Alþýðublaðið - 20.04.1921, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 20.04.1921, Blaðsíða 1
 1921 Miðvikudaginn 20. aprfl. 89 tölubl. Meira slit, meira kaup. Andstæðiagar verklýðsinshampa þyl óspart, að verkamenn vilfiekki vinna eftirvinnu, og foringjarnir Ihvetji þá til þess að vinna hana ekki. Þeir ganga svo út frá þess- um skakka grundveili og setjast niður á óæðri endann og reikna út það tap, sem „landið og verka- menn* tapi á þessari þrákelkni verkamanna, að vilfa ekki slíta kröítunum með þvf, að vinna aukavinnu, eftir að hafa þrælað ailan daginn — og viija ekki vinna fyrir það „gæðakaup* sem vinnu kaMpendur hafa heitið að verðlauna aukaerfiði og áreynslu úttaugaðra verkamanna með. Þessir göfugu(l) þjónar og taglhnýtingar auðvalds- ins fá svo út háar tölur og segja svo með heiiagri vandlætingu: Sjá hér verkamaður hverju þú varpar á glæ fyrir ofstopa þinn og fé- lagsskap; varpaðu frá þér félags- skapnum og vertu auðmjúkur og leiðitamur þeirn, sem auðinn hafa, þá munt þú umbun hljóta — ör- birgð og aftur örbirgð, þegar þú ert orðinn úttaugaður — því þá hefir auðvaldið ekki gagn af þér lengur og varpar þér frá sér, eins og þegar mjaltakonan varpar gam- alli og gatslitinni þvottadulu á sorphauginn. •— En hvorki verkamenn né for- ingjar þeirra hafa sagt, að eftir- vinnu vilji þeir enga hafa. Hitt hafa þeir sagt, og eru þar I full- nm rétti sínum, að þeir vilji ekki vinna eftirvinnu að þarílausu, og þegar brýn nauðsyn krefji sé ekki nema sanngjarnt, að greitt sé það kaupgjald fyrir slíka vinnu ^em upp sé sett og hæfilegt má teljast. Og helgidagavinnu vilja þeir með öllu afnema. Hefir nú orðið nokkurt tap á þvf, að eftirvinna hefir ekki verið unnin undanfarið? Og hafa verka- menn tapað á þvi ? Þessum spurningum má óhikað báðum svara neitandi. Ef nokkurt tap hefir orðið, þá er það félags- nefnu þeirri að kenna, sem ætlaði um helgina að sletta sér fram I það, sem verkaraönnum og vinnu- kaupendum einum kemur við, og tafði með heimsku sinni í tólf stundir, að tveir eða þrír togarar yrðu affermdir. Utgerðarmenn hafa áreiðanlega grætt drjúgan skilding á þvf, að engin eftirvinna hefir verið u'nnin, þvf skipin hafa ekk- ert tafist og þeir hafa sloppið við að greiða eftirvinnukaup. Verka- menn hafa heldur ekki tapað, I heild sinni, því miklu fieiri hafa fengið vinnu en ella myndi, þar sem losa þurfti skipin á svo skömmum tfma. En þvf fleiri sem vinnu fá, því jafnara dreifist vinn- an og því fieiri verkamenn fá aura til þess að kaupa mat handa svöngum börnum sfnum. Verkamenn vilja helst enga eft irvinnu vinna vegna þess, að þeir vita hve mjög erfiðisvinna styttir æfina, og þvf meira styttist^æfin, sem lengur er unnið á hverjum degi. Likami mannsins er í sjálfu sér ekki annað en vél, en þáð ver settur en aðrar vélar, að hann verður daglega að fá endurbætur til þess að eyðilcggjast ekki. Því meira sem hann er notaður, því meiri endurbóta þarf hann við; en eins og kunnugt er fara flestir verkamenn aftur í vinnu klukkan sex að morgni, þó þeir hafi unnið lengur en hinar venjulegu io stundir, sem af öllum sérfræðing- um er talinn of langur vinnutfmi, hvað þá, ef lengri er. Annað at- riði kemur hér lfka til greina, ekki veigaminna. Margir, jafnvel flestir verkamenn, hafa fyrir heimili að sjá. Þar þurfa þeir ýmsum störf- um að gegna, þegar þeir koma heim frá vinnu, og verða oftast nær að trassa þau fyrir þreytu sakir, ef um langa eftirvinnu er að ræða.; Geta allir skilið hve ó- heppilegt slfkt er. Það er þvf eðjilegt og sjálfsagt, að verkamenn vilji sem allra mest losna við eftirvinnu, og enn þá sjálfsagðar er þó hitt, að þeir fái vel borgað það erfiði, sem þeir leggja á sig f ofanálag við dags- erfiðið. Og það erfiði eiga þeir ekki hvað sízt að vcrðleggfa sjélf- ir. Enda hafa þeir gert það og munu standa við samþykt sína, meðan þeim lýst. Þeir eiga orku sfna sjálfir og eru frjálsir að þvf, að verðleggja hana. Og þvt meiri orku seut þeir eyða, því meira sem slit Ifk- amans verður, því heerra verð leggfa þeir auðvitað á orkuna. Kvásir. Ný bók. Andrés G. Þorrnar: Hillingar. Menn eru nú orðnir svo vanir því, að nýjir höfundar komi fram á ritvöllinn, að það er ekki skoð- að sem neinn stórviðburður, þótt einn bætist við. Það nærri því Iiggur fremur við, að menn séu orðnir leiðir á öllum þessum skáld- skap. Og það er að sumu leytí von, því að satt að segja er nú sumt, sem þvf nafni er nefnt, hálf- gert léttmeti. Þó megá menn ekki láta það fæla sig frá að veita því eftirtekt, þegar efnilegir byrjendur koma fram. Þá vil eg heldur mæ'ia með forvitninni. Þessi bók er eftir ungan mann og hefir hann ekkert ritað áður opinberlega. Bókin er ekki löngr kringum 150 bls., og er sjö smá- sögur og æfintýri. Nokkuð bera þær þess vott, að höf. er byrjandi, en þó gefa þær um leið von um gott áframbald. Einkum kemur byrjandablærinn fram f efnisvalinu. Þó er ekki bægt að segja að efra- in séu illa valin, heldur fremur hitt, að höf. tekst ekki altaf fuHI- komlega að afmarka efnið, svo að- það verði méðfærilegt í smáiogu*1

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.