Skeggi - 05.04.1919, Síða 3
SKEGQI
A u g I ý s i n g.
Þeir sem eiga ógoldið mjer fyrir aukaverk,
eru beðnir að gjöra það sem fyrst, Listi yfir þau
liggur í verslun Páls Oddgeirssonar, sem veitir
gjöldunum móttöku og kvittar fyrir.
Oddg Guðmundsen.
Stórt úrval
af Blómlaukum, Begoniur, Ciadioles, Iris.
Blómsturfræ & Matjurtafræ fleiri teg.
Blaðplöntur. ' Rósastönglar.
Marie Hansen,
Sfmi 587. Bankastræti 14 , R.vfk.
*
Minnisblað.
Símstöðin opin virka daga kl.
8 árd. tii 9 síðd. Helga daga
10—7.
Póstafgr. opin alla virka daga kl
10—6.
Lyfjabúðin alla daga kl. 9—10.
íshúsiö alla virka daga kl. 4—7
síðd. x
Sýslubókasafnið sunnud. 9—11
árd.
Hjeraðslæknirinn heima daglega
12-2 og 6—7 e.m.
ritum sínum. Á síðari árum
hefur hann ritað mest um vinn-
una, og svo kallaða hagnýta
sálarfræði. það verkefni leikur
í höndum honum, engu síður
en viðfangsefni hans úr bók-
mentum og uppeldisfræði. Efnið
í bókinni, Frá sjónarheimi, er
nokkuð frábrugðið öðrum verk-
efnum hans, fagurfræðilegs efnis,
og mun mörgum góðum bú-
manni ftllnast sem höf. hefði
getað fundið sjer þarfara verk-
efni í þessari dýrtíð. þeim ipun
kanske einhverjum finnast að
honum beri fyrst og fremst að
vinna af sjer launin, sem hann
fær fyrir rannsóknir á vinnunni,
með því að finna ráð til að
spara vinnuaflið, svo áþreifan-
lega að hver fjárglöggur maður
geti reiknað út ágóðann í krónu-
tali. þetta hefur hann ekki reynt
að gera í síðustu bókinni. Hún
ræðir í fáum orðum sagt, um það
hvernig hlutirnir virðast fyrir
augum vorum. Er það efni
mikið og nýstárlegt. Efnið er
rakið frá mörgum hliðum, bæði
um lögun hlutanna og liti. Margt
er þar útskýrt, sem öllum þorra
lesenda mun hafa verið hulið
áður, eða mjög óljóst. En höf.
hefur sjerstakt lag á að gera allar
skýringar sem læsilegastar og
efnið hugðnæmt, þó ómerkilegt
þyki í fyrstu. Mikið má það
vera ef margur námfús unglingur
til sveita hefur ekki ánægju af
að lesa suma kaflana í bók þessari.
Hún er svo einkar vel fallin til *
þess að opna augu lesand-
ans, ef það er annars mögulegt.
Kaflinn um litina er bæði fróð-.
legur og skemtilegur, og yfirleitt
er bókin ágætlega fallin til að
grelða málaralistinni götu um
landið, þó að ekki sje hún
kenslubók í þeirri grein.
Um nytsemina er það að segja
að vant mun veiða að benda á
útreiknanlegan arð af lestri bók-
arinnar. En gagnslaus er hún
ekki þar fyrir, ef hún verður til
þess að opna augu þjóðarinnar
fyrir samræmi og sannri fegurð,
og vekja henni smekkvísi í smáu
og stóru. Mannvirkin á Islandi,
húsagerðin, hlykkjóttu túngarð- 1
arnir, vör6lugarðarnir og ótal
margt annað, eru talandi vottur
um það, hvað smekkleysi um
lögun og útlit hlutanna getur
valdið miklu tjóni. Gæti bókin
orðið til þess að vekja í laadinu
nokkra tilfinningu fyrir samræmi
og fögru formi, þá gerir höf.
miklu meira gagn með henni
heldur en þó hann hefði lýst
nýrri gerð af orfum eða fisk-
börum. Og hvort mundi ekki
ræktarsemi við ættlandið verða
meiri ef börn þess kynnu að
skoða og meta rjett sanna fegurð
þess? Höf. er mikill vinur lista
og ann mjög fégurð allri í lit og
ljóði. Honum tekst æfinlega að
vekja sama hugarþel hjá les-
endum og hann ber sjálfur þegar
kann sktifar.
Galla geta lærðir menn sjálf-
sagt fundið í bók þessari. Einn
galli er .ólærðum mönnum ber-
sýnilegur. Hann er sá að fræði-
orðin eru skrifuð á íslensku
eingöngu. það er lofsvert þegar
orðhagir menn auðga málið að
fögrum o'g hentugum nýyrðum,
sjerstaklega ef íslenskan á alveg
að skerast úr öllu samneyti við
önnur mál um algeng fræði orð.
