíminn verður um það leyti dags, sem flestir eiga hægast með að nota Enginn vafi er á því að skóli þessi verður fjölsóttur. það á líka svo að vera, því að kvöld- stundunum fram undir jólin verður varla til annars betur varið, en að koma saman til náms, þó að tíminn sje ekki lengri en þetta. Lítil stund er oft til góðs. Frjettir. —:o:— Saltfiskurinn er nú niest-v allur kominn undir þak, eftir langa mæðu. þótti mönnum þunglega horfa fyrir með þurkun á honum, því að flestir áttu fullan helming óþurkaðan, sumir miklu meira þegar komið var fram í þennan mánuð. En allur mið- kafli mánaðarins, tvær vikur, var svo þurkasamur, að nærri allur fiskurinn er nú orðinn þur og 20 Leiðangurinn. (Framh.). með dimmunni í hina glætra- legu ferð. Verðir voru settir allavega, en ekki gátu þeir orðið neitt varir við ferðir Indíánanna, og um sólarlag var tekið að búast til brottferðar. Tjöldin voru vafin saman og lögð á vagn, sem nokkrir uxar drógu, söðlar voru lagðir á múldýr og hesta. Donna Laura yfirgaf dularfulla burðarstólinn, að boði Gapitao’s °g steig á hest, því að mest reið á því að hraða ferðinni. Macun- han var æfðastur hermaður og skóggöngumaður í liðinu; hafði hann því mest fyrir öllum við- húnaði. Hann ljet vefja skinn- Poka með sandi um fætur hes- 21 anna, syo að fótatakið heyrðist ekki. Skipaði því næst að vefja leðurólum um höfuð þeirra svo að þeir gætu ekki hneggjað. Hann kallaði upp þegar allir voru komnir á bak: „Föruneyti, við erum að leggja í afar-hættu- lega för; okkur ríður lífið á að allir gæti sín vel. Hvorki hljóð nje stuna má heyrast, þvi það er úti um okkur ef við mætum ó- vinum. Búist því við hinu versta. Jeg fer á undan, þið eltið mig ernn og einn. Takið nú vel eftir og gleymið ekki orðum mínum. Ugluhljóð þýðir að þið eigið að spretta úr spori. Skiljið mig. „Já“, svöruðu allir einum rómi. „Af stað þá“, hrópaði hann, og þá var haldið ctfan hæðina. það var undarlegt að sjá þessa löngu lest af svörtum skuggum, 22 sem leið áfram steinþegjandi í myrkrinu, og þokaðist ofan hlíð- ina. þyturinn af grein, sem bærðist, vængjaþytur fugla, sem stygðust, skrjáfið í blöðunum, alt þetta vakti hroll og kvíða. Ofangangan sóltist seint, Mac- unhan fór sjer ekki óðslega; hann virtist sjá eins vel í dimm- unni eins og í björtu. Hann staldraði um augnablik við og við, og fór þá hrollur um alla lestina. Eftir eina klukkustund var þá loksins komið ofan á sljettuna. Ugluhljóðið heyrðist skyndilega. Donna Laura skipaði, sjer að boði Capitao’s í miðja lestina, með ambátt sinni, sem vjek ekki frá hestí hennar þessa nótt. Við dag- renning höfðu hestarnir runnið 19 mílur enda voru þeir komnir að niðurlotum svo að þeir gátu 23 varla staðið á beinunum. þá var ein míla vegar eftir að fljóti einu mikl^u. það var Pilcmyo, ein stærsta þverá fljótsins Rio-Para- guay. þar var áð um hrið. VII. „þjer hafið gert furðuverk, Macunhan“, sagði Capitao við Indíánann. „Nú er okkur áreið- anlega borgið. Við erum komnir svo langt á undan óvinunum“. „Hvenær er maður á undan þeim?' þeir geta verið nær en okkur grunar“ svaraði Macunhan. íHann litaðist um og varð alvar- legur á svipinn. Hann klifraði í skyndi upp á hól og benti Capitao að koma. „Sko, þarna gengur grásið í bylgjum. Sjáið þjer ekki hvernig villihrossin fælast eða fugla- hópana þarna? þessi órói er af

x

Skeggi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skeggi
https://timarit.is/publication/208

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.