Skeggi


Skeggi - 28.09.1918, Blaðsíða 2

Skeggi - 28.09.1918, Blaðsíða 2
SKEGGI »Skeggi« kemur venjulega út einu sinni í viku, og oftar ef ástæður leyfa. Verð: 5 kr. árg. (minst 50 blöö). Auglýsingaverð: 50 aur. pr. •.m.; 60 aur. á 1. bls. Útgefandi: Nokkrireyjarskeggjar. Afgreið^u- og innheimtum. Ounnar H. Valfoss, Ritstjóri og ábyrgðarm. Páll Bjarnason. Svar frá Jes A. Gfslasyni til Gunnars Ólafssonar út af „gula bæklingnum“. —o— (Framh.). Á einum stað í gula bækl. fer höf. að minnast á sjávarganginn á höfninni í austanrokum hjer, og kemst auðvitað að þeirri vísdóms- legu niðurstöðu, að einna næði- samast yerði'við hann^ „Bratta” hans. þessa uppgötvun hefur auð- vitað enginn gert á undanGunnari; hann er aleinn um hana, því að svo sjáandi eru þó flestir eða athugulir, að hafa tekið eptir því, að við „Bratta" er þó hvað verst í austan-ólátunum innan hafnar þar sem mót austri veit. En til þess að sýna að annarstaðar sje þó verra, minnir höf. á það þegar vjelabáturinn „Baldur" lenti upp á Sýslubryggjunni. Eins og við mátti búast hleypur höf. yfir að skýra frá því, sem var aðalástæða þessa óhapps, sem var það, að „Baldur" var með annan bát í drætti, sem var „stopp“, en sá bátur sló „Baldri“ upp á. bryggj- una. En höf. varar sig ekki á því, að einmitt þetta atvik sýnir hve lending er óhæg hjer innan- hafnar við þá staði, sem móti austri vita. Hefði sýslubryggjan aptur á móti verið lengri, svo að „Baldur“ hefði getað Iagt vestan að henni, þá hefði þetta óhapp ekki að höndum borið. Og það get jeg fullvissað Gunnar um, að hefði „Baldur“ þann dag ætlað að lenda við fyrirhugaða Bratta-bryggju, þá hefði Tangina lengið strand, svo að ekki hefði þurft að hafa fyrir að draga bátinn út. Á einum stað í sambandi við þessa Bratta-bryggju fjarstæðu, getur Gunnar þess, að G. J. Johnsen hafi beðið Bech að fylla upp(!l) Lækinn. Fær Bech á baukinn enn hjá höf. þetta er auðvitað eitt af því allra ósenni- legasta af öllum Gunnars-sögun- um. En það er samt vissara að hafa Bech við þetta riðinn. Ekki finst mjer rjett af höf., að vera að skrökva á gamla manninn þótt honum, að höf. dómi, hafi yfirsjest með áætlun hafnargarð- / S. 3- 3°^^’ anna, því að vitanlega hefur Bech gamli aldrei sagt hvorki höf nje öðrum, þessa kynjasögu. Hitt höfuin við eflaust heyrt ýmsa tala um, að nauðsyn bæri til og færi jafnfr. vel á því að hlaða upp flöt innst í „Læknum“ og fylla þar upp til þess að leggja þar á og bjarga þangað upp smábátum (skjökt-bátum) sem opt hafa orðið þar fyrir skakkaföllum og jafnvel tekið út, auk þess sem það er særandi að sjá fara svo um báta þá sem þar eru hafðir og til lítils sóma fyrir hjeraðið. Hefur einn mikilmet- inn formaður hjer skrifað ein- mitt um þetta atriði í blaðinu „Skeggja“, og er vonandi að framkvæmd verði á þvi verki þegar um greiðist. Hitt er aptur | á móti víst að sýslunefndinni hefur aldrei dottið þetta í hug og því síður að láta framkvæma það, og enn vissara er það, að G. J. J- getur aldrei haft hag af þessari uppfyllingu, frekar en aðrir smábátaeigendur, enda á hann þar ekki lóð að. — Læt jeg svo úttalað um þessa kvik- sögu Gunnars og læt hann einann um þá hugmynd og það verk að fylla upp Iækinn. Hon- um verður eitthvað til þess sje litið til annara afreka hans bæði sem hann hefur framkvæmt og er í þann veg að láta framkvæma hjer meðfram höfninni. Um leið og Gunnar skilur við þetta Bratta-bryggju-hneyxli í gulu hættunni, leyfir hann sjer að sparka í þá menn hjer,s sem gerðust svo djarfir að reyna að koma í veg fyrir að hafskipa- bryggjan yrði gerð pieðfram „Bratta“. Sú lúalega lítilsvirðing í garð þessara manna, sem höf. ber þar á borð, sýnir fyrst og fremst einna ljósast ofbeldis- hugsun höf.: hann á að vera sá eini óskeikuli, því eiga allir að trúa og það eiga allir að skilja, og í annan stað er það bert, að eptir dómi höf. getur helst eng- inn maður hjer haft sjálfstæða hugsun eða skoðun um nokkurt mál, smátt eða stórt; það verða ávalt aðrir að hugsa fyrir þá. þesskonar sleggjudómar eru auð- vitað nýir hjer og virðast hafa flotið hingað til Eyja í kjölfari höf. gula bæklingsins og dylst engum lítilsvirðing sú sem jafn- framt felst í þéssari aðferð, sem höf. gerir sig márgsekan í. Öll- um er það þó