En þegar um þau viðfangsefni
er að ræða, sem lítið eða ekkert
hefur verið skrifað um áður á
íslensku, þá er þeim illur grikkur
ger, sem meira vilja lesa um þau
efni á öðrum málum. Á þetta
við um hverja fræðigrein sem
er, og hefur komið óþægilega
niður t. d. í dýrafr. og grasa-
fræai. Heppilega aðferð hefur
próf. Ág. Bjarnason í sálarfræði
sinni; hann lætur prenta orða-
skrá aftan við bókina. Góðir
höfundar vekja oft meiri áhuga
á málefni því, er þeir rita um,
heldur en þá sjálfa grunar. Ber
þeipi þess vegna skylda til að
greiða sem best götu lesandans
til meiri og frekarl þekkingar á
efninu en þeir geta látið í tje
sjálfir; á þetta öllu fremur við
um íslenska höf. en útlenda.
Höf. bókarinnar. Frá sjónar-
heimi, hafi þökk fyrir þessabók
sem hverjá aðra tilraun sína til
að fræða landslýðinn um það
sem er fagurt og satt.
Laukur
fæst í verslun
G. J. Johnsen.
74
Leiðangurinn.
(Framh).
hafði hann gengið 2—3 stóra
hringa umhverfis tjaldið. Ekkert
sá hann grunsamlegt nema tjaldið.
það hjelt honum í nálægð við
sig eins og tjóðurhæll. Bandið
var ósýnilegt með öllu, en þó
var það miklu sterkara en öll
önnur bönd sem hann þekti.
Hann fann að það var að verða
óslítandi.
Kvöld eitt í ágústmán. var
margt gesta í ölskenkjara-húsi
einu í Bueno Ayres. ^Gesta-
salurinn var heldur ófullkominn
sö öllum útbúnaði. Sjálfur var
hann gerður upp af bjálkagrind,
75
þakinn með viðargreinum og
laufi, en veggirnir klæddir með
seglastriga af strönduðu skipi.
Veitingaborðin voru á miðju
gólfi, og voru það óhefluð borð,
sem var tildrað ofan á okagrindur.
Eftir þessu voru sætin og annar
útbúnaður. Á veggjunum hjengu
kolur með bómullar-raki, og var
brent viðarolíu Gerði ljós-
reykurinn hálf-rokkið í húsinu.
í einu horninu var þiljað af fyrir
eldstó og þar hafðist veitinga-
salinn við og hitaði ölið. Tveir
ungir svertingjar gengu um
beina og höfðu nóg að starfa
því að fast var drukkið. þar
voru saman komnir 40 - 50 menn
af ýmsu þjóðerni. þar voru
siglingamenn, f'rá ýmsum löndum
í Evrópu, og landnemar úr sveit-
inni upp með ánni La Plata.
Samræður voru fjörugar. þeir
76
sem nýkomnir voru frá Evrópu
sögðu hinum nýjustu tíðindin
þaðan. Einkum yarð mönnum
tíðrætt um atburðina í Frakk-
landi, og lögðu menn ýmsa dóma á
það.
Inn af þessum svokallaða
veitingasal, var sjerstakt herbergi
heldur lítið, og miklu betur út-
búðið en „salurinn®. þaðan
mátti sjá um alt húsið og heyra
það sem talað var frammi. þykt
tjald var fyrir dyrunum Ög mátti
byrgja þær alveg með því ef
vildi Lítið bofð stóð í miðju
herderginu og breiddur á það
dúkur. Alt var þokkalegt og
snoturi þar inni og heldur ró-
legt. þrír stólar, laglega fóðr-
aðir, stóðu við borðið. í einu
horninu var legubekkur, klæddur
með loðnu skinni. Maður sat í
legubekknum og hallaði sjer
77 ^
makindalega út á bríkina. Hann
hafði dregið dyratjaldið frá til
hálfs og lagði öðru hvoru eyru
við til að heyra hvað talað var
frammi. Maðurinn var J. Smith.
Gestum var að fjölga frammi
og hávaðinn altaf að aukast og
tungumálunum að fjölga. Mest
bar á Spánverjum og Portugals-
mönnum af öllu tagi. Hávaðinn
í þeim óx eftir því sem leið á
kvöldið; seinast urðu varla greind
orðaskil.
Að áliðnu kvöldi gengur ungur
maður inn um dyrnar, hvatlegur
og fyrirmannlegri en allir þeir
er inni voru. Hann var veður-
barinn í andliti, svipharður þó
ungur væri, leit helst út fýrir að
vera skipstjóri. Hann var í
búningi breskra sjóliðsmanna og
gat enginn efast um að hann var
Englendingur í húð og hár.