Skeggi - 05.04.1919, Qupperneq 1
II. árg.
Vestmannaeyjum, Laugardaginn 5. apríl 1919.
21. tbl.
Símfrjettir.
R.vík 4. ápríl 1919.
Óeirðir Bolsjevikka halda enn áfram í Ausfur-
Evrópu.
Sætiir eru komnar á í Danmörku um stjórnar-*
skifta-þrætuna. Gamla stjórnin situr kyr og Lands-
þingið hefur samþykt lántökuna, sem deilan varum.
Friðarfundurinn hefur ekki enn látið birta neina
skilmála, og vita menn ekki hvað veldur.
Verkföllunum í Englandi er enn ekki lokið að
fullu.
Mikiar óeirðir f Egiftalandi.
Ensk fregn segir að menn búist við að flug-
mannasveit, sem fer um þessar mundir frá Ameríku
til Englands, muni ætla að koma við á Islandi
(Reykjavík?). Það er fyrsta flugið yfir Atlandshaf.
þann 29. þ. m. brunnu þrjú hús á Seyðisfirði til kaldra kola.
það voru húsin, Nýjabúð, Nielsens-hús og læknishús. Haldið að
kviknað hafi frá öskukassa.
Aflalaust við Faxaflóa í nokkra daga. þilskipin, sem koma
þessa dagana, haia aflað ágætlega.
þungt kvef gengúr enn hjer (R.vík); þó ekki drepið fólk
nema smábörn.
Tiðarfar gott til sveita; hvergi getið um heyskort nema í
Rangárvallasý§lu.
Lengsti
talsíminn.
Mikil tiðindi þóttu það er
A. G. B e 1 1, hinum fræga,
tókst að setja upp talsfma-
áhald í svefnherbergi sínú, í mat-
söluhúsi einu í Boston 1876, og
ná sambandi við annan mann í
sama húsi. Hann kallaöi í sím-
ann: „Mr. Watson, come here;
I want you“. Watson nam
hljóðið, skundaði inn til vinar
síns til að samfagna honum með
sigurinn; þetta var fyrsta sím-
talið. Nú er talsíminn kominn
um allan hinn mentaða heim og
tengir saman lönd og lýði „lif-
andi orði suður og norður*.
Engin hjátrú hefur megnað að
girða götu hans; svo er hann
máttugur i eðli sínu.
Aðal-höfundur hans, Alex
Graham Bell, er fæddur í Edin-
borg 3. marz 1847, og er sonur
hins fræga hljóðfræðings Bell’s.
Fór til Ameríku um 1870. Kendi-
málleysingjum í Bandaríkjunum
á árunum 1872—76 og notaði
þá hina frægu kensluaðferð föður
síns. Gerði miklar og merki-.
legar rannsóknir á raddfærum
mannsins og varð háskólakennari
í þeirri grein. Margar tilraunir
gerði hann til þess að flytja hljóð
með rafmagnsstraumi, og leiddu
þær til þess að hann smíðaði
talstmann. Birti hann smíðina
í Philadelphia 1876, og uppskar
þegar fje og frægð fyrir hana.
Síðar smíðaði hann önnur áhöld,
með öðrum manni, viðvíkjandi
hljóðritun. Annars hefur hann
helgað málleysingjunum starf
sitt og gefið 250 þús. dollara til
að styrkja þá til náms. Má með
sanni segja að hann hefur lagt
lifandi orði mikinn styrk með
æfistarfi sínu.
Honum auðnaðist að lifa það,
$ að sjá vonir sínar um talsímann
rætast og langt fram yfir það.
þann 25. janúar 1915 hringdi
hann upp Mr. Watson, þann sem
áður er nefndur. En þeir voru
þá ekki alveg í sama húsi báðir.
Dr. Bell var í New-York, en
Watson í San Francisco.
Talsíminn var kominn þvert
yfir A m e r í k u þrátt fyrir
hrakspár og mótspyrnu. Meiri
sigur gat dr. Bell ekki kosið
fyrir uppfundingu sína, og það á
dögum loftritunarinnar.
