Skeggi - 05.04.1919, Page 2
SKEGGI
«
»Skeggi« kemur venjulega út e i n u
sinni í viku, og oftar ef ástæður
leyfa. Verð: 5 kr, árg. (minst 50
blöð).
Auglýsingaverð: 70 aur. pr.
«.m.; 80 aur. á 1. bls.
Útgefand i: Nokkrir eyjarskeggjar.
Afgreiðslu- og innheimtum.
Ounnar H, Valfoss,
Með seglskipinu „Uranus“ sem nú fermir f
V
Svíþjóð, á jeg von á öllum venjulegum tegundum af
borðum, hefluðum og óhefluðum, elnnlg plönk-
um og trjám, alt mjög hentugt til húsabygginga
og annars. Að forfallalausu má búast við skipinu
hingað í lok þessa mánaðar.
aliir
Ritstjóri og ábyrgðarm.
Páll Bjarnason,
Hjá
Tóbaksvörur,
r'
- Agætis
Rulla
nýkomin.
grassgssss srssss csssaésssý; gsss S Æ.SM; sssss
o. s. frv. þar var yfir vötn að
fara, skóga, fjöll og eyðimerkur,
ár og grassljettur. Árið 1911 var
línan komin vestur að Denever,
2100 mílur fyrir vestan New-
York. þaðan var haldið áfram
af kappi, og lagningunni lokið í
janúar 1915.
Landmælingamer.n voru sendir
út til að kanna leiðina. þeirra
starf var bæði vandasamt og
erfitt. Stundum urðu þeir að
hafast við á fjöllum og í eyði-
mörkum mánuðum saman, langt
frá mannabygðum. Ýmist var
hitinn óþolandi á flatneskjunum,
eða þá nístandi kuldi á háfjöll-
unum. Ált urðu þeir að flytja
með sjer, tjöld rúmföt, vistir og
öll áhöld. Tólf menn voru
hverjum hóp, og rjeð verkfræð-
ingur ferðinni. Skift var verkum
með þeim. þeir stungu niður
merkiprikvm, þar sem stólpa átt
að setja. Ekki lóru þeir hrat
yfir; þóttí gott ef þeir fóru 12
mílur á dag, komust stundum
ekki nema tvær eða varla það. |
þyngst gekk þeim að etja við j
sandbyljina í eyðimörkunum.
Undan þeim urðu þeir oft að
flýja frá verkum og þóttust góðir
að komast í tjöldin, því að salti
sandurinn er ómjúkur þegar
ofsa-stormurinn þeytir honum á
hörundið. Stundum kæfði tjöldin
með öllu í slíkum sandbyljum.
þeir stóðu stundum 2 daga í
einu. Oft reif vindurinn tjöldin
með sjer, og var þá allur far-
angurinn, vistir og fatnaður,
berskjaldaður fyrir vindi og
vatni.
Mælingamennirnir urðu stund-
imv að velja sjer leið yfir fúin
mýrafen og sukku þá tíðum í
þau upp undir hendur, svo draga
varð þá upp aftur með böndum.
Á nóttinni ráfuðu villidýrin um-
hverfis tjöldin og vöktu þá með
óhljóðum sínum. þeir hugrökk-
ustu af þeim fóru stundum að
veiða viilihross, sem eru þar í
stórum hópum. það eru lög þar
í landi, að sá á villihross sem
getur veitt það og tamið. Hátt
uppi í Kiettafjöllunum tóku við
jökulbreiður, og öðru hvoru
tóku við stór-ár. þær urðu þeir
hka að kanna, mæla í þeim
strauminn og rannsaka botn-
lagið.
Á eftir landmælingamönnunum
komu verkamennirnir, týndu
saman merkiprikin, settu niður
stólpa í staðinn og strengdu
vírinn milli þeirra. þeir urðu
að flytja með sjer stólpana, þver-
slárnar, mílna langan vír auk alls
útbúnaðar sem þeir þurftu til
dvalarinnar, jafnvel vatnið líka.
Tjaldvagnar voru mest notaðir,
dregnir af fótvissum múldýrutp,
meðan þeim var við komið. En
dýr þola illa saltblendna jarð-
veginn á Nevada-hásljettunni og
urðu þeir því að smíða dráttarvagna
með sjerstökum útbúnaði til þess
að komast þar áfram. Sumstaðar
var jörðin svo hörð að sprengi-
■ efni varð að nota til að grafa
holurnar fyrir stólpana. Öðru
hvoru varð að leggja línurnar
yfir vötn, til að stytta leiðina,
og varð að hafa sjerstakar vjelar
til að bora holurnar í botninn.
í Klettafjöllunum gerðu birnir
símamönnunum margan óleikinn,
m-eð hrekkjum sínum og kænsku.
þeir voru á vakki kringum tjöldin
til að ná í vistirnar er færi gafst.