Ijóst hjer, að eng- inn hefur gengið nær mönnum hjer með undirskriftir en ein- mitt höf. og hans nótar, t. d. þá þegar þeir gengu svo að segja fyrir hvers manns dyr til þess að knýja fram áskorun almenn- ings um það að núverandi þing- maður gæfi kost á sjer(!!) til þingmensku. Jeg hygg, að fáum undanteknum, hafi menn þá á- litið að þetta væri „formandi“ og því fylgt Gunnar! og hans nót- um af sinni eigin sannfæringu þótt þá nú allflesta iðri þessa og skoði það nú sem stópa yfirsjón, jafnvel höfuð-synd, svo að ekki mundi þýða fyrir höf. að fara aptur á flot í sömu erindum. En svo kemur gamla sagan, að það er gefið í skyn í gula bækl. þar sem ræðir um undirskriftirnar um Brafta-bryggjuna, að við Gísli Johnsen eigum að hafa afvega- leitt þessa menn, með því að smala undirskriftunum og fá einn og einn til að ljá nafn sitt til fylgis. f>að er annars einkenni- legt hve höf. álítur okkur G. J. Johnsen áhrifamikla leiðtoga, jafn heimskir og fáfróðir sem við erum að hans dómi. Skyldi hjer ekki sem optar verða vart ofur- lítillar, en jafnframt óviljandi mótsagnar hjá höf.? Jeg hefi fyrir löngu búist við því, síðan guli bækl. kom út, og ætla mætti, að Gunnari væri farin að renna mesta reiðin, að hann mundi að minsta kosti biðja stjettarbræður sína — hvað sem útvegsmanna- aumipgjunum hður — sem undir skjalinu voru, fyrirgefningar á þessu óverðskuldaða frumhlaupi hans á hendur þeim. En höf. hefur gleymt því eða ekki þótt taka því. Reyndar er Iítilsvirð- ingin, sem skín í gegn um þennan kafla bæklingsins of ákveðin til þess, að þess mætti vænta og sjest hún best á orðunum: „með öllu tiltíndu", því að bak við það orðatiltæki liggur auðvitað hugs- unin rusl. Sýnir þetta meðal annars hina alkunnu lítilsvirðingu höf. í þeirra garð, sem eru ann- arar skoðunar en hann og hafa lagt leiðir sínar annarstaðai • en um þvergirðinginn hans. þeir sem fá þessar kveðjur Gunnars í gula bæklingnum eru eflaust menn til þess að svara fyrir sig og þakka Gunnari fyrir ummæl- in um áskorun þá, sem hjer um ræðir og sem höf. hefur leyft sjer að kasta í óvirðingar-sorpið. — Jeg get því verið stuttorður um þennan kafla níðritsins; vil aðeins leyfa mjer að þakka höf. fyrir þann skerf velvildar í minn garð, sem hann, hjer sem annarstaðar í gulu hættunni rjettir að mjer. Og taka vil jeg það fram, að þótt Gunnar í gorgeir miklum standi þar með reiddan vöndinn og gefi í skyn, eins og sæmir vara- stjórnarvaldi, að hann muni hitta okkur síðar, að stríðinu loknu, ef til fundar kernur út af þessu máli, og teikningin stóra af „Bratta“ í allri sinni dýrð verður lögð fram, til þess að láta okkur „kyngja“ — því ekki hiksta — mörgu, þá munum við aumingj- arnir bíða óhtæddir þeirrar hirt- ingar, en berum aðeins kvíðboga fyrir því, ef svo illa kynni til að takast,*að Gunnar yrði forfallað- ur þá stundina, væri, ef til vill, | að vinna að einhverjum nýmóðins | jarðabótum í aimennings þarfir, af einhverri föðurl,egri umhyggju fyrir „Eskimóunum“. (Framh.). Atkvæðagreiðsla um sambandslögin. sem alþingi samþykti á dögunum á að fara fram 19. okt. næst- komandi. það verður síðasti leikurinn í hinni löngu deilu um sjálfstæðismálið, og á honum veltur það hvort nú á að semja sátt og frið milli þjóðanna, eða ieggja enn á ný út í orrahríð, sem enginn sjer fyrir endann á. það er komið undir öllum at- kvæðisbærum mönnum, konum og körlum í landinu, hvor kost- urinn verður tekinn. Allar líkur benda til þess, að fyrri kostur- inn verði tekinn og lögunum játað af allri alþýðu. Andróður- inn er ekki svo öflugur að hann geti hafi alvarleg áhrif á úrslitin, nema svo óhappalega skyldi tak- ast til, að þeir sem unna nýju sambandslögunum, treysti of mjög á sígurinn og l^ti sig vanta við atkvæðagreiðsluna; á þann hátt gæti hún mistekist. Fyrir þessu er þó naumast ráð gerandi, en samt er allur varinn góður. Ætti það að vera mönnum hvöt til að fjölmenna við atkvæðagreiðsl- una. það ætti einnig að hvetja menn til að fjölmenna, að málið er svo mikilsvert í eðli sínu, að þjóðin hefur hvað eftir annað verið í uppnámi út af því, og

x

Skeggi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skeggi
https://timarit.is/publication/208

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.