Skeggi - 30.04.1920, Blaðsíða 2

Skeggi - 30.04.1920, Blaðsíða 2
SKEGGI , »Skeggi« keuiur venjulega út einu sinni 1 vlku, og oftar ef ástseður leyfa. Verð: 5 kr. árg. (rainit 50 blöö). I Auglýsingaverð: 1 kr. pr. «,m.; kr. 1,50 í 1. bls. Ú t g e f a n d i: Nokkrir eyjarskeggjar. Afgrciöslu- og innheitntum. Ounnar H. Valfoss. Ritstjóri og ábyrgðarm. Páll Bjarnason, Hjá ^ Öf °4 kaupa allir sínar T óbaksvörur. gengt um að stöðva manndrápin, aðeins tekist að vekja hreifingu gegn þeim, sterka að vísu, en- ekki ,svo að nægi þegar til alvörunnar kemur. þeir eru að vísu orðnir fáir, sem viðurkenna ekki í orði að styrjaldir sjeu ósamboðnar siðuðu mannkyni, en hinir eru þó miklu fleiri enn þá, sem láta leiðast til glap- ráðanna þegar á reynir. Við það situr. En það er annað mannfall, sem vekur miklu minni eftir- tekt, og er þó drjúgum stór- feldara heldur en mannfallið í styrjöldunum, að þeirri síðustu og mestu undanskilinni. það er hið gífurlega manntjón er verður árlega við störf í þjónustu iðn- aðarins. Hjer á landi verður mönnum starsýnt á manntjónið við sjóinn árlega, og er það síst að furða, því að Ægir er stund- um furðu frekur í kröfum. Eiga þá margir um sártað binda, bæði hjer á landi og víðsvegar um heiminn. það er álitlegur hópur, sem fer í sjóinn á hverju ári, þegar talið er saman í öllum löndum. þá eru námaslysin ekki sjaldgærari nje neittminni háttar. áu skoóuu hefur myndast i uauiaioiidunuin, að námavinnan *)» ci.n uæuule n atvinna en ,< ii.Ui*Ki»u og þykn rtynslan auia j,iauíes.t þa SKOÖun. Oau onúiegra er pað að blóö- ugasta nianmaihö skuli farafram mestmegHis í húsum inni viö íriösamleg störf. það er lesið meö köldu blóði þegar blöðin fiytja hcgnir um að í þessum t>toi boigaíniutanum hafi farist 10 - 20 menn í gær, og að svo og svo margir hafí mist limi. En safnast þegar saman kemur. Fyrir nokkrum árum var talið að um hálr miljón manna færust árlega af slysum í Bandaríkjum N.-Amer.. og varla hefur það minkað síðan. þá var talið að. slysin væru nokkru fátíðari Evrópulöndunum að tiltölu við Vor-birgðir — af neðantöldum vörum nýkomnar: Matvörur: Hveiti — .Haframjöl — Hálfbaunir — Smjörlíki — Plöntufeiti -» Dósamjólk (sæt og ósæt) — Kandis- Mola- og Strau-sykur — Brent Kaffi — Rúsínur — Sveskjur -* Saft - Kanel-stangir (2 teg.) — Lárberjalauf — Aprikósu- og Rauð-grautur í pk. (Nýtt) — Matar-kex — Maríu-kex — Súkkulaði — Kókó-duft — Dilkakjöt í dósum. O s t a r : „Steppe"- r- BEjdamer« og „Mysu*. Tll bökunar: Sítrónu- Möndlu- Vanille- og Kardimommu- dropar — Gerduft „Royal" — Ger í pökkum. — Sætar möndlur — Kardemommur — Eggjaduft. Járnvörur: Steikar-p ö n n u r .(stórar) — Blikkbrúsar 3,5 og 81. Olíuvjelar (þríkveikjur, ásamt kveikjum) — Skrúfur — Prímús-hausar, hringir, lyklar — Lampabrennarar (15 og 20 línu) — Skrár — Hurðarhúnar — þjalir o. m.fl. — Bandprjónar (3 stærðir) — Klossasaumur. Fyrir karlmenn : Skeggsápur - „Gillette"-blöð — Vindla- kveikjarar — Vasaljós — „Batteri" — Ljóskúlur — Axlabandasprotar — Axlabönd. Drengja - nærfatnaður (sjerlega vandaður) — Drengja-gúmmíkápur — Teygjubönd (mjó ogbreið) o m fl. Bolla- og skraut-bakkar úr trje og glasi, 16 teg., aðeins fáir af hverri. > Brynj. Sigfússon. 