Einu sinni flæmdu þeir einn
matreiðslumanninn upp í trje og
gæddu sjer síðan á matnum, sem
fjelögum hans var ætlaður. Verk-
stjórarnir tóku eftir því að farið
var að rífa niður á nóttunni,
vírinn sem þeir strengdu á
daginn. þeir settu vörð ^til að
komast eftir hver valdur væriað
því. Kom þá í ljós að þaðvoru
birnir. þeir klifruðu upp stólp-
ana og bitu af glerkúlurnar;
munu hafa haldið að það væru
gómsæt epli eða býflugnabú.
Voru þá reknir hvassir járn-
gaddar t stólpana til að afstýra
þessum bjarnargreiða.
Hæst uppi á Klettafjöllunum
voru simanum valdir skjólbestu
staðirnir og þar voru bygð skýli
fyrir menn til að gæta hans í
vetrarstormunum. Aðbúnaður
þeirra er mjög fátæklegur. þar
er snjórinh svo mikill að stólp-
arnir standa varla upp úr honum.
Dýrt er að nota síma þennan.
Viðtalsbiiið (5 mín.) kostar um
78 kr. og um 25 kr. fyrir hverja
m’nútu, sem þar er fram yfir.
en gagnið af samtalinu er líka
oft æðimikið. Ameríkumenn
kunna að fgra með slíka hluti.
Hvergi er talsíminn svo út-
breiddur sem þar, enda ættaður
þaðan.
Lundúnabúar geta ekki sím-
talað lengrá heiman frá sjer en
til Svisslands, og er það örstutt
hjá hinni vegalengdinni.
Bækur.
—o—
Skólasöngbókin.
1. hefti. R.vík 1918.
það er dimt í skólunum þessi
árin. Myrkravöldin virðast hafa
þar yfirhönd síðan dýrtíðin
magnaðist, því að enginn skyldi
ætla það að kærleikur og sann-
leiksást valdi því að dýrtiðin er
látin snúa við borðum og bekkj-
um í hverjum skóla þar sem
hún lokar ekki alveg. Ekki má
nefna þar, nema „það allra nauð-
synlegasta" og „loftið er alt
Ijóðum blandið“ af margrödduð-
um sultarvæl, frá sínkum þjóðar-
fulltrúum annarsvegar, og hungr-
uðum kennaralýð hinsvegar. En
úti íyrir glymur hljómurinn af
gulli og silfri hærra en kirkju-
klukkur á miðöldunum.
Eftirtölurnar um skólagjald
lemjast eins og skafrenningur inn
í brjóst saklausra barnanna og
drepa þar allan gróður vorsins.
Baunir og
hrísgrjón
nýkomið í verslun
3« 3of\t\set\,
þau fá ekki að lesa nema þurrar
fræðaþulur og ekki að vinna
neitt nema þreytandi skylduverk
og þó ekki nema að hálfu leyti
og minna en það víðast hvar.
Næsta kynslóð hefur af andleg-
um vorhörkum að segja.
Bók sú, er getur hjer að ofan,
kemur sem lóukvak í vorhretum,
og btoðar ljós og yl í skólunum.
þar,koma 30 sönglög, ljeit og
fögur, og fagurt kvæði fylgir
hverju þeirra. „Bókin er sjerstak-
lega ætluð skólum, og þá helst
kvennaskólum, barnaskólum og
unglingaskólum. En\ auðvitað
hafa og söngfjelög kvenna, barna
og unglinga bókarinnar sömu
not“, segir í formálanum. Lögin
eru þrírödduð og valin með það
fyrir augum að þau verði ekki
ofviða þó að kraftarnir sjeu
smáir. þau eru eftir ýmsa höf-
unda, útlenda og innlenda, fjölgar
óðum Íslenskum sönglögum.
Bókina hafa búið undirprentun
Sigfús Einarsson, Friðrik Bjarna-
son og Pjetur Lárusson organ-
istar, allir þaulvanir að kenna
söng í skólum. Má treysta því
að þeir hafi reynsluna í því hvað
bjóða má nemendum. Framhald
af bókinni á að koma bráðum.
Vonandi verður bók þessi, þó
l'til sje, til þess að glæða söng
í skólunum, og gera vistina þar
ánægjulegri og lífið fegurra í
augum vaxandi kynslóðar/ Söng-
urinn hefur töframátt til að opna
þá heima, sem hver góður fræð-
ari vill sýna nemendum sínum,
og bræðlr marga klaka-hellu
kæruleysisins, sem enginn járn-
karl vinnur á.
Enginn vafi er á því að bók
þessi verður mikið keypt og
notuð.
Frá sjónarheimi.
Eftir Guðm. Finnboga-
son. R.vík 1918.
„Um hvað er þessi bók?“ spyr
maður þegar titillinn er nefndur;
hann er svo einkennilega
ákveðinn. Titillinn æsir for-
vitnina og nafn höf. kallar mann
til að lesa. Höf. er orðinn svo
góðkunnur hjá öllum bókavinum,
að þeir vilja nú allir orðið ná í
bækurnar hans, og margir þykjhst
vera siðferðislega skyldugir til
að eiga þær í góðu bandi. þetta
smáa er hann orðinn vinsæll af