Skömmu síðar var gefið sam-
band við Washington og þá
talaði Wilson forseti þaðan, um
New-York og til Sayi Francisco.
Síðar talaði hann þangað frá
Boston óg þá var fjarlægðin 4750
enskar mílur, lengsta samband
sem þá hafði náðst. það er
jöfn vegalengd og frá London tif
Bombay í Indlandi þegar farið
er landveg um Persiu, eða frá
London til Zanzibar, á austur-
strönd Afriku, þegar miðað er
við sjóleiðina.
Margt er það, sem verkfræð-
ingarnir verða að hyggja að,
þegar þeir leggja síma um miklar
vegalengdir, þó skemri sjeu en
þetta. Ferðalagið um eyði-
merkur, fjöll og firnindi, útheimtir
sína fyrirhyggju og áreynslu.
Enn þá meiri vandi er þó að sjá
við göllunum, sem geta leynst í
þræðinum. Hljóðöldurnar frá
vörum mannsins eru veikar og
þola ekki galla í þræðinum. En
þær fara hratt ef alt er í lagi.
Venjulegur hraði hljóðsinsí lausu
lofti, er um 1160 fet á sek.
Gæti því einhver kallað „halló“
svo hátt í New-York að það
heyrðist vestur til San Francisco,
mundi það „halló“ verða rúmar
4 klst á leiðinni. En með raf-
magnsstraumnum í þræðinum
berst það alla leiðina á fimtánda
parti úr sek., eða um 56 þús.
enskar mílur á heilli sek. Sím-
inn flytur því samtalið mörg
þúsund sinnum hraðara en það
berst milli manna þegar þeir
tala saman „upp á gamla móðr
inn“.
það ræður að líkindum að
næsta mikla nákvæmni þarf til
að ganga svo frá hárfínum þræðí
að rafmagnsbylgjurnar, margar
miljónir á fáum mínútum, mæti
þar engri truflun. Hinn minsti
galli á einhverju áhaldinu getur
ónýtt alt verkið um stund, og að
öllu leyti ef hann finst ekki, og
þá er öllum miljónunum, sem
kostað er til verksins, kastað á
glæ. Aldrei hefur neinn sjúk-
lingur haft nákvæmari umbúðir,
en hinir ósýnilegu farþegar í
þræðinum. Frá þvi er fyrsta
tilraunin var gerð í Boston fyrir
rúmum 40 árum, hafa kunnáttu-
menn verið að rekja töfraþráð-
inn frá einni borg til annarrar í
Vesturheimi, uns þeim hefur
hepnast þrekvirkið mikla, að
koma honum þvert yfir álf-
una, frá hafi til hafs. Hersing
af vitsmunamönnum, hugdjörfum
og þolinmóðum, snarráðum og
laghentum, hefur unnið að því
dag og nótt, uns takmarkinu var
náð. það var ekki einvígi milli
einstaks manns og óráðinnar
gátu, heldur orusta þúsunda
manna við þúsundir af örðug-
leikum af öllu tagi. Hver sem
íhugar' vegalengdina, landslagið
og tilkostnaðinn, hlýtur að
undrast hinn mikla sigur verk-
hygninnar, sem unnin er með
þessu afreksverki. Símalínan
liggur yfir 13 dki, og í hana
fóru um 130 þúsund stólpar.
Meginþráðurinn er ferfaldur alla
leiðina, og er leiðinni skift í 2
kafla. Ein ensk míla af ein-
földum þræðinum vegur 435 pd.
ensk, og vegur því allur þráður-
inn um 2960 smál. Auk þess er
í hvorum línukafla um 13 þús.
og 600 mílur af þræði hárfínum,
Viooo þuml. í þvermál. Allur
þráðurinn samanlagður er
40600 milur enskar og mundi
því ná nær því tvisvar sinnum
kringum jörðina við miðjarðar-
línu.
Fyrirhöfn hefur það kostað að
strengja þennan eilífðarþráð yfir
meginlandið, setja niður stólpa
mr Vefnaðarvöruiírvalið mest, verðið Iægst.
S. 3. 3oí\nsen.