'J \iafc extva- %x e\8ur Nokkrar stúlkur og unglinga vantar mig við fisk- verkun í sumar. Semjið við mig sem íyrst. i Árni Sigfússon mannfjölda, en þó eflaust miklu mannskæðari en nokkur styrjöld, sem þá hafði staðið. Merkur rithöfundur einn í Ameríku benti þá á það undarlega ósamræmi, að menn skyldu fyllast helgri reiði gegn styrjöldum og mann- Kaliinu í þeim, en láta sem varla vissu um hinar g'furlegu blóðs- úthellingar, sem verða daglega við friðsamleg störf í hverri iðnaðarborg; orsökln oft ekki annað en skammsýni og nurlara- háttur þeirra sem fyrirtækin reka. Meiri háttar styrjaldir koma varla nema einu sinni á hverjum 10 árum, en hittskeður árlega um öll siðuð lönd. Sami höf. leitar ástæðunnar fyrir því að menn skuli ekki taka betur eftir þessu þjóðarböli, og þykist finna hana i því að orustuvöllur- inn sje svo víður (öll Bandanki N.-Amer.) og ofustan vari svo lengi (heilt ár). Daglegt mann- fallið á hverjum stað lætur lítið yfir sjer, og er orðið svo venju- legt, að menn taka varla eftir því, eru aldir upp við það frá blautu barnsbeini. En þegar ársskýrslan kemur úr öllum rikjunum þá gefur á að líta, hálf miljón eða meira!- Alt farið á einu ári í sama landinu, og vekur ekki verulega athygli; svona venjast menn bölinu Yrði þetta mannfall aftur á móti í einni orustu, þá mundi allur heimur standa á öndinni af undrun, skáldin færu á flug og og sagnritarar fengju viðtækt verkefni í margar bækur, sem lesnar yrðu í nokkrar aldir á eftir. það ,er ekki ýkja langt síðan menn ljetu sjer skiljast hvílíkur voði hjer er á ferðum og tóku að gera ráðstafanir til umbóta. þó er nú að því starfað í öllum iðnaðarlöndum, mest með einka- fjelögum, sem hafa samband sín á milli. Eitt aðalsamband slikra fjelaga hefur aðsetur í Bern, og beitir þaðan áhrifum sínum, víða um lönd. Á hátiðarsýningunni, sem haldin var í Kristjaníu 1914, var ein deild ffar sem sýndvoru vinnutæki og vinnuföt frá því sambandi, og voru munirnir sniðnir með hliðsjón af slysa- hættunni. þar með fylgdu greini- legar skýrslur og aðrar upp- lýsingar um starfsemi verndar- fjelaganqa, þær umbætur sem gerðar hafa verið á útbúningi verkafólks að tilhlutun þeirra. Oft þarf ekki annað en gera ör- litla breytingu á verkfæri til þess að það verði alveg meinlaust, þó það hafi áður verið mesti skaðræðisgripur. Aðal-s*tarf fjelaganna, og það erfiðasta var þó að vekja blygð- unarsemi hjá atvinnurekendum fyrir hirðuleysi um hag verka- fólksins og meðaumkun með hinum mörgu miljónum, sem neyta brauðsins í svita síns andlitis í skjóli þeirra. það var þungur róður framan af, en þó var verra að eiga við sjálfa verka- mennina, þá sem áttu sjálfir að njóta ávaxtanna. Miklu betur gengur fjelögunum hjer austan hafs en vestanj en samt heldur mannfallið áfram í svo störum stíl að styrjaldir gera ekki betur. Druknun. Tveir menn druknuðu nýlega við lendingu í Vík í Mýrdal. Réðntng gátunnar í síðasta blaði. Allar liljurnar voru dögg- , votar nema örlagablómið. Hafís er á sveimi fyrir Austur'andi. Tvo vana háseta og einn vjelatnann vantar á mótorbát tll Austfjarða. — Gott kaup. Upplýsingar gefur Magnús Guðmundsson London. Þeir sem vilja kaupa hey, nú þegar, geta fengið keypta töðu og ut- hey í Berjaneskoti undir Eyja- fjöllum. Upplýsingar gefur ritstj. Prentsm. Veitmannaeyja. Gjalddagi „Skeggja" er í dag (30. apríl).

x

Skeggi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skeggi
https://timarit.is/publication/